Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 13 ERLENT Fijálslyndir menn, sem eru fylgj- andi áherslum Hus Yaobangs, fyrr- verandi forsætisráðherran, vilja fara hraðar í umbætur og láta sig litlu varða hvort verðbólga fari á skrið eða af geti hlotist samfélags- legur órói. Áherslumunurinn getur verið meiri en bilið sem var á milli Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Neils Kinnocks, fyrirverandi leið- toga breska Verkamannaflokksins. Nærtækara væri að líkja þessum áherslumun við pólitíska umræðu í Suður-Kóreu og Singapore í kring- um 1965. Svipuð áhersla er lögð á að sýna samstöðu í utanríkismálum og í efnahagsmálum. Deng vildi á sínum tíma einblína á aðgerðir í efnahags- málum og nýtingu auðlinda lands- ins. Þess vegna var hann ákveðinn í að tryggja vinsamleg samskipti við Japan, Bandaríkin, Rússland, andkommúnísk ríki í Suðaustur- Asíu, Suður-Kóreu, Taiwan, Víet- nam og Indland. Hann stöðvaði jafnframt allan stuðning við hug- myndafræðihópa kommúnista og uppreisnarmenn víða um heim. Hann skar talsvert niður af hlut- falli því er herinn fékk af þjóðar- framleiðslu, úr 10% í kringum 1979, niður í 3% á seinustu árum. Þetta er talsverður niðurskurður og nú má sjá herinn söðla um og stunda viðskipti víða um Kína. Hvort þetta geti leitt til togstreitu og valda- tafls, veit enginn. Hins vegar er ljóst að þegar varnir landsins veikj- ast vegna viðskipta hermanna, her- foringja og annarra innan hersins, þá má ætla að það geti veikt vald- hafa sem verða að treysta á herinn til að halda stöðugleika í þjóðfélag- inu. Erfitt er að segja hvað þetta mun hafa í för með sér þegar kem- ur að því að frelsið í landinu fari að aukast. Mikilvægi Hong Kong Stefnt er að því að Hong Kong fái ákveðin forréttindi í Kína þegar Kínveijar taka við yfirráðum í borg- inni í sumar. Þrátt fyrir rótgróið hatur á nýlendustefnu og nýlendu- herrum, hefur Kína, allt frá stofnun Alþýðulýðveldis árið 1949, viðhald- ið og verndað hlutleysi Hong Kong og haldið opnum stofnunum sem hafa átt samskipti við þessa ný- lendu Breta. Allt frá árinu 1949 hefur Kína getað náð stjórn á nýlendunni með því einu að skrúfa fyrir vatnið og bíða í nokkra daga. Þetta gerðu Kínveijar ekki því að efnahagsstór- veldi eins og Hong Kong gæti síðar reynst mikilvægt. Það er stórt skref frá stjórnarháttum Mao formanns til markaðsbúskaparins sem hefur blómstrað í Hong Kong. En Hong Kong verður fremur fyrirmynd framtíðarinnar í Kína en boðskapur Maos og sýnir það mikilvægi Hong Kong. Hefur þetta einnig orðið til að fá leiðtoga landsins til að íhuga hvers vegna þessi nýlenda nýtur svo mikillar hylli og velgengni. Nú huga þeir að því hvernig hún gæti komið þeim að gagni í framtíðinni. Undir- rót helstu deilumála Kínveija við Breta er hræðsla hinna fyrrnefndu við að bresk stjórnvöld muni leitast við að gera breytingar í því skyni að grafa undan efnahagsmætti landsvæðisins áður en þau hverfa á braut eða síðar. Það eru Bretar sem missa nú spón úr aski sínum, ekki Kínveijar. Þeir síðarnefndu vilja síst veikja Hong Kong. Stefna Pekingstjórnarinnar gagnvart Hong Kong er að viðhalda sama kerfi og þeim stöðugleika er þar ríkir. Sem dæmi um þetta má nefna að í löggjöfinni, sem Kínveij- ar hafa ritað fyrir Hong Kong, stendur skrifað í fyrstu grein að þar verði sósíalismi bannaður. Það að viðhalda Hong Kong eins og nú er, af efnahagsástæðum, er jafn mikilvægt og að fullveldi Kín- veija sé viðurkennt þar þegar ný- lendan kemst í þeirra hendur á þessu ári. Vegna framsals Kínveija á nýlendunni til breskra eiturlyfja- sala í ópíumstríðinu fyrir um einni og hálfri öld, sem var ein mesta niðurlæging Kínveija fyrr og síðar, mun enginn leiðtogi framar leyfa Bretum að ríkja yfir svo miklu sem fermetra af Kína, eins og breski landstjórinn Chri- stopher Patten ætlaði sér að reyna. Þegar Kína fær fullveldi yfir þessari nýlendu munu íbúar Hong Kong finna til hræðslu en einnig ákafa. Hagvöxtur fer vaxandi og verðbólga minnk- andi. Landflótti frá Hong Kong hefur minnkað úr 60 þúsundum manns á ári niður í 48 þúsund sam- hliða því að inn- flytjendum hefur flölgað _ margfalt meira. í nóvember 1996 komst traust á viðskiptum í Hong Kong á mun hærra stig en þekkst hefur. Uppbygging er gríðarleg í næsta nágrenni en verð- bréfamarkaðurinn