Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 35 ■4- Einar Malm- ' quist Einarsson, Malli, var fæddur á Kirkjubóli við Fá- skrúðsfjörð 19. ág- úst, 1897. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 23. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Einars- son frá Djúpavogi og kona hans Guð- björg Sigurðardótt- ir frá Reyðarfirði. Einar var annar í röð þriggja systk- ina, elst var Björg Karlína, en yngstur var Friðrik, sem lést af berklum, þá nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Einnig átti hann fjögur fóstur- systkini, Láru Jónsdóttur, Kristínu Friðjónsdóttur, Hans Frits Christiansen og Björgvin Jóhannsson. Einar kvæntist 1929 Maríu Einarsdóttur, frá Akureyri, en hún var dóttir Einars Gunnars- sonar, kaupmanns og ræðis- manns á Akureyri, sem ættaður var frá Völlum í Þistilfirði, og konu hans Marenar Vigfúsdótt- ur, en hún var ættuð frá Vopna- firði. Einar og María eignuðust sex börn, en þau eru: 1) Guð- björg, Kópavogi, f. 4.5. 1930, starfsmaður Pósts og síma hf., gift Sveini Ólafssyni, starfs- Einar Malmquist, Malli, eins og við vinir hans kölluðum hann, er dáinn, vantaði innan við sex mánuði í hundrað árin. Við sem þekktum hann höfðum lengi hlakkað til þess að halda upp á 100 ára afmælið með honum 19. ágúst næsta sumar. Malli lauk prófi frá Verzlunar- skóla íslands 1919 en hélt skömmu síðar til Danmerkur og Þýzkalands þar sem hann dvaldist við nám og störf í Kaupmannahöfn og Leipzig um þriggja ára skeið. Oft minntist Malli þessa tímabils og var gaman að heyra hann segja frá þessari dvöl, sem hann greinilega naut í ríkum mæli. Þegar heim kom lá leiðin til Siglu- fjarðar þar sem Malli dvaldi meira og minna í fjöldamörg ár, fyrst sem beykir, en síðar sem útgerðarmaður og síldarsaltandi og á tímabili gerði hann út sjö báta. Á þessum árum átti hann tvö heimili, eitt á Akur- eyri en annað á Siglufirði. Seinna var Malli skrifstofustjóri hjá Neta- verkstæði Óla Konráðssonar á Akur- eyri en síðan starfaði hann í hartnær þrjátíu ár hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa, hf., eða þangað til hann hætti störfum, þá 84 ára. Samfara störfum sínum hjá ÚA vann hann einnig mikið hjá sláturhúsi KEA. - Malli var alla tíð við góða heilsu, enda duglegur að viðhalda henni með ýmiskonar líkamsæfingum og ferðalögum m.a. með hópi aldraðra á Akureyri þar sem hann var í góð- um vinahópi. íþróttaáhugi fylgdi Malla frá blautu barnsbeini. íþróttafélagið Þór er stofnað í foreldrahúsum hans og var fyrsti formaður þess bróðir Malla, Friðrik Einarsson, sem lést ungur, og einnig var Malli formaður Þórs í mörg ár. Hann lék knatt- spyrnu í liði Þórs á yngri árum og það lið vann m.a. silfurknöttinn fræga, sem piýðir félagsheimili Þórs. Malli fýlltist alltaf eldmóði þegar Þórsarar voru í eldlínunni eins og mamma hans Guðbjörg, sem fylgdist náið með þeim fram á sinn síðasta dag, en hún lést um 100 ára gömul og hefur verið nefnd móðir Þórs. Allt frá barnæsku var ég tíður gestur á heimili Malla og Maju móð- ursystur minnar á Strandgötu 45, sem alltaf var kallað „Steinhúsið" og það fór ekki fram hjá mér, hversu atorkumikill Malli var, því að þótt hann ynni alltaf langan vinnudag, ;ók hann samt mikinn þátt í heimilis- störfunum með Maju. Á vetrum lagði Pollinn oft á Akureyri og ég minnist manni Flugleiða. 2) Ása Maren, Atlanta í Bandarílqunum, f. 14.2. 1934, verzl- unarstjóri, gift John Stigaard, tryggingastarfs- manni. 