Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR ELLERT GUÐBRANDSSON + Þórður Ellert Guðbrandsson bifvélavirkjameist- ari var fæddur í Reykjavík 26. des- ember 1899. Hann Iést á Droplaugar- stöðum að kvöldi föstudagsins 21. febrúar síðastliðinn, 97 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Guð- brandar Þórðarson- ar, skósmíðameist- ara frá Vatnsleysu- strandarhreppi, f. 24.12. 1861, d. 12.3. 1927, og Katrínar Magnúsdótt- ur, húsfreyju, frá Syðra-Lang- holti, Hrunamannahreppi, f. 14.4. 1861, d. 30.10. 1924. Systk- ini Þórðar voru Magnea Katrín, f. 18.6. 1891, dáin sama ár, og Magnús, f. 4.1. 1896 sem nú er látinn. Þórður kvæntist Guðrúnu Marin Guð- jónsdóttur, f. 19.8. 1905, frá Framnesi í Vestmannaeyjum, d. 3.3. 1983. Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson og Nikólína Guðnadótt- ir, frá Vestmanna- eyjum. Börn Þórðar og Guðrúnar eru: Magnea Katrín, f. 27.6. 1923, Haraldur Guðbjörn, f. 16.7. 1925, Lína Guðlaug, f. 27.7. 1927, Guð- brandur Kjai-tan, f. 19.3. 1929. Guðmundur Jón, f. 15.6.1930, og Katrín, f. 9.9.1931. Afkomendur Þórðar eru í dag 52 að börnunum meðtöldum. Útför Þórðar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Öðlingurinn og heiðursmaðurinn Þórður E. Guðbrandsson fæddist í Brandshúsi í Reykjavík og bjó alla sína tíð í Reykjavík. Hann kvæntist Guðrúnu Marin Guðjónsdóttur. Þórður og Guðrún bjuggu saman í hamingjusömu hjónabandi í 60 ár. Þórður og Guðrún eignuðust sex böm sem öll eru á lífí. Þórður og Guðrún hófu búskap sinn á Njáls- götu 18 í Reykjavík og þar fæddust öll börnin. Síðar fluttu þau að Ásvallagötu 37 og bjuggu þar til ársins 1957 er við Þórður byggðum saman Sporðagrunn númer 2 og 4. Þórður og Guðrún þjuggu á númer 2 og við Guðlaug dóttir þeirra á númer 4. Þama myndaðist gott sam- félag sem aldrei brást. Þórður bjó einn að Sporðagrunni 2, eftir að Guðrún eiginkona hans lést 3. mars 1983 þartil hann flutti á Droplaugar- staði, árið 1994. Þar leið Þórði vel. Þórður var frumheiji á mörgum sviðum. Hann var með fyrstu bílstjór- um landsins og þá þurfti að aka meira og minna um vegaleysur til að komast ferða sinna. Þórður var einnig fyrstur til að breyta fólksbíl í 4ra hjóla bíl (jeppa). Hann reiknaði út drifhlutföll og hvað mætti hækka bílinn upp svo ömggur t Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS MATTHÍASAR KRISTJÁNSSONAR, Markholti 13, Mosfellsbæ. Guðbjörg S. Kristjónsdóttir, Kristján Einarsson, Brynhildur Geirsdóttir, Bryndi's Einarsdóttir, Guðmundur Ó. Hermannsson, Daði Þór Einarsson, Sigríður Björnsdóttir, Pétur Einarsson, Björg Kr. Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN DAL ÞÓRARINSSON, Árskógum 6, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 23. febrúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 13.30. Sigurveig Jóhannesdóttir, Sigmar Jónsson, Hlif Jóhannsdóttir, Jóhannes Þór Jónsson, Sæunn Guðrún Guðmundsdóttir, Magnús Þórarinn Jónsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Hallur Steinar Jónsson, Jóhanna Valgerður Magnúsdóttir, Ragnheiður Hrefna Jónsdóttir, Magnús Þór Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA STEINGRÍMSSONAR bryta, Hæðargarði 33, Reykjavík. Ása Karlsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Karl Tryggvason, Marfa Terttu Tryggvason, Björn Tryggvason, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingveldur Marfa Tryggvadóttir, Hallgrímur L. Hauksson, barnabörn og barnabarnabarn. væri. Þetta gera menn í dag í tölv- um. Þórður vann einnig seinni árin í bílskúmum sínum á Sporðagrunn- inu að ýmsum uppfinningum sem hann því miður sýndi mjög fáum. Þegar árin liðu þurfti Þórður því miður að hætta þessu, því hann missti sjónina smátt og smátt. Þarna fór ómetanleg þekking. Þórður fór snemma að vinna fyrir sér og vann fyrst hjá Sanitas, þar sem hann fékk 15 krónur á mánuði. Þá var hann aðeins 13 ára gamall. Fyrsta alvöruvinnan var að rífa upp gijót árið 1915, þá aðeins 15 ára gamall, ásamt frænda sínum Guð- mundi Halidórssyni. Árið 1916 unnu Þórður og Kjartan Sveinsson frændi hans við að mæla fyrir rafveitufram- kvæmdum