Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 23/2- 1/3 ► ALVARLEGT jarðvegs- rof er talið vera á meira en helmingi alls flatarmáls landsins, þegar jöklar, vötn og fjalllendi eru undanskil- in. Þar af er mikið eða mjög mikið rof á meira en fimmtungi landsins. Þetta eru niðurstöður umfangs- mikilla rannsókna RALA og Landgræðslunnar. ► ÚTGERÐARFÉLAG Ak- ureyringa ætlar um næstu mánaðamót að segja upp vinnu- og greiðslufyrir- komulagi starfsfólks í landvinnslu félagsins. Að- gerðirnar eru hluti af gagngerri endurskipu- lagningu á landvinnslunni. Akveðið hefur verið að fækka starfsfólki í þjón- ustudeildum og skrifstofu um 19. ►LANDS- LIÐ ís- lands í hand- knattleik sigraði Egypta, 27:22 í seinni leik liðanna. ís- land tap- aði hins vegar fyrri Ieikn- um, 24:25. KVIÐDÓMUR í héraðs- dómstóli í New York hefur dæmt Flugleiðir til að greiða um 1.050 milljónir króna í skaðabætur. Kvið- dómurinn taldi að starfs- menn Flugleiða hefðu virt að vettugi farbannsúr- skurð dómstóls í Flórída og tekið þátt í að flylja Ernu Eyjólfsdóttur og dætur hennar ólöglega til íslands. Stöð 3 hættir ÚTSENDINGUM Stöðvar 3 var hætt í kjölfarið á kaupum íslenska útvarps- félagsins hf. á öllum hlutabréfum í íslenskri margmiðlun hf. Öllum starfsmönnum Stöðvar 3 hefur verið sagt upp störfum, en hluti j)eirra verð- ur ráðinn til starfa hjá Islenska út- varpsfélaginu. Magnúsi Kristjánssyni sjónvarpsstjóra var boðin staða hjá Stöð 2, en hann hafnaði boðinu og gerður hefur verið starfslokasamn- ingur við hann. Mikil fjárþörf Stöðvar 3 við uppbyggingu sjónvarpsstöðvar- innar réð mestu um að eigendur fyrir- tækisins kusu að selja það. Verkföll undirbúin AÐILDARFÉLÖG ASÍ hafa í undir- búningi að boða til allsheijarverkfalls 23. mars takist ekki að ljúka nýjum kjarasamningum fyrir þann tíma. Félagsmenn í Dagsbrún, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, hafa boðað til verkfalls 9. mars. Raf- iðnaðarmenn hjá Reykjavíkurborg hafa boðað til verkfalls 10. mars. Verulegt bil virðist vera milli samn- ingsaðila þó að viss árangur hafi náðst í viðræðunum á afmörkuðum sviðum. Járnblendiverksmiðj- an ekki stækkuð ÁFORM um stækkun Jámblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga hafa ver- ið lögð til hliðar eftir árangurslausan fund fulltrúa íslenska ríkisins og El- kem, sem eiga 85% hlut í fyrirtæk- inu. Þessi niðurstaða leiðir til þess að Landsvirkjun þarf að endurskoða virkjanáform sín. Takist ekki að tryggja kaup annarra aðila að ork- unni bendir flest til þess að fresta þurfi byggingu Sultartangavirkjunar. Israelar byggja í A-Jerúsalem ÍSRAELSSTJÓRN tók á miðvikudag ákvörðun um að heimila byggingu nýs íbúðarhverfis gyðinga á hæðum við Austur-Jerúsalem, þrátt fyrir harða andstöðu Palestínu- manna og viðvaranir um að framkvæmdim- ar gætu leitt til mannskæðra óeirða. Ákvörðunin var harð- lega gagnrýnd af ríkis- stjómum víða um heim. Bandaríkjastjóm lét einnig óánægju í ljósi. Benjamin Netanyahu lét gagnrýnina lftið á sig fá og sagði ákvörðunina lið í „baráttunni um Jerúsalem“. Yasser Arafat fordæmdi þetta skref ísraela, en blés ekki til átaka. Hamas, samtök róttækra Palestínumanna, hótuðu nýj- um hryðjuverkaárásum á Israel. Araba- bandaiagið kemur saman til sérstaks fundar vegna málsins í dag, sunnudag. Ærin Dolly vekur deilur um líftækni SKÝRT var frá því í vikunni, að brezkum vísindamönnum hefði tekizt að einrækta kind. Ærin Dolly var boriri fyrir sjö mánuðum í Roslin- stofnuninni við Edinborg í Skotlandi. Vísindamenn sögðu að um væri að ræða merk þáttaskil sem gera ætti vísindunum kleift að framleiða flokka nákvæmlega eins dýra til hvers kyns