Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ ITILEFNIGREINAR- GERÐAR HOLLUSTU- VERNDAR RÍKISINS GREINARGERÐ forstöðumanns meng'unarvarna Hollustuverndar ríkisins í Morgunblaðinu 14. febrúar 1997 gefur tilefni til nokkurra at- hugasemda. Undirritaður blandar sér í þessa umræðu vegna þess að hann fæst við skógrækt á jörð sinni, Klafastöðum, sem að stærstum hluta liggur innan svokallaðs þynn- ingarsvæðis mengunar frá væntan- legu álveri á Grundartanga. Greinargerð Hollustuverndar rík- isins er rituð sem svar við grein dr. Odds Benediktssonar í Morgunblað- inu-4. febrúar 1997. Greinargerðin er skipulega uppsett og sama skipu- lagi verður fylgt í því sem hér fer á eftir. 1. Koltvísýringur Áhyggjur vegna koltvísýrings lúta að uppsöfnun efnisins í and- rúmslofti jarðar vegna umsvifa mannsins. Sterkar líkur benda til þess að mikil aukning efnisins í andrúmsloftinu geti valdið óæski- legri hitnun andrúmsloftsins, sem síðan kynni að hrinda af stað víð- tækum breytingum á umhverfinu, með óæskilegum áhrifum á stóran hluta heimsbyggðarinnar. Þrátt fyr- ir töluverða óvissu um gildi reikni- líkana sem spá um framtíðarþróun gróðurhúsaáhrifa hafa þjóðir heims góðu heilli tekið höndum saman um að takmarka losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Staðbundin áhrif koltvísýrings valda ekki áhyggjum. 2. Brennisteinstvíoxíð Umfjöllun um brennisteinstvíoxíð í greinargerð Hollustuverndar ríkis- ins er byggð á (1) áætluðu magni brennisteinstvíoxíðs í útblæstri verksmiðjunnar, (2) dreifingu mengunar og lýkur með (3) ályktun Hollustuverndar með hvaða hætti brennisteinstvíoxíð breytist í brennisteinssýru. Hér verður fjallað um þessi atriði í sömu röð. (1) Áætlað magn losunar: Brennisteinn er aðskotaefni i raf- skautum úr koli, sem notuð eru við rafgreiningu í kerum álverksmiðju. Áætlað magn losunar er 21-28 kg af brennisteinstvíoxíði fyrir hvert tonn af áli eða 10,4-13,8 tonn á dag. Þetta magn jafngildir 16-20 tonnum af brennisteinssýru á dag. (2) Dreifing brennisteinstvíoxíðs: Líkan ef dreifingu mengunar er unnið af innlendri verkfræðistofu. Gæði slíkra reiknilíkana eru háð því hvað höfundur tölvuforritsins hafði í huga við smíði líkansins, skilningi notandans á hugsun höfundarins og gæðum þeirra gagna, sem forrit- ið á að vinna úr. Forrit til að segja fyrir um dreifingu loftkenndra og fastra efna í andrúmsloftinu eru fjölmörg allt frá fremur einföldum líkönum til að greina mjög stað- bundnar aðstæður til ofurforrita, sem eru keyrð á öflugustu tölvum heims. Líkan sem á að reikna dreifingu loftkenndra efna þarf að taka tillit til margra þátta þar sem hver þátt- ur getur verið breytilegur innan þröngra tímamarka. Sem dæmi má nefna hitamun íblöndunarefnis og andrúmslofts, magn og útstreymis- hraða íblöndunarefnis, vindátt og vindstyrk, úrkomu og gerð hennar og áhrif landslags á loftstrauma, en fleira kemur til. Augljóst má vera að forrit sem reiknar dreifingu loftkenndra efna gefur eina niður- stöðu fýrir hvert eitt gildi hvers hinna breytilegu þátta. Sannferðug framsetning á niðurstöðum reikn- inga hlýtur því að vera með þeim hætti að birta kort af dreifingu efna við ólíkar aðstæður og meta síðan líkur á því í hve langan tíma eitt- hvert ákveðið ástand geti varað. Þannig væri æskilegt að sjá dreif- ingu efna í ólíkum vindáttum og við mis- munandi