þar hefur þó ver- ið með þeim undarlegri í heiminum. Bæði Kína og Bretland hafa brugð- ist við með aðgerðum sem miða að bættri efnahagsstjórn. Markmiðið er að þróa svokallað asískt valdakerfi er miðar að um- boðsvaldi frá yfirvöldum í Peking. Allir núverandi leiðtogar Kína eru þeirrar hyggju að þjóðin þarfnist einsflokkskerfis. Þeir trúa þessu og telja að það sé þeim einum fært að leiða þjóðina á tímum sársauka- fullra umbóta, ekki síst þar sem þær munu einkum hafa áhrif á rík- isfyrirtæki sem hafa yfir að ráða gríðarlegum auðlindum og veita mörg hundruð milljónum manna atvinnu og þeirra eina lífsviður- væri. Einnig hér greinir þá á um mikilvæg atriði. Sumir aðhyllast enn kenningar marxista, þrátt fyrir að flestir leiðtogar undir 50 ára aldri afneiti marxisma í þeirri trú að þeir ættu fremur að fylgja hug- myndum Kóreumannsins Parks um þróun á asísku valdakerfi. Rétt eins og í Taiwan og Suður-Kóreu telja þeir að draga eigi stórlega úr mið- stýringu. Leiðtogarnir vilja nú að fjölmiðlar geri grein fyrir stöðu mála, fremur en að flokkurinn gefi línuna. Frelsi einstaklinga til að flytja mál sitt og framfylgja skoðunum sínum er í raun ríkjandi, svo fremi sem það miðar ekki að því að kollsteypa leið- togum ríkisins. Fólk hefur meira frelsi en áður til að skipta um störf og ferðast. Borgararnir geta leitað réttar síns gagnvart ríkinu hjá dóm- stólum. Meirihluti getur nú þegar kosið opinbera embættismenn á sínu svæði með því að nýta sér kosningarétt sinn. Þrátt fyrir að einsflokkskerfi muni ríkja er ljóst að þetta eru mannréttindi sem verða ekki aftur tekin. Hvert stefnir? Frá því að seinni heimstyijöldinni lauk hafa flestir Kínveijar sam- þykkt, rétt eins og Suður-Kóreubúar og Taiwanar gerðu þar til um miðj- an 8. áratuginn, að efnahagsmálin hafí forgang og pólitískar umbætur eigi að vera hægfara. Ef leiðtogar Kína halda áfram að bæta lífsviður- væri landsmanna er líklegt að sam- hljómur innan þeirra raða muni hald- ast þar til næsta kynslóð eða sú fímmta kemur til skjalanna. Nú þeg- ar flestir hafa þak yfir höfuðið, eiga til hnífs og skeiðar og geta tryggt bömum sínum örugga framtíð er líklegt að þessir leiðtogar eigi eftir að halda velli fram á næstu öld. Það er ekki fyrr en þá sem búast má við að fetað verði í fótspor Suður- Kóreumanna og Taiwana og upp blossi krafan um stórtækar breyt- ingar á sviði stjórnmála í Kína. Höfundur er með BA-gráðu í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Islands. Hann hefur sérhæft sig ímálefnum Austur- Asíu og stundaði nám við Pekingháskóla síðastliðið haust. KÍNVERSKI herinn lætur til skarar skríða gegn námsmanni í Peking árið 1989. Nú hef- ur herinn veikst mjög og er talið að hann hafi ekki styrk til að tryggja stjórnvöld í sessi eins og gert var fyrir tæpum átta árum. Fjarlægur draumur ?... Kannski ekki! Mercedes-Benz C - lína. Verð kr. 2.995.000 Búnaður: ► ABS hemlar ► Loftpúðar við bæði framsæti ► Hlífðarpanna undir vél og gírkassa ► Fjarstýrð samlæsing og þjófavörn ► Höfuðpúðar á aftursæti ► Hljómflutningstæki / 8 hátaiarar ► Litað gier ► Rafstýrðir, hitaðir útispeglar ► Hæðarstilling á ökuljósum ► Mælir íýrir útihita o.m.tl. Fjölbreyttur valbúnaður fáanlegur, m.a: 5 þrepa sjálfskipting með hraðastilli (cruise control) Ymsir greiðslumöguleikar, bílalán eða kaupleiga. Hafið samband við sölumenn okkar sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Við erum líka á veraldarvefhum: www.hugmot.is/benz Mercedes-Benz RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, SÍMI 561 9550 OKEYPIS FYRIR BÖRNIN l PAKKI GISTING ITVEGGJA MANNA HERBERGII 3 NÆTUR, MORGUNVERÐUR INNIFALINN 5.980.- HVER FULLORÐINN 2 PAKjá-H GISTING I TVEGGJA MANNA HERBERGl I 4 NÆTUR. MORGUNVERÐUR INNIFALINN 6.980.- HVER FULLORÐINN I o PAKm~S GISTING I TVEGGJA MANNA HERBERGI í 5 NÆTUR, MORGUNVERÐUR INNIFALINN 7.980,- HVER FULLORÐINN MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GIST SÉ í TVEGGJA MANNA HERBERGJUM OG BÖRNIN GISTI f HERBERGI FORELDRA SINNA. HÁMARK 2 BÖRN í HERBERGI MEÐ FORELDRUM. ALDUR BARNA 0-15 ÁRA. PASKAEGG FYLGJA FYRIR BÖRNIN ATH: TAKMARKAÐUR HERBERGJAFJÖLDl GlLDIR FRÁ 26. MARS TIL 31. MARS HÓTEL KEA HAFNARSTRÆT! 87-S9 AKUREYRI SfMI 462 2200 FAX 461 2285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.