Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ sama hætti um dreifíngu flúors eða öllu heldur ördropa af flússýru. Þeir úrreikningar verða að teljast mjög vafasamir en þegar kemur að dreifíngu svifryks er myndin mjög athyglisverð. Hér að ofan var tekið fram að dreifilíkanið hefði ákveðið upplýsingagildi miðað við stöðugan meðaltalsstyrk og stefnu vinds. Þessi meðaltalsvindur er það mikill að talsmenn álversins segja að allri mengun verði feykt burt af svæð- inu. Þegar kemur að svifrykinu er allt í einu dottið á dúnalogn. Svifrykið berst ekki út fyrir lóð verksmiðjunnar ef frá er talinn dá: lítill skiki af skógræktinni minni. í þessu felst alvarleg mótsögn, sem bendir til fleiri vandasamra óvissu- þátta í því mati á umhverfisáhrif- um, sem Hollustuvemd á að byggja starfsleyfi sitt á. (3) Ályktun Hollustuvemdar: Hollustuvernd fullyrðir að hreinsi- búnaður verksmiðjunnar vinni mjög vel og fjarlægi allt að 99,9 hundr- aðshluta af flúoríði í útblæstri en það er óskiljanlegt nema tekið sé fram við hvaða upphafstölu er mið- að. Framsetning af þessu tagi er í versta falli áróðursbragð til að villa um fyrir almenningi en alls óskyld vísindalegum vinnubrögðum. Holl- ustuvemd hefur að því er virðist ekki myndað sér sjálfstæða skoðun á málinu en endurtekur gagnrýnis- laust það sem íslenskt fýritæki á vegum útlendra álframleiðenda taldi hagkvæmt að setja í mat á umhverfisáhrifum. 3a. Flúorokarbon - freon í upphafi greinargerðar Holl- ustuverndar ríkisins í Morgunblað- inu er talað um gróðurhúsaloftteg- undina koltvísýring. Enda þótt gróðurhúsaáhrifin séu alvarleg ógn- un við umhverfið em þau eigi að síður ekki álíka ógnvænleg og eyð- ing ósonlagsins. Eyðing ósonlagsins skrifast að stærstum hluta á ál- framleiðslu heimsins miklu fremur en vegna notkunar freons í tæki til frystingar og kælingar. Freon er lofttegund samsett úr kolefni og flúor. Fjölliða efnisins í föstu formi nefnist teflon og er almenningi kunnug sem húðun á pottum og pönnum. Efnið er algerlega skað- laust nánasta umhverfi og svo stöð- ugt að ekkert festist við það í eld- húsinu. Berist freon hins vegar upp í heiðhvolfið getur það gengið í samband við óson ef eitthvert þriðja efni er til staðar sem hvetur efna- hvörfin. Nú þegar er svo mikið af freoni og skyldum efnum uppi í heiðhvolfínu að það nægir til að gereyða ósonlaginu svo fremi að nægt magn hvata berist upp í gegn- um veðrahvörfin. Þessi ógnun varð til þess að þjóðir heims sameinuð- ust um að banna notkun freons í kælitækjum og úðabrúsum en mestu skaðvaldarnir, illa reknar álverksmiðjur, eru enn í fullum gangi. Stjórnvöld á Vesturlöndum leitast við að bæta ímynd sína með því að flytja álframleiðslu til þriðja heimsins, en vanþróaðar þjóðir njóta ákveðinnar umþóttunar í um- hverfismálum. Þessi er ein af helstu ástæðunum fyrir skyndilegri vel- gengni íslenskra stjómvalda að laða álver til íslands. Unnt er að stjóma magni freons, sem myndast við rafgreiningu áls, en aðeins með nákvæmri vöktun og líklega á kostnað töluvert meiri orku en annars væri þörf. Lágt orkuverð á íslandi ætti að tryggja að freonmyndun verði haldið í lág- marki, eins og gert hefur verið í álverinu í Straumsvík, sem hefur staðið fyrir rannsóknum á þessu sviði. Ekkert getur komið í veg fyr- ir að eitthvað myndist og stöðug- leiki efnisins kemur í veg fyrir að hægt sé að hreinsa það úr út- blæstri, hvorki með þurrhreinsun né vothreinsun. Athyglisvert er að ekki er minnst einu orði á þennan þátt mengunar í mati á umhverfisáhrifum eða í tillögum að starfsleyfi fyrir álver við Grundartanga. Áðgerðir til að halda freonmyndun í lágmarki em verulegur þáttur í mengunarvörn- um sem kosta umtalsvert fé. Starfs- leyfi yrði að innihalda ströng fyrir- SKOÐUN mæli um vöktun spennu á rafskaut- um, tímanlega endurhleðslu á kerj- un og skyldu til rannsókna ef veitt yrði. 4. Mengunarvarnarkröfur og eftirlit Hér er komið að lokakafla í grein- argerð Hollustuvemdar. Megintil- gangur þessa kafla er að veija þá ákvörðun að veita starfsleyfi sem byggist á þurrhreinsibúnaði fremur en vothreinsibúnaði, en rökin fyrst og fremst þau að á vindasömu og opnu svæði sjái veðurfarið um að feykja menguninni burtu. Hollustu- vemd hefur gefíð út tillögur að starfsleyfi fyrir álver við Gmndar- tanga, sem byggjast á þeim meng- unarmörkum sem greint var frá hér að framan. Hér hafa verið raktar efasemdir um gæði þeirra gagna sem tillögur að starfsleyfí byggjast á bæði varðandi mjög vafasamt lík- an fyrir dreifíngu mengandi efna og ennfremur bent á hættulega mengunarvalda, sem höfundar um- hverismatsins virðast ekki hafa vit- að um eða leitt hjá sér. Umhverfis- matið ber vott um að unnið hafí verið innan mjög þröngra tíma- marka, sem gerðu ekki kleift að skoða aðra þætti en þá sem lúta beint að byggingu og rekstri verk- smiðjunnar en skoðun á eiginleikum umhverfisins þar sem verksmiðjan á að rísa er ekki fyrir hendi. Hvorki er gerð grein fyrir mengunaróhöpp- um, sem hljóta að gerast, né hugs- anlegri stærð og afleiðingum slíkra óhappa fyrir þann atvinnurekstur, sem fyrir er eða auðlindir sem eru nýttar á svæðinu. Aðstoðarforstjóri álfyrirtækisins hefur þegar viður- kennt opinberlega að slík óhöpp eigi sér einatt stað við ákveðnar aðstæður en við vitum ekkert um eðli og magn mengunar sem af þeim hlýst. HÆTTIÐAÐ BOGRA VIÐ f moppuvagn frá Jani- . 25% léttara að vinda úr moppunni. Tvær 15 Itr. fötur fyrir hreint og óhreint vatn. Ein 8 Itr. og tvær 6 Itr. fötur uppi fyrir skoivatn, klúta og hreinsiefni. HENDURNAR ALDREI í VATN! Moppuna þarf hvorki að brjóta saman né taka af festiplötunni - einfaldlega vindið beint í pressunni. Að skipta um moppu er leikur einn - hún smellist af festiplötunni með fætinum og nýrri er smellt á án þess að snerta með höndunum! ...gœði í gegn Besta ehf., Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Sími 564 1988 Útibú Suðurnesjum: Brekkustfg 39, Njarðvík, síml 421 4313 5. Lokaorð Sagt er að sérhver þjóð eigi þau stjómvöld skilin sem hún kýs sér. Þess vegna hefði ég kosið að þegja ef frændur mínir hefðu ekki falið mér að annast og bæta lítinn blett, þar sem lágu rætur þeirra og ævi- starf. Þangað á nú að veita stærst- um hluta mengunar frá álveri á Grundartanga og því er mér skylt að beita tiltækum vopnum til varn- ar. Hér að framan hefi ég reynt að koma á framfæri athugasemdum sem varða grundvallaratriði í tillög- um Hollustuverndar ríkisins að starfsleyfí fyrir álver á Grundar- tanga. Athugasemdirnar eru byggðar á fyrirliggjandi gögnum og atriðum, sem hljóta að vekja Hollustuvemd ríkisins til umhugs- unar um gildi þeirra gagna, sem þeim er falið að vinna úr. Stofnun, sem á að gæta umhverfis okkar en hefur ekki fmmkvæði og metnað til að leiða umræðuna um mengun er ekki trúverðug. Mengunarvamir byggjast ekki eingöngu á að fletta töflum um erlenda staðla heldur einnig að setja nýja sem hæfa hveij- um stað. Engin niðurstaða önnur en alger höfnun starfsleyfis fyrir álver á Gmndartanga er vísindalega og sið- ferðilega viðunandi. Höfundur erjarðfræðingur. SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 3 f* "P ðOU. FASTEIGNASALA Skiphotti 50b -105 - Reykjavík S. 55 100 90 Sími 565-5522 Vertu hj Ég hlakka til að sjá þig. Hárgreiðslustofa Grensásvegi 50, sími 588 5566. Kœru viðskiptavinir! Ég hefjlutt mig um set. Þann 3. mars nk. mun ég hejja störfá Prima Donnu, Grensásvegi 50, sími 588 5566. Vertu hjartanlega velkomin(n). Égi' uppgrip 1 uppgnp - verslanir Olís eru á eftirfarandi stöðum: Sæbrautvið Kleppsveg Garðabæ Gullinbrú í Grafarvogi Langatanga í Mosfellsbæ Álfheimum við Glæsibæ Hafnarfirði við Vesturgötu 'M Háaleitisbraut Tryggvabrautá Akureyri uppgrip eru þægilegar hraðverslanir 5 þar sem þú færð ótrúlega margt fyrir þig, heimilið og bílinn. léttir þér lífíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.