vindstyrk. Áhugaverðast væri að sjá dreifingarlíkan fyr- ir kyrra daga, sem eru æði margir við Grund- artanga. Þess í stað birtir mat á umhverfis- áhrifum eina mynd af dreifingunni og miðar við meðaltalsvind- styrk, og meðaltals- vindátt. Þessi meðal- talsaðferð hefur tak- markað upplýsinga- gildi, og er ófullnægj- andi til að meta stað- bundin (Hvalfjörður) og tímabundin áhrif mengunar af völdum brennisteinstvíoxíðs og annarra. mengandi efna. (3) Ályktun Hollustuvemdar: í mestum hluta umíjöllunar um brennisteinstvíoxíð í greinargerð Hollustuverndar er látið nægja að vísa til dreifingarspár í umhverfís- mati, en undir lokin er gerð tilraun til að skýra áhrif mengunarinnar á þann hátt að fólk, sem ekki hefur sérþekkingu skilji. Slíkar tilraunir leiða oft til einföldunar sem endar í rökleysu. I einfaldaðri skýringu Hollustuverndar er taláð um „þum- Alger höfnun starfs- leyfís fyrir álver á Grundartanga, segir Guðmundur E. Sig- valdason, er eina niður- staðan, sem er vísinda- lega og siðferðilega viðunandi. alputtareglu" sem segir að í 10 km fjarlægð frá upphafsstað mengunar hafi tíundi hluti brennisteinstvíox- íðs breyst í brennisteinssým, helm- ingur í 500 km fjarlægð o.s. frv. Niðurstaða Hollustuverndar er að öll mengun sé löngu komin á haf út og þess vegna skaðlaus þegar brennisteinssýra hefur myndast. Lítum aðeins nánar á þetta ferli. Brennisteinstvíoxíð tengist súrefni loftsins og myndar brennisteinsþrí- oxíð. Hraði efnahvarfsins er háður ríkjandi umhverfísaðstæðum. Strax og tengingin hefur átt sér stað dregur brennisteinsþríoxíð til sln raka úr andrúmsloftinu og myndar brennisteinssým. Loftkennda efnið hefur þá breyst í vökva, sem mynd- ar ördropa, sem eru 1/1000 mm í þvermál. Smæð og rafhleðsla drop- anna veldur því að þeir fljóta í loft- inu og falla ekki til jarðar fyrr en regn eða snjór skola þeim niður. Ástæða þess að rannsókn á þessu fyrirbrigði hefur stóreflst á síðustu ámm er sú að við ákveðnar aðstæð- ur (t.d. mikil eldgos) geta ördropar af brennisteinssým borist upp í heiðhvolfið þar sem þeir virka sem hvatar á eyðileggingu ósons. Við vitum að brennisteinstvíoxíð breytist í þríoxíð á mun skemmri tíma en áður var haldið, en breytingr in er háð umhverfinu. Reikna má með að helmingur efnisins hafi breyst í þríoxíð á nokkmm klukkustund- um en við hvaða að- stæður sem er hefst ferlið strax og brenni- steinstvíoxíð kemst í snertingu við andrúms- loftið. Hraðast verður ferlið ef efni eru í nánd, sem hvetja efnahvörfín og þar er járn mjög virkt. Blöndun á kísiljámryki Járnblendiverksmiðj- unnar og brennisteinstvíoxíði frá álverksmiðju mun sennilega flýta mjög fyrir myndun brennisteinssýru úr útblæstri beggja verksmiðja. Gera verður þá kröfu I starfs- leyfi að brennisteinsmagn í kol- skautum miðist við hámarksgildi með ströngum skilyrðum um minnkandi magn með tíma uns brennisteinssnauð kolskaut verði notuð innan tiltekins árafjölda. 