nota fyrir mannkynið. Með því að nú hefur tekizt að einrækta svo stórt spendýr virðist möguleikinn á að ein- rækta fólk úr einni blóð- eða vöðva- frumu hafa færzt nær sanni. Þessi frétt hefur hrundið af stað miklum vangaveltum um allan heim um það til hvers líftæknin getur leitt í fram- tíðinni. Margir vilja að einræktun manna verði bönnuð, en slíkt bann hefur hingað til aðeins verið fært í lög í Bretlandi. ►PER Stig Moller, 54 ára bókmenntafræðingur, tók í upphafi vikunnar viðaf Hans Engell sem leiðtogi danska íhaldsflokksins. Engell sagði af sér for- mennsku í liðinni viku eftir að hafa verið staðinn að ölvunarakstri. Moller var umhverfisráðherra í ríkis- stjórn borgaraflokkanna 1990-1993, en hann þykir heldur til vinstri í íhalds- flokknum. ►ÍRSK hjón gátu í vikunni sótt um lögskilnað í fyrsta sinn. Lög, sem heimiluðu hjónaskilnaði, voru sam- þykkt með naumum meiri- hluta 1995. Gert er ráð fyrir, að um fjórðungur þeirra 45.000 þjóna, sem skilin eru að borði og sæng í hinu kaþólska írlandi, muni sækja um að fá hjóna- bandi sínu lögformlega slitið. ►NORÐUR-kóresk kona á þrítugsaldri flúði berfætt yfír jarðsprengjubelti og gaddavirsgirðingar til Suð- ur-Kóreu á fimmtudag. Konan fór yfir fjögurra km breitt hlutlaust belti milli kóresku ríkjanna, en ekki fékkst upplýst hvernig henni tókst að komast fram hjá fjölmennum sveitum norður-kóreskra landa- meirihluta sinn á fimmtu- dag, er frambjóðandi verkamannaflokksins sigr- aði í aukakosningum í kjör- dæminu Wirral South á NV-Englandi. Þetta var í fyrsta sinn sem íhalds- flokkurinn tapar i þessu kjördæmi, og þykja úrslitin vísbending um að fátt geti komið í veg fyrir sigur Verkamannaflokksins í þingkosningunum í vor. FRÉTTIR Viðhorfskönnun um álver á Grundartanga Fylgið er mest á Hvalfjarðarsvæðinu Úr könnun Félagsvísindastofnunar í febrúar 1997 fyrir Markadsskrifstofu Iðnaðarraduneytisins og Landsvirkjunar Þeir sem tóku afstöðu til álvers á Grundartanga: LANDIÐ ALLT 59% fylyjandi 41 % á móti Hvalfjarðarsvæðið allt Þar af Akranes Dreifbýli í Hvalfírði 88°/'o tyígjandi 93% fyigjandi % fy'.gjanoi 49% á móti Greining á fylgjendum álvers á Grundartanga: í HEILD: Fylgjendur EFTIR KYNI: Karlar [ Konur[ EFTIR Reykjavík BÚSETU: Reykjanes Landsbyggð EFTIR Landbúnaður ATVINNU- Fiskveiðar GREIN: Fiskvinnsla Byggingariðnaður Annar iðnaður Opinber þjónusta Verslun/samgöngur/þjónusta EFTIR STJÓRN- MÁLA- SKOÐUN: Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Aiþýðubandalag Kvennalisti Annað en Sjðlfst.fl. 1.500 manna slembiúrtak úr þjóöskrá. 73,4% svarhlutlall. MEIRIHLUTI landsmanna er fylgjandi því að orkufrekur iðnað- ur verði mikilvægur þáttur í at- vinnuuppbyggingu hérlendis eða 74% á móti 24% sem eru því and- vígir, 71% eru fylgjandi stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og 59% eru hlynnt nýju álveri við Grundartanga og er hér átt við úrtak allra lands- manna. Mun meiri stuðningur við nýtt álver er meðal íbúa Hvalfjarð- arsvæðisins eða 88% en á landinu öllu. Þessar tölur koma fram í nýrri viðhorfskönnun sem Félagsvís- indastofnun Háskólans vann í febrúar fyrir Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, MIL. Geir A. Gunn- laugsson, formaður MIL, sagði þegar niðurstöðurnar voru kynnt- ar að sér kæmi á óvart hversu víðtækur þessi stuðningur væri miðað við þá umræðu sem fram hefði farið í þjóðfélaginu síðustu vikurnar. Tekið var 1.500 manna slembi- úrtak úr þjóðskrá og svöruðu 73,4% eða 1.101. Könnuð voru viðhorf til stóriðju almennt, til mengunar af völdum hennar, til Álsversins í Straumsvík, Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundart- anga og annarra