Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 29 . STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LIFEYRISSJOÐIR OG ATVINNULÍF Kaup Lífeyrissjóðs verzlun- armanna á tæplega 7% hlut Norðurtangans á Isafirði í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hf. undirstrika það vax- andi hlutverk, sem lífeyris- sjóðirnir gegna í atvinnulífi landsmanna. Sölumiðstöðin sjálf og einstakir hluthafar eiga að vísu forkaupsrétt að þessum hlut þannig að ekki liggur enn ljóst fyrir, hvort kaupin ganga eftir. í Morgunblaðinu í gær kom fram hjá Þorgeiri Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna, að sjóðurinn á nú hlutabréf í fyr- irtækjum, sem eru að mark- aðsvirði um 2,9 milljarðar króna. Þau fyrirtæki eru ekki mörg á íslandi, sem hafa yfir að ráða fjármunum til þess að leggja í slík stórkaup, sem hér um ræðir. Raunar hefur það legið ljóst fyrir í mörg ár, að það væri aðeins spurning um tíma, hvenær lífeyrissjóðir kæmu af fullum krafti inn í fjármögnun atvinnulífsins. Nú er það augljóslega að gerast. Þátttaka lífeyrissjóða í at- vinnulífinu með þessum hætti er bæði jákvæð og eðlileg. Þeir verða auðvitað að gæta varkárni í ráðstöfun fjármuna sjóðfélaga í áhættufyrirtæki og gera það enda eru heildar- eignir Lífeyrissjóðs verzlunar- manna um 45 milljarðar króna, þannig að hlutabréfa- eignin er einungis lítill hluti af þeim eignum. Hingað til hafa lífeyrissjóð- ir að langmestu leyti látið nægja að fjárfesta í fyrirtækj- um en lítil afskipti haft af daglegum rekstri þeirra eða stjórnun, þótt þeir eigi full- trúa í stjórnum einhverra fyr- irtækja. Ekki er ólíklegt að töluverðar umræður eigi eftir að verða næstu árin um hlut- verk lífeyrissjóðanna í þessum efnum. Eiga fulltrúar þeirra að taka virkan þátt í stjórnum þeirra fyrirtækja, sem lífeyr- issjóðirnir eiga hlutabréf í eða eiga þeir að vera eins konar óvirkir hluthafar? Slíkar um- ræður hafa farið fram í öðrum löndum seinni árin m.a. í Bandaríkjunum, þar sem líf- eyrissjóðirnir láta að sér kveða í auknum mæli. Um leið og lífeyrissjóðirnir hér mörkuðu þá stefnu að hafa meiri afskipti af rekstri fyrirtækja, sem þeir eiga hlut í, en þeir hafa gert fram til þessa, má hins vegar búast við að töluverðar umræður yrðu um skipan stjórna lífeyr- issjóðanna, sem nú eru til- nefndar af samtökum at- vinnurekstrarins og launþega í viðkomandi greinum. Búast má við að kröfur komi fram um að eigendur sjóðanna, þ.e. launþegar komi með beinum hætti að því að velja fulltrúa í stjórn sjóðanna. En hvað sem því líður er þátttaka lífeyrissjóðanna í at- vinnulífinu með hlutabréfa- kaupum eins og þeim, sem hér hafa verið gerð að umtals- efni, afar mikilvæg. Á þessum áratug hafa orðið miklar sviptingar í verði hlutabréfa. Eftir verðhækkun fyrstu árin eftir að hlutabréfa- markaðurinn þróaðist að ráði varð umtalsverð lækkun á verði hlutabréfa, sem stóð í nokkur misseri. Á síðustu tveimur árum hefur verð hlutabréfa hins vegar hækkað mikið. Lífeyrissjóðirnir hafa fylgzt með þessum breyting- um og séð, hvernig hluta- bréfamarkaðurinn virkar. Þeir hafa því betri hugmynd um að hveiju þeir ganga en áður. Lífeyrissjóðirnir hafa hingað til farið sér hægt en nú má búast við að þeim aukist