Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ sýnir kvikmyndina The People vs. Larry Flynt sem á dögunum hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Leikstjóri er Milos Forman ■■ .. ................................................................. og með aðalhlutverkið fer Woody Harrelson, en þeir eru tilnefndir til Oskarsverðlauna. LARRY Flynt (Woody Harrelson) mætir I réttarsal í herklæðum til að leggja áherslu á baráttu sína fyrir tjáningarfrelsinu. COURTNEY Love leikur Althea Leasure, eiginkonu Flynts, fyrrverandi fatafellu sem smitast af eyðni. Krossferð klámkóngs SNEMMA á áttunda áratugnum við upphaf kynlífsbyltingar- innar í Bandaríkjunum hleypti at- hafnamaðurinn Larry Flynt (Wo- ody Harrelson) af stokkunum tíma- ritinu Hustler sem síðar varð mikið útgáfuveldi, en Flynt hafði þá um skeið rekið nokkra fatafellustaði í Ohio. Hustler þótti hrátt og klám- fengið tímarit og alveg á mörkum alls velsæmis, en það náði fljótlega gífurlegri sölu og færði Flynt og lagskonu hans, fyrrum fatafellunni Althea Leasure (Courtney Love), gífurlegan auð og lifðu þau í alls- nægtum og óhófi á öllum sviðum. Svo fór þó að upp risu öflugir bar- áttumenn gegn klámi og komu þeir því til leiðar að Flynt hlaut dóm fyrir ósiðsemi árið 1976, en það varð til þess að hann hóf hat- ramma baráttu sína fyrir stjórnar- skrárbundnu tjáningar- og prent- frelsi. í hverjum málaferlunum á fætur öðrum notaði Flynt auð sinn til að betjast fyrir þessum réttind- um og eftir að hann lamaðist af völdum skotárásar óþekktrar lejmi- skyttu varð eldmóður hans jafnvel enn meiri en áður. Leiðin lá svo að lokum fyrir hæstarétt Banda- ríkjanna sem einróma dæmdi Flynt í vil og hrósaði hann þá fullum sigri fyrir hönd tjáningarfrelsisins. Framleiðandi The People vs. Larry Flynt er Oliver Stone, en leikstjóri myndarinnar er Milos Forman sem á sínum tíma hlaut Óskarsverðlaunin fyrir One Flew Over the Cuckoo’s Nest (1975) og Amadeus (1984). Forman hefur á ferli sínum tekist að sameina það besta úr bandarískri og evrópskri kvikmyndagerð, en hann er fæddur í smábæ skammt fyrir utan Prag. Þegar hann var níu ára gamall handtók Gestapó foreldra hans og létu þeir síðan lífið í útrýmingar- búðum og ólst Forman upp hjá venslamönnum og fjölskylduvinum. Áhugi hans á leikhúsi og kvik- myndum vaknaði þegar hann var í skóla fyrir munaðarlaus böm, og sérstaklega vöktu gamanmyndir MILOS Forman, leikstjóri myndarinnar, aðstoðar Courtney Love við tökur á einu atriði myndarinnar. þeirra Chaplins og Keatons áhuga hans og vestrar John Ford. Leiðin lá í háskólann í Prag þar sem Form- an lærði kvikmyndagerð og eftir að hann útskrifaðist skrifaði hann fyrsta kvikmyndahandrit sitt og gerði nokkrar stuttmyndir. Fyrstu myndina í fullri lengd gerði Forman árið 1963 og fjallaði hún um ævi tánings í tékkneskum smábæ. Myndin sló í gegn á ýmsum kvikmyndahátíðum og leiddi það til þess að Forman fór í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna. Næstu tvær myndir hans færðu honum enn meiri frama og haustið 1968 þegar hann var að semja um að gera fyrstu mynd sína í Bandaríkj- unum réðust sovéskar hersveitir inn í Prag. Forman fluttist þá til New York þar sem hann gerði Taking Off sem var framlag Bandaríkjanna á kvikmyndahátíð- inni í Cannes 1971 og þar hlaut myndin verðlaun dómnefndarinnar. Næsta mynd Formans var One Flew Over the Cuckoo’s Nest, sem Saul Zaentz (The English Patient) framleiddi, og hreppti hún fímm helstu Óskarsverðlaunin árið 1975, en það ár gerðist Forman banda- rískur ríkisborgari. í kjölfarið gerði hann kvikmyndina Hair (1979) eft- ir samnefndum söngleik og síðan Ragtime (1981). Aftur leiddu þeir Forman og Saul Zaentz saman hesta sína þegar þeir gerðu Amad- eus árið 1984 og hlaut sú mynd samtals átta Óskarsverðlaun. Næsta verkefni Formans var myndin Valmont sem hann gerði 1989 og eftir langt hlé gerði hann svo The People vs. Larry Flynt. Courtney Love hefur sannarlega vakið athygli fyrir leik sinn í The People vs. Larry Flynt, og lengi vel var álitið að hún myndi hreppa tilnefningu tii Óskarsverðlauna fyr- ir hlutverkið. Hún hefur áður leikið í myndunum Feeling Minnesota og Sid and Nancy þar sem hún fór með smáhlutverk, en þekktust er hún fyrir að vera í hópi helstu rokk- tónlistarmanna samtímans. Hún er fædd í San Francisco en ólst upp í Oregon og um skeið á Nýja-Sjá- landi. Hún var strax frá barnæsku staðráðin í að verða rokkstjama og sem táningur