við Elliðaárstífluna og fengu þeir 30 aura á tímann en urðu að ganga í bæinn kvölds og morgna. Ganga þessi tók klukkustund hvora leið. Ekki töldu þeir það eftir sér. Þórður vann við ýmsar stórfram- kvæmdir í Reykjavík, svo sem vatns- veitu- og hafnarframkvæmdir. Var til dæmis vélamaður gufukrana. Þórður fór að vinna á bílaverkstæð- inu hjá Jóni Sigmundssyni og þar með hófst bflaumsýsla hans sem stóð alla hans tíð. Hjá Jóni var vinnukona frá Vestmannaeyjum sem Guðrún hét. Þar hófust kynni Guðrúnar og Þórðar sem síðar leiddu til hjóna- bands. Þórður fór strax að keyra bíla á verkstæðinu þótt að hann hefði ekki aldur til og tók bílpróf tveimur árum áður en hann hafði til þess aldur og fékk til þess sérstaka undan- þágu. Þórður vann við bílaviðgerðir og rak vörubfl sem hann keypti á 1.500 krónur. Þetta var há upphæð á þessum tíma. Árið 1928 urðu þátta- skil í lífí Þórðar þegar Héðinn Valdi- marsson bað hann að koma og keyra fyrir BP Olíuverslun íslands. Viku- kaupið var þá 70 krónur. Þórður vann svo hjá Olíuverslun ísiands sem verkstjóri og eftirlitsmað- ur með eignum félagsins út um allt land eða þar til hann hætti störfum í árslok 1978. Þá hafði bflaeign Olíu- verslunarinnar aukist úr tveimur bíl- um í áttatíu og fjóra. Fór Þórður allt- af lofsamlegum orðum um samstarfs- menn sína hjá Olíuverslun íslands en engan meira en Héðin Valdimarsson. Þórður dvaldi síðustu árin á Drop- laugarstöðum og taldi hann það sitt fjórða heimili en leit aldrei á heimilið sem stofnun. Þar naut hann frábærr- ar umhyggju allra. Sérstakar þakkir ber að færa forstöðukonu, lækni og ekki síst hjúkrunarfólki og aðstoðar- fólki sem reyndist Þórði einstaklega vel. Ég kveð nú tengdaföður minn og vin með þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, takk fyrir allt og allt. Kjartan Guðjónsson. Mig langar að minnast með nokkr- um kveðjuorðum Þórðar Guðbrands- sonar tengdaföður míns, sem lést föstudaginn 21. febrúar sl. á Drop- laugarstöðum, en þar hafði hann dvalist síðustu þijú árin. Ég kynntist honum fyrst er ég, sem unnusta Haraldar sonar hans, kom norðan frá Siglufirði til Reykja- víkur, sjóleiðina í köldum marsmán- uði fyrir 50 árum. Ég minnist þess ennþá hversu kvíðin ég var að hitta þetta fólk, sem ég hafði aldrei séð. Hvernig mundi það taka mér og hvernig mundi mér semja við það? Þegar ég kom að Ásvallagötu 37 á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna, þeirra Guðrúnar Guðjónsdótt- ur og Þórðar Guðbrandssonar, var mér tekið opnum örmum og allt gert til þess að hressa mig eftir sjóferðina. Þessi heimsókn er mér enn í fersku minni. Guðrún faileg, glæsileg kona og Þórður myndarlegur og góðlegur maður sem gott var að treysta á. Þar kynntist ég heimili sem einkenndist af hlýhug, umhyggju og gestristni. Bömin voru sex, flest uppkomin. Þar var oft glatt á hjalla við matborðið. Þá var rætt um atburði dagsins og málefni líðandi stundar. Guðrún var mikil hannyrðakona og bar heimili þeirra hjóna fagurt vitni um verk hennar sem mörg voru einstök listaverk. Þórður var á marg- an hátt einstakur maður. Hann var hógvær og dagfarsprúður í fram- komu, einnig ráðhollur og traustur þeim sem leituðu til hans. í vinahópi var Þórður hrókur alls fagnaðar og var unun að heyra frásagnir hans frá liðinni tíð. Ungur að árum byijaði Þórður að vinna á sumrin við ýmis störf sem tii féllu, en honum var sjálfsbjargar- viðleitnin í blóð borin. Snemma beyg- ist krókurinn, því haustið 1915, þá tæpra 16 ára, réð Þórður sig í vinnu í smiðju Ólafs Jónssonar við Aðal- stræti. Þar vann hann næstu tvö árin og kynntist Jóni Sigmundssyni sem vann í smiðjunni veturinn 1916-17. Jón Sigmundsson rak síðar bílaverkstæði og réðst Þórður til starfa hjá honum og vann við bílavið- gerðir allt þar til Jón fluttist með fjölskyldu sína til Ameríku árið 1920. Þórður hafði eignast vörubíl og þar sem hann hafði fengið talsvert af verkfærum upp í vangoldin laun, hóf hann sjálfstæðan rekstur. Hann fór að stunda akstur á vörubílnum og annast bílaviðgerðir. Árið 1928 réðst Þórður sem bifvélavirki hjá Olíuverslun íslands, en það ár