Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR RÚSSÍBANARNIR; Guðni Franzson, Einar Kristinn Einarsson, Kjartan Guðnason, Jón Steinþórsson og Daníel Þorsteinsson. Sömbur og síg- aunalög Rússíbanamir heitir ný hljómsveit sem leikur í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans á mánudagskvöld. ------------------?------ Liðsmenn sögðu Ama Matthíassyni að hljóm- sveitinni væri fyrst og fremst ætlað að skemmta þeim og öðmm. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarans heldur tónleika annað kvöld þar sem fluttir verða tangóar og ýmis- leg austur-evrópsk tónlist. Hljóm- sveitin sem leikur er óvenjuleg að því leyti að hún er skipuð tónlistarmönnum sem haslað hafa sér völl á ólíkum sviðum; ýmist í rokktónlist og rokkabillí eða hreinrækt- aðri klassík. Þeir kalla sig Rússíbanana. Rússíbanarnir eru ársgamlir og urðu til þegar Guðni Franzson klarinettleikari leit- aði til Einars Kristins Einarssonar gítarleik- ara til að leika á balli. Þeir smöluðu saman í hljómsveit og þegar upp var staðið lék á ballinu ný hljómsveit, skipuð auk þeirra Guðna og Einari Kjartani Guðnasyni trommuleikara, Jóni „Skugga" Steinþórs- syni bassaleikara og Daníel Þorsteinssyni harmonikkuleikara, en Kjartan Valdimars- son hefur verið íhlaupamaður eftir því sem þörf krafði og einnig hefur afleysingamaður stöku sinnum leikið á bassa. Þeir Rússíban- ar segja að nafnið hafi komið nokkuð snemma, og valið af kostgæfni, ekki síst til að undirstrika að tónlistin sé skemmti- tónlist, þó ekki teljist hún rokk, en einnig orðaleikur því töluvert hafi verið um rúss- neska tónlist á dagskrá fyrstu skiptin sem spilað var aukinheldur sem fyrstu æfingarn- ar voru í MÍR-salnum. Á tónleikunum í Leikhúskjallaranum á mánudagskvöld hyggjast Rússíbanar leika tangóa og balkanskagatónlist og segjast reyndar snemma hafa komist á þá braut að leika blöndu suður-amerískrar tónlistar og austur-evrópskrar. „Til að byrja með ægði öllu saman hjá okkur, sömb- um og sígauna- lögum, írskum polkum og klass- ískum smáverk- um, en með tím- anum hefur tón- listarstefnan mótast í átt að því sem við leikum á manudagskvöld, því sú tónlist hentar vel fyrir dansæfingar. Reyndar hreins- ast gólfið alltaf þegar við leikum sverðdansinn," segja þeir og kíma. Ekki höfum við þó leikið mikið af tangóum, en það verður gert sérstaklega á mánudagskvöldið og þá dansa tangó Hany Hadaya og Bryndís Halldórs- dóttir, aukinheld- ur sem Ingvar Sigurðsson syng- ur með okkur, en ekki er ákveðið hvað.“ Þeir Rússíban- ar segjast hafa mikið að gera í ýmsu öðru en spila með hljómsveitinni. Því sé erfitt að koma við æfingum og ballhaldi og fyrir vikið ekki mikið til af frumsömdum lögum. Eitt slíkt er þó á dagskránni og nokkur önnur fokheld, en meðal annars vegna þess að þeir vilja hafa félagsskapinn fijáls- legan vilja þeir ekki gera spilamennskuna að vinnu. „Þessari hljómsveit var aidrei ætlað að vera til Iengur en fram yfir eitt ball og segja má að við komum ekki sam- an nema eitthvert sérstakt tilefni sé til. Kannski væri rétt að taka þetta af meiri alvöru, æfa af kappi og vera duglegir við að spiia, en það er skemmtilegra að láta þetta bara gerast, hittast og spila til að skemmta okkur og skemmta áheyrendum í leiðinni.“ Einsöngvara- próf í Stuttgart AUÐUR Gunnarsdóttir sópransöngkona lauk framhaldsnámi við Tónlistarskólann í Stuttg- art 13. febrúar sl. Prófið var opinbert og söng hún fyrir fullum sal klukku- stundar langa blandað^ dagskrá. Auður hefur nú lokið námi frá þremur deildum skólans, ljóðadeild, óperu- deild og nú síðast einsöngv- aradeild. Kennarar hennar hafa verið próf. Louisa Bosabalian, France Simara og Carl Davis. Auður hefur á námstím- anum komið fram á ljölda ljóða- og óperutónleika m.a. með Philharmóníu- sveitinni í Stuttgart og í Reutlingen auk þess hefur hún sungið sex óperuhlutverk á sviði. Þann 10. mars n.k. gefst íslendingum færi á að hlýða á söng hennar í Hafnarborg við undirleik Carls Davis. Tónleikarnir heijast kl. 20.30. Aðeins ein sýning á einleikjum Völu Þórs VEGNA fjölda áskorana