Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÖ ímyndunar- aflið á flug Fréttir af einræktun kindar hafa vakið hörð og heiftarleg viðbrögð. Urður Gunnarsdótt- ir fjallar um umræðuna um einræktun og siðferðilegar spumingar, sem hafa vaknað við mögulega einræktun manna. KVIKMYNDINNI „Multiplicity" um mann sem lætur gera nokkrar eftirmyndir sínar, hefði líklega vegnað betur ef hún hefði komið á markað nú. Hún var frumsýnd á markaði á síðasta ári og kolféll. ENGU líkara er en að marg- ir fjölmiðlar, austan hafs og vestan, hafí gengið af göflunum vegna frétta af því að tekist hefði að einrækta kind. Endalausar vangaveltur um möguleika þess að einrækta dýr og menn, nytsemi þess og hættur því samfara, hafa tröllriðið fjölmiðlum. Margir hafa orðið til að vara við þróuninni sem þeir telja óhjákvæmi- lega í kjölfar þessarar vísindaupp- götvunar, sem líkt hefur verið við þróun kjarnorkusprengjunnar. Aðr- ir vara hins vegar við því að of miklar hömlur verði settar á rann- sókna- og tilraunastarfsemi í erfða- fræði, þar sem slíkt geti komið í veg fyrir framfarir sem verði mann- kyninu til góðs. Það eitt er hins vegar víst að þessi uppgötvun er mikilvægur stökkpallur fyrir ímyndunarafi manna, en sá þáttur er oft vanmetinn þegar merkar uppgötvanir eru annars vegar. Misskilnings varð þegar vart í fjölmiðlum er fréttir bárust af ein- ræktuninni á Dolly. „Einskisdóttir" var ein fyrirsögnin í bandarísku blaði, en skynsöm kona benti á það í fréttaþættinum „Nightline" að ærin Dolly væri í raun ekki annað en tvíburi kindarinnar sem hún var einræktuð af. Erfðaefni hennar væri það sama, og það hefði orðið til við samruna venjulegs eggs og sáðfrumu kinda og því væru _þær foreldrar Dollyar. Fjölmargir hafa hellt sér út í umræður um ágæti þessarar vís- indauppgötvunar. Vísindamenn, heimspekingar, blaðamenn og stjórnmálamenn hafa látið gamm- inn geisa og víða um heim hafa stjórnvöld komið á fót nefndum, sem kanna eiga hvort og hvernig landslög taki á þeim möguleikum, sem hafa opnast, sérstaklega hvað varðar einræktun manna síðar meir. Páfagarður hefur hvatt til þess að sett verði alþjóðlegt bann við einræktun manna og stjórnvöld víða um heim hafa hvatt til þess að menn láti ekki ímyndunaraflið og hræðsluna hlaupa með sig í gönur, heldur verði tekið á málinu af yfirvegun og skynsemi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur gefið ráðgjafarnefnd í sið- fræði og líffræði 90 daga til að skila áliti um lagalegar og siðferði- legar hliðar einræktunar. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins (ESB), hef- ur fyrirskipað sérfræðingum sínum að kanna hvort ástæða sé til að ESB taki afstöðu til málsins. Að sögn talsmanns framkvæmda- stjórnarinnar er þó ólíklegt að af því verði. Þá hefur komið í ljós smuga í breskum lögum, sem virð- ist heimila tilraunir með eingetnað manna, þótt skiptar skoðanir séu um það. Vísindamennirnir sem ein- ræktuðu Dolly telja að einræktun manna sé ólögleg en Nóbelsverð- launahafinn sir Aaron Klug er á öndverðum meiði og hefur hvatt til þess að smugunni verði lokað hið fyrsta. Bretar urðu hins vegar fyrstir til þess að setja á fót nefnd til að fjalla um siðferðilega hlið erfðafræðitil- rauna á mönnum, en það var gert á síðasta