kjarkur. OG ENN SEGIR Arthur Miller um Deigluna: „í fyrsta þætti leik- ritsins fjalla ég um ýmis vandamál okkar tíma, og lýsir eftirfar- andi kafli t.d. vel skoðunum mínum á vandamálum sem við nú verðum að horfast í augu við: - „Okkur veitist örðugt að trúa á það sem e.t.v. mætti nefna pólitískan áhrifa- mátt djöfulsins. Þessi vantrú okkar stafar fyrst og fremst af þvi, að andstæðingar okkar eru ekki einir um að vekja upp djöfulinn og af- neita honum, heldur gera ýmsir af liðsmönnum okkar slfkt hið sama. Það er alkunna, hvemig kaþólska kirkjan notaði rannsóknarréttinn til að gera djöfulinn að erkióvini, en andstæðingar kirkjunnar beittu engu síður kölska til að ná tökum á hugum manna. Lúther sjálfur var sakaður um samneyti við djöfulinn, en sjálfur bar hann sömu villu á andstæðinga sína. Ekki bætti það úr skák, að Lúther þóttist hafa náð fundum kölska og rökrætt um guð- fræði við hann. Slíkt þemur mér reyndar ekki á óvart. Á háskólaá- rum mínum hafði kennari minn í sögu (sem var Lútherstrúarmaður) þann sið að stefna saman stúdent- um, draga tjöld fyrir glugga og reyna að ná sambandi við sjálfan Erasmus! Ekki vissi ég til þess, að hann hlyti opinberlega ákúrur fyrir þetta framferði sitt, enda eru stjórnendur háskólans eins og flest- ir aðrir, í hópi þeira sem aldir hafa verið upp í trú á djöfulinn. Á vorum dögum eru Englendingar eina þjóð- in, sem hefur forðazt þá freistingu nútímamannsins að dýrka djöful- inn. í löndum kommúnismans er hvers konar andspyma talin eiga rót sína að rekja til hinna djöfullegu auðvaldsafla og í Ameríku eiga all- ir aðrir en afturhaldsmenn á hættu að vera sakaðir um að eiga sam- neyti við hið rauða víti. Af þessu HELGI spjall fær hvers konar póli- tísk andspyma djöful- legan grimmdarsvip, sem réttlætir, að allar hefðbundnar venjur um samskipti sið- menntaðra manna séu numdar úr gildi. Stjómarstefna er þannig lögð til jafns við siðferði- legan rétt og öll andspyrna talin af hinu vonda. Þegar tekizt hefur að koma á slíkri jafngildingu valds og siðferðilegs réttar, verða í þjóðfélaginu samsæri og gagnsam- særi og ríkisstjómir líta þá ekki lengur á sig sem gjörðardómara, heldur einskonar svipu guðs. ... Þetta fínnst áhangendum McCartys hér í Bandaríkjunum ekki nógu góð latína, og sannast sagna hata þeir mig áreiðanlega eins og pestina. Þeir vita, að ef fólkið skyldi þennan boðskap, ef almenningur væri eins vel á verði og nauðsyn krefur, væri hér enginn McCarty- ismi. Áftur á móti erum við nú á hættulegum vegamótum, því hegð- un kommúnista hefur orsakað mikla hræðslu almennings og þessa hræðslu reyna sumir að nota sér: með því að ala á henni geta þeir blindað menn, svo þeir sjá ekkert nema kommúnistana, en taka ekki eftir því, að þeir sogast sjálfir með annarri öfgastefnu. Á þennan hátt m.a. hefur McCarty-isminn orðið til. - Þó að hann eigi nokkur ítök hér í Bandaríkjunum nú, tel ég ólík- legt annað en hin fijálslyndu öfl beri sigur úr býtum að lokum. En framundan eru erfíðir tímar og nauðsynlegt að vera vel á verði. ... Margir álita, að McCartys-ism- inn sé á undanhaldi hér í Bandaríkj- unum. Það er einnig mín skoðun, en þó er langt frá því að búið sé að uppræta hann. Eina von hans er, að