Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ SIGURJON ÞOR- VALDUR ÁRNASON + Sr. Sigurjón Þor- valdur Ámason fæddist á Sauðár- króki 3. mars 1897. Hann lést í Reykjavík 10. apríl 1979. Sr. Sig- urjón var sóknar- prestur í Vestmanna- eyjum og Hallgríms- prestakalli í Reykja- vík. Foreldrar hans voru sr. Ámi Björas- son, prófastur frá Höfnum á Skaga, og frú Líney Sigurjóns- dóttir frá Laxamýri prófastsfrú. Þau vora búsett á Sauðárkróki 1894- 1913 og á Görðum á Álftanesi 1913-1928, eftir það í Hafnar- firði til dánardags sr. Árna 26. mars 1932. Hann var af Hafna- ætt og hún var af Laxamýrar- ætt og áttu þau 12 böm í aldurs- röð talin: Björn Einar, sr. Sig- urjón Þorvaldur, Snjólaug Guð- rún. Páll Krístinn, Elín Málfríð- ur, Arni Björa, Sigurlaug Mar- grét (dó ung), Þorvaldur, Sigur- laug, Margrét Guðný, Helga Alfheiður og Ingibjörg. Á lífi eru systurnar Sigurlaug, Helga og Ingibjörg. Sr. Sigurjón kvæntist 4. jan. 1924 frú Þórunni Eyjólfsdóttur Kolbeins, prestsdóttur hjón- anna sr. Eyjólfs Kolbeins Ey- jólfssonar og frú Þóreyjar Bjarnadóttur á Staðabakka og Melstað í Mið- firði. Sr. Eyjólfur var af Kjaraa- og Bólstaðarhlíðar- ætt en frú Þórey dóttir Bjaraa Þórðarsonar á Reykhólum og konu hans Þór- eyjar Pálsdóttur. Bjarai er af borgfirskum ætt- um og Þórey kona hans systur- dóttir Jóns Thor- oddsens skálds og sýslumanns. Böra sr. Siguijóns og frú Þór- unnar eru talin i aldursröð: Eyjólfur Kolbeins, löggiltur endurskoðandi, kvæntur Unni Friðþjófsdóttur; Árai, fulltrúi í útlendingaeftirliti, kvæntur Þorbjörgu Kristinsdóttur; Lín- ey, snyrti- og fótaaðg.fr., gift Matthíasi Matthíassyni; Þórey Jóhanna, baraalæknir; Hannes Páll, verkfræðingur, kvæntur Sigríði Gísladóttur; Þórunn Ásthildur, kennari, gift Bjarka Elíassyni; og Snjólaug Anna, kennari, gift Tryggva Viggós- syni. Niðjar sr. Sigurjóns minnast þess með samveru í dag, 2. mars 1997, að á morgun er öld liðin frá fæðingu hans. Á 20. öld hafa margir merkir kennimenn skilað árangursríku og farsælu þjónustustarfí í íslensku þjóðkirkjunni til blessunar og góðs fyrir sóknarböm og þjóðkirkju. Þarflaust er að það gleymist, þegar umræðan er mest um það sem betur mætti fara. Ástæða er til þess að minnast eins þessara kennimanna, __ sóknarprestsins sr. Siguijóns Þ. Árnasonar, þegar öld er liðin frá fæðingu hans. I greinar- komi þessu vil ég því minna á þann merka prest, þjónustuholla kirkj- unnar mann, sem skilaði merku ævistarfí á 45 ára þjónustutíma 1922-1967. Hann fæddist á Sauðárkróki og ólst upp við aldarfar fyrri hluta 20. aldar og gekk menntaveginn fyrstu sporin í unglingaskólanum á Sauð- árkróki, varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, sem varð að M.A. með tímanum. Stúdent varð hann frá MR 1917 og lauk guðfræðiprófi frá Hí 14. febrúar 1921. Eftir það lauk hann kennaraprófí sama ár 1921. Að svo búnu hélt hann haustið 1921 til Kaupmannahafnartil fram- haldsnáms í trúarheimspeki í Há- skólanum þar og kynnti sér jafn- framt safnaðarlíf í krikjunni í Höfn. Að svo búnu þá hann vígslu 29. okt. 1922 og gerðist aðstoðarprest- ur föður síns í Garðaprestakalli. Við lát sr. Oddgeirs Guðmundsen, prests að Ofanleiti í Vestmannaeyj- um, 2. jan. 1924, var leitað til hans og hann tók setningu í prestakallið 5. janúar 1924 og fékk svo veitingu fyrir því