Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ k. Norrænn mánuður á Rás 1 Norræn tónlist: Virkir dagar ki. 16.05 - Norræn tónlist í Tónstiganum. Laugardagur 22. mars kl. 16.20 Tónlistarhátíð norræns æskufólks. UNM. Laugardagar kl. 10.15 - Norrænt" - Alþýðutónlistarþáttur í umsjá Guðna Rúnars Agnarsonar. © Rás 1 http://www. ruv. is STEINAR WAAGE Tegund: Levanna Verð: 8.995,- Tegund: Assini Verð: 8.995,- 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE ö SKOVERSLUN ^ SÍMI 551 8519 «5^. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 ^ PETER KAISER skák Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Linares um daginn. Aleksei Shirov (2.690) hafði hvítt, en Gary Kasp- arov (2.795), PCA-heims- meistari, var með svart og átti leik. 38. — Hxe3! og hvítur gafst upp. Eftir 39. Hxe3 — Hxe3 40. Kxe3 - Bg5+ 41. Ke2 —Bxd2 42. Kxd2 — f4! nær svartur óumflýjan- lega að vekja upp nýja drottningu. Snyrtilegur endir. Kasparov tefldi mjög vel í Linares og er óumdeilanlega öflugasti skákmað- ur heims um þessar mundir. Hann verð- ur ekki með á næsta stórmóti sem hefst í Dos Hermanas á Spáni 1 lok mars. Þar eru þau Anand, Karpov, Kramnik, Topalov, Illescas, Gelfand, ívantsjúk, Shirov, Salov og Júdit Polgar skráð til leiks. Næsta verkefni Ka- sparovs er ný keppni hans við ofurtölvu IBM í vor. Fyrsta einvígi þeirra í fyrra vakti heimsathygli, er töl- van vann fyrstu skákina. Hraðskákmót Islands 1997 fer fram í dag kl. 14 í Skák- miðstöðinni, Faxafeni 12. SVARTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu Ást er. ... þegar klukkutímar virðast vera mínútur ogmínútur virðast vera sekúndur. TM R»g. U.S. P«L Off. — all rlghts rosarvod (c) 1996 Lo» Angotes TimM Synðcate 1 | 1 j | torc OG hverju gleymd- urðu í dag? ÁRANS vandræði. Ég hef gleymt að slökkva á sjálf- stýringunni. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: iaugaÞmbl.is Álver í Hvalfirði í ALLRI umræðu um álver í Hvalfirði finnst mér eitt hafa gleymst. Á þessu nýja álveri sem á að rísa eru menn að dásama mengunarbún- að þess en gleyma því að mengunarbúnaður jámblendisins hefur verið óvirkur á þriðja ár vegna bilaðrar legu sem þeir segjast ekki fá. Trúi nú hver sem vill. Ég þekki þúsundþjala smið sem vinnur hjá blikksmiðju hér í borg. Hann færi létt með að bjarga málunum. Ég veit að þeir spara nefni- lega 3-400 milljónir með því að hafa meng- unarbúnaðinn óvirkan og þar gæti skýringin legið. Á bóndabæ rétt hjá verksmiðjunni veit ég að húsfreyjan þarf að byrja á því að þurrka mengunarrykið af borð- um á morgnana áður en sest er til borða. Allt tal um lífræna ræktun í nágrenni verksmiðj- anna er því tómt tal. Búið er að eyðileggja allt sem í það var lagt. Það verður ófögur sjón að sjá þennan viðbjóð spúa eitri út í andrúms- loftið ár eftir ár. Jafnvel báðar verksmiðjur með bilaðar legur. Ég vona að ríkisstjómin sjái að sér og flytji álverið á Keilisnes. Mengunar- búnaður Járnblendisins verði lagaður og allir geti lifað í sátt og sam- lyndi._ Jón Ólafur Þorsteins- son. Tapað/fundið Nagreipi fyrir hund tapaðist STUTT mislitt nagreipi með hnútum á endanum, fyrir hund, tapaðist við rætur Oskjuhlíðar á móts við Loftleiðir. Skilvís finnandi hringi í síma 581 1842. I1 .. ..... .......