Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ K 1INVERJAR standa á krossgötum, valdabar- átta kynslóða blasir við og breytinga má vænta á öllum sviðum í þessu fjölmenn- asta ríki heims. Yfirborðið er slétt og fellt, sjáifskipaðir keisarar telja stöðu sinni borgið og að undirgefin þjóðin muni ekki styggja volduga menn á borð við Jiang Zemin eða aðra félaga hans. Ef þessar álykt- anir eru réttar mun heimsbyggðin sennilega sjá þetta stórveldi vaxa og dafna sem eitt af stærstu efna- hagsveldum framtíðarinnar. En séu þær rangar gæti kínverska efna- hagseimreiðin farið að hökta og óvissa blossað upp með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Nú hefur Deng Xiaoping, höfuð- smiður þeirra stórvægu breytinga, sem nú eiga sér stað í kínversku efnahagslífi, yfirgefið sviðið. Á þessum tímapunkti er við hæfi að spyija hvort ekki sé komið hið viðkvæma tímabil sem kalla má „árin eftir Deng“, hvort nú fari í hönd tímabil togstreitu, valdabaráttu og óstöðugleika. Þrátt fyrir að Deng hafi ekki gegnt neinu opinberu hlutverki um háa herrans tíð, er ljóst að hann var þungamiðjan í kínversk- um stjórnmálum. Hvert færist þessi þungamiðja nú? Kynslóðaskipti og leiðtogaefni Kínverja Deng var faðir þeirra kyn- slóða sem nú taka við, faðir sem ræktaði með þeim stjóm- unarhæfíleika, hæfileika til að fara með völdin, halda þeim og veija. Þrátt fyrir markvisst uppeldi hafa mörg eftirlætis- böm hans orðið uppvís að spill- ingu og þannig fallið af stalli a sviði kínverskra stjómmála. Jiang Zemin, aðalritari kín- verska kommúnistaflokksins frá árinu 1989, er eitt þessara bama hans sem hafa náð að söðla um og ná tökum á því valdakerfí sem Deng hafði yfír að ráða. Hann hefur ekki orðið uppvís að spillingu og þess vegna haldið velli. En hefur Jiang öll trompin á hendi? Kínversku þjóðlífi er nú þannig farið að þrátt fyrir langan svefn hins aldna leið- toga byggði þjóðin ætíð traust sitt á hugmyndum um öflug- an leiðtoga, föður þjóðarinnar sem var um leið bjargvættur hennar. Með þeim hætti var heil þjóð á hveijum tíma und- ir einn mann sett, mann eins og Mao Zedong er frelsaði þjóðina og mann eins og Deng Xiaoping er gaf þjóðinni von- ina í gjöf, von um bjarta fram- tíð. Nú er óvíst hvort Jiang Zemin hafi eitthvað að bjóða annað en að halda í horfinu þeirri uppbyggingu, sem nú á sér stað í efnahagslífi þjóðarinnar, þá hugs- anlega á kostnað minnihlutahópa og til hagsbóta fyrir Han Kínveija er sinna öllum mikilvægustu emb- ættum ríkisins. Segja má að á með- an Deng var á lífi hafi