möguleikar séu á stríði. Ef kalda stríðinu linnir, er úti um McCarty-ismann, því að þá minnkar kommúnistahræðslan, en hún er næring hans og lífgjafi, eins og ég Arthur Miller sagði áðan.... Honum er ekki eins illa við neitt og friður haldist við kommúnista. Þess vegena hefur McCarty reynt að varpa sumum ágætustu sonum Bandaríkjanna út í yztu myrkur, fyrir þá sök eina, að þeir hafa reynt að hlú að þessum friði. Við munum eftir árásinni á Marshall, fyrrverandi utanríkisráð- herra, í sumar. McCarty reyndi að stimpla hann föðurlandssvikara. Hann og hans líkar eru ímynd djöf- ulsins í augum McCartys og ann- arra þeirra, sem nú reyna að kynda galdrabálin hér í Bandaríkjunum. ... Hann reynir að finna einhvern veikan blett á fórnardýrum sínum, og vitanlega er slíkt ofur auðvelt, því að enginn maður er gallalaus. Síðan dregur hann þennan ákveðna galla fram og básúnar hann út, svo að þeir sem ekkert þekkja til, álíta að fórnardýrið sé hin mesta ófreskja. Hitt forðast hann eins og eldinn að draga fram heildarmynd af manninum, kosti og galla, því þá veit hann, að málið fer að vand- ast.“ Skyldum við ekki þekkja þessa aðferð(!) M. Minnkandi samkeppni á sjón- varpsmarkaðnum hefur að vonum ver- ið mjög til umræðu að undanfömu eftir kaup Stöðvar 2 á Stöð 3. En jafnframt hefur margt í þróun viðskipta- og atvinnu- lífs á undanförnum árum og raunar síð- asta aldarfjórðung vakið upp spurningar um í hve ríkum mæli væri hægt að tryggja þá samkeppni hér, sem flestir eru sam- mála um að er neytendum til mestra hags- bóta. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru tvö íslenzk flugfélög sameinuð í eitt. Þá höfðu Flugfélag íslands hf. og Loftleiðir hf. keppt sín í milli um hylli íslendinga og útlendinga í aldarfjórðung, þótt starf- semi Loftleiða hafí að vísu að verulegu leyti byggzt á flugi með útlendinga yfír Atlantshafíð. Markaðurinn hér heima fyrir átti erfítt með að sætta sig við eitt flugfélag og smátt og smátt varð til annað flugfélag, Arnarflug hf., sem hóf áætlunarflug á milli landa í samkeppni við Flugleiðir. Rekstur Amarflugs endaði í gjaldþroti og sú skoðun varð nokkuð almenn, að forráða- menn Flugleiða hefðu haft rétt fyrir sér, þegar þeir héldu því fram, að markaðurinn á Islandi væri svo lítill, að hann gæti ekki staðið undir nema einu innlendu áætlunar- flugfélagi. En jafnframt var spurt, hvernig hægt væri að tryggja að þetta eina áætlun- arflugfélag nýtti sér ekki aðstöðu sína á kostnað neytenda. Svar forráðamanna Flugleiða við þeirri spurningu var að sam- keppnin, sem tryggði hag neytenda kæmi frá erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað yfir sumarmánuðina. En jafnframt má auðvitað segja, að leiguflug á vegum íslenzkra ferðaskrif- stofa og þá m.a. með vélum íslenzka flug- félagsins Atlanta hafi tryggt ákveðið að- hald. Þetta flugfélag, sem er í eigu Arn- gríms Jóhannssonar, flugstjóra og konu hans, hefur náð að blómstra og byggja upp ótrúlega umfangsmikla starfsemi með leiguflugi erlendis. I ferðaþjónustu hefur komið fram gagn- rýni á umsvif Flugleiða, sem hafa keypt ferðaskrifstofur, sem áður voru í einkaeign pg m.a. með kaupum á Ferðaskrifstofu íslands hf. náð umtalsverðri fótfestu í hótelrekstri á