þvældist hún víða um heim í leit að frægð og frama. Hún stofnaði svo hljómsveitina Hole árið 1989 og vakti fyrsta plata hennar verulega athygli þegar hún kom út, en næsta plata sló hins vegar rækilega í gegn og náði plat- iníumsölu í apríl 1995, kannski ekki síst vegna þeirrar frægðar sem Love hafði þá öðlast sem ekkja rokkarans Kurt Cobain. Friðarsinni í leit að sjálfum sér WOODY Harrelson, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Larry Flynt, er að áliti margra gagnrýnenda hrokafullur og óáreiðanleg- ur hræsnari þar sem hann leikur gjarnan illmenni í ofbeldisfullum kvikmyndum en segist sjálfur vera friðarsinni og boðberi mannréttinda. Hann reis á tiltölulega skömmum tíma hátt á stjörnuhimni kvik- myndaheimsins vestanhafs og þá sérstak- lega þegar hann lék í mynd Oliver’s Stone, Natural Born Killers (1994), sem varð til- efni hatrammra deilna um ofbeldi í banda- risku samfélagi. í myndinni lék Harrelson fjöldamorðingja, sem ferðast um Banda- ríkin þver og endilöng með kærustu sinni og drepur af iitlu tilefni mann og annan á hrottafenginn hátt. Sjálfur er Harrelson sonur leigumorð- ingja, en faðir hans afplánar nú tvöfaldan lífstíðardóm fyrir tvö morð sem hann framdi. Oliver Stone þekkti sögu hans vel og því þótti það ekki einkennilegt að leik- stjórinn skyldi staðnæmast við Woody Harrelson þegar hann leitaði að leikara til að túlka fjöldamorðingja. Saga föður Woodys Harrelsons varð til þess að hann átti heldur ömurlega æsku, en hann var aðeins sjö ára gamall þegar faðir hans var sakfelldur fyrir morð á kaupsýslu- manni. Hann var einmana og vinafár fram eftir aldri og hefur m.a. kosið að taka á þessum uppruna sínum með því að gerast ákafur friðarsinni. Sem slíkur hefur hann m.a. tekið þátt í aðgerðum friðar- og mannréttindahreyfinga til að mótmæla mannréttindabrotum víða um heim og stuðningi Bandaríkjastjórnar við einræð- issljórnir í S-Ameríku. Woody Harrelson er fæddur í Midland í Texas en flúði uppruna sinn á unglings- aldri og settist að í Ohio og síðan í Indi- ana þar sem hann gekk í háskóla og lauk námi í leiklist og enskri tungu. Þaðan hélt hann til New York til að reyna fyrir sér í listinni. Að liðnu ári hafði Harrelson lítið fengið að gera og var búinn að ákveða að kaupa sér farmiða með lestinni heim þegar hann datt loks i lukkupottinn og bauðst auka- hlutverk í leikriti sem gert var eftir sjálfsævisögulegu handriti Neils Simons, Biloxi Blues. Harrelson þraukaði því í New York og uppskar ríku- lega innan skamms þegar honum bauðst hlutverk bar- þjónsins, nafna síns, í sjón- varpsþáttunum Staupasteini. Það hlutverk færði honum miklar vinsældir sjónvarpsá- horfenda, jafnvel svo að skyggði á aðalbarþjóninn í þáttunum, Ted Danson, og hlaut Harrelson Emmy-verð- laun fyrir, Óskarsverðlaun sjónvarpsleikara. Harrelson er einn tiltölulega fárra sjón- varpsleikara sem hafa náð frama á hvíta tjaldinu en fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í myndinni Wildcats (1986) sem Goldie Hawn fór með aðalhlutverkið í. Meðal annarra leikara i myndinni var Wesley Snipes, sem Harrelson lék síðar á móti í myndunum White Men Can’t Jump (1992) og Money Train (1996). Hann lék svo á móti þeim Demi Moore og Robert Redford í Indecent Proposal (1993) og með Natural Born Killers tryggði hann sig i sessi sem umdeilanleg stjarna i Holly- wood. Meðal annarra mynda sem Harrelson hefur leikið í eru Doc Hollywood, L.A. Story, The Cowboy Way og Kingpin, en næsta mynd hans er The Sunchaser, sem Mich- ael Cimino leikstýrir. Þótt Woody hafi nóg að gera í sjónvarpi og kvikmynd- um togar leikhúsið hann allt- af til sín og hann leikur reglu- lega á Broadway, en þar hef- ur hann m.a. tekið þátt í upp- færslu á eigin leikþætti. Þá þykir hann liðtækur laga- smiður og spilaði hann lengi vel með hljómsveit sem kall- aðist Manly Moondog and the Three Kool Kats og síðar hljómsveitinni Urban Masya. Harrelson er giftur fyrr- verandi aðstoðarkonu sinni sem heitir Laura Louie og hafa þau ásamt tveimur dætrum dregið sig út úr skarkala lífsins og flust á afvikinn stað í regnskógum Costa Rica. Þar leita þau innri friðar með íhugun og hollu líferni, en Harrelson hef- ur sagt að frægðin og velgengnin hafi á sínum tíma einungis fyllt hann tómleika og einmanaleika og það hafi orðið til þess að hann hóf að leita annarra leiða til að öðlast sátt við sjálfan sig og stöðu sína í Iífinu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.