Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Togast á um safnskóla eða hverfísskóla Á Akureyri hefur skólanefnd lagt til að allir grunnskólar bæjaríns verði hverfísskólar í stað þess að áður voru starfandi hverfísskól- ar í Glerárhverfí og einn safnskóli fyrir ungl- ingastig var sunnan Glerár. Margrét Þóra Þórsdóttir og Hildur Friðriksdóttir kom- ust að því að foreldrar og skólamenn eru ragir við umtalsverðar breytingar á ____unglingastiginu hvort sem er á Akureyri eða í Reylq avík BARNASKOLINN í brekkunni. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Síðuskóli Glerárskóli „Brekkuskóli“ Gagnfræðaskólinn og Barnaskóii Akureyrar UMRÆÐUR hafa farið fram á Akureyri síðustu vikur um kosti og galla tveggja mismunandi skólagerða, annars vegar hverfís- skóla og hins vegar safnskóla. Er hún tilkomin í kjölfar þess að skóla- nefnd hefur lagt til að allir grunn- skólar bæjarins verði hverfisskólar. Sá háttur hefur síðasta áratug verið hafður á í Glerárhverfí, en sunnan Glerár hefur Gagnfræðaskólinn á Akureyri verið safnskóli fyrir ungl- inga úr þremur grunnskólum. Bæjar- stjóm Akureyrar tekur tillöguna til endanlegrar afgreiðslu á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Jón Ingi Cæsarsson, starfandi for- maður skólanefndar, segir að í kjöl- far þess að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskólanna hafí verið ákveðið að marka skýra stefnu um skólaskipulag sunnan Glerár, en á síðustu árum hefur nefndin einbeitt sér að því að byggja upp skólahús- næði norðan árinnar. Fjármagn til framkvæmda við skólana sunnan ár sé þó ekki fyrir hendi fyrr en um og eftir aldamót. Hverfisskóli farsælastur Síðasta haust voru skipaðir starfshópar við grunnskólana fjóra sunnan Glerár sem ætlað var að leggja fram tillögur til úrbóta í skólamálum. í hópunum áttu sæti skólastjóri hvers skóla, fulltrúi úr skólanefnd, fulltrúi starfsmanna og foreldra. Niðurstöðum hópanna var komið til samræmingarhóps sem hafði það hlutverk að fara yfir þær og koma fram með sam- eiginlega niðurstöðu. Hóparnir sem störfuðu við Barnaskóla Akureyrar, Oddeyrarskóla og Lund- arskóla komust að þeirri niðurstöðu að farsælast væri að taka upp hverfis- skóla, en innan gagn- fræðaskólahópsins var vilji fyrir að halda í safn- skólakerfið. Skólanefnd samþykkti að gera breytingar á skipan skóla- mála á umræddu svæði í þá veru að allir skólar yrðu hverfisskólar og jafnframt að barna- og gagnfræða- skóli yrðu sameinaðir f einn skóla. Mikil andstaða kom fram við tillögu skólanefndar, einkum innan gagn- fræðaskólans þannig að bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skólanefndar. Þá var haldinn almennur borgara- fundur um fyrirhugaðar breytingar um miðjan febrúar. Á fundi skóla- nefndar á mánudaginn var ítrekaði skólanefnd fyrri afstöðu sína þess efnis að gera umræddar breytingar. „Frá því málið var fyrst tekið upp hefur nefndin styrkst í þeirri skoðun sinni að hún sé á réttri braut,“ segir Jón Ingi Cæcarsson. Vegna einsetn- ingar, sem er lögum samkvæmt, hafi mikið ófremdarástand skapast Safnskólar undirbúa unglinga betur undir framhalds- skólann Baldvin Sigurðarson Jón Ingi Cæsarsson á suðurbrekkunni, en um 130 börn úr barnaskólanum stundi sitt nám í Iþróttahöllinni. Nefndin hafi staðið frammi fyrir því að reisa stórt skóla- hús á suðurbrekkunni eða að fjár- festa í byggingum úti í hverfunum. Eftir rækilega skoðun hafí orðið ofan á að fjárfesta í hverfunum sjálfum enda gæti húsnæðið þá nýst íbúum þeirra á margan hátt. „Skólanefnd hefur verið gagnrýnd fyrir að fara offari í málinu, en því vísa ég á