Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Morgunblaðið/Ásdís PALL Magnússon fréttastjóri fylgist með æfingnnni ásamt starfsfólki fréttatímans. EGGERT Þór Skúlason fréttamaður á æfingu fyrir hálfellefufréttir. Velkomin í kvöldfréttir „GOTT kvöld. Þetta eru kvöldfréttir á Stöð 2. Hvemig ætlum við að byrja? Gott kvöld. Velkomin í kvöldfréttir," segir Rósa Guðbjartsdóttir frétta- maður á Stöð 2. Við erum stödd á æfíngu fyrir nýjan kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem verður á dagskrá frá mánudegi til fimmtudagds kl. 22.30 frá og með 3. mars. Þessi nýi fréttatími verður unninn alveg sjálfstætt og í samkeppni við 19:20 að sögn Páls Magnússonar, fréttastjóra Stöðvar 2. „Fréttatíminn verður unninn alveg sérstaklega af fréttamönnum sem eru eingöngu í þessu verkefni. Ef hann væri unninn í sama ferli og 19:20 væri tilhneiging til þess að setja fréttir sem kæmust ekki inn þar í fréttatímann hálfell- efu. Nýi fréttatíminn verður þess vegna unninn, mannaður og ritstýrt alveg aðskilið frá 19.20.“ „Það hefur lengi legið fyrir að senda út fréttir á síðkvöldi. í þessum fréttatíma verður mikið „tempó“, mikill hraði. Hann verður um 15 mínútna langur, bæði með innlendum og erlendum fréttum þó áherslan verði á þær innlendu. Einnig verða íþróttir þar sem m.a. verður fjallað um leiki kvöldsins og loks nýjustu veðurfréttir og spár. Höfuðáhersla verður á að vera á mínútunni. Það fer í taugarnar á áhorfendum ef tíma- setningar standast ekki,“ segir Páll og bendir á að hjá keppinautinum, fréttastofu Ríkissjónvarps, seinki ell- efufréttum stundum til korter yfír. Aðspurður hvort útlit hálfellefu- fréttanna verði öðruvísi svarar Páll því til að það muni ekki breytast. Fréttatíminn verður unninn í sama upptökuveri og sviðsmyndin úr 19:20 notuð. Það eru Eggert Þór Skúlason og Rósa Guðbjartsdóttir sem munu sjá um hálfellefufréttimar fyrsta mán- uðinn. Blaðamaður fékk að fylgjast með þegar þau renndu í gegnum æfíngu til þess að fyrsta útsendingin næstkomandi mánudag gangi snurðulaust fyrir sig. Eggert fékk sér sæti fyrir framan myndina af Perlunni sem allir sjónvarpsháhorf- endur þekkja, og leitaði að „eyra“ til þess að vera í sambandi við Elínu Sveinsdóttur útsendingarstjóra. Þeg- ar Eggert hafði komið eyranu fyrir fóru hann, Elín og Siguijón Ólason tökumaður að velta fyrir séruppstill- ingunni og myndrömmum. Á meðan ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af myndum spurði Eggert hvert hann ætti að snúa og undraðist hvað hann væri með mikinn texta fyrir framan sig. „Þetta er bara heill fréttatími!" Síðan skaust hann fram í förðun og Rósa fékk sér sæti fyrir miðri sviðsmynd. Hún þurfti að sjálfsögðu einnig eyra og síðan var velt vöngum yfír upphafsorðum fréttatímans. „Hvemig ætlum við að byija?“ spyr Rósa. „Iskalt og ópersónulega," seg- ir Eggert en bætir svo við „nei, ég er að grinast. Við höfum þetta stutt og förum beint í fréttimar.