Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ var til umQöllunar í skólanefnd en hún ekki tekið á þeim mark. „Við teljum okkur hafa sýnt fram á með ýmsum hætti að safnskólakerfið hefur margt fram yfir hverfisskó!- ana. Einkum teljum við að safnskól- ar gagnist nemendum sem hyggja á framhaldsskólanám betur, en um 80% nemenda halda áfram í fram- haldsskóla. Ég vona því í lengstu lög að bæjarstjórn taki mark á því sem við höfum haft fram að færa í mál- inu,“ segir Baldvin. Of mikill hraði Kara Guðrún Melstað á son í 8. bekk gagnfræðaskólans og er hann afar ánægður í skólanum. „Það er mjög góður andi í skólanum og mér finnst vel hafa tekist upp með að fínna hinn gullna meðalveg milli fijálsræðis og aga,“ segir Kara. Hún segir það sína skoðun að safn- skólar séu betri kostur en hverfisskólar m.a. vegna betri tengingar við fram- haldsskólanám. „Það er mjög jákvætt að ungling- amir fái að kynnast því hvernig nám á framhalds- skólastigi fer fram. Ég held að það sé vænlegri kostur fyrir bömin að hafa kennara sem menntun hafa í sinni grein en meira er um það í safnskólum," segir Kara. Hún er ósátt við hversu hratt eigi að keyra breytingamar í gegn og finnst óraunhæft að gera svo um- fangsmiklar breytingar á skólaskip- an án þess að skipulegga málin út í ystu æsar. Bömin séu óviss með framtíðina sem leiði til þess að þau verði óömgg. Þóra Steinunn Gísladóttir, kennari við gagnfræðaskólann, segir hvorki rétt né farsælt gagnvart þeim er málið varðar, foreldram og skóla- fólki, að taka ákvörðun án undan- genginna umræðna og kynningar. I því sambandi mætti sérstaklega til- taka skólameistara framhaldsskól- anna í bænum sem að hennar mati hefðu átt að veita umsögn sína um breytingamar, ekki síst í ljósi þeirra áherslna sem væntanlega verða í nýrri aðalnámskrá grannskóla og unnið er að. Samkvæmt henni yrði stefnt að eflingu unglingastigsins með auknum kröfum um menntun kennara og kennslu í valgreinum og meiri tengslum við framhaldsskól- ana. „Það hlýtur að hafa verið ábyrgð og skylda skólanefndar að skoða alla þætti þessa máls með velferð nem- enda og framtíðarstefnu í skólamál- um að leiðarljósi. Hvað sem mismun- andi sjónarmiðum líður eiga allir rétt á vandaðri og heiðarlegri málsmeð- ferð og að málinu sé gef- inn góður tími til yfirveg- unar,“ segir Þóra Stein- unn. „Ég vænti þess að bæjaryfirvöld beri gæfu til að efla og vemda þann eina safnskóla sem hér er, Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri, en hann á að baki merka og farsæla skólasögu og hefur fóstrað ungmenni Akureyrar um langa hríð.“ Verið að skapa betra umhverfi Benedikt Sigurðarson, skólastjóri Barnaskólans á Akureyri, segir að óskað hafi verið eftir að nýta hús- næði í íþróttahöllinni í kjölfar um- Ekkert ann- að en íhalds- semi að vera mótfallnir breyttri skólaskipan Skiptir hagkvæmni máli? Ráöstefna um fiskveiðistjórnun haldin af sjávarútvegsráöuneytinu Grand Hótel Reykjavík, 4. mars 1997 13:15 Innritun fyrir framan ráðstefnusalinn Hvamm. 14:00 Ráðstefnan sett. 14:05 Ávarp, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra. 14:15 Mat OECD á aðferðum við fiskveiði- stjórnun í aðildarríkjum þess, Per Mickwitz, hagfræðingur og formaður vinnuhóps OECD um fiskveiðistjómun. 14:35 Fyrirspumir. 