Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 25 ÁTVR gæti gert vöruþróun auð- veldari með því að miða reynslu- flokka við landsvæði í Kanada er einnig ríkiseinokun á smásölunni en þar er það eins konar smökkunarráð sem metur hvort ný vara eigi erindi í hillur vínbúðanna. Ég get nefnt sem dæmi að Eldurís-vodkinn, Eldurís sítrus og brennivínið okkar hlutu sam- þykki. Við sendum þeim umsókn ásamt sýnishornum í september sl., fengum svar í október og það var jákvætt og nú er þetta komið í hill- urnar þar. Annars hika þeir ekki við að leggja aðaláhersluna á inn- lenda framleiðslu, það sé ég á verð- listunum frá þeim.“ Nú getum við ekki hagað okkur þanrtig vegna Evrópska efnahags- svæðisins eða hvað? „Það er vissulega rétt, við þurf- um að hafa ákveðnar reglur og tryggja jafnræðið, það er engin spuming. En hvernig gerum við það? Ég sagði þér frá hugmyndum okkar um að flokka áfengið með öðram hætti í vínbúðum ÁTVR og sú tilhögun myndi einnig hafa þann kost að úrvalið yrði meira, það yrðu meiri líkur á að fleiri tegundir frá fjarlægum stöðum væra á boðstól- um, þar á meðal fleiri vodkategund- ir. Fyrir okkur yrði þetta líka gott, við fengjum meira aðhald. Síst af öllu viljum við komast hjá sam- keppni. Island er ennþá langstærsti markaðurinn okkar, við seljum 80% af framleiðslunni hér. Þessar að- stæður sem ég hef verið að lýsa gera okkur mjög erfítt fyrir í allri FYRIR miðju er óupptekin brennivínsflaska frá 1943. Litlu, 20 sentilítra Pölstar- vodkaflöskurnar eru nýjung sem kynnt verður í Bretlandi á næstunni. vöraþróun, erfitt að gera tilraunir á heimamarkaðnum. Það er ýmis- legt við að etja þótt slíkar reglur bætist ekki við. Framleiðslan hér er of lítil til að hægt sé að framleiða spirann og flöskurnar innanlands. Það er dýrt að flytja helsta hráefnið, þríeimað- an og vandlega síaðan spíra, hingað til lands um langan veg frá Banda- ríkjunum en við leggjum áherslu á að kaupa mjög gott hráefni sem unnið er úr komi og óvenju hreint. Við skilgreinum þetta þannig að hann eigi að vera lyktar- og bragð-' laus sem merkir að hann á ekki að hafa áhrif á það hvernig við stjórn- um bragðinu af víninu en spírinn ákveður auðvitað áfengisstyrkleik- ann. Við notum sama spírann í Eldur- ís og Tindavodka en hann hefur svo lítil áhrif á bragðið að við getum ákveðið hvernig endanlega fram- leiðslan verður með því að bæta í hann salti, sykri og ýmsum bragð- efnum. í Hvannarótarbrennivínið notum við fjórar mismunandi kryddolíur sem við kaupum að ut- an. Við vildum geta keypt þetta hér innanlands en notkunin er svo lítil að það er ekki grundvöllur fyrir framleiðslunni þótt nóg sé af hvönn- inni. Reyndar hafði garðyrkjubóndi á Suðurlandi samband við okkur og hann hefur velt því fyrir sér að rækta hvönn til að pressa úr henni olíuna. Við munum að sjálfsögðu kaupa innlenda framleiðslu ef hún stenst þær kröfur sem við geram, þá gætum við státað af íslenskri hvannarót í íslensku brennivini! 