“ Loks er byijað af alvöru. Frá heymartæki tökumanns berst ómur- inn af skipunum frá útsendingar- stjóra. Á einum af fjölmörgum sjón- varpsskjám í stúdíóinu birtist kynn- ing nýja fréttatímans og Rósa byijar að lesa. Eitthvað er samstillingunni ábótavant og æfingin er stöðvuð. Rósa segir: „Eins gott að það er æfing." Aftur er byijað með kynningu og Rósa hefur fréttalesturinn. í þetta skipti gengur allt vel. Á meðan áður unnar fréttir renna í gegn æfír hún kynningu á næstu frétt og spyr hvemig fréttatíminn eigi að enda. Niðurstaðan er sú að rennt er yfír þijú fyrstu „helstin", eða þijár fyrstu fréttimar úr 19:20, og síðan kvatt. Þegar Rósa er búin sest Eggert niður og fer í gegnum sama ferlið og þegar hann lýkur fréttalestrinum og býður góða nótt bendir Elín út- sendingarstjóri á að hann geti vísað í næstu dagskrárliði, Eirík og bíó- myndir kvöldsins. Djarfari Eiríkur fyr- ir svefninn ► „STÆRSTA breytingin er sú að vera ekki lengur beint ofan í fréttatíma Ríkissjónvarpsins, sem er langvinsælasta sjónvarps- efnið,“ segir Eiríkur Jónsson í samtali við Morgunblaðið en þáttur hans, Ei- ríkur, flyst nú til í dagskránni og verður á eftir nýjum kvöld- fréttatíma Stöðvar 2 frá og með 5. mars n.k. Að sögn Ei- ríks hefur hann lengi viljað vera seint á dagskrá en það hefur ekki verið fram- kvæmanlegt fyrr en nú. Hann segir að ýmsar áherslubreyting- ar verði á þættinum. „Ég get verið djarfari, örari, kaldari, og þarf ekki að vera eins vel rakað- ur svona seint.“ „Hingað til hef ég gert allt sjálfur en nú er ég kominn með framleiðanda og meira verður i þáttinn Iagt. Það verða fleiri uppákomur og annað efni, bæði tengt umræðuefni en Hka alveg ótengt. Hann verður efnismeiri en lengdin verður sú sama.“ Eiríkur segir að lokum að þátt- urinn hafi þótt frekur þegar hann hóf göngu sína en aðrir hafi fylgt í kjölfarið og nú teljist hann mjúkur. Það sé e.t.v. kom- inn tími til að taka annað stökk til þess að vera á undan samtím- anum. ÚTSÖLULOK sunnudag kl. 13-17 Síðasti dagur útsölu Peysur frá <1990 Buxur frá 990 Skór frá 1.900 Jakkar frá 2.900 Bolir frá 450 Hettupeysur frá 2.900 CREW frá 2.500 Nýjar vörur frá Planet Earth, RYTHM og ÉS Laugavegi 89, sími 511 1750. Nýir íslenskir heimildarþættir ÁRNI Egilsson bassaleikari, Steingrímur Dúi og Amar Þór við tökur á þættinum um Árna í Sierra fjöllum í Kaliforniu. Skyggnst inn í líf djassleikara ÍSLENSKIR tónar er heitið á þremur nýjum heimildarmyndum eftir Steingrím Dúa Másson og Arnar Þór Þórisson um íslenska tónlistar- menn í Bandarikjunum. Fyrsti þátturinn er á Stöð 2 í kvöld kl. 20.30. í þættinum fá áhorf- endur að kynnast djassgítarleikaranum Jóni Páli Bjarnasyni sem búsettur er í Los Angeles en hann er einn af frumkvöðlum í djass- tónlist á íslandi. Ferill hans hófst á íslandi rétt fyrir 1950 en hann lék með KK Sext- ett, Ragnari Bjarnasyni, Ólafi Gauk og Áma Egilssyni meðal annarra um árabil. Skyggnst er inn í líf Jóns Páls og ferillinn skoðaður. Sýnd eru viðtöl við hann og konu hans, Ro- bertu Ostroff, sem tekin eru á Zuma- ströndinni í Los Angeles, Feneyja- hverfinu, Mexíkanahverfínu og á heimili þeirra hjóna. „Það má segja að Jón Páll sé hljóð- færaleikari í fremstu röð og hið sama má segja um Árna og Skúla. í þættinum í kvöld hljómar eingöngu tónlist leikin af honum og við förum með hon- um í hljóðver og á tón- leika meðal annars. Við reynum svo að kafa í hvað hann er að gera og hugsa og hvert hann stefnir," sagði Stein- grímur Dúi í samtali við Morgunblaðið. í næsta þætti, sem verður á dagskrá að viku liðinni, verður fjallað um Árna Egilsson bassaleikara og meðal ann- ars skyggnst inn í hljóðver þar sem hann lék inn á hljóðrás kvikmyndar- innar „Courage Under Fire“. Síðasti þátturinn verður síðan á dagskrá annan sunnudag og fjallar hann um Skúla Sverrisson sem hefur verið virkur í djasslífi New York borgar um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.