landsbyggðinni. Önnur fyrir- tæki í ferðaþjónustu telja, að samkeppnis- staða þeirra sé mjög erífið af þessum sök- um. Fyrir rúmum áratug voru starfandi hér þijú íslenzk skipafélög, sem héldu uppi flutningum milli Islands og annarra landa, þ.e. Eimskip, Hafskip og skipadeild Sam- bandsins. Ekki þarf að tíunda lokin á rekstri Hafskips en nú eru rekin hér tvö innlend skipafélög, Eimskip og Samskip. Ekki virðist hafa skort á samkeppni þeirra í milli vegna þess, að á fimmtudag var upplýst, að hagnaður af rekstri Eimskipa- félagsins á sl. ári væri minni en vonir hefðu staðið til, m.a. vegna harðrar sam- keppni þessara tveggja skipafélaga. En sennilega er það rétt mat, að tæpast sé rekstrargrundvöllur fyrir fleiri skipafélög en þessi tvö í áætlunarsiglingum á milli landa, þótt hér séu rekin með myndarbrag önnur skipafélög í annars konar flutning- um. Og skipafélögin tvö hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að einungis sé rekstrar- grundvöllur fyrir siglingum skipa annars þeirra, þ.e. Eimskips á siglingaleiðinni milli íslands og Bandaríkjanna. Á síðasta áratug voru starfandi hér sjö bankar auk fjölmargra sparisjóða. í ljós var komið, að flestir þessara banka voru of litlir til þess, að geta þjónað viðskipta- vinum sínum, sem leiddi til sameiningar fjögurra þeirra S íslandsbanka hf. Sam- keppnin minnkaði að sjálfsögðu en er eft- ir sem áður hörð á milli banka og spari- sjóða en þar að auki hafa komið til sögunn- ar verðbréfafyrirtæki og fjármögnunarfyr- irtæki og fjármálamarkaðurinn almennt hefur opnazt. í tryggingageiranum hefur fyrirtækjum einnig fækkað á allmörgum undanfömum árum. Sjóvátryggingafélag íslands hf. og Almennar tryggingar hf. sameinuðust í Sjóvá-Almennar hf. og Brunabótafélag íslands og Samvinnutryggingar sameinuð- ust í Vátryggingafélag Islands hf. Síðan hafa minni tryggingafélög gengið inn í þessar stærri samsteypur. Nú er erlend samkeppni komin til sögunnar, sem þegar hefur orðið til þess, að iðgjöld vegna bíla- trygginga hafa lækkað verulega. I smásöluverzlun á höfuðborgarsvæðinu hafa spurningar vaknað um markaðshlut- deild Hagkaups. Hins vegar hefur enginn getað sýnt fram á með frambærilegum rökum, að Hagkaup hafi nýtt þá markaðs- stöðu til þess að hækka matvöruverð og ekki fer á milli mála, að samkeppni er mjög hörð á milli þriggja til fjögurra fyrir- tækja á þessu sviði, sem sannanlega hefur lækkað matvælaverð í landinu á undan- fömum árum. Áþekk þróun hefur raunar orðið á fjöl- miðlamarkaðnum, þar sem öll dagblaðaút- gáfa er komin í hendur tveggja fyrirtækja og samkeppni á milli sjónvarpsstöðva er einungis tryggð vegna þess, að ríkið sjálft rekur sjónvarpsstöð. Það breytir hins veg- ar ekki því, að samkeppni um hylli auglýs- enda og áskrifenda er gífurlega hörð og enginn hefur haldið því fram með rökum, að tjáningarfrelsi fólks hafl verið skert á nokkurn hátt með þessari þróun. Olíufélögin þijú hafa lengi verið skot- spónn þeirra, sem telja að verulega skorti á samkeppni í íslenzku atvinnulífí. Framan af var ekki við þau að sakast vegna þess, að þeim var gert skylt að kaupa olíu og benzín frá Sovétríkjunum vegna annarra viðskiptahagsmuna íslendinga. Eftir að þeirri kvöð var létt af