ári. Holskefla kvikmynda um einræktun Því fer ijarri að vangaveltur um einræktun mannkyns séu nýjar af nálinni. Áratugum saman hafa mis- vel gerðir menn látið sig dreyma um að einrækta fólk og um það hafa verið skrifaðar bækur og gerð- ar kvikmyndir. Einræktun er hluti af framtíðarsýninni í „Veröld ný og góð“ eftir Aldous Huxley, kvik- myndunum „Drengirnir frá Brazil- íu“ sem gerð var eftir sögu Ira Levin og „Allt sem þig langaði að vita um kynlíf en þorðir ekki að spyija um“ eftir Woody Allen. Fullyrt er að holskefla kvik- mynda um einræktun sé í þann veginn að ríða yfir Hollywood, þar sem menn keppast nú við að hefja framleiðslu á myndum um eingetn- að, og koma þeim myndum, sem þegar hafa verið gerðar, aftur á hvíta tjaldið. Áður en fréttir bárust af ánni Dolly þótti einræktun lítt fýsilegt efni í kvikmynd, enda hafði fjöldi mynda um efnið fengið hrak- lega útreið gagnrýnenda og áhorf- enda. Má nefna þar kvikmyndina „Multiplicity" sem frumsýnd var á síðasta ári og kolféll. ÓTVÍRÆÐ ákvæði eru um ein- ræktun í íslenskum lögum frá 1. júní 1996 um tæknifrjóvgun. „Óheimilt er að rækta eða fram- leiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsókn- ir, að rækta fósturvísa lengur en í 14 daga utan líkamans eða eftir að frumurákin kemur fram, að koma mannlegum fósturvísum fyrir í dýrum og að framkvæma einræktun (cloning).“ Ólafur Walther Stefánsson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að lögin væru í samræmi við meginreglur sérfræðinga- nefndar Evrópuráðsins um tækni- fijóvgun og löggjöf helstu grann- þjóða okkar. Dr. Kári Stefánsson, taugasjúk- dómalæknir og forsljóri Islenskr- ar erfðagreiningar, telur að fyrst og fremst sé um tæknilegt afrek að ræða þjá Skotunum en varla mikilvægt framlag til vísindanna sem slíkra. Verið sé að búa til eineggja tvíbura, margt sé þegar vitað um þá og ólíklegt að þessi nýja tækni varpi nýju ljósi á þau fræði. Kári segist reikna með því að nýta megi getuna til að einrækta á einhvem hátt í landbúnaði til að auka afköst á ákveðnum svið- um. Þann fyrirvara verði þó að í „Drengjunum frá Brazilíu" er fjallað um einræktun á einræðis- herranum Hitler og slík framtíðar- sýn hefur vakið hroll víða, sérstak- lega í Þýskalandi, þar sem draugar hinna skelfilegu tilrauna þýskra lækna í heimsstyijöldinni síðari ganga enn aftur. „Einræktun manna myndi passa prýðilega inn í heimsmynd Adolfs Hitlers," sagði í leiðara Die Welt. „Og á því leikur enginn vafi að hann hefði nýtt sér þessa tækni til hins itrasta hefði hún verið fyrir hendi á þeim tíma. Sú var ekki raunin, guði sé lof.“ Lög um erfðafræðirannsóknir og erfðatækni eru óvíða strangari en í Þýskalandi vegna hinnar myrku fortíðar, þar sem nasistar gerðu til- raunir með að hreinrækta arískan kynstofn í heimsstyijöldinni síðari. Lögin banna t.d. leigumæður, að hjón geti fengið konu til að ganga með barn sitt. Viðbrögðin í Þýska- landi einkenndust ýmist af hryllingi eða kímni. Yfirvöld lögðu kapp á að sannfæra almenning um að ein- ræktun manna yrði aldrei leyfð í Þýskalandi en fjölmargir vísinda- menn og blaðamenn lögðu hins veg- ar áherslu á hversu merkilegt vís- indaafrek einræktun Dollyar væri. Er einræktun manna möguleg? Meirihluti þeirra sem tjáð hefur sig