Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 33 MINNINGAR hressust. Við áttum góðar samveru- stundir, og þú og börnin mín, það er erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að fara í Asparfellið í heimsókn til þín þegar við komum heim. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku amma, og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, hjá Guði. Þitt bamabarn, Auður. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana ömmu. Hún ólst upp í Meðallandinu í barnmargri fjölskyldu sem ekki hafði úr miklu að moða og ung að árum var hún send að heiman, á nærliggjandi bæ, að vinna fyrir sér. Hún sagðist oft hafa grúft sig í sængina og grátið í hljóði enda innan við tíu ára göm- ul. Seinna meir sætti amma öðrum áföllum í einkalífinu og enn bar hún tilfinningar sínar í hljóði eins og ef til vill er títt um fólk af hennar kynslóð. Er ég hugsa til baka þá á ég svo notalegar minningar úr Selásn- um hjá ömmu, hún var nefnilega svona hálfgerður „helgarpabbi" okkar Steina. Þar fengum við litlu pjakkarnir ýmislegt að stússa og svona eftirá er ég alveg hissa á hvað hún leið okkur. Snerum við stundum öllu við, stólarnir urðu að fínustu bílum, gamla saumavél- in uppi á lofti var iðulega í aðalhlut- verki í mömmuleiknum og allir „fjársjóðirnir“ sem við fundum í háaloftsgeymslunni komu oft að góðum notum. Á sumrin voru drullubúin sett upp og í þá daga var Selásinn sveit sem bauð upp á óendanlega möguleika til leikja. voru hlutverkaleikirnir í hávegum hafðir og þegar við Siggi frændi höfðum ákveðið að við værum ungt par í fjölskyldunni, Nonni og Kiddý, var Steini, sem var þó nokk- uð yngri en við, settur í hlutverk Rögnu ömmu. Hún var sko ekki undanskilin! En best af öllu var að fá að gista ein hjá ömmu. Þá leið manni eins og prinsessu, undir sæng í sófanum við hliðina á fína stólnum hennar. Saman horfðum við á „kanann" og mauluðum eitthvert gotterí úr stóra skápnum og pijónarnir hennar ömmu tifuðu því hún var síprjón- andi lopapeysur og var ég viss um að hún væri búin að pijóna svona allavega þúsund peysur. Hún kenndi mér líka á pijónana og var ég ægilega montin með afrakstur- inn. Amma hafði lag á að láta litlum börnum líða vel í návist sinni enda spyr lítill langömmustrákur iðulega hvort við ættum nú ekki að heim- sækja hana ömmu löngu í stóra húsinu með lyftunni, hann á von- andi eftir að muna eftir henni þó ungur sé. Amma gerði aldrei neinar kröfur á aðra og fannst alltaf allir hafa svo mikið fyrir sér. Það var gaman að vera samvistum við hana, hún sagði svo skemmtilega frá, var al- veg stálminnug á aílt og veit ég að hennar minni bar mjög af mínu þó hálf öld væri milli okkar í aldri. Mér fannst alltaf jafnótrúlegt hve vel hún var að sér um íjöll og firn- indi á landinu okkar því fæsta stað- ina hafði hún séð með eigin augum heldur lesið sér til og skoðað kort og þannig ferðast í huganum. Þrátt fyrir veikindi og oft á tíðum mikla vanlíðan kvartaði Ragna amma aldrei heldur gaf sér alltaf tíma til samveru og spjalls og var stutt í glettnina því kímnigáfu hafði hún í ríkum mæli. Henni þótti inni- lega vænt um allt sitt fólk og var áhugasöm um hvað hver og einn var að aðhafast og fylgdist með okkur. Það verður tómlegt að heyra ekki oftar í henni en nú á kveðju- stund langar mig að þakka henni ömmu af öllu hjarta alla hennar ástúð og vináttu. Guð geymi þig. Hulda. Amma Ragna, eins og við kölluð- um hana í Fjarðarásnum, var í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég kynnt- ist henni þegar ég var lítil stelpa. Síðan æxlaðist það þannig að leiðir okkar lágu saman í lífinu. Þetta var merkiskona, vel gefin og skemmti- leg. Mér þótti á seinni árum vænt' um að sjá hana í heimsókn í sumar- húsi okkar fjölskyldunnar á Breiða- bakka. Um leið og ég samhryggist sonum hennar, tengdadætrum og barnabörnum, þakka ég henni allt sem hún var mér. Guðlaug Steingrímsdóttir. Crfisclrykkjur GflPi-mn Sími 555-4477 lÍMN PÍN UQQUP í LOFTINU ER RAKASTIGIÐ ORUGGLEGA I LAGI A ÞINNI SKRIFSTOFU EÐA ÞÍNU HEIMILI? Raka- og hitamælir lllll A RAKATÆKIN FRA BIONAIRE EIMA VATNIÐ OG ÞVÍ ENGIN HÆTTA^Í. SÝKLAMYNDUN. Verð kr. 1. BIONAIRE RAKATÆKI UHBOt>SM£NN Verð frá kr. 5.715 lilOW/AtlUi - UYiUli bLLvt/Á ULLLLU 8.[L4LTPvT,L,A8Tl[? VöhUeigur 3, Mosfellsbær. Simi 56Ó-S300 Allar tölvur eru internettengdar um háhraðagátt Fyrsta flokks leiðheinendur UpplýsinQatækni fyrir byriendur Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur. Windaws 957 Word 97, Excel 97, og notkunarmöguleikar Internetsins. Samtals 72 kennslustundir. Ný námsgögn fylgja. Bjóðum upp á Visa & Euro raðgreiðslur Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn ------------------------------------------------------------------------------- Hólshrauni 2 • 220 Hafnarfirði • Sími 555-4980 • Fax 555-4981 • skoli@ntv.is RÝMINGARSALA ALDARINNAR Nú líður að lokum, verslunin hættir, meiriháttar afsláttur. Barna íþróttagallar Fullorðins bómullargallar Barna íþróttaskór Fullorðins íþróttaskór verð kr. 1.990. verð kr. 1.990. verð kr. 1.490. verð kr. 1.990. Úlpur - Skíðagallar - Skíðabuxur - Regnfatnaður ofl. ofl. m ^Vfgreiðslutími: Mánudaga-föstudaga kl. 10-18. Laugardaga kl. 10-16. »hummel SPORTBÚÐIN Nóatúni 17, sími 511 3555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.