Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breytingar á bankakerfmu boöaðar: ■ Nýr banki með samein- ingu atvinnusjóðanna ), - ríkishlutafélög um rekstur Landsbanka og Búnaöarbanka iiGMuMC Það er stórhættulegt að hafa svona hátt undir höfðinu. Þú ert alveg kominn í keng, Stjáni minn ... Þingsályktunartillaga AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 1997 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Brú yfir Grunna- fjörð LÖGÐ hefur verið fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi frá tveimur þingmönnum Vesturlands- kjördæmis um hagkvæmnisrann- sókn á gerð brúar yfir Grunna- fjörð, milli Súlueyrar í Melahreppi og Hvítaness í Skilmannahreppi. Flutningsmennirnir, Gísli S. Ein- arsson, Alþýðuflokki, og Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, segja að með brúnni myndi vegur- inn frá höfuðborgarsvæðinu vestur og norður í land styttast um 7-10 kílómetra. Einnig myndi leiðin milli Borgarness og Akraness styttast og þannig möguleikar á samskipt- um milli sveitarfélaganna aukast. í þriðja lagi segja þeir að betri veglína yrði að brú frá þjóðvegi 1 á Hafnarmelum að brú frá Akra- nesvegi. í fjórða lagi myndi ótraust raflína, sem nú er á möstrum yfir ósinn, fara í jarðstreng í brúnni, og að síðustu telja flutningsmenn að möguleikar myndu skapast á fískirækt í Grunnafirði. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 17. mars, fram að hádegi fundardags. Stjóm Olíufélagsins hf. -♦.♦. Kristnitökuhátíðin Tvær konur taka sæti í nefnd TVÆR konur hafa tekið sæti í afmælisnefnd kristnitökuhátíðar- innar árið 2000, þær séra Halldóra Þorvarðardóttir sóknarprestur í Fellsmúla og Valgerður Sverris- dóttir alþingismaður. Þær bætast við þá þrjá karla sem fyrir sátu í afmælisnefndinni. Þeir eru Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi og herra Ólafur Skúlason biskup ís- lands. Dagsverk í þágu þriðja heimsins Islenskir nemar styðja indverska stéttleysingja Hallfríður Einarsdóttir ÐSTANDENDUR íslensks dagsverks ’97 eru allar náms- mannahreyfingarnar, Iðn- nemasamband íslands, Bandalag íslenskra sér- skólanema, Félag fram- haldsskólanema, _ Stúd- entaráð Háskóla íslands og Hjálparstofnun kirkj- unnar. Hallfríður er stjórnarformaður átaksins og hún stendur í ströngu um þessar mundir við að samhæfa krafta hinna tuttugu skóla, sem munu taka þátt í því. -/ hvevju felst íslenskt dagsverk ’97? „Þann dag munu vænt- anlega þúsundir íslenskra nemenda taka sér frí frá námi og taka að sér störf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveit- arfélög víðs vegar um land gegn borgun. Vinnulaunin munu hins vegar ekki renna í vasa nemend- anna sjálfra heldur verða þau notuð til uppbyggingar skóla- starfs í Indlandi. I tengslum við verkefnið fá nemendurnir sér- staka fræðslu um daglegt líf í Indlandi og í því skyni höfum við gefið út sérstaka kennslu- bók. Áhersla er lögð á að fræða þátttakendur verkefnisins um kjör indverskra jafnaldra sinna og er markmiðið með því að auka skilning á milli þjóðanna.” -Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem íslendingar tak- ast á við? „Nei, við höfum áður tekið þátt í slíkum verkefnum með námsmannahreyfingum á Norð- urlöndunum. Árið 1985 varfyrst efnt til átaks og var andvirðið notað til að styðja svört börn í Suður-Afríku til náms. Árið 1991 var leikurinn endurtekinn og þá til að styðja götubörn í Brasilíu. Það verkefni þótti tak- ast mjög vel og meiri peningar söfnuðust en áætlað var. Verk- efnið nú er sjálfstætt og ekki í tengslum við aðrar norrænar námsmannahreyfingar en hug- myndafræðin er sú sama.“ -Hvernig seljið þið vinnu ykk- a r? „Það er í sjálfu sér mjög ein- falt. Við höfum sent öllum sveit- arfélögum og fjölmörgum fyrir- tækjum bréf þar sem við förum þess á leit að þau ráði til sín nemendur, einn eða fleiri, í vinnu hinn 13. mars. Hveijum aðila er í sjálfsvald sett hve há vinnulaun hann borgar en þau renna auðvitað óskert til verkefnisins. Lág- marksupphæðin er hins vegar 1997 krón- ur þannig að það ætti ekki að vera neinu fyrirtæki ofviða að taka þátt í þessu.“ -Hvernig hafa viðtökur at- vinnurekenda verið? „Þær hafa verið mjög góðar en mættu þó vera betri. Lang- stærsti hlutinn verður unninn fyrir einkafyrirtæki og sem dæmi má nefna að Mjólkursam- salan í Reykjavík, Olís og Skelj- ungur og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga ætla þar að leggja gjörva hönd á plóg. Fjöl- mörg bæjarfélög og verkalýðs- félög taka einnig virkan þátt í ►Hallfríður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1963. Hún hefur gegnt ýmsum störfum en stundar nú nám í vélvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Hún situr í stjórn Iðnnemasambands Islands og er fyrrverandi formaður þess. Hún er stjórnarformaður verkefnisins Islensks dags- verks en það verður innt af hendi 13. mars næstkomandi. Hallfríður á tvö börn. verkefninu og má þar nefna Félag bókagerðarmanna og Rafiðnaðarsambandið. Nemend- urnir eru reiðubúnir að taka að sér flest störf úti í fyrirtækjun- um og ég veit til þess að mörg fyrirtæki ætla t.d. að nota þá til að hreinsa lóðina. Önnur fyr- irtæki munu leitast við að kynna nemendunum starfsemi sína. I slíkum tilvikum er um hreina starfskynningu að ræða og er það að sjálfsögðu til fyrirmynd- ar.“ -En hvernig hafa nemendurnir brugðist við? „Mjög vel. Við áætlum að um tíu þúsund nemendur vilji taka þátt í verkefninu og vonandi tekst að útvega þeim öllum vinnu þennan dag. Þeir tuttugu skólar sem skrá sig til þátttöku þurfa sjálfir að útvega nemend- um sínum verkefni en við hjá verkefnastjórninni sjáum um samræmingu. Ljóst er að sumir skólar munu lamast þennan dag vegna Dagsverksins og þá er tilgangnum auðvitað náð.“ Hvernig verður söfnunarfénu varið í Indlandi; er tryggt að það skili sér til skóla- starfsins? „Já, það er gull- tryggt. Við erum svo lánsöm að vera í sam- starfi við Hjálpar- stofnun kirkjunnar, sem hefur mikla reynslu af hjálparstarfi. Söfnunarféð verður sent til Ind- lands þar sem það verður notað til að byggja upp iðnnám fyrir stéttleysingja en þeir eru sú stétt þjóðfélagsins sem nýtur minns- tra réttinda og á erfiðast upp- dráttar. Aðstandendur átaksins eru í nánu samstarfi við erlenda aðila sem fylgjast grannt með skólastarfinu þannig að við þurfum engar áhyggjur að hafa af því að fjárfestingin skili sér ekki.“ Þúsundir nemenda taka sér f rí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.