Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 11 úr reynslu sinni við fisksölu í Bandaríkjunum hingað til, sem gæfi til kynna að menn ættu að óttast í íslenskum sjávarútvegi þó hvalveiðar hæfust að nýju.“ Þann 11. febrúar var aftur á móti frétt í Morgunblaðinu um fundinn og m.a. framlag Galloways. Þar seg- ir: „í máli hans (Galloways) kom fram að það skipti ekki megin- máli fyrir hans fyrirtæki hvort íslendingar hæfu hvalveiðar á ný. Höfuðáhersla væri lögð á að vera með gott hráefni í fiskréttum fyr- irtækisins, ekki skipti máli hvaðan það kæmi svo framarlega sem það stæðist gæðakröfur. Hann taldi það sama eiga við um flest fyrir- tæki innan þessarar greinar, en tók hins vegar fram, að ef fyrir- tækið yrði fyrir þrýstingi vegna þessa myndi það að öllum líkind- um láta undan honum.“ Galloway hafði sem sagt varann á. Sjálfbær þróun . . . Hugtakið „sjálfbær þróun“ hef- ur verið áberandi í umræðum um umhverfismál þessi misserin og hugtakið og merking þess þykir eiga vel við þegar hvalveiðar eru annars vegar. Með hugtakinu er átt við að þörfum núverandi kyn- slóða sé mætt án þess að það skerði möguleika komandi kynslóða. Kjarni „sjálfbærar þróunar" er því sá að nýta auðlindir heimsins af skynsemi, almenningi til hagsbóta, en án þess að skerða framtíðar- möguleika komandi kynslóða. Þar með er þjóðunum bæði gefinn rétt- ur og skylda á herðar að nýta auðlindirnar af skynsemi. Hugi Ólafsson, deildarstjóri hjá Umhverfisráðuneytinu sagði í samtali, að veiðar á hvölum sem nóg væri af samrýmdist fullkom- lega hugtakinu „sjálfbær þróun" og þannig samrýmdust hvalveiðar stefnu ríkisstjórnarinnar. Hvort og með hvaða hætti hvalamálin kæmu inn fyrir dyr umhverfisráðuneytis- ins ætti eftir að koma í ljós. Að veiða hval . . . Atvinnuhvalveiðum var hætt hér á landi árið 1985, en á árunum 1986-89 voru veiddir takmarkaðir kvótar í vísindaskyni. Síðan hafa hvalir um farið fijálsir um höfin hér við land. Allar götur síðan hefur Kristján Loftsson, fram- kvæmdastjóri Hvals hf., setið á skrifstofu sínum og beðið þess að fá grænt ljós á nýjan leik. Hann segir biðina hafa verið langa og hún væri búin að reynast fyrirtæk- inu kostnaðarsöm. „Ef við hefðum ekki trúað því að banninu yrði af- létt, værum við löngu búnir að henda öllum tækjum og tólum sem tengjast hvalveiðum. Þetta er sér- hæfður búnaður og verður ekki notaður til annars. Ég vona svo sannarlega að þær umræður sem verið hafa í gangi ýti þessum mál- um aftur af stað,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í vik- unni. Og Kristján er ekki í vafa: „Það eru loftkastalar og hugarórar að hvalveiðar skaði fiskmarkaði og ferðaþjónustu. Þetta dómsdagstal á ekki við rök að styðjast. Þeir sem mæla fyrir því að hvalveiðibann standi áfram hafa ekkert í höndun- um sem staðfestir það sem þeir halda fram. Þetta er bara tilfinning þeirra, en sannleikurinn er sá að tölur sem allir geta skoðað benda til þess að þetta sé hugarburður. 1985 komu hingað til lands 97.000 erlendir ferðamenn. 1990 voru þeir orðnir 141.000 og stóðu þó vísindaveiðarnar þá yfir og gekk á ýmsu eins og menn muna. Norð- menn byijuðu aftur að veiða hvali í atvinnuskini 1993, en það hefur ekki komið niður á ferðamanna- straumi þeirra eða fiskútflutningi, þvert á móti. Sumir eru hræddir við drauga og sjá þá í öllum horn- um. Aðrir þola ekki aðra starfsemi við hlið þeirra, hvernig sem á því stendur . Það gengur ekki. Þá þætti mér lítið gert úr vís- indamönnum okkar sem hafa at- hugað og talið hvali síðustu ár og svo væri ekkert gert úr vinnu þeirra þegar þeir koma fram með skotheldar niðurstöður. Við erum að nýta margt annað í hafinu með lakari gögn í höndunum en gögnin sem við höfum um hvalastofnana.