Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu um hvalveiðar í Reykjavík Alþjóða hvalveiðiráðið týndi uppruna sínum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði við setningu alþjóð- legrar ráðstefnu um hagræn og póli- tísk sjónarmið varðandi hvalveiðar í Norður-Atlantshafi, sem haldin var í Reykjavík í gær, að stofnun, sem hefði týnt uppruna sínum, væri í reynd dauðadæmd. Átti hann þar við Alþjóða hvalveiðiráðið, sem ís- lendingar eru ekki lengur aðilar að. Með allri virðingu fyrir ráðinu, hefði ísland engin áform uppi um að ger- ast aðili að því á ný þar sem ráðinu hefði mistekist að fylgja eftir eigin sáttmála. Utanríkisráðherra vitnaði í Ríó- ráðstefnuna, sem stutt hafi eindreg- ið rétt þjóða til nýtingar á eigin auðlindum í samræmi við þeirra eig- in umhverfis- og vaxtarmöguleika. Þar áður hefðu Sameinuðu þjóðimar með Hafréttarsáttmálanum viður- kennt yfirráð þjóða yfir slíkri nýt- ingu innan 200 mílna landhelgi. Að sama skapi hefðu Sameinuðu þjóð- irnar viðurkennt sjávarspendýr sem auðlind og lýst því yfir að þjóðir heims skyldu vinna saman að vernd- un hvalategunda í gegnum viðeig- andi alþjóðlegar stofnanir. íslend- ingar hafi fyllilega tekist á við sínar skuldbindingar hvað þetta snerti og myndu halda áfram á þeirri braut. Ráðherrann sagði að mikið verk væri óunnið í því að uppfræða þá, sem væru beggja blands í afstöðu sinni til hvalveiða og átti hann þar við þann hóp manna, sem væri í reynd með hvalveiðum en kallaði á frekari vísindaleg rök fyrir þeim. Halldór sagði að uppi væm hávær- ar raddir um vemdun allra hvalateg- unda þótt alþjóðleg lög og vísindi sem og nútíma viðhorf í garð sjálfbærrar þróunar séu ótvírætt hlynnt skyn- samlegri nýtingu auðlindanna. Að skipa öllum tegundum í sama líffræðilega flokk hvað varðar nýt- anleika er eitthvað sem þjóðir í norðri, sem eiga allt sitt undir fisk- veiðum, sætti sig ekki við. Engum myndi t.d. koma til hugar að setja á bann við fiskveiðum á heimsvísu þótt þorskstofninn á afmörkuðum svæðum væri í hættu. Nákvæmlega það sama gilti um sjávarspendýr. Engin röksemd væri fyrir því að banna hvalveiðar alfarið þótt tiltekn- ir hvalastofnar séu í hættu. Fimm milljarða tekjur Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, ræddi á ráðstefnunni möguleg áhrif hvalveiða á íslenskan útflutning. í máli hans kom m.a. fram að í besta falli gætu tekjur þjóðarbúsins af hvalveiðum numið allt að fimm milljörðum króna. Meg- inhluti þeirra tekna stafaði einkum af auknum þorskveiðum en beinar útflutningstekjur hvalaafurða gætu numið allt að 1,5 milljörðum, sé tek- ið mið af veiðireynslu áranna 1980 ti! 1985. Þórður tók skýrt fram að þessar tölur mætti ekki taka bókstaflega. Veruleg áhætta væri í því fólgin að taka upp hvalveiðar að nýju þar sem nokkrar af stærstu viðskiptaþjóðum íslendinga væru andsnúnar veiðun- um. Það gæti því haft veruleg áhrif á helstu atvinnugreinar þjóðarinnar, sjávarútveginn og ferðamannaiðnað- inn. Endumýjun Austur- strætis að hefjast GAGNGERAR endurbætur eru að hefjast í Austurstræti, milli Lækj- argötu og Pósthússtrætis. Skipt verður um hellur og allar lagnir í götunni, sem verður lokuð um- ferð þar til verki er lokið, þ.e. fram til 7. júní ef áætlun stenst. „Þetta verður mikill sprengur,“ sagði verktakinn, Arnar Krist- jánsson, í samtali við Morgunblað- ið. Reykjavíkurborg gerði samn- inginn við Amar Kristjánsson ehf. að loknu útboði þar sem fyrir- tækið átti næstlægsta boð; um 23 m.kr. sem er u.