Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 32
"82 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR ’ INGIBERGSDÓTTIR + Ragnheiður Ingibergsdóttir var fædd á Melhól í Meðallandi 30. október 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ingi- bergur Þorsteins- son, bóndi á Melhól, og kona hans Guð- ríður Árnadóttir. Ragnheiður var næstyngst af stór- um systkinahópi sem öll eru látin nema Katrin sem býr á Droplaugar- stöðum. Ragnheið- ur giftist Stein- grrími Jónssyni og átti með honum þrjá syni. Þau slitu samvistir: Synirnir eru: 1) Ellert, var kvæntur Guðlaugu Steingrímsdóttur, þeirra börn eru Ragnheiður Hulda og Steingrímur. 2) MINNINGAR Árni, kvæntur Steinunni Sig- urðardóttur, þeirra börn eru Sigurður Ragnar, Auður, Árni Haukur og Hjördís. 3) Jón, kvæntur Kristínu Sigurðardótt- ur. Þeirra börn eru Bryndís, Steingrímur, Viðar og Sigurður Breiðfjörð. Barnabarnabörnin eru orðin 11. Útför Ragnheiðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánu- daginn 3. mars og hefst athöfn- in klukkan 15. Kveðja frá syni Á vetrarins fegursta degi svo friðsælt, bjart. og gott, þú fórst um Drottins vegi af jörðinni, héðan brott. Þú hélst til æðri heima sem leið oss, liggur í. Þar guð mun vel þig geyma við hittumst, þar á ný. Elsku mamma, ég þakka þér fyr- ir allt. Árni Steingrímsson. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd og bára kveður vögguljóð við fjarðarströnd. (Jón frá Ljárskógum) Tengdamóðir okkar hún Ragna er farin yfir móðuna miklu. Það er sárt að horfa á eftir henni, en hugs- um um það að hvíldinni var hún fegin. Fyrir rúmum 30 árum kynntumst við Rögnu. Við systurnar fórum að Komdu í heimsókn og gerðu verðsamanburð yrastar a Bemdorm og Majorca BENIDORM ■ MAJORCA ■BENIDORM Við samanburð á verðlistum ferðaskrifstofanna kemur í Ijós, að PLÚSFERÐIR bjóða ódýrustu sumarleyfisferðimar til BENIDORM og MAJORCA. Flug og gisting pr. mann Flug og gisting pr. mann Flugfargjald pr. mann 32.765.- 35.065.- 26.900.- Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu ( (búð á Trebol ( 2 vikur. 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Brottför: 13. ma(, 15 júl(. Ef 2 fullorðnir ferðast saman kr. 48.000.- pr mann. Bókað og staðfest fyrir 15. mars. Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu ( (búð á Pil Lari Playa (2 vikur. 2 fullorðnir og 2 böm 2-11 ára. BrollfÖr: 21.maí, 25. jún(, 2.júlí\ 10., 17. og 24. sept. Ef2 fullorðnir ferðast saman, kr. 46.500.-pr. mann. Bókað og staðfest fyrirl5. mars. Flugv.skattar innif. fyrir börn 2-11 ára. 18.910.- / Odýrtttgskemmtilegt: TIL DAMHERKUR Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Ath.: Bókað og staðfest fyrir 15. mars. BILLUND Flugfargjald pr. mann BILLUND Flug og bíll. pr. mann 20.025.- 27.075.- Flugv.skattar innif. Verðið miðast við 1 viku, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára ferðasl saman. Gildir ( brottf: 3. eða 17. júl(. Ef2 fullorðnir ferðast saman, kr. 23.110.-pr. mann. Bókað og staðfest fyrir 3. apríl. Flugv.skattar innif. Verðið miðast við b(l (A flokki (l viku. 2 fullorðnirog 2 börr 2-11 ára ferðast saman. Ef 2 fullorðnir ferðast saman, kr. 35.610.-pr. mann. Bókað og staðfest fyrir 3. apríl. 'W’tóV- Á VIRKUM DÖGUM kl.:9-18. Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 Á SUNNUDÖGUM kl.: 13-15 2800 farþegar hafa þegar bókað sér far með okkur. VtSA SJÓVÁ-ALMENNAR E Nýir umboðsmenn: FERÐIR Akranes: Auglýsingablaðið Pésinn Stillholti 18, sími 431 4222/431 2261. Grindavík: Flakkarinn Víkurbraut 27, sími: 426 8060 Sauðárkrókur: Skagfirðingabraut 21, sími 453 6262. Akureyri: Ráðhústorg 3, sími 462 5000. Vestmannaeyjar: Eyjabúð Slrandvegi 60, sími 481 1450 Faxafeni 5 108 ReykjavCk. SCmi: 568 2277 Fax: 568 2274 Selfo8s:Suðurgarður hf. Austurvegi 22, sími 482 1666. KeflamktHafnargötu 15, sími421 1353 vera með sonum hennar Árna og Jóni. Seinna áttum við báðar því láni að fagna að búa með henni um tíma. Hún var okkur alltaf góð tengdamóðir og við litum á hana sem okkar aðra móður og hún miðl- aði okkur af þekkingu sinni og reynslu. Þeir eru margir sunnudagarnir sem við minnumst þegar fjölskyld- urnar söfnuðust saman í Selásnum yfir kaffi, pönnukökum og kleinum. Þá var Ragna sífellt að pijóna peys- ur, sokka og vettlinga handa okkur eða sauma út heilu listaverkin því hannyrðakona var hún mikil. Börnin elskuðu ömmu sína og sóttust eftir að vera með henni á öllum hátíðum og allt vildi amma fyrir þau gera, það eru ekki fáar þulurnar sem hún fór með fyrir þau eða íþróttaleikirnir sem hún horfði á með þeim. Hún var mjög fróð kona o g fylgdist með til hinsta dags, erlendum fréttum jafnt sem inn- lendum og hafði unun af að miðla af þekkingu sinni til afkomenda sinna. Elsku Ragna, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, hvíl þú í friði og guð geymi þig. Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumnótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Steinunn og Kristín. Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur úr þessu lífi, og við sitjum eftir með mikinn söknuð í hjarta. Það er nú huggun harmi gegn, að á þínum nýja stað líður þér vel, og allar kvalir horfnar. Mjög sárt er að horfast í augu við það að þú sért farin og geta ekki fylgt þér til hinstu hvílu. Þegar mamma og pabbi hringdu út til mín og sögðu mér að þú værir dáin, flugu gamlar minningar um hugann í bland við tárin. Þú varst viskubrunnur, amma, og auðvelt var að gleyma sér þegar maður talaði við þig, það var hægt að tala við þig um alla hluti og fá svör við mörgum spurn- ingum. Minningarnar um Selásblettinn eru góðar, þangað fórum við systk- inin oft á sunnudögum með pabba og mömmu í heimsókn. Það var oft glatt á hjalla yfir kaffiborðinu þeg- ar allir ættingjarnir voru þar saman komnir, og borðuðu pönnukökur í misjöfnum útfærslum. Þegar ég bjó í Miðtúni áttir þú heima á Hraun- teig, þá var stutt að fá sér göngu- túr með Unnstein lítinn og fara í kaffi til þín og spjalla. Þegar þú bjóst í Asparfellinu bjó ég í næsta hverfi fyrir neðan þig, Neðra-Breiðholti, svo að það var aldrei langt að heimsækja þig. Þeg- ar ég og strákarnir fórum í sund þarna rétt hjá var ekki annað tekið í mál en að fara til ömmu Rögnu og fá sér í og kex eftir sund, sem var oftast gert meðan þú varst sem Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öU kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreylingar fyrír öll tílefní. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.