3) Einar Friðrik, Ákureyri, f. 30.7. 1938, raf- virkjameistari, kvæntur Svandísi Stefánsdóttur, starfsmanni Pósts og síma hf. 4) Kalla Signý, Garðabæ, f. 6.6. 1943, forstöðu- sjúkraþjálfari Sjúkrahúss Reykjavíkur, gift Jóni Sigurðs- syni, byggingameistara. 5) Gunnar Guðlaugur, Akureyri, f. 22.6. 1947, járnsmíðameist- ari, kvæntur Onnu Soffíu Ás- geirsdóttur, skrifstofumanni. 6) Úlfar, Akureyri, f. 31.5. 1949, trésmíðameistari, kvænt- ur Árnýju Marinósdóttur, starfsmanni Útgerðarfélags Akureyringa hf. Auk barnanna sex ólu þau hjónin upp son Ásu, Gunnar Magnús Gunnars- son, Akureyri, f. 2.11., 1952, járnsmíðameistara, en hann er kvæntur Jónu Arnórsdóttur, sjúkraliða. Útför Einars fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun mánudaginn 3. mars, og hefst athöfnin klukkan 16. þess að þegar ég var nemandi í MA og kom í heimsókn í Steinhúsið var Malli gjarnan á skautum, þá um sextugt, og var alveg ótrúlegt að horfa á leikni þessa fullorðna manns. Góð tónlist og söngur hreif ætíð Malla og gjarnan greip hann í píanó- ið eða munnhörpuna og spilaði eitt- hvað í léttum dúr eftir eyranu. Ég veit að ég er ekki einn um það að hafa á góðri stund sungið með Malla: „Det var paa Frederiksbjerg, det var i maj“, en þegar Malli söng þetta, vissi maður að hann var í essinu sínu. Nú er Malli farinn. í minningunni er hann fullur af lífskrafti og létt- leika. Ég þakka honum samfylgdina og kveð hann með þakklæti í huga. Sveinn Gústavsson. Nú er komið að því að við þurfum að kveðja hann Malla afa. Þegar við gerum það bærast sterkar tilfínning- ar í bijósti okkar. Við vitum ekki hver þeirra er sterkust en þær hafa sótt á hug okkar undanfarna daga. Fyrst kom „sjokkið" og sorgin, síðan söknuðurinn, eftirsjáin og á eftir fylgdu allar þær tregafullu tilfínn- ingar sem nöfnum tjáir að nefna, hver ofan í aðra. Að lokum sáum við að við gátum ekki annað en glaðst yfír því að hann þurfti ekki að bíða lengur eftir hinu óumflýjan- lega, því sem allir kviðu fyrir en vissu að hlyti að gerast fyrr eða síð- ar. Hann vissi það líka sjálfur en sennilega var hann sá eini sem gat skilið að sá kvíði var ástæðulaus. Þó svo að þessar síðustu vikur hafí eflaust verið honum erfiðar, orð- inn bæði nánast blindur og heymar- laus, þá bar hann sig ótrúlega vel. Hann lumaði alltaf á nokkrum hressi- legum sögum og vísum og blístraði svo á eftir hjúkkunum þegar þær áttu leið framhjá, honum og öðrum til mikillar skemmtunar. Hann gladd- ist alltaf þegar við og/eða aðrir vinir og vandamenn hans komu í heimsókn og þá sérstaklega þegar lítil börn voru með í för. Þessi lífsgleði hans var augljóslega enginn leikaraskapur enda átti hún örugglega þátt í að hann lifði góðu lífí í næstum 100 ár! 100 ár ... þetta er svo langur tími að við bara skiljum það ekki. Þegar við fæddumst var hann að verða átt- ræður. Hann var gamall þegar við fæddumst, hann var gamall á meðan við slitum barnsskónum, hann var ennþá gamall á meðan við kreistum unglingabólur og þegar við vorum orðin „fullorðin" þá var hann ennþá bara gamall! Ekkert eldri, bara ennþá gamall. Við þekkjum hann bara sem gamlan mann og það gera náttúrlega flestir aðrir líka eðli málsins sam- kvæmt. Við vorum orðin svo vön að hafa gamla manninn óbreyttan að ósjálfrátt vorum við farin að gera ráð fyrir að hann yrði alltaf eins og þar af leiðandi alltaf hjá okkur. Svo bara allt í einu vaknar maður upp af vær- um blundi og þá er hann ekki lengur til staðar, rótunum hefur verið kippt