þ.b. jafnhátt og kostnaðaráætlun. Arnar sagði að um það bil 10 manns myndu vinna við verkið. Um er að ræða um 1.800 fermetra hellulögn og undir henni verður skipt um hitalagnir, þar á meðal snjóbræðslulagnir, svo og raf- magns- og símalagnir. Einnig verða sett ný niðurföll. Arnar Kristjánsson og hans menn hafa komið sér upp bæki- stöð á Lækjartorgi, fyrir framan Dómhúsið. Til þess að auðvelda gangandi vegfarendum umferð um götuna verður verkið þannig unnið að fyrst verður norðurhluta Austurstrætis rifinn upp og end- umýjaður og síðan suðurhlutinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Sveinsson stjórnarformaður íslenska járnblendifélagsins hf. Fulltrúar Elkem voru afar ósveigjanlegir JÓN Sveinsson, stjórnarfomiaður íslenska jámblendifélagsins, segir að stjómendur Elkem hafi verið afar ósveigjaniegir í viðræðum um stækk- un Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Þeir hafi í raun hald- ið sig allan tímann við upphaflega kröfu um aukinn hlut Elkem í verk- smiðjunni á verði sem íslenska ríkið hafí ekki getað sætt sig við. „Við komum til fundarins vitandi að þetta gæti færið á hvom veginn sem var, en við vomm undir það búnir að leggja í töluverða vinnu til að ná niðurstöðu. Það kom samt til- tölulega fljótt í ljós að Norðmennirn- ir voru ekki tilbúnir að fallast á þau sjónarmið sem við vorum búnir að leggja fram á okkar síðasta fundi þannig að það var okkar mat að það væri enginn tilgangur að halda þessu áfram. Þeir voru út af fyrir sig sam- mála því.“ Jón sagði að það mætti segja að íslensku fulltrúamir hefðu átt frum- kvæði að viðræðuslitum. „Það hafa engar breytingar orðið á þeirra hug- myndum eða tillögum. Við höfum komið fram með tillögur og breyting- ar. Á okkar síðasta fundi komum við fram með tilboð sem voru nánast okkar lokatilboð og væntum þess að það yrðu einhver við- brögð við því, en þegar það varð ekki fannst okkur ekki ástæða til að halda þessu áfram.“ Mismunandi verðmætamat Jón sagði að það væri grundvallarágrein- ingur milli íslenska rík- isins og Elkem um mat á verðmæti hlutabréfa í Jámblendifélaginu. Samkomulag um þetta atriði væri forsenda fyr- ir stækkun verksmiðj- unnar. „Við buðum Elkem að ef fjórði bræðsluofninn kæmi til gæti fyrirtæk- ið komist í meirihluta, en þar var einn- ig byggt á ákveðnum verðforsendum, þ.e. með hvaða hætti tiltekinn hluti ríkisins gengi yfír til Elkem. Elkem var hins vegar ekki tilbúið að fallast á verðhugmyndir okkar í því efni. Við ræddum einnig að ef ekki kæmi til byggingar þessa fjórða ofns verksmiðjunnar, sem stjórnendur El- kem voru með hugmyndir um, gætu þeir samt orðið meirihlutaaðili í verk- smiðjunni árið 1999 ef þeir sam- þykktu að kaupa tiltek- inn hluta ríkisins á markaðsverði á þeim tíma. Þeir féllust heldur ekki á þetta. Þeir vildu leggja til grundvallar ákveðna verðforsendu miðað við verðlagningu þeirra á fyrirtækinu í dag og það sættum við okkur ekki við.