skyldra málefna. Einnig voru nokkrar spurningar lagðar sérstaklega fyrir fólk sem bjó í Hafnarfírði annars vegar og á Hvalfjarðarsvæðinu hins vegar. Tekin voru viðbótarúrtök frá svæðunum næst Straumsvík og Grundartanga, 100 manns frá hvoru, og þeim bætt við svarendur úr upphaflega úrtakinu. Með Hval- fjarðarsvæðinu er átt við íbúa á Ákranesi og nálægum hreppum, þ.e. Innri Akraneshreppi, Skil- mannahreppi, Leirár- og Mela- hreppi, Hvalfjarðarstrandarhreppi og Kjósarhreppi. Til að tryggja sem best að sjónarmið íbúa dreif- býlishreppanna í Hvalfírði kæmu sem best fram var tekið 50 manna aukaúrtak úr sveitunum. Rúm82% fylgjandi stækkun Álvers í Straumsvík Þeir sem voru fylgjandi því að orkufrekur iðnaður væri mikil- vægur þáttur atvinnuuppbygging- ar voru 7 4% en 26% voru því and- vígir. Sé hópur þeirra sem eru fylgjandi skoðaður nánar kemur í ljós að 80% karla eru fylgjandi orkufrekum iðnaði en 67% kvenna og mest fylgi er að finna hjá þeim sem starfa við byggingariðnað, 94%, en minnst hjá þeim sem starfa við landbúnað, 64%. Mest fylgi er meðal kjósenda Sjálfstæð- isflokksins, 81%, en minnst hjá Alþýðubandalagi og Kvennalista, 47% og 50%. Fylgjandi stækkun Álversins í Straumsvík voru 82,2% lands- manna og 82,9% séu aðeins skoðuð svör þeirra sem búa í Hafnarfirði. Þá voru á landsvísu 71% fylgjandi því að stækka Járnblendiverk- smiðjuna við Grundartanga, 94% fylgi var meðal íbúa á Akranesi, 91% meðal íbúa á Hvalfjarðar- svæðinu öllu og 62% meðal íbúa dreifbýlis í Hvalfirði. Nýtt álver við Grundartanga studdu 59% íbúa á öllu landinu, fylgið var 93% meðal íbúa á Akranesi, 88% á öllu Hvalíjarðarsvæðinu og 51% meðal íbúa í dreifbýli Hvalfjarðar. Sagði Geir A. Gunnlaugsson athyglisvert hversu yfírgnæfandi meirihluti landsmanna væri fylgjandi nýju álveri. Kvaðst hann hafa talið að stuðningur við stóriðju almennt hefði farið minnkandi í þeirri um- ræðu sem verið hefði í þjóðfélaginu að undanfömu en þessi könnun sýndi að svo væri ekki. í könnuninni var einnig spurt nokkuð um mengunarmál og telja 73% landsmanna að mengun af völdum orkufreks iðnaðar sé innan eðlilegra marka. Töldu 27,5% landsmanna sig hafa orðið vör við skaða af völdum mengunar frá hefðbundnum atvinnuvegum, svo j sem landbúnaði og fiskvinnslu, ! 14% svarenda á Hvalfjarðarsvæð- | innu töldu sig hafa orðið vör við , skaða af völdum Jámblendiverk- ' smiðjunnar að Grundartanga og 25% af svarendum í Hafnarfirði sögðust hafa orðið vör við skaða af völdum Álversins í Straumsvík. Geir A. Gunnlaugsson sagði nið- urstöður könnunarinnar sýna glöggt tiltrú manna á stóriðju þvert ofan í það sem áberandi ; hefði verið í fjölmiðlaumræðu síð- i ustu vikna. Einnig sagði hann 1 tímasetninguna valda með tilliti | til þessara kröftugu umræðna í þjóðfélaginu þegar málefnið væri ofarlega á baugi. UNGLINGAR taka virkan þátt í guðsþjónustum á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Unglmgar virkir í messum á æskulýðsdegi i ÁRLEGUR æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er í dag, sunnudag 2. mars, og er unglingum þá sérstaklega boðið að taka þátt í guðsþjón- ustum. Yfirskrift dagsins er „Sjá- ið manninn" og vísar annars vegar til Jesú og þjáningar hans og hins vegar til þess að menn finni til ábyrgðar gagnvart þjáningu samferð- armanna sinna. Hópar fermingarbarna og æsku- lýðsfélög hafa í mörgum söfnuðum unnið að und- irbúningi fyrir guðsþjón- ustur dagsins, segir í frétt frá Biskupsstofu. Verða sums staðar haldnar sér- stakar djass- eða popp- messur í tilefni dagsins auk þess sem unglingar flytja bænir, lestra og leikþætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.