hefur Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum ákveðið að sýna Einleik Völu Þórsdóttur aðeins einu sinni enn, á kvennadag- inn, laugardaginn 8. mars. Einleikirnir eru „Eða þannig“ sem fjallar um fráskilda konu um þrítugt sem lætur sér ekki alit fyrir brjósti brenna og „Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl“ sem er tragíkómísk leiksaga um feita, subbu- lega konu og mjóan, snyrtileganmann. Vala hefur sýnt „Eða þannig" víða um land og erlendis en verkið var frumsýnt í Kaffileik- húsinu í apríl á síðasta ári. Leikstjóri verksins er Brynja Benediktsdóttir. Völu hefur verið boðið að sýna „Eða þannig" í Valiera í Lett- landi í ágúst á baltnesk/norrænni ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Women and men in dialogue". Þangað fer Vala ásamt Sigrúnu Sólu Óiafsdóttur sem sýnir einleik sinn „Ég var beðin að koma“ sem einnig var sýndur í Kaffileikhúsinu á síðasta ári. Sýningin á einleikjum Vöiu Þórs hefst kl. 21, 8. mars, og boðið er upp á kvöldverð fyr- ir sýningu. Auður Gunn- arsdóttir sópransöng- kona BETRI FERÐIRNAR seljasi upp hver af annarri Jafnvel þótt sætin verði uppseld í eftirsóttustu ferðir ársins - kynnum við nýja, glæsilega áætlun. BETRI FERÐIRNAR 1997 I W KJ / NÝJA ÁÆTLUIMIN KYNNT Á HÓTEL SÖGU, SUNNUDAGINN 16. MARS. kl. 14-16 Almenn ferðakynning og myndasýningar í sal A SÓLRISUHÁTÍÐ - Árshátíð Heimsklúbbsins í Súlnasal Hótels Sögu kl. 19.30 - 01.00 GLÆSILEG SKEMMTUN, SÆL- KERAVEISLA, VALIN SKEMMTIATRIÐI, DANS. Skemmtun þessi er öllum ferðavinum opin meðan húsrúm leyfir, en athugið að panta borð og aðgöngumiða tímanlega á Hótel Sögu, sími 552 9900. Ein besta skemmtun ársins, ódýr og ferðapunktar að auki. FERÐASKRIFSTOFAN H HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17.4. hæ> 101 Revkiavík. sími 562-0400. lax 562-6564 NEMENDUR óperudeildar Söngskólans. NEMENDUR óperudeildar Söngskólans í Reykjavík flytja óperettuna Leðurblökuna eftir Johann Strauss í Leikhúskjall- aranum þriðjudagskvöldið 4. mars. Húsið er opið frá kl. 20 en dagskráin hefst kl. 20.30. Nemendur óperudeildar hafa, undir stjórn Iwonu Jagla og Garðars Cortes undirbúið til flutnings um einnar og hálfrar klukkustundar langan útdrátt úr þessari vinsælu óperettu, en auk þess verða flutt innskots- atriði, m.a. úr Carmen og Ævin- týrum Hoffmans í „veislu Orlof- skys“. Textinn er í íslenskri þýðingu Jakobs Jóhannessonar Smára en hlutverkum óperett- unnar er skipt á nemendur óperudeildar. Óperettan Leðurblakan er ein þekktasta og vinsælasta ópe- retta allra tíma. Tónskáldið, „valsakóngurinn“ Johann Strauss (1825-1899), samdi Leðurblökuna veturinn 1873- Leðurblakan í Leikhúskjall- aranum 1874 og ber hana hæst í fjölda þekktra verka eftir hann, enda talin vinsælust af öllum Vínar- óperettunum. Sögusviðið er Vínarborg samtímans og at- burðarásin spannar einn sólar- hring í ljúfu lífi Vínarbúa. 24 nemendur í óperudeild koma fram á tónleikunum. I aðalhlutverkum eru Elma Atla- dóttir og Garðar Thór Cortes, sem fara með hlutverk Rosa- lindu og Gabriels von Eisen- stein, Elísabet Hermundardótt- ir er þjónustustúlka þeirra, Adele, og Lovísa Sigfúsdóttir Ida systir hennar, Stefán Helgi Stefánsson Alfredo, vonbiðill greifafrúarinnar, Peter John Buchan er Falke, Leðurblakan sjálf, Davíð Ólafsson er fangels- isstjórinn Frank, Soffía Stefáns- dóttir fýlupokinn prins Orlov- sky, og Þórhallur Barðason lög- fræðingurinn misheppnaði, Dr. Blind. Aðrir söngvarar eru Arndís Fannberg, Elísa Sigríður Vil- bergsdóttir, Ingibjörg Aldís Ól- afsdóttir, Jóna Fanney Svavars- dóttir, Rósalind Gísladóttir, Sig- rún Pálmadóttir, Sigurlaug Knudsen, Þórunn Elfa Stefáns- dóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Gunnar Kristmannsson, Helgi Hinriksson, Hjálmar P. Péturs- son, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Sigurður Haukur Guð- mundsson og Örvar Már Krist- insson. Óperettan er flutt í „konsert- formi“. Sögumaðurinn er Helga Kolbeinsdóttir, píanóleikari Iw- ona Jagla og stjórnandi Garðar Cortes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.