“ ... eða horfa á hval Boðið er upp á hvalaskoðunar- ferðir víða um land, en einna mest- ur hefur vaxtarbroddurinn verið á Húsavík. Páll Þór Jónsson, hótel- stjóri á Húsavík, segir engu líkara en að hvalveiðiumræðan sé komin aftan úr grárri forneskju. Hann segir það alrangt sem margir haldi fram að einhvers konar stríð sé óhjákvæmilegt, að einhvers staðar verði að draga línuna gagnvart umhverfisverndarhópum. Því sé ekki til að dreifa að það sé hvalur- inn í dag og svo þorskur og loðna á morgun. „íslendingar hafa heldur verið að byggja upp fiskistofna síðustu árin á sama tíma og gegndarlaus rányrkja er stunduð víða annars staðar og eftir því er tekið í útlönd- um. Að vísu er samviska okkar ekki alveg hrein þar sem eru út- hafsveiðar. Ég hef sjálfur hlerað stefnur þessara stóru umhverfis- verndarhópa á borð við Green- peace. Þeir eru ekkert á leið til okkar í því skyni að stöðva þors- kveiðar. Þeir beijast gegn rányrkju hvar sem hana er að finna,“ segir Páll og einnig þetta: „Þetta sjónarmið, að það beri að nýta allar auðlindir, verður að skoða í viðeigandi samhengi hveiju sinni. Þetta á ekki upp á pallborð- ið lengur hvað varðar hvalveiðar. Þetta er eldgömul og afdönkuð skoðun. Við höfum sýnt fram á að það er betra að njóta en að nýta hvað varðar hvalina. Sýnt fram á að það er hægt að hafa miklar tekjur af þeim án þess að drepa þá. Og það get ég fullyrt af því að ég er í hringiðunni, að erlendu ferðamennirnir sem hingað koma gagngert til að skoða hvali velja ísland af því að hvalirnir eru ekki veiddir hérna. Fyrirspurnirnar að utan eru mjög á sama veg. Margir hafa hætt við Noreg af því að dýrin eru veidd þar. Þetta er hrein og klár staðreynd sem ekki verður hrakin. Ferðamennirnir hér eru græningj- ar upp til hópa, hinir fara til sólar- stranda. Meira að segja laxveiði- mennirnir eru hættir að drepa lax- inn. í þessu sambandi er rétt að árétta, að dylgjur urn óeðlileg tengsl aðila í ferðaþjónustunni við umhverfisverndarhópa eiga ekki við rök að styðjast. Við skiptum við virtar ferðaskrifstofur, en það þarf ekki að koma nokkrum heil- vita manni á óvart að þeir erlendu ferðamenn sem koma hingað m.a. til að skoða hvali eru einmitt um- hverfisverndarsinnar sem njóta þess að horfa á dýrin. Þá hafa hvalveiðisinnarnir mjög hampað fregnum frá Noregi þess eðlis að ferðamannastraumur til Noregs hafi stóraukist þrátt fyrir að hvalveiðar hafi byijað þar aftur 1993. Tómas Ingi Olrich alþingis- maður hefur hins vegar annars konar upplýsingar undir höndum frá norskum ferðamálafrömuðum. Þar kemur í ljós að inni í tölum hvalveiðisinna eru keppendur og áhorfendur á vetrarólympíuleikun- um í Lillehammer 1993, en allar götur síðan hefur vöxtur ferða- þjónustunnar í Noregi ekki verið sem skyldi og kenna menn um m.a. hvalveiðunum. Þetta skekkir töluvert rök hvalveiðisinna að mín- um dómi. Það er ekki mitt að tala um tjón í fiskútflutningi, en öll mín samtöl við frammámenn í þeim geira segja mér að þar sé einnig brothætt atvinnugrein sem þoli illa sambúðina við hvalveiðarnar og menn á þeim bæ séu verulega hræddir um það tjón sem kann að verða á mörkuðunum. Spurningin í mínum huga er þessi: Hvað vilja menn taka mikla áhættu? Hafa Islendingar ráð á að taka svona áhættu? Að grafa undan tveimur af stærstu lífæðum þjóðarinnar?“ En verður skrafað Af framanskráðu er Ijóst að fleiri spurningum er ósvarað en Morgunblaðið/Ásdís EKKI ERU allir á eitt sáttir um hvort hvalveiðar og hvalaskoð- un geti þrifist hllð við hlið. svarað. Framámenn í greinum sem hér koma beint við sögu segja sem allra minnst á meðan aðrir eru afdráttarlausir. Það segir þá sögu að menn bíða átekta og sjá hvað stjórnvöld kjósa að gera. Nú um helgina, nánar tiltekið í gær, fór fram alpjóðleg ráðstefna um hagræn og pólitísk sjónarmið í þessu viðkvæma deilumáli. Fjöldi sérfræðinga tók þar til máls og einnig á málþingi sem fór fram á föstudag. Ráðstefnan var haldinn á vegum Sjávarútvegsstofnunnar Háskóla íslands og samtakanna High North Alliance, sem eru samtök nýtingarsinna. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjáv- arútvegsstofnunnar HÍ sagði fyrir ráðstefnuna, að hlutverk hennar væri að varpa ljósi á forsendur og afleiðingar þess að taka upp hvalveiðar að nýju. Þetta ætti að vera fagleg og hlutlæg ráðstefna, en ekki stefnumarkandi sam- kunda. Síðustu orðin í þessari saman- tekt á Árni Ragnar Árnason, al- þingismaður og formaður nefndar á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins sem fjallað hefur um hvalamál- in. Hann leggur áherslu á að brýnt sé að íslendingar nýti allar auðlind- ir sjávarins, þ.e.a.s. þær sem þoli nýtingu. Það sé meginástæðan af Islands hálfu og þar sé um þá starf- semi að ræða sem heldur uppi lifs- kjörum á íslandi og ekki um aðrar slíkar auðlindir, eða sambærilegar stórar auðlindir að ræða. Þess vegna sé nýtingin brýn. Það sé ekki brýnt af öðrum sökum því það sé til að mynda ekki ljóst af hálfu vísindamanna að grisjun hvala- stofna sé nauðsynleg. Það sé ekki ljóst. TISKAN1997 Alþjóðleg frístœl, tískulínu, fórðunar, tískuhönnunar, fatagerðar og skartgripakeppni Hótel Islandi 2. mars 1997 Slagorð keppninnar þetta árið er: „HREINT VATN FYRIR ALLA“ DAGSKRÁ Kynnir Gunnlaugur Helgason 10:30 Húsið opnar 11:00 Kcppni í ásetningu gervinagla 11:15 Keppni í leikhúsförðun 12:00 Keppni í skartgripum 12:30 Dómur í ásetningu gerfinagla 13:00 Keppni í dagfórðun 14:15 Dómur í leikhúsförðun 14:00 Dómur í dagförðun 14:30 Keppni í tísku og samkvæmisfórðun 15:00 Keppni í Ijósmyndaförðun 15:00 Keppni í tískulínu 15:40 Dómur í tískulínu 16:15 Kcppni í frjálsum fatnaði 16:00 Dórnur f tisku og samkvæmisförðun 16:30 Dómur í ljósmyndaförðun 16:30 Keppni í kvöld og samkvæmisfatnaði 17:00 Keppni í fantasíunöglum 17:00 Keppni í frístæl 17:20 Kcppni í pcrmancnt og lit 17:00 Kcppni í fantasíuförðun 17:00 Dórnur í tískuskartgrip ársins 17:40 Dómur í frístælkcppni 17:40 Dómur í permanent og litunarkeppni 18:30 Dómur í fantasíunöglum 19:00 19:30 19:45 20:00 20:25 21:00 21:20 21:30 21:40 21:50 22:00 22:10 22:30 22:45 23:00 23:15 Kvöldverður. Kristján Guðmundsson píanótóleikari spilar fyrir matargcsti Forsíðubikar afhcntur Verðlaunaafhending Dómur í fantasíuförðun Fantasíuförðun á sviði Jubilee Africa danssýning Verðlaunaafhending Skartgripasýning Verðlaunafhending Tískuhönnuðir og fatagerðafólk sýna fslenska tísku. Verðlaunafhending Snörurnar kynna nýjan geisladisk Verðlaunaathending Kynnig frá „Komið og dansið“ Verðlaunaafhending Allir á gólfið með „Komið og dansið“ Dinnertónlist: Kristján Guðmundssun Jubilee Africa danssýning Snörurnar kynna nýjan geisladisk og kvnna línudans. Koniið og dansið kynna létta danssveiflu. VITicntling forsíAnhiliaivs Tiskiiskai'f gi*i|iir \erða til synis ■ sói*sfökinii sviiiii$íai'ská|iiim. risliiiliöiiiiiiAiii* ojg fatagcrAai'fólk \oi'Aa incA sói'stakan k.vniiingai* tit* s.vningai'liás allan tlaginn. SYNINGARBASAR: Sebastian • Perma París • ISOS • Heildin • Hercules Sageman •Maria Galland • ÓM Heildverslun • Pétur Pétursson • Schwarzkopf Arctic Trading Company • Maybelline • No Name • Loréal •Árgerði lif • ITELY • higic • Matrix • Krosshamar • Rolf Johansen Nail Stujf • Módelmagasín • Tlte Vniversal Contour W'rap • Darphin-Paris • Alessandro • Textilline •Paul Mitchell • Wella • Sun Glitz Halldór Jónsson w THECITYOF R ■ | REYKJAVÍK 111 WEICOMES YOU * | f auctwmmnmmci - IDrEIi tgMNIÍ - Tímaritið Hór og fegurð - Skúlagötu 54 - 105 Reykjavík - ísland - Sími: 562 8141 - Fax: 562 8141 Verðlaunavefur Verðlaunavefur J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.