olíufélögunum jókst samkeppni þeirra í milli og íslendingar kynntust í fyrsta skipti mismunandi benz- ínverði. Vísbendingar um aukna sam- keppni jukust enn eftir að kanadíska olíu- fyrirtækið Irving Oil lýsti yfir þeirri fyrir- ætlan að hefja umsvif hér og í kjölfar þess kom Orkan til sögunnar, sem býður lægra benzín gegn sjálfsafgreiðslu. Hin hefðbundnu olíufélög hafa svo fylgt í kjöl- farið með mismunandi verði eftir því, hvert þjónustustigið er. Samkeppni - fákeppni REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 1. marz «*/ VIÐ FRIKIRKJUVEG Morgunblaðið/Rax ÞEGAR LITIÐ ER á þessa þróun er alveg ljóst, að það er engan veginn einhlítt að samein- ing fyrirtækja eða fækkun fyrirtækja í sömu grein hafí leitt til minnkandi sam- keppni. Hins vegar virðist samkeppnin oft beinast að öðrum þáttum en því verðlagi, sem neytandinn greiðir fyrir vöru eða þjón- ustu. Þó verður ekki betur séð en hörku- samkeppni sé í matvöruverzlun og skipa- flutningum. Þrátt fyrir harða samkeppni á milli tryggingafélaga um hylli viðskipta- vina leiddi hún ekki til umtalsverðrar lækk- unar iðgjalda fyrr en brezkt tryggingafé- lag kom inn á markaðinn með bílatrygg- ingar á lægra verði en hér hafði þekkzt. Með sama hætti er ljóst að samkeppni banka og sparisjóða hefur beinzt að öðrum þáttum en lægri útlánsvöxtum eða hærri innlánsvöxtum eða lægri þjónustugjöldum. Það er forvitnilegt umhugsunarefni, hvers vegna að því er virðist hörð sam- keppni á mörgum sviðum viðskiptalífsins beinist oftar en ekki að öðru en verðlagi. Eru íslenzkir neytendur eftir áratuga óða- verðbólgu enn ekki búnir að öðlast það verðskyn, sem neytendur í nálægum lönd- um hafa í ríkum mæli og tryggir m.a. sterkt aðhald með verðlagi þar? Eða er hugsanlegt að vegna þess hvað markaður- inn hér er þrátt fyrir allt lokaður komist fyrirtækin upp með að heyja samkeppni sín í milli á allt öðrum forsendum en ann- ars staðar tíðkast? Það liggur í augum uppi, að markaður- inn hér er mjög lítill og líklega komumst við ekki hjá því að horfast í augu við það, að vegna fámennis þjóðarinnar verður allt- af fákeppni á veigamiklum sviðum við- skiptalífsins. Þó má spyija, hvers vegna verðsamkeppni á sumum sviðum er harð- ari en annars staðar. Hvers vegna ríkti svo gífurlega hörð samkeppni á milli skipafélaganna á síðasta ári, að áhrif hennar sjást í reikningum Eimskipafé- lagsins en áþekk samkeppni hefur t.d. ekki ríkt í bankakerfinu? Hvers vegna hefur verðsamkeppni aug- ljóslega verið margfalt harðari í matvöru- verzlun en t.d. í benzínsölu? Hvers vegna er verðsamkeppni af hálfu erlendu flugfé- laganna, sem hingað fljúga ekki meiri en raun ber vitni? Ástæðumar fyrir þessu eru vafalaust margar og flóknar. Þannig er ekki ólík- legt að verðsamkeppni á milli skipafélag- anna verði minni á þessu ári en hinu síð- asta. Viðskiptavinir sjónvarpsstöðvanna nutu þess áreiðanlega í verði á síðasta ári, að Stöð 3 var að reyna að ná fót- festu. Líklegt má telja, að sjónvarpsnot- enda verði ekki freistað með mörgum hagstæðum tilboðum á þessu ári. Hins vegar gæti aukin samkeppni gosið upp á öðrum sviðum. Þessa stundina virð- ast t.d. olíufélögin ætla að keppa hart á matvörumarkaðnum. Og það verður fróð- legt