- HÖGNIHREKKVÍSI ' 8*/+ /ffér 5 tílsl áb hun skrífi honum / fanytJsiS" Yíkverji skrifar... Sálfræóistöóin Námskeiö Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig æra má samskipti sem auka sjálfsöryggi WM '' ‘ . j'; |Íj|k ;\ jjfp * ^ Æ Leiðbeinendur eru sálfræöingarnir S 1 i Inr.ritun og nánari upplýs- ingar i simum Sálfræði- Jrw Álfheiður stöðvarinnar: 562 3075 og Guðfinna Steinþórsdóttir 552 1110 kl. 11-12 Eydal UM SÍÐUSTU helgi fór Vík- verji austur á Skeiðarársand, gangert til þess að skoða verksum- merki hlaupsins. Unnt er að fara fótgangandi upp í skálina, þar sem hlaupið spýttist út undan jöklinum og er þar tilkomumikila sjón að sjá. Allt í kring eru himinhá ísbjörg og áreiðanlega er þyngd þeirra margra, sem hlaupið hefur þó fleytt langar leiðir, þúsundir tonna. Að standa þarna inni í skálinni minnir sérhvern á smæð sína í samanburði við þau ægiöfl náttúrunnar, sem hleyptu fram af sér beizlinu, þegar Skeiðará hljóp á dögunum. xxx JAKARNIR á sandinum og í skál- inni, sem áður er nefnd, eru eins margvíslegir og þeir eru marg- ir. Sumir eru eins tærir og hugsast getur og upplýstust skemmtilega í sólskininu sem var síðastliðna helgi. Ljósbrotið í þeim myndar alla liti litrófsins. Má jafnvel sjá öskulög ganga í gegnum þá frá einhveiju eldgosinu í firndinni. Aðrir eru grá- ir eins og steinar eftir að jökulleir- inn hefur sprautazt um þá alla og svo má einnig finna kolsvarta jaka, sem líklegast eru svo öskumengað- ir, að þegar þeir bráðna, verður eftir öskubingur þar sem þeir stóðu. Annað slagið heyrir maður bresti og gott ef þeir síga ekki um svo sem eins og einn sentímetra annað slagið og þá er það líklegast bráðn- un undan þunga þeirra. Undir þeim, sem eru móti sólu, er bráðnunin svo mikil að stöðugt sindrazt vatn niður úr þeim og standi maður of nærri jaka, sem slútir yfir höfuð manns, getur viðkomandi orðið rennblautur af sólbráðinni. xxx ESSA helgi, sem Víkveiji var á staðnum, var töluvert frost. Jökulleirinn í hlaupfarveginum var því gaddfreðinn og aðeins svo sem nokkurra sentimetra snjóföl yfir því. Því var auðvelt að ganga að upptökum hlaupsins og styngi mað- ur niður oddhvössum staf, var hart undir. Ferðabóndi, sem Víkveiji gisti hjá, hafði talsverðar áhyggjur af því, hvað myndi gerast, þegar þiðnaði. Þá gætu myndast vilpur og kviksyndi, sem liti sakleysislega út, rétt eins og meðal, þar sem leir- inn gæti orðið svikull gangandi manni. Það er því eins gott fyrir fólk að fara gætilega á þessum slóð- um þegar fer að vora og í sumar. Eitt er víst að það mun taka mörg ár fyrir þessa tröllauknu jaka að bráðna og jafnvel löngu eftir að þeir eru horfnir af yfirborðinu geta þeir enn verið neðanjarðar og yfir þeim geta leynzt pyttir, sem eru lífshættulegir. Stafur er því nauð- synlegt tæki, þegar menn ætla að fara á þessar slóðir. xxx LAUGARDAGURINN fyrir viku, þegar Víkveiji var við upptök Skeiðarárhlaups, var ein- stakur. Veðrið var eins og bezt var á kosið. Þennan dag skaut áður- nefndur bóndi á, að um svæðið hafi farið um það bil 300 manns þann dag. Dagurinn var upplagður fyrir slíka ferð, því að frost var. Hugi menn á að skoða þessi miklu náttúrundur er áreiðanlega bezt að gera það sem fyrst og áður en þiðn- ar verulega og hlýna fer í lofti. Það verður áreiðanlega mun hættu- meira að fara inn á þetta svæði, þegar sól hækkar enn meir á lofti en nú er. Því er að hrökkva eða stökkva nú. í næstu viku getur verið komin slík hláka og lofthiti, að svæðið verði gjörsamlega ófært.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.