14:40 Myndun eignarréttinda með sérstöku tilliti til fiskistofna, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Islands. 15:00 Fyrirspurnir. 15:05 Kaffiveitingar. 15:35 Auðlindanýting og almannahagur, dr. Þorkell Helgason, orkumálastjóri. 15:55 Fyrirspumir. 16:00 Reynsla Nýsjálendinga af fiskveiði- stjórnun með framseljanlegum aflakvótum, Alastair Macfarlane, aðstoðarforstjóri New Zealand Fishing Industry Board. 16:20 Fyrirspurnir og samantekt ráðstefnustjóra. 17:00 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri: dr. Ragnar Ámason, prófessor við Háskóla Islands. Þátttaka tilkynnist til KOM ehf. í síma 562 2411 eða með myndrita 562 3411, fyrir kl. 12:00 mánudaginn 3. mars nk. Þátttökugjald er kr. 1.500 og greiðist við innritun á ráðstefnuna. Ræður erlendra ræðumanna verða túlkaðar samtímis af ensku yfir á íslensku. Fyrirspurnir verða eftir hvert erindi og í lok ráðstefnu. Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Umsjón og skipu- lag KOM ehf. Sjávarútvegsráöuneytiö Af hverju ekki að skipta við 10-11 áraaldur? GERÐUR G. Óskarsdóttir, fræðslusfióri í Reykjavík, segir að engin óyggjandi uppeldisleg rök mæli hvorki með safnskólum fyrir unglingastig né heildstæðum hverfisskólum, þ.e. 1.-10. bekk. Hvort kerfi um sig hafi sína kosti og menn aðhyllist þá í mismiklum mæli. Þeir sem aðhyllist heildstæða skóla hafi haldið því fram að það veiti börnunum meiri öryggis- kennd að vera á sama stað allan grunnskólann. Foreldrar vi(ji einnig seinka unglingshegðuninni, sem þeir telja að komi enn frekar fram skipti nemendur um skóla um svipað leyti og þeir fermast. Einna sterkust rök fyr- ir safnskólum séu að þeir gefi meiri mögu- leika á sérmenntuðum fagkennurum. Sömu- leiðis sé stökkið upp í framhaldsskóla ekki eins mikið. Hún segir athyglis- vert að horfa til Evr- ópu og N-Ameríku, en þar skipti nemendur nánast alls staðar um skóla við 11-13 ára ald- ur. „Ég hef hvergi séð þetta fyrirkomulag að vera með sama skóla í tíu ár nema á Norð- urlöndum og og þó er það ekki algilt þar heldur. Þetta er sérstök hreyfing sem fór af stað hér á landi í kringum 1974.“ Öðru vísi umhverfi vegna aukins þroska í fræðsluráði var nokkur um- ræða fyrr í vetur um hvort skipta ætti nemendum við 7. bekk i stað 8. bekkjar eins og nú er, meðal annars vegna einsetningaráforma í Árbæ og Laugarnesi. Gerður segir engin uppeldisleg rök vera fyrir því að flytja nemendur frem- ur milli skóla við 8. bekk en 7. bekk. í þeim löndum þar sem nemend- ur skipta um skóla mun fyrr en hér telur Gerður aðalástæðurnar vera þær, að börnin eru talin þurfa öðru vísi umhverfi vegna aukins þroska og öðru visi kennslu, t.d. greinabundna. Nem- endur víða erlendis fái mun greinabundnari kennslu á ungl- ingastigi en þeir íslensku. Spurð hvort ekki komi til greina að taka upp þessa skiptingu fyrr hér á landi, t.d. við 11-12 ára ald- ur segist hún persónulega ekkert hafa á móti því, en menn séu smeykir við að raska hlutum að óþörfu og foreldrar séu oft við- kvæmir fyrir þess konar breyting- um. Breytingar ekki breytinganna vegna Vegna einsetningar grunnskól- anna í Reykjavík hefur nokkuð verið rætt um hvernig standa eigi að verki, þar sem byggja þarf nýja skóla, en engar ákvarðanir verið teknar. Gerður segir að ákvörðun sé