Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ 35 ár liðin frá því Wilt Chamberlain gerði 100 stig í leik í NBA-deildinni Metsem aldrei verður slegið ÞAÐ að voru aðeins 4.124 áhorfendur í Hershey íþróttahöllinni f Pennsylvaniu i Bandaríkjunum 2. mars 1962, fyrir nákvæmlega 35 árum, þegar Philadelphia Warriors vann New York Knicks 169:147 í einum af 80 leikjum liðsins í NBA-körfuknattleiksdeild- inni bandarísku. Það merkilega við leikinn var að hinn snjalli leikmaður Warriors, Wilt Chamberlain, gerði 100 stig. Glæsilegt met sem stendur enn og mun væntanlega gera um ókomna fram- tíð. Sá sem hefur komist næst honum að stigum í einum leik er hann sjálfur en Chamberlain gerði 78 stig í leik árið áður en þá var þriframlengt. Leiktíðin 1961-62 var um margt merkileg fyrir Chamberlain. Auðvitað verður stigamets hans alltaf minnst enda einstakt afrek, en það er fleira sem Chamberlain getur yljað sér við í ellinni, en kappinn varð sextugur 21. ágúst síðastliðinn. Umrætt tímabil gerði Chamb- erlain 50,4 stig að meðaltali í leik og það hefur enginn leikið eftir honum. Hann varð fyrsti leik- maðurinn til að komast yfir 4.000 stiga múrinn á einum vetri, gerði 4.029 stig, og hann tók 25,7 frá- köst að meðaltali þennan vetur og er það þriðji besti árangur einstakl- ings í sögu NBA. Hann vermir sjálfur fyrsta og annað sætið í frá- köstum, tók 27,2 fráköst að meðal- tali veturinn áður og þar áður, 1959-60, tók hann 27,0 fráköst að meðaltali. Það sem kemur samt einna mest á óvart þegar ferill Cham- berlains er skoðaður er að þetta keppnistímabil lék hann að meðal- tali í 48,5 mínútur en körfuknatt- leiksleikur í NBA stendur í 48 mínútur. Hann lék sem sagt hálfri mínútu lengur að meðaitali en hver leikur stóð. Skýring er að sjálf- sögðu á þessu; þetta tímabil lenti Warriors tíu sinnum í framleng- ingu. Vart þarf að taka það fram að enginn leikmaður hef- ur leikið eins margar mínút- ur með liði sínu á heilu tímabili. Chamberlain afrekaði einnig þennan vetur að leika allan leiktímann í 79 leikjum af 80 sem liðið lék og alls lék hann í 3.882 mínútur af þeim 3.890 sem í boði voru fyrir hann. Hann hvíldist sem sagt í átta mínútur þetta leiktímabil. Chamberiain á fleiri met í NBA-deildinni. Hann tók til dæmis 55 frá- köst í leik Philadelphia og Boston 24. nóvember 1960 og það þrátt fyrir að Bill Russell léki með Boston. Stórleikur Chamberlains dugði þó ekki til sigurs því Russell og fé- lagar höfðu betur, unnu 129:132. Mynd/Presslink Leggjalangur Það voru engir leðurskór þegar Chamberlain var uppá sitt besta, heldur bara gömlu góðu Converse-skórnir. Mynd/Presslink Yfirburðir Chamberlain í kunnuglegri stöðu þar sem hann hefur snúið á varnarmann og treður knettlnum í körfuna. Þegar Chamberlain gerði 100 stig Frammistaða Chamberlains: Wilt Chamberlain er eini leikmaðurinn sem gert hefur 100 stig í leik í NBA-deildinni. Það gerði hann í leik Philadelphia Warriors gegn New York Knicks þann 2. mars 1962. Chamberlain og félagar sigruðu 169:147 og var leikurinn þó ekki framlengdur. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. 7/14 = 50% 9/9 = 100% 10 fráköst 7/12 = 58,3% 9/9 = 100% 4 fráköst /1 stoðsend. 1. leik- hluti 2. leik- hluti 10/16 = 62,5% O 8/8=100% 6 frák. /1 stoðsend. 7/10 = 70% 5 f ráköst leik- hluti = 57,1% ^ leik- hluti Chamberlain var á leikvellinum allar 48 mínútur leiksins Wilt Chamberlain og hinir í liðinu: Þróun leiksins: Skot- nýting Víta- hittni Skoruð Stig | 36/631=57,1% [] 28/32 = 87,5% 100 27/52 = 52% 15/20 = 75% 69 Leik- hlutar Skorað í leikhl. Staða e. leikhl. 1. leikhl. 42-26 42-26 2. leikhl. 37-42 79-68 3. leikhl. 46-38 125-106 4. leikhl. 44-41 169-147 Master- kova ekki meðí París ÓLÍKLEGT líklegt er talið að ólympíumeistarinn í 800 og 1.500 m hlaupi kvenna og heimsmethafi í 1.000 m hlaupi, SvetlanaMasterkova frá Rússlandi verði á meðal keppenda á HM í París um næstu helgi. Hún hefur tekið lífinu með ró eftir átök síð- asta árs og hefur ekkert keppt á þessu ári. Ma- sterkova hyggst á hinn bóg- inn vera í eldlínunni á HM utanhúss í Aþenu í ágúst. Þá er ljóst að silfurhafinn í stangarstökki karla á síðustu Ólympíuleikum, Igor Trand- enkov, keppir heldur ekki í París. Hann var nýlega skor- inn upp á hné vegna með- iðsla og hefur ekki hafið skipuiagðar æfingar á ný. Lev Lobodin sem á síðasta ári var með 13. besta árang- ur heims í tugþraut hefur fengið rússneskt ríkisfang og keppir því í sjöþraut fyrir Rússland á HM en hann er fæddur í Úkrainu. Nýlega gerðist hann rússneskur rík- isborgari og gera landar hans sér vonir um að hann færi þjóð sinni verðlaun að loknu heimsmeistaramótinu, eftir mögur ár í fjölþrautar- keppni ýmissa stórmóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.