undan ættartrénu og ekkert er eftir nema tómarúmið, því ekkert eða eng- inn getur komið í hans stað. Á öllum þessum 100 árum afrek- aði hann margt sem sennilega verður að teljast mikilvægara en bara það að lifa allan þennan tíma en við treystum okkur ekki til að fara að rekja það hér. Enda er ekki víst að okkur entist aldur í það þrekvirki. Þegar við förum að hugsa um allan þann tíma sem hann hefur lifað og allt það sem eflaust hefur á daga hans drifíð þá einfaldlega stöndum við á gati. Atburði sem hann upplifði og tók jafnvel þátt í lærðum við um í Islands- og/eða mannkynssögutím- um í skólanum. Til dæmis var hann unglingur þegar heimsstyijöldin fyrri stóð yfir og upplifði hana m.a. þann- ig að föður hans og föðurbróður gekk illa að ljúka við smíði hússins við Strandgötu 45 vegna vöruskorts. Þetta er eitthvað sem við könnumst við úr sögubókunum sem einangrun íslands vegna heimsstyijaldarinnar fýrri. Við þurftum engan sögu-atlas eða álíka uppflettirit, því við höfðum afa gamla, gangandi alfræðiorðabók sem hafði upplifað öld styijalda, tæknivæðingar og framfara. Þegar ég (Frosti) skrifaði eitt sinn ritgerð um Hitler þurfti ég ekki annað en að spyija afa og hann mundi alveg eftir þeim „unga manni“ og þuldi síðan upp nánast heilu kaflana úr mannkynssögubókinni. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar og á það ekki síður við um unglingapartíin á Lind- arflötinni. Við þekkjum ekki marga afa sem eru svona miklir „stuðbolt- ar“ og jafnvinsælir í partíum! Það var alltaf gaman þegar afi rölti fram til að kíkja á stuðið. Þeir sem þekktu hann ruku til, fögnuðu honum ák- aft og buðu sæti, á meðan hinir sem ekki höfðu hitt hann áður sátu t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur minnar, stjúpdóttur, systur, unnustu, sonar- og dótturdóttur, EYRÚNAR BJARGAR GUÐFINNSDÓTTUR, Traðarstíg 2, Bolungarvik, Krókahrauni 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Hugrúnu Ríkharðsdóttur, lækni, sr. Sigfinni Þorleifssyni og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir einstaka umhyggju og umönnun. Guðfinnur G. Þórðarson, Elísabet S. Þórðarson, Andrés Pétur Guðfinnsson, ívar Bergþór Guðfinnsson, Þórður Gísli Guðfinnsson, Tómas Halldórsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir. EINAR MALMQUIST EINARSSON álengdar og horfðu á þennan gamla mann með undrun. Ekki minnkaði síðan undrunin þegar afi heimtaði staup og að sjálfsögðu eitthvað í það. Brá þá svo við að allir sem vettiingi gátu valdið, já, eða flösku lyft, ef út í það er farið, spruttu á fætur til að gefa gamla manninum sjúss, sem hann síðan hvolfdi í sig og sagði: „Ahhhhhh!!!“ (Borið fram að hætti afa Malla.) Síðan var staupið náttúrlega rétt fram að nýju enda ófært að halda á tómu glasi. Þá voru allir orðnir forfallnir • aðdáendur. Þegar hylli ungmenn- anna hafði verið náð settist hann stundum við píanóið, tók eitt eða tvö lög, bauð svo góða nótt og fór aftur í rúmið, glaður í bragði. Þá fannst öllum hann alveg stórkost- legur. Margir dáðust að því hversu dug- legur afí var að taka lýsi og vorum við þar engin undantekning. Það var hins vegar ekki fyrr en við vorum orðin þó nokkuð stálpuð að við áttuð- um okkur á að afí átti tvær lýsis- flöskur. Eina með lýsi og hina með hressandi vökva af öðrum toga. Fyrir skemmstu flutti ég (Mjöll) heim frá Kaupmannahöfn þar sem ég bjó í tvö ár ásamt unnusta mín- um, Ríkarði Hjálmarssyni. Það, að við skyldum hafa valið þá borg