um einræktun velkist ekki í nokkrum vafa um að einræktun manna verði möguleg áður en langt um líður. „Vonandi um alla eilífð," hafa að þegar búinn sé til fjöldi einstaklinga sem séu næstum því eins sé um leið verið að búa til einstaklinga sem séu næmir fyrir sömu smitsjúkdómum. Mótstaða gegn bakteríum og veirum sé arfgeng og því hætta á að menn glati öllum bústofni í einni svipan ef hann er allur búinn til með einræktun. „Það er ákveðin vörn í fjöj- breytileika tegundarinnar. Ég sé auk þess á þessu ýmsa siðfræði- lega annmarka. Möguleikinn á því að farið verði að einrækta fólk er að vissu leyti skelfilegur vegna þess að þá eru menn allt í einu komnir i þá aðstöðu að geta hann- að eineggja tvíbura af sjálfum sér og öðrum. Þetta hefur þó verið einfaldað dálitið vegna þess að það er að sumu leyti ekkert ein- faldara en áður að fara í kynbóta- ræktun manna núna en það var vegna þess að til að einrækta mann þarf að fá Ieigumóður, konu til að bera fijóvgaða eggið. Það var svar eins vísindamannanna sem einræktuðu Dolly, við spurningunni um hversu lengi menn yrðu að bíða þess að einræktun manna tækist. Eins og við var að búast hafa margir orðið til þess að gagnrýna hann fyrir þessi orð, enda margir sem óska þess að skrefið með Dolly hefði aldrei verið stigið. Hugmyndin er hins vegar fjarri því að vera ný. Sem dæmi um það er að árið 1971 skrifaði James Watson, sem fékk Nóbelsverðlaun- in fyrir þátt sinn í að afhjúpa upp- byggingu DNA-erfðaefnisins, grein þar sem hann lýsti því hvern- ig einrækta mætti menn og hvatti til þess að málið yrði tekið fyrir hjá stjórnvöldum, ekki mætti láta vísindamennina eina um það. Menn hafa gefíð ímyndunarafl- inu algerlega lausan tauminn þeg- ar þeir hafa velt upp möguleikun- um sem einræktun manna kann að bjóða upp á. Bjarga megi dýrum úr útrýmingarhættu, útrýma arf- gengum sjúkdómum, menn geti eignast nákvæmar eftirmyndir sín- ar í stað barna, þar sem tilviljun ráði um útkomuna, möguleikar samkynhneigðra á að eignast af- komendur aukist og að rækta megi einstök líffæri til ígræðslu. Bent hefur verið á að slíkt sé svo flókið að líklega yrði að ein- rækta manneskju í heild sinni til að rækta „varahluti" á borð við hjarta. Og hvað ætti þá að gera við hinn einræktaða, telst einrækt- væri þannig töluvert fyrirtæki að ætla að einrækta annan einstakl- ing.“ Hann er spurður hvort raun- hæft sé að ætla að banna tilraun- ir til að einrækta fólk. „Ég veit ekki um nein lög í þessum heimi sem ekki hafa ver- ið brotin. Mér finnst eðlilegt að banna með lögum einræktun fólks, koma í veg fyrir að slíkt sé gert. Þetta er mín skoðun en hún byggist miklu meira á tilfinn- ingalegri afstöðu en einhverri rökhyggju. Mér finnst þetta held- ur ógeðfellt. Ég hugsa að þetta verði samt gert vegna þess að mannskepnan er nú einu sinni þannig saman- sett, vill reyna allt. Bann sem slíkt er engin trygging og sá mögu- ■ leiki er meira að segja fyrir hendi að bannið valdi því að menn reyni þetta, það getur virkað alveg öfugt. Eg sé annað slæmt við þetta mál. Þetta er dæmi um tilraun að dýr eða maður vera fullgildur einstaklingur? „Takist að einrækta menn, verð- um við að hafa þrennt í huga. I fyrsta lagi, að einræktaður maður er nákvæm eftirmynd annarrar