“ Stjórn Landsvirkjun- ar samþykkti sl. fímmtudag viljayfirlýs- ingu um raforkusölu til J ámblendifélagsins vegna byggingar fjórða og fimmta ofnsins. Jón sagði að þetta virtist ekki hafa haft nein úrslitaáhrif á afstöðu Elkem. Jón sagði að fundur yrði haldinn í stjórn Járnblendifélagsins á næstu vikum til að skoða þetta mál í heild sinni. „Sú staðreynd liggur fyrir að allir eignaraðilarnir voru sammála um að það væri hagkvæmt að ráðast í þessa stækkun. Þess vegna fínnst manni, sem fulltrúa meirihlutaaðil- ans, hart að 30% eignaraðili skuli geta stöðvað slíka ráðstöfun." Jón sagði að ríkisstjómin hlyti í framhaldi af þessu að þurfa að taka afstöðu til þess hvaða áhrif þessi niðurstaða hefði á þá stefnu hennar að selja eignarhlut ríkisins í Jám- blendifélaginu. „Það má hugsa sér að ríkið setti bréf verksmiðjunnar, hluta þeirra eða þau öll, á almennan markað, en þá eiga hinir eignaraðil- amir, Sumitomo og Elkem, forkaups- rétt að bréfunum. Þá er það mark- aðsverðið sem ræður og fyrirtækin þyrftu að vega það og meta hvort bréfín fengjust fyrir viðunandi verð.“ íslenska ríkið getur selt í upphaflegum samningi eignarað- ilanna voru ákvæði um að íslenska ríkið mætti ekki selja sinn hlut fyrstu 15 ár samningsins nema með sam- þykki hinna eignaraðilanna. Þessi tími er liðinn og því getur íslenska ríkið tekið ákvörðun um að selja sinn hlut án samþykkis hinna hluthaf- anna. Jón sagðist ekki vita hvar Elkem ætlaði að byggja upp kísiljárnfram- leiðslu sína í framtíðinni. Hann sagði að Elkem hefði ekki látið í ljós áhuga á að selja sinn hlut í Jámblendifélag- inu. Markaðssamningur Járnblendi- félagsins við Elkem gilti til ársins 2004. Sala á framleiðslu fyrirtækis- ins væri tryggð til þess tíma. Jón Sveinsson eða njóta ►Frá vísindalegu sjónarmiði virð- ist fátt því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar og nýtingu þessara mik- ilfenglegu skepna hafsins á ný, en til eru önnur sjónarmið, bæði til- finningalegogfjárhagsleg. /10 Kína eftir Deng ►Kínveijar standa á krossgötum. Mun efnahagslífið halda áfram að batna eða tekur óvissan við? /12 Saf nskólar eða hverf- isskólar? ►Á Akureyri og víðar er nú rök- rætt hvort allir gmnnskólar eigi að vera hverfisskólar í stað þess að áður voru starfandi hverfisskól- ar og einn safnskóli fyrir unglinga- stig. /18 Gúrkuvodki til Bretlands ►í Viðskiptum/Atvinnulífl á sunnudegi er rætt við Árna Helga- son, framkvæmdastjóra Catco hf. er framleiðir og selur íslenskt brennivín og fleiri áfengistegundir. /24 i_________________________ ► 1-32 Ég veit hvað tónlist- in hefur gefið mér ►Jónas Ingimundarson píanóleik- ari á að baki mikið starf í þágu tónlistar á íslandi. Jónas segir frá uppvaxtarárum, tónlistarnámi og hvetjum augum hann líturtónlist- arlíf samtímans. /1-5 Menning er auðlind ►Björn G. Bjömsson hefur komið víða við allt frá því hann hætti í Savannatríóinu. Hanntelur menn- ingu íslands vanmetna uppsprettu auðs. /8 Aðeins sá hæsti er eftír ►Hluti af undirbúningnum er að fara í fjallaferðir hér innanlands og reyna búnað sem notaður verð- ur í leiðangrinum. Morgunblaðið slóst með í eina slíka för. /14 c FERÐALOG ► 1-4 Montafon ►Þessi dalur vestast í Austurríki er tilvalið skíðasvæði fyrir fjölskyl- dufólk. /2 Ferðapistill ► I'jöldaferðamannalandið ísland? Erlendir ferðamenn í íslenskri náttúru vara íslendinga við of hraðri uppbyggingu. /4 13 BÍLAR_________________ ► 1-4 Á Cherokee niður Sunset Boulevard ►Nýr Jeep Cherokee var kynntur evrópskum blaðamönnum í sólinni í Kalíforníu á dögunum. /2 Reynsluakstur ►Opel Vectra langbakur í mörg- um útgáfum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fólk í fréttum 44 Reykjavíkurbréf 28 Bió/dans 46 Skoðun 30 Útvarp/sjónvarp 510 Minningar 32 Dagbók/veður 85 Myndasögur 40 Gárur fib Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 0b Idag 42 Dægurtónl. I2b Brids 42 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.