90% af áfengisverðinu til ríkisins Stærsti einstaki kostnaðarliður- inn í framleiðslunni er flaskan, sér- staklega þegar um sérhannaðar umbúðir er að ræða eins og Eldurís- flöskuna. Ódýr flaska getur kostað 25-30 krónur en sérhönnuð flaska töluvert á annað hundrað krónur. Eldurís-merkinu er sprautað beint á glerið en ekki notaður miði, þetta er mjög dýrt. Flöskurnar flytjum við inn frá Bretlandi, Belgíu og Hollandi, rúmmál þeirra er jafnmik- ið þótt þær séu tómar, flutnings- gjöldin því mjög há. Það er álíka dýrt að fá gám frá Kaupmannahöfn til Tókýó og frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og auðvitað er með ólíkindum að þetta skuli vera svona. Aðföng era dýr hér, vegna legu landsins og af fleiri orsökum. Flutn- ingskostnaðurinn vegur mjög þungt í framleiðslukostnaðinum vegna þess að verðmæti áfengisflösku sem við seljum er aðeins um 250 krón- ur, hráefnið er aðallega vatn og spíri. Álögur ríkisins valda því síðan að neytandinn greiðir nokkur þús- und krónur fyrir flöskuna en við fáum ekki nema tíunda hlutann af því fé.“ Hver er virðisaukinn í þessari framleiðslu? „Hann er mikill. Flaska sem við seljum á 200 krónur getur kostað 60-70 krónur í framleiðslu, tilbúin til afgreiðslu en þær dýrustu kosta allt að 150 krónur í framleiðslu. Að meðaltali er framleiðslukostnað- ur hjá okkur um 50% af söluverðinu en eins og ég sagði er flutnings- kostnaður hár og dreifingin kostar sitt. Við seljum nú vín til margra landa en lægsta verðið sem við fáum er hér á landi, háa útsöluverðið hér stafar af álögum ríkisins. Skatt- lagningin er mun minni í Bretlandi og þar fáum við jafnframt miklu hærra verð fyrir framleiðsluna, þannig eru lögmálin i þessum iðn- aði. Háir skattar valda því að menn verða að sætta sig við lægra verð. Annars yrði varan svo dýr að enn fleiri neytendur myndu hætta að kaupa hana og bjarga sér með öðr- um hætti, kaupa smyglað vín eða brugga. I þessu sambandi vil ég nefna að hörðustu keppinautar okkar era ekki þeir sem stunda löglegan vín- innflutning heldur þeir sem smygla eða selja bragg. Þetta var nefnt í tengslum við smyglið á vodkanum frá Bandaríkjunum fyrir skömmu. Mér skilst að þeir hafi selt flöskuna á 1.500 krónur og sé það rétt að þeir hafi flutt inn um 50.000 flösk- ur er um 75 milljónir króna að ræða. Ríkissjóður fær ekki krónu í gjöld af þessum viðskiptum en ef við hefðum verið að selja þessar 50.000 flöskur hefði okkar hlutur verið innan við 10 milljónir, ríkið hefði hreppt yfir 65 milljónir. Hagnaðarvonin í þessu er gríðar- leg og að mínu mati er ekki til nema ein lausn, að lækka áfengis- skattana þar til dregið hefur úr ólöglegu sölunni. Söluaukningin hjá ÁTVR myndi vega upp lækkunina á tekjum vegna verðlækkunarinnar en vínneysla yrði svipuð, munurinn er sá að hún yrði lögleg.“ SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, s. 552 2690 ABS hemlalæsivörn Ný fjölliða fjöðrun Forstrekkjarar Rafdrifnar rúðuvindurt Ryðvöm með dnkhúðui Fjórir líknarbelgir að aftan og framan í framhurðum á öllum 3ja festu beltum VOLKSWAGEN PASSAT. Bifreiðin sem slær alls staðar í gegn, er kynnt á bílasýningunni í Hekluhúsinu og hjá Höldi,Akureyri í dag kl. 13-17, Volkswagen Öruggur á allo vegu! HEKLA u verði! Staðalbunaður er Stór og ríkulega búinn fjölskyldubíH á ótri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.