í maí sama ár að undan- gengnum kosningum. í Vestmannaeyjum biðu verkefn- in eftir áhugasömum ungum presti sem á 21 starfsári þar söng messu hvem helgan dag nær þvf, stofnaði félag KFUM fyrsta haustið og KFUK innan tveggja ára, kenndi kristinfræði í gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja og hafði biblíulestra auk ýmislegs annars kristilegs starfs, sem m.a. var fólgið í því að laða ýmsa áhugasama kristna fræðara til að heimsækja Vestmannaeyjar og flytja þar mál sitt um áhugaefni sín eins og t.d. kristniboð og heima- trúboð o.fl. Enda varð sr. Siguijón þegar árið 1929 varamaður í stjóm sambands íslenskra kristniboðsfé- laga og var það í 12 ár þótt búsett- ur væri í Vestmannaeyjum og því óhægt að láta mikið starf í té í fundarsókn syðra. Heimili þeirra sr. Siguijóns og frú Þórunnar var öllum sóknarböm- um opið og þar áttu margir minnis- verðar stundir í meðlæti og mót- Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Revkjavík simi: 587 1960-fax: '587 1986 Skipholti 50 b - Sími 561 0771 arstárfínu í Vest- mannaeyjum. Það var kært með þeim mág- um og sérstaklega kært með öllum systk- inunum, bömum sr. Eyjólfs og frú Þóreyj- ar. Árangur aukinnar þjónustu í Reykjavík varð fjölgun presta- kalla þar með lögum 7. maí 1940 þar að lútandi. Sr. Siguijón var svo í prestskosningum á lýðveldisárinu kosinn prestur í Hallgríms- prestakalli í Reykjavík og skipaður til starfa þar frá 1. jan. 1945. Þar hóf hann störf í tvímennisprestakalli með sr. Jakobi Jóns- syni og vom þeir án kirkju og prestsbú- staðar. Messuaðstöðu höfðu þeir í Austur- bæjarskólanum og þar var ég við messu hjá sr. Siguijóni á haust- dögum 1947, er ég kom til náms við HI og allt til þess að Hallgrímskirkju- kjallarinn var vígður 5. des. 1948. Ifyrr hafði ræst úr húsnæði fyrir fjölskylduna og hún sest að á árinu 1946 í Auðarstræti 19 í Reykjavík. Þangað áttu margir leið líkt og til Ofanleitis fyrr og þó að sjálfsögðu miklu fleiri, þar sem sóknarbömin vom nú mörgum sinnum fleiri en þar. Líklega veit enginn nákvæmlega tölu þeirra barnsskírna og hjóna- vígslna, sem fóm fram við kristi- lega alúð þeirra hjóna á Ofanleiti og í Auðarstræti. En það var fleira í gerð. Þar á skrifstofu prestsins í Auðarstræti mun hafa fæðst hug- myndin að stofnun félags játninga- trúrra presta, sem sr. Siguijón gekkst fyrir og gegndi formennsku í frá stofnun 1948 til 1963 í 15 ár, en færðist undan að vera for- maður lengur af heilsufarsástæð- um. Þar liðu líka margar stundir við lestur bóka um guðfræði og ýmis önnur fræði. Enda var sr. Siguijón mjög víðlesinn maður og sérstaklega vel lesinn á guðfræði- sviðinu. Til hans áttu margir leið að finna prest og ræða mál sín og fínna magnaðan guðfræðing þar sem hann miðlaði af fróðleik sínum í samtali eins og hann einnig gerði í ræðustól. Þannig liðu árin full af annríki og þátttöku í kristnilífí þjóðarinnar. í stjórn Prestafélags Islands var hann nær áratug fyrst 1954-1955 og seinna 1959-1967, er hann hætti samhliða því að ljúka prestsþjónustu í Hallgrímspresta- kalli. Lengstum var hann varafor- maður og traustur talsmaður stétt- arinnar. En lengst tók hann þátt í starfi Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. Áður var getið vara- stjórnarsetu hans frá 1929 nær óslitið. En frá komu hans til Reykjavíkur 