fékk hann sveinsbréf í bifvélavirkjun. í fyrstu annaðist hann viðhald og viðgerðir á bifreiðum Olíuverslunar- innar er var með aðstöðu á Klöpp við Skúlagötu. Samhliða því ók hann með bensín og olíur suður með sjó, austur fyrir fjjall, fyrir Hvalfjörð að Ferstiklu og um Kaldadal í Borgar- fyörð. Síðan fór hann að annast upp- setningu og viðgerðir á dælum og skyldum búnaði Olíuverslunar ís- lands um land allt. Á þessum ferða- lögum kynntist hann landinu og fólk- inu og misjöfnum kjörum þess. Þórður Guðbrandsson starfaði hjá Olíuverslun íslands allt til ársloka 1978, er hann hætti störfum á áttug- asta aldursári, en þá hafði hann starfað þar samfleytt 51 ár. Fyrir- tækið sýndi Þórði margskonar sóma, með höfðinglegum gjöfum á ýmsum tímamótum, en að hans mati var dýrmætasta gjöfin sú, að fá að starfa svo lengi sem heilsan leyfði. Þegar ég kom fyrst í heimsókn til tengdafólks míns, árið 1947, bauð Þórður okkur Haraldi og Katrínu dóttur sinni í ferðalag til Þingvalla og að Gullfossi og Geysi. Þetta var regluleg skemmtiferð. Alla bæi og búendur þekkti hann með nafni, eins nánast hveija þúfu og stein. Hann fléttaði inn í frásagnir sínar ýmsa atburði sem tengdust mönnum og málefnum. Þetta frábæra minni og frásagnarhæfileikar hans entust honum alla tíð. Kveðjustundir verða ekki umflún- ar og er það í raun hið eina í þess- ari tilvist sem gengið er að með vissu. Slíkar stundir kalla fram í hugann myndbrot liðins tíma. Þórður var góður vinur bamanna okkar; Elínar og Þórðar Gunnars. Þau höfðu bæði dvalið hjá ömmu og afa, en Þórður Gunnar þó enn lengur vegna veikinda minna. Bamaböm okkar; Haraldur Páll, Ragna Rós og Jón William, hændust mjög að langafa sínum og ekki má gleyma fímmta ættliðnum; Huldu Björk, þriggja ára og Elínu Aðalsteinu, fjögurra mánaða. Það var alltaf ánægjulegt að heim- sækja Þórð á Droplaugarstaði og hann var alltaf svo glaður þegar ein- hver úr fjölskyldunni kom í heim- sókn. Hann var ætíð vel klæddur og snyrtilegur. Mér þótti hann virðuleg- ur öldungur, 97 ára gamall. Ég tel mig ríkari af að hafa kynnst Þórði Guðbrandssyni tengdaföður mínum og nú að leiðarlokum þakka ég hon- um af öllu hjarta alla tryggð hans og elskusemina við okkur öll. Blessuð sé minning hans. Ragna H. Pálsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að kveðja þig, elsku afí, og um leið þakka þér leiðsögnina og samfylgdina í gegnum tíðina. Mínar fyrstu minning- ar um þig voru frá ferðalögum þar sem við fórum öll fjölskyldan saman í beijamó. í þeim ferðum sagðir þú okkur frá öllum kennileitum og ýmsu öðru fróðlegu sem þú hafðir upplifað á ferðum þínum um landið. Sögumar þínar um gömlu tímana, kaupin og kjörin, fólkið og landið gerðu það að verkum að löng ferð var fljót að líða. Seinna þegar þú hafðir nóg af tíman- um og við heimsóttum þig, hélst þú sögunum áfram. Alla tíð fylgdist þú ótrúlega vel með því sem var að ger- ast í þjóðfélaginu og ræddir það fram og til baka. Oftar en ekki rakst þú okkur á gat, því þú vissir oft miklu meira um málin en við. Þú bjóst yfír miklum manngæðum sem lágu einna helst í dugnaði, samviskusemi, hóg- værð, hlýju, friðsemd og kærleika. Þú varst okkur afkomendunum góð fyrirmynd. Mig langar að kveðja þig með sálmi sem amma söng alltaf fyr- ir mig þegar hún svæfði mig á Sporðagrunninu. Ég veit, elsku afí, að núna líður þér vel hjá ömmu. Bestu þakkir fyrir alltsaman. Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Sigrún Kjartansdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega Ifnuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNSDÓTTUR frá Tungufelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir alúð og umönnun. Svandis Pétursdóttir, Magnús Oddsson, Sigrfður J. Pétursdóttir, Steen Lindholm, Pétur Magnússon, Ingibjörg Ingimarsdóttir og Ágúst Logi. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR BENONÍU JÓNSDÓTTUR, Foldahrauni 39F, Vestmannaeyjum. Þórarinn Eiríksson, Kristín Þórarinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Ólöf Jóna Þórarinsdóttir, Hjörleifur Jensson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.