3. Flúorsambönd Umfjöllun um flúoríð í greinar- gerð Hollustuverndar er byggð á (1) áætluðu magni flúorlosunar (2) dreifingu flúormengunar og lýkur með (3) ályktun Hollustuverndar. (_1) Áætlað magn flúorlosunar: Áætlað magn losunar er 0,6 kíló af flúoríði fyrir hvert tonn af áli eða 0,3 tonn af flúoríði á dag frá verksmiðju, sem framleiðir 180.000 tonn af áli hvert ár. Allir kannast við að blý er þyngra en ál. Á sama hátt er ekki raunhæft að leggja að jöfnu tonn af brennisteinssýru og tonn af flússýru. Tonnið af flússýru inniheldur fimm sinnum fleiri og mun skaðlegri sameindir en tonn af brennisteinssýru. Þessar upplýs- ingar um losun eiga við flúor í loft- kenndu ástandi við útblástursop verksmiðju. Við kólnun þéttist gasið og myndar samstundis ördropa af flússýru með svipuðum hætti og brennisteinssýran og fylgir henni upp frá því í dreifingu. I greinar- gerð Hollustuvemdar í Morgun- blaðinu er ekki minnst á flúor í svokölluðu svifryki en gert er ráð fyrir losun 0,5 tonna af svifryki á dag (1 kíló fyrir hvert tonn af áli). Ástæða er til að fjalla nokkuð ítar- lega um svifryk þar eð svo virðist sem reynt sé að sneiða hjá umræðu um þennan mengunarþátt. í þurr- hreinsibúnaði álverksmiðju er leit- ast við að hremma flúoríð í út- blæstri, áður en það fer út í and- rúmsloftið, með því að binda það á yfirborði súrálsagna. Engar upplýs- ingar liggja fyrir um magn flúors sem fer út í andrúmsloftið bundið á yfirborði súrálsagnanna eða svifryksins. Súrálsduftið sem slepp- ur í gegnum síurnar er mjög fín- kornað, hvert korn sennilega 10 þúsundustu úr millímetra í þver- mál. Samanlagt yfirborð kornanna er því óhemju stórt en hreinsun flú- ors úr útblæstrinum byggist að verulegu leyti á því að flúorið hefur sterka tilhneigingu til að tengjast yfirborði agnanna. Tengið er hins vegar mjög veikt og rofnar I vatns- upplausn. Af þessu mengaða efni fer hálft tonn út í andrúmsloftið á hveijum degi án þess að Hollustu- vemd sjái ástæðu til að nefna það. Eins og áður er getið liggja eng- ar upplýsingar fyrir um mælingar á þessum þætti flúormengunar. Á meðan ekki eru birt ítarleg gögn um eðli og efnasamsetningu svo- kallaðs svifryks frá álveri á Grund- artanga verður að líta svo á að einn hættulegasti mengunarvaldinum hafi gleymst við mat á umhverfis- áhrifum. Þó er sérstaklega tekið fram í greinargerð Hollustuverndar að „Flúoríð er það mengunarefni sem mestar áhyggjur eru tengdar við í álframleiðslu". (2) Dreifing flúormengunar: Athugasemdir varðandi útreikning á dreifingu brennisteinstvíoxíðs gilda með Húsavík • Húsavík • Húsavík • Húsavík • l!jj ý W;iií£yi!F!t Island að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalif, matur, menning og skemmtun. Flugleiðir innanlands bjóða flug, gistingu,*'^ skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð tii Húsavíkur með Flugleiðum innanlands. á Húsavík n & Húsavík hressír! Gjuggpakki irá kr. 14.530 1 *______________________________ M • Flug fraiu og til baka. ■ • Gistíng i 2 nætur mað S morgunvtrði. ^ • Afslátlariiofti og flugvall- arskattur innifalinn. Verð pr. mann. Gjoggkelgin Z ~ SL mars Vetrarævintýri á Húsavík Stórkostleg dagskrá í Húsavíkurfjalli með vélsleðaferð, jeppaferð, sleða- bruni, gúmbátabruni, heitu kakói, lifandi & tónlistog fleiru ogfleiru! - skíðaferð í Húsavíkurfjalli - slökun í sundi, gufu og heitum pottum - vélsleðaferd á Þeistareyki - ferð í Lónið og jarðhitabað í Mývatnssveit - menningarrölt um Safnahús og kirkju - gönguskíðaferðir fyrir alla fjölskylduna - vélsleðaferðir... E'NSTAKUR 84% ALOE VERA hand- og líkams- áburðurinn frá JASON á engan sinn líka. Gæðin tandurhrein og ótrúleg. Fæst meðal annars í öllum apótekum á landinu. Guðmundur E. Sigvaldason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.