í höndum fræðsluráðs en ekki Fræðslumiðstöðvar. Hún segir að þar sem verið sé að breyta sé það frem- ur í átt að sérstökum unglingaskólum. Al- mennt standi þó ekki til að breyta þeim skól- um sem eru heildstæð- ir. Hún tekur fram að það fari eftir aðstæð- um í hveiju hverfi fyr- ir sig hvað hentar og sömuleiðis eftir hefð. Ekkert mæli með því að breyta því sem fyrir er eingöngu breyting- anna vegna. Hún segir að rætt hafi verið um að Haga- skóli verði áfram safn- skóli fyrir Vesturbæ- inn og ekki sé inni í myndinni að byggt verði við Laugarnesskóla þannig að hann verði heildstæður. Frekar komi til greina að byggja nýjan skóla fyrir 1 .-7. bekk til að létta á Laugarnesskóla en halda áfram að hafa Laugalækjaskóla ungl- ingaskóla. Foreldrar íhaldssamir Það er ekki nýtt að foreldar séu andvígir breytingum. Á kynning- arfundi fræðsluráðs í fyrra með foreldrum í öllum hverfum komu víða fram að foreldrar voru ekki hlynntir breytingum. Þannig risu meðal annars foreldrar Hvassa- leitisskóla upp og töldu ekki koma til greina að gera Réttarholtsskóla að safnskóla fyrir hverfið til að leysa húsnæðisvanda Hvassaleitis- skóla. Sömuleiðis kom fram í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag að mik- ill hiti var í mönnum nú i vikunni á hverfafundi með borgarsljóra vegna skólamála í Árbæjarhverfi, en þar þarf einnig að bæta við skólabyggingu vegna einsetning- ar. Undirstrika sjónarmið for- eldra sem fram komu þar að menn eru yfirleitt íhaldssamir og lítt tilbúnir að breyta. __ Gerður G. Óskarsdóttir Nefndin tekur ekki afstöðu SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, formað- ur menntamálanefnd- ar Alþingis, segir að hvorki menntamála- nefnd né aðrar nefndir þingsins séu hluti af framkvæmdavaldinu. Af þeim sökum hafi nefndin ekki tekið sér- staka afstöðu til þess hvort heppilegra sé að hafa safnskóla fyrir unglingastig eða heild- stæða hverfaskóla. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst laga- setningin. Síðan get- um við auðvitað tekið upp mál að eigin frum- kvæði í nefndum, en þetta mál hefur ekkert verið til umræðu.“ Hún bendir jafnframt á að í laga- setningu um grunnskólann hafi ekki verið tekin af- staða til safnskóla eða hverfaskóla, enda sé það sveitarstjórna að taka ákvörðunina. Hún hljóti að fara eft- ir aðstæðum á hveij- um stað. Sigríður Anna seg- ir hins vegar að við samningu grunn- skólafrumvarpsins hafi verið lögð mikil áhersla á að efla þyrfti unglingastigið og sinna því betur. Það megi til dæmis gera með því að leggja áherslu á hlut- verk umsjónarkenn- ara og að fjölga menntuðum fag- kennurum, eins og fram komi í skýrslu nefndar um mótun nýrrar menntastefnu. Sigríður Anna Þórðardóttir ræðna um einsetningar árið 1994. Menn hafi séð fram á að skólinn gæti ekki starfað við óbreyttar að- stæður en foreldrar hefðu verið mjög mótfallnir síðdegisdeildum. Endur- skoðun á skólaskipulagi fór fram á árunum 1991-’92, en var aldrei lokið og segir Benedikt að þá hafí barna- skólafólk talið að verið væri að fresta málinu tímabundið á meðan bæjaryf- irvöld færu yfír nýbyggingaráform svo skólanum yrði kleift að starfa við eðlilegar aðstæður. Umræðan hafí hins vegar verið fryst þar til hún var tekin upp að nýju á liðnu hausti. „Það kom mér ekki á