manneskju. Uppeldi hans kann að hafa meiri áhrif á það hvernig hann verður en erfðirnar... í öðru lagi verður að líta á einræktaða menn sem fullgildar manneskjur, sem njóti frelsis og réttinda eins og aðrir. Þeir eru ekki þrælar, ekki líffæraverksmiðjur, eiga ekki að vera beittir misrétti. í þriðja lagi; þrátt fyrir að einræktun sé ná- kvæm erfðafræðileg eftirmynd, getur fullkomin eftirmynd manns ekki bætt mannkynið, þvert á móti, einræktun kemur í veg fyrir eðli- lega framþróun," segir William Safire dálkahöfundur í The New York Times. Annar dálkahöfundur sama blaðs fullyrðir að með því að ein- rækta menn, sé sjálfsmynd þeirra og hins einræktaða í hættu, menn teljist ekki lengur einstakir. Hverjar eru siðferðisskyldur skapara? Víst er að marga hryllir við þeim möguleikum, sem einræktun kann að bjóða upp á. í Die Welt og The Washington Post segja dálkahöf- undar engan vafa leika á því að til séu auðugir sérvitringar sem vilji allt til vinna til að þeir verði einræktaðir. „Það eru jafnframt þeir sem við myndum síst af öllu vilja fá fleiri eintök af,“ segir í Washington Post. Siðferðispostular skiptast í tvö horn. Hver er þess umkominn að neita ófijóum pörum um möguleik- ann á því að eignast barn eða dauð- vona manni um einræktað líffæri? spyija sumir en aðrir segja sem svo: Hver hefur rétt á því að þykj- ast vera guð almáttugur og skapa líf? Hveijar eru siðferðilegar skyld- ur slíks skapara? Margir vísinda- og stjórnmála- menn hafa þó varað við hræðslu og of harkalegum viðbrögðum við umræðunni um mögulega einrækt- un. Kanna verði möguleika ein- ræktunar og setja um hana lög. „Verði einræktun manna bönnuð, munu menn missa tökin á henni,“ segir Daniel J. Kevels, sem stýrir verkefni á sviði siðfræði vísinda við Tæknistofnun Kaliforníu. „Hún verður að sjóræningjavísindum sem munu koma aftan að okkur, einfaldlega vegna þess að hún svarar kröfum markaðarins, fjöldi fólks sækist eftir henni.“ Heimildir: The Daily Telegraph, The New York Times, The Washington Post, Svenska Dagbladet og Reuter. sem kemur óorði á erfðafræðina. Menn fara að iíta hana enn meira hornauga, líta á hana sem hættu- lega grein sem hún er ekki. Hún er einfaldlega fræðigrein þar sem stefnt er að því að skilja hvernig við verðum til og hvernig upplýs- ingar flytjast milli kynslóða." Fráleitt frá siðferðilegu sjónarmiði Jórunn Erla Eyfjörð erfða- fræðingur á sæti í norrænni nefnd um siðfræðileg efni í tengslum við erfðatækni og nefnd á vegum Evrópusambandsins sem einnig fjallar um þessi mál. Hún segir einræktun ekki enn hafa verið mikið rædda á fundum nefnd- anna, nóg væri af öðrum vanda- málum.Jórunn segist telja ein- ræktun manna fráleita frá sið- fræðilegu sjónarmiði. Ekki sé þó hægt að banna rannsóknir með lögum, það sé mjög erfitt og auk þess hættulegt að reyna það. „Hins vegar má selja reglur um það hvernig hagnýta má upplýs- ingar, það eru í raun alls staðar nyög strangar reglur í gildi um það hvað gera megi við menn. Auðvitað mætti hugsa sér ein- hvers konar alþjóðasamþykkt. sem hnykkir á að ekki sé hægt að nota fólk með þessum hætti.“ Dr. Kári Stefánsson forstjóri, íslenskrar erfðagr einingar Ný tækni fremur en vísindaafrek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.