Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 51. TBL. 85. ARG. SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Ásdís Vertíðin í fullum gangi VETRARVERTÍÐ stendur nú sem hæst. Aflabrögð hafa verið góð og eru margir bátar langt komnir með þorskkvótann. Það er af sem áður var þegar bátar kepptust um að koma með sem mestan afla að landi. Blóðug átök í Albaníu Vlore. Reuter. ÆSTIR mótmælendur, vopnaðir skamm- byssum og rifflum, völsuðu um götur suður- albanska hafnarbæjarins Vlore í gær, eftir að sex manns að minnsta kosti biðu bana og 22 slösuðust í átökum múgs og lög- reglu á föstudagskvöld og aðfaranótt laug- ardagsins. Kveikt var í höfuðstöðvum leyni- lögreglunnar, og tveir eða þrír liðsmanna hennar drepinn af múgnum. Skotbardagi milli mótmælenda og lögreglu hafði geisað í tvær klukkustundir áður en múgurinn náði byggingu leynilögreglunnar á sitt vald. Þar stal hann miklu magni skotvopna og skotfæra áður en eldur var borinn að bygg- ingunni. Á veginum milli Vlore og höfuðborgar- innar Tirana settu borgarar upp vegar- tálma til að sýna samstöðu með uppreisn- armönnum í Vlore. Samkvæmt óstaðfestum fregnum sáust tveir herbílar í ljósum logum við Lushnje, 80 km suður af Tirana. Stúdentar í hungurverkfalli Ástandið í Vlore hefur verið eldfimt und- anfarnar vikur vegna gífurlegrar óánægju íbúa þar, sem margir hveijir misstu aleig- una er svokallaðir píramíta-sjóðir urðu gjald- þrota, en við þá hafði fólkið bundið vonir um skjótfenginn gróða. Fyrir tíu dögum hófu 42 stúdentar í bænum hungurverkfall til að ýta undir kröfur íbúanna í garð stjóm- valda. Ofbeldið á föstudagskvöld brauzt út eftir að sá kvittur komst á kreik, að lög- regla hefði stungið stúdent með hnífi fyrir utan háskólann. Var þetta nóg til að hleypa ofbeldisöldunni af stað. Á laugardagsmorgun logaði enn í hlutum leynilögreglubyggingarinnar. Um 2.000 manns á ýmsum aldri, nær allir vopnaðir, söfnuðust saman um morguninn við háskól- ann, og minntust með einnar mínútu þögn „píslarvotta lýðræðisins“, sem fallið höfðu í átökunum um nóttina. Andrúmsloftið var rafmagnað og gert ráð fyrir að það héldist svo yfir helgina. 80 ár frá valdaafsali Jekaterínburg. Reuter. ÁTTATÍU ár eru liðin í dag frá því síð- asti keisari Rússlands, Nikulás II, afsal- aði sér krúnunni í þeirri von að það mætti verða til þess að koma í veg fyrir að borgarastríð brytist út í hinu víðfeðma ríki. Valdaafsal hans, sem fram fór í einmana- legum járnbrautarvagni nærri Pskov 2. marz 1917, varð ekki sá tímamótaviðburð- ur sem sumir höfðu vonazt til að binda myndi enda á aldalanga kúgun í Rúss- landi. Hófsömu umbótasinnarnir, sem knúðu keisarann til að stíga þetta skref, urðu sjálfir fórnarlömb bosévíka um hálfu ári seinna. í júlí 1918 tóku síðan bolsévík- ar alla keisarafjölskylduna af lífi í Jekater- ínburg í Úral-fjöllum, þar sem Borís Jelts- ín, Rússlandsforseti, var ríkisstjóri á Sov- éttímanum. Hann lét rífa húsið þar sem keisarafjölskyldan var myrt. Harður jarð- skjálfti í Kína Peking. Reuter. HARÐUR jarðskjálfti reið yfir Jiashi-hér- að í Norðvestur-Kína í gærmorgun, með þeim afleiðingum að um 1.500 hús hrundu og að minnsta kosti einn lét lífið. Styrkleiki skjálftans var 6,0 á Richters- skalanum. Á sama svæði urðu 50 manns fómarlömb jarðskjálfta í janúar síðast- liðnum. Mikil jarðskjálftavirkni er um þessar mundir í Mið-Asíu og Vestur- Kína. Að minnsta kosti 350 manns fór- ust og 1.600 slösuðust í jarðskjálfta í Norður-íran á föstudag, að sögn íranska ríkissjónvarpsins í gær. Eiturlyfjabar- ón sleppur HUMBERTO Garcia Abrego, einn um- svifamesti eiturlyfjabarón Mexíkó, slapp úr greipum lögreglunnar seint á föstu- dag, nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið að veita Mexíkó „vottun“ sína sem lands sem sýn- ir fullnægjandi samstarfsvilja í baráttunni við eiturlyfjaframleiðslu og -smygl. Garc- ia er bróðir Juan Garcia Abrego, sem stýrir stærsta eiturlyfjasmyglhring Mexí- kóflóans. Hann situr nú inni, en verið var að yfirheyra bróðurinn vegna peninga- þvættis og annarra sakargifta tengdum smyglstarfseminni. Mikill pólitískur þrýstingur var á stjórnina að veita Mexíkó ekki þessa „vottun“ vegna útbreiddrar spillingar í mexíkóska embættismannakerfinu. Þau lönd, sem ekki hljóta hina árlegu „vott- un“ og lenda á svörtum lista sæta við- skiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. HVALIR Aðnýta eða njóta? 10 Togast á um safn- skóla eða hverfis- skóla 18 24 GÚRKUVODKI TIL BRETLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.