óvart að niðurstaðan frá hverfisskólunum væri samhljóða. Fólk sér fram á að með 10. bekkjar skóla er verið að leggja grunn að því að skapa betra umhverfí fyrir öll börn í sérbúinni kennsluaðstöðu fyrir allar greinar. Jafnframt er verið að tryggja að hægt verði að byggja upp eðlilegar væntingar og metnað sem fylgir nemendum frá fyrsta skólaári. Auk þess sem stjórnendur, kennarar, starfsmenn og foreldrar bera sam- eiginlega ábyrgð á skólakerfinu," segir Benedikt. Hann segir að jákvæð rökræða um breytingarnar hafl horfið í skuggann fyrir hávaða. Upphlaup vegna málsins séu byggð á sleggju- dómum og fyrirframgefnum skoð- unum. „Það væri ávinningur að því að horfa á jákvæðu hliðamar og sjá hvemig við getum breytt umgjörð skólastarfsins til hagsbóta fyrir árangur nemenda," segir Benedikt. Árangur og velferð barnanna „Ég fullyrði að það sem við vitum núna um áhættuhegðun ungmenna, ótímabærar reykingar, drykku og aðra neyslu, þetta munstur þrífst og þróast einkum þar sem börn á sama aldri koma saman í stórum hópum án þess að að foreldravaldið og agavald skólans geti sett þeim mörk. Við höfum séð jákvæðar breytingar, t.d. í Reykjavík þar sem unglingum hefur verið beint út í hverfin, í félagsmiðstöðvar skólanna í sínu hverfi." Benedikt segist hiklaust halda því fram að skólabreytingar eigi fyrst og fremst að miða að því að breyta umgjörðinni til hagsbóta fyrir árangur og velferð barnanna, en fyrirframgefnar skoðanir starfs- manna eiga ekki að fá forgang í umræðunni. Það séu víkjandi hags- munir þótt þeir geti verið mikilvæg- ir og þá beri að virða. Hann kveðst ekki ímynda sér að forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafi nokkurn áhuga á að ganga á samnings- og lögboðinn rétt starfsmanna. Foreldrar þrýstu á um úrbætur Páll Tómasson á böm í bamaskól- anum og segir að þar hafí ríkt kreppa í mörg ár vegna húsnæðisskorts. Eftir að einsetningu var komið á átti að nýta pláss í Iþróttahöllinni til bráðabirgða þar til varanleg lausn fyndist, en nú væri svo komið að um 130 böm úr skólanum stunduðu nám sitt við ófullkomnar aðstæður í höll- inni. Hann segir því ekki að leyna að mikill þrýstingur hafi verið frá for- eldrum að gerðar yrðu úrbætur. Hann er ángæður með þá miklu og faglegu vinnu sem fram fór við alla skólana áður en ákvörðun var tekin. Málin hafi verið skoðuð í víðu sam- hengi og af því fengist heildstæð mynd. „Það er ekkert annað en íhaldssemi hjá þeim sem lýst hafa sig mótfallna breyttri skólaskipun og verið að standa í vegi fyrir eðlileg- um breytingum," segir Páll. Hann gagnrýir þá sem nú tala hæst um ágæti safnskóla. Þeir hafi ekki látið í sér heyra þegar svipaðar umræður fóru fram í Glerárhverfi fyrir áratug og skólarnir þar gerðir að hverfis- skólum þvert á formlega skólastefnu bæjarins. Páll segist ekki hafa heyrt nein rök sem sannfæri hann um að safn- skólar séu betri en hverfisskólar, hann sé ekki í vafa um að hægt sé að bjóða upp á fagkennslu í hverfis- skólum enda sé margt í umhverfí kennara að breytast. „Ég er sann- færður um að skólaumhverfið á suð- urbrekkunni er gott, það hefur ti! þess alla burði, tvær skólabyggingar, tvö íþróttahús og sundlaug innan seilingar og þá er baklandið líka gott,“ segir Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.