fannst honum afa alveg stórkostlegt enda hafði hann sjálfur dvalið þar í nokk- um tíma í kringum 1920!! Þegar hann hélt upp á 99 ára afmælið sitt síðastliðið sumar talaði hann mikið um það að nú þyrfti hann að fara að drífa sig í heimsókn til okkar. Ekki minnkaði æsingurinn í honum þegar ég sagði að Rikki (sem afi kallaði sinn einkaþjón) væri orðinn yfirþjónn á Restaurant Furusobad. Ég bjóst nú ekki við að þetta nafn myndi segja honum mikið en um leið og ég sleppti orðinu þá ruku upp úr honum heilu kvæðabálkamir um „den dejlige, dejlige Furuso". Þangað ætl- aði hann sko að koma aftur. Hann komst bara ekki með mér strax því að ég var að fara út aftur næsta dag og hann gat nú ekki farið að yfír- gefa allt fólkið sem var þarna hjá honum að fagna afmælinu. Það var því úr ráðið að hann kæmi bara seinna!! Svona var afí. Við bjuggumst nú ekkert við því að hann myndi dag einn birtast á tröppunum hjá okkur í „Köben“ en það hvað hann talaði mikið um að koma þótti okkur óskap- lega vænt um. Þegar við sitjum hérna fyrir fram- an tölvuskjáinn og hugsum um allar sögurnar sem afí hefur sagt okkur frá uppvaxtaráram sínum (jaka- hlaupi á pollinum, sundi í Glerá, sjáv- arháska um borð í Sterling, kríuveið- ar o.s.frv. o.s.frv.) getum við ekki annað en brosað. Við getum heldur ekki annað en brosað þegar við hugs- um til æskuára okkar þegar við bið- um úti á flugvelli með öndina í háls- inum eftir að afi kæmi frá Akureyri til að búa hjá okkur í nokkrar vik- ur. Hann vildi allt fyrir okkur gera og notaði hvert tækifæri sem gafst til að lauma að okkur sælgæti þegar mamma sá ekki til. Að öllum öðrum öfum ólöstuðum er varla hægt að hugsa sér betri afa en einmitt hann Malla. Þess vegna getum við ekki annað en hryggst þegar við kveðjum hann en af sömu ástæðu getum við ekki annað en verið þakklát fyrir að hafa átt hann að í öl! þessi ár og að hann hafi fengið að fara áður en hann glataði sínum sterkustu ein- kennum: Gleðinni, kærleikanum og reisninni. Mjöll og Frosti. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÁLFGEIRSSON, Strandaseli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 4. mars nk. kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Landssamband hjartasjúklinga. Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Benedikt Gislason, Guðrtður Gestsdóttir, Álfgeir Gíslason, Ragnar Gislason, Valgerður T orf adóttir, Sigfinnur Steinar Gíslason, Alda Búadóttir, Ásdfs Gísladóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi, ÓALFUR HERSIR PÁLSSON flugvélstjóri, lést á heimili sínu í Los Altos, Kaliforníu, miðvikudaginn 26. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Dóra Hjartar, Magnús Ólafsson, Sigriður Ólafsdóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Pálmi Guðmundsson, Ólafur Páll Ólafsson, Gunnar Þór Eysteinsson, Heather Thordarsson, Leifur Egill Eysteinsson, Erla Hlín, Tinna, Sigurbergur og Ólöf Sunna. + Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, ÞÓRÐUR ELLERT GUÐBRANDSSON fyrrum verkstjóri hjá Olíuverslun íslands, áðurtil heimilis f Sporðagrunni 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. mars kl. 13.30. Magnea Katrfn Þórðardóttir, Bragi Ásbjörnsson, Haraldur G. Þórðarson, Ragna Pálsdóttir, Lína Guðlaug Þórðardóttir, Kjartan Guðjónsson, Guðbrandur K. Þórðarson, Guðmundur J. Þórðarson, Halldóra Sigurðardóttir, Katrín Þórðardóttir Wallace, Robert Wallace og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.