að sjá, hvort erlend tryggingafélög bjóða aðrar tryggingar á þessu ári á mark- aðnum hér en bílatryggingar og líftrygg- ingar. Hvers konar aðhald? FRJALSRI samkeppni eru margvísleg tak- mörk sett vegna fámennis þjóðar- innar og að einhveiju leyti vegna legu landsins. Við komumst_ ekki hjá því að horfast í augu við það. Á mörgum sviðum viðskiptalífsins er markaðurinn einfaldlega ekki nægilega stór til þess að tryggja þá samkeppni, sem telja verður bæði æskilega og nauðsynlega. En um leið og við komumst ekki hjá að viðurkenna þessa staðreynd er hitt jafn ljóst, að það verður þá enn brýnna en áður að tryggja hag og stöðu neytenda, þegar slík fákeppni ríkir. Samkeppnis- stofnun er smátt og smátt að verða merki- leg stofnun, sem tileinkar sér nútímaleg vinnubrögð í þeim afskiptum, sem hún hefur af viðskiptalífínu. Þessi stofnun verð- ur tæpast sökuð um að hafa farið óvarlega á fyrstu starfsárum sínum. Þvert á móti hefur hún gætt fyllstu varkárni í meðferð mála en augljóst er, að vaxandi þungi er í starfi hennar. Samkeppnisstofnun getur átt ríkan þátt í að veita neytendum þá vemd í fákeppnis- þjóðfélagi, sem þeir þurfa á að halda. Það geta öflug Neytendasamtök líka. Neyt- endasamtökin hér hafa náð töluverðum árangri en þau þurfa að styrkjast umtals- vert frá því, sem nú er. Aðalatriðið er þó, að við gerum okkur grein fyrir því, að það er sennilega ósk- hyggja í svo fámennu samfélagi, að jafn víðtæk samkeppni geti þróazt á öllum svið- um viðskiptalífsins og þykir sjálfsagt í öðrum löndum. En þá verður líka að grípa til annarra ráðstafana, sem að einhveiju leyti koma í staðinn fyrir samkeppnina, þótt þær geti aldrei komið að öllu leyti í hennar stað. Jafnvel Adam Smith taldi nauðsynlegt að veita markaðnum ákveðið aðhald. I hinni frægu bók sinni „The Wealth of Nations" lýsir hann þeirri skoðun, að kaupsýslumað- urinn gæti fjárhagslegra hagsmuna sinna á kostnað almennings, með því að reyna að komast fram hjá samkeppni markaðar- ins og með því að reyna að hafa þau áhrif á stjómmálamenn að þeir komi upp varn- armúrum gegn fijálsri verzlun. Hann lýsir jafnframt hlutverki löggjafans á þá leið að það sé löggjafarvaldsins að hafa stjórn á kaupsýslumanninum í almanna þágu með því að þurrka út höft, sem þjóni sérhags- munum og með því að beina starfsemi kaupsýslumanna inn á markaðinn, þar sem samkeppnin ræður rílqum til þess að gæta hagsmuna neytandans. Adam Smith gagnrýndi einnig gífurleg- an hagnað þeirra fyrirtækja, sem nytu einokunaraðstöðu á þeirri forsendu að slík- ur hagnaður eyðilegði þá tilhneigingu til aðhalds, sem væri kaupsýslumönnum eig- inleg. Eðilegar ráðstafanir til þess að tryggja nauðsynlegt aðhald að fyrirtækjum, sem starfa við aðstæður fákeppni eru því í fullu samræmi við kenningar þessa fræg- asta talsmanns markaðsþjóðfélagsins, sem uppi hefur verið. „Það liggur í aug- um uppi, að mark- aðurinn hér er mjög lítill og lík- lega komumst við ekki hjá því að horfast í augu við það, að vegna fá- mennis þjóðarinn- ar verður alltaf fákeppni á veig- amiklum sviðum viðskiptalífsins. Þó má spyrja, hvers vegna verðsamkeppni á sumum sviðum er harðari en annars staðar.“ U-f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.