1945 og til ársins 1973 var hann í stjórn Kristniboðs- sambandsins, varaformaður til 1972. í hans hlut kom að vígja fyrstu kristniboðshjónin, sem fóru til starfa við sjálfstætt íslenskt kristniboð_ í Konsó í Afríku, þau sr. Felix Ólafsson og frú Kristínu Guðleifsdóttur. Við þá athöfn tók sr. Siguijón svo til orða m.a.: „Helgasti sannleikur kristindóms- ins er þetta, Faðirinn sendi son sinn Jesúm Krist með hjálpræði náðarinnar handa öllu mannkyni." Og einnig svo: „Hver kristinn mað- ur fínnur, að einnig þetta er Guðs náð, að mega standa sín ár í Hans þjónustu." Um ástæðu þess, að hann var svo áhugasamur um kristniboð farast Baldvin Stein- dórssyni svo orð: „Sr. Siguijón hafði brennandi áhuga fyrir kristniboði meðal heiðingja. Þau góðu áhrif vöknuðu þegar hann sem unglingur las bók um kristni- boð sem faðir hans átti.“ Það var svanasöngur hans í því efni að vera formaður Kristniboðssam- bandsins um eins og hálfs árs skeið ’72-’73 og hafði þá verið þar í læti. Nokkur vitnisburður um það kemur fram í orðum Þorsteins Þ. Víglundssonar í Bliki 1974: „Brátt tókst góð samvinna á milli okkar séra Siguijóns um ýmis mál, sem okkur fannst vera aðkallandi menn- ingarmál í bænum, svo sem fræðslumálin, hagsmunamál lítil- magnans í bænum og ýmis önnur félagsmál. Ég kynntist því vel, hversu ríka samúð hann hafði með öllum, sem stóðu höllum fæti í lífs- baráttunni." Og ennfremur: „Marg- ir Eyjabúar, sóknarböm prestsins, kynntust heimili þeirra hjóna að Ofanleiti. Jafnmargir og miklu fleiri dáðu prestkonuna þar, frú Þórunni Kolbeins, eiginkonuna, móðurina oghúsmóðurina." I sömu grein segir Þorsteinn líka: „Eftir að prestshjónin fluttu til Reykjavíkur, víkkaði starfssvið prestsins í þágu kirkju og kristin- dóms í landinu.“ Nokkur aðdragandi var að flutn- ingi til Reykjavíkur. Umræðan inn- an Dómkirkjusóknar og meðal kirkjumanna var nokkuð á döfínni á síðari ámm 4. áratugar um aukna þjónustuþörf í Reykjavík sakir fólksfjölgunar í höfuðborginni. Mál réðust þannig að 2 aukaprestar tóku þar til starfa á árinu 1938. Annar þeirra var sr. Siguijón, sem hóf störf í suðvesturhluta Dóm- kirkjuprestakalls 15. september 1938. Ég minnist þess ungur dreng- ur, að ég kveið fyrir fjarveru föður míns þann vetur. En svo hafði ráð- ist, að hann, sr. Halldór Kolbeins, mágur sr. Siguijóns, yrði aðstoðar- prestur á ábyrgð sr. Siguijóns í Vestmannaeyjum um veturinn á meðan á þjónustunni stæði í Reykjavík. Nágrannaprestarnir á Vestfjörðum ætluðu að sinna þjón- ustunni í Súgandafirði og leggja þannig lið því, sem þeir töldu fram- faramál fyrir kristnilíf í höfuðborg- inni. Það var að vonum, að hann leitaði til mágs síns og teldi fysileg- ast að fela honum umsjón með heimsprestakalli sínu á meðan hann miðlaði höfuðborginni af starfs- reynslu sinni frá kristilega safnað- .xkfi bara biómabúð^ Fersk blóm og skreytingar viðöll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 forystusveit samtals fjóra áratugi rúmlega hjá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga, vígt fern trú- boðahjón til starfa og hjúkrunar- konu í 5 vígsluathöfnum: Já. Sent íslensk læknishjón út á trúboðsak- urinn með fararkveðju: „Haldið ykkur fast að Guði í trú og trausti og bæn, að þið mættuð gera- hans vilja og vera hans þjónar og í öllu ykkar lífí og starfí honum hlýðin." Það mun hann sjálfur hafa tíðk- að, eljumaður sívinnandi við bók- lestur, ræðusamningu, fyrirbænir, athafnir í kirkju og heima, sálusorg- un og þátttöku í félagslífí einkan- lega kristnu félagslífí. Þau störf láta svo sem ekki mikið yfir sér og voru unnin án margmiðlunar á krossgötum. En er það ekki undirstaða and- legrar velferðar að svo sé unnið sem sr. Siguijón starfaði bæði úti í Vest- mannaeyjum og í höfuðborginni af fremsta megni með boðun kærleik- ans_ í orði og verki? Á næsta ártali 1998 þann 5. des. verður háif öld frá því að Kap- ellan í kjallara Hallgrímskirkju var vígð og þar hófst boðun orðsins og miðlun sakramenta ásamt með framkvæmd helgiathafna, sem kirkjulífí heyra. í því Guðshúsi hef- ir sr. Siguijón líklega flutt flestar sínar lærðu og vönduðu ræður. Báru þær vitni um mikla guðfræði- þekkingu svo að nefna mætti að þær væru guðfræðiskóli alþýðunn- ar. í aðfararæðu sinni í Hallgríms- prestakalli tók hann svo til orða m.a.: „Við prestamir eigum ekki frekar en aðrir í eigin visku neina þekkingu á Guði. Það eina, sem gefur okkur rétt til að vera prestar er trúin á Krist. Þar tali Guð sjálf- ur, þar sé Guð sjálfur með sann- leika og hjálpræði sitt. Okkur ber að boða Krist, hjálpa mönnunum til að heyra Guð og trúa á Guð og tengjast Guði í Kristi. Tengjast Guði þar, fyrir tímann og eilífðina. Kristur blessi Hallgrímssöfnuð, samstarfsmenn mína og starf mitt þar. Hann sem er „Guð blessaður um aldir“.“ (Róm. 9,5.) Við vígslu Hallgrímskapellu (kjallarans undir kór kirkjunnar) sagði hann: „Fyrsti hluti stórrar kirkju hefir verið reistur, er vígður og afhentur Hallgrímssöfnuði sem Guðshús í dag. Fögnuður og þakk- læti býr nú í huga yfir þessu Guðs- húsi, en einnig alvara. Hér safnast sjálfsagt oft saman einlægur söfn- uður, hér verður borinn fram heitur vitnisburður um hjálpræði Guðs í Kristi. Allt sem hér verður unnið verður unnið í miklum mannlegum veikleika. Þó hefjum við starf í þessu Guðshúsi í mikilli von. Við trúum á náð Guðs, sem vill láta allt hold sjá hjálpræði sitt. Trúum þess vegna, að hann vilji og geti blessað ætíð þennan söfnuð." í kveðjuræðu í Hallgrímssöfnuði segir hann m.a.: „Fagnaðarerindi Guðs frelsandi náðar í Jesú hefí ég viljað boða þessum söfnuði af því að ég er einn af þeim ótal mörgu ev. lúthersku mönnum sem ekki vita öðrum og sjálfum sér annað meira til hins sanna lífs og hjálp- ræðis um tíma og eilífð en Jesú Krist og hann krossfestan, þar sem Guð sjálfur frelsar menn af náð. Og svo að lokum: Vitum „Miskunn Guðs er voldug yfír oss og trúfesti Drottins varir að eilífu“.“ (Dav. 117,2). Það mun heilladrýgra að hugleiða það merka starf, sem mikilsvirtir kennimenn létu þjóðinni í té eins og sr. Siguijón Arnason og fjöl- margir samtíðarprestar hans heldur en velta sér upp úr því sem áfátt kann að vera í kirkjulífí á íslandi á síðasta tug 20. aldar. Af góðum dæmum má gott læra. Þeim ska| ei gleyma heldur í minni geyma. Öldin frá því sr. Siguijón Þorvaldur fæddist 3. mars 1897-3. mars 1997 á starfaríka sögu, sem fátt segir af enn í Islandssögunni en verður vel gaumgæft seinna af kirkjusagnfræðingum framtíðar- innar. Við skulum heiðra hátt og rétt minningu um sæmdarklerkinn sr. Siguijón Þorvald Árnason. Gísli H. Kolbeins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.