bug. Þetta mál hefur vand- lega verið skoðað. En það má líka nefna að rök eru fyrir því að vinna hratt. Ákvörðun þarf að liggja fyrir fljótlega því fjárframlög ríkisins til skólabygginga vegna einsetningar eru ekki í boði nema næstu 4-5 ár, en rikið greiðir á þessum tíma 20% byggingarkostnaðar. Að því Ieyti þarf skýr stefna að liggja fyrir núna. Það liggur fyrir að við þurfum að veija um 150 milljónir króna í skóla- byggingar á svæðinu sunnan ár vegna einsetn- ingar og líklega þætti fólki við vera að kasta fjármun- um út um gluggann vær- um við ekki tilbúin með framkvæmdaáætlun fyrr en eftir næstu aldamót," segir Jón Ingi. „Við trúum því að með þessum breytingum séum við fyrst og fremst að bæta hag bamanna sem eiga eft- ir að stunda nám í hverfunum í fram- tíðinni. Það er sá drifkraftur sem við höfum, auk þess sem við teljum að með þessu styrkist hverfín sjálf. Akureyri verður sterkari bær hverfís- skiptur með sterka hverfaímynd." Meiri fagkennsla Baldvin Jóh. Bjarnason, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, er mótfallinn fyrirhuguðum breytingum á skólaskipan sunnan Glerár. Bendir hann á að samkvæmt mótaðri menntastefnu sé miðað við að auka áherslu á unglingastigið meðal annars með því að stuðla að því að kennarar á því stigi bæti einu Baldvin Jóh. Bjarnason Kara Guðrún Melstað Þóra Steinunn Gísladóttir Páll Tómasson Morgunblaðið/Margrét Þóra SKEGGRÆTT á skólafundi. viðbótarári við kennaramenntun sína. Baldvin segir að helstu rök fyrir safnskóla séu þau að meiri líkur séu á að góðir fagkennarar fáist til starfa. Við slíka skóla séu margar bekkjardeildir í hveijum árgangi og þurfi kennarar því síður að sinna almennri bekkjarkennslu. Safnskól- ar líkist að þessu leyti meira fram- haldsskólum og bjóði unglingum upp á betri undirbúning fyrir framhalds- skólanám. Með meiri fagkennslu í stað bekkjarkennslu þjálfist ungl- ingarnir í námi og komi betur undir- búnir í framhaldsskóla. Verði tillaga skólanefndar að veruleika segir Baldvin að Oddeyrarskóli með rúm- lega 50 nemendur á unglingastigi og þar af leiðandi aðeins einn fá- mennan bekk í hveijum árgangi, um 150 nemendur verði á unglingastigi í sameinuðum barna- og gagnfræða- skóla og um 140 í Lundarskóla. Þetta séu of litlar einingar til að laða að sér færa fagkennara. Meirihlutinn vill óbreytt kerfi Baldvin gagnrýnir skólanefnd fyrir að gera ekki könnun á vilja foreldra á skólasvæðinu vegna fyr- irhugaðra breytinga, en byggt sé á þriggja ára gamalli könnun, sem að hans mati er takmörkuð. Þó komi fram í þeirri könnun ótvíræður vilji nemenda í skólum á unglingastigi sem og í framhaldsskólum til að halda í safnskólana. 383 vilja frem- ur safnskóla en 132 hverfisskóla. Einnig kemur í ljós, samkvæmt könnunni 1994 að meirihluti for- eldra á svæðinu sunnan Glerár er fylgjandi safnskóla líkt og nemend- urnir. Fyrir skömmu var gerð skoð- anakönnun meðal núverandi nem- enda og foreldra þeirra við gagn- fræðaskólann og varð niðurstaðan sú að 90% nemenda vildu óbreytt kerfi og 70% foreldra. Baldvin bendir á að ýmis gögn hafi verið lögð fram á meðan málið SJÁ SÍÐU 20 Grunnskólar norðan Glerár eru byggðir ff' upp sem hverfisskólar □ Giljaskóli (! byggingu) Lundarskóli Sunnan Glerár hafa þrír elstu árgangar grunnskólans sótt Gagnfræðaskólann við Laugargötu. Til stendur að breyta skólunum þrem í hverfisskóla sem allir verði með 1. til 10. bekk. Nemendafjöldi Fermetra- og fjárþörf: 2000-01 ferm. m.kr. „Brekkuskóli" 517 - 10 Lundarskóli 455 700 85 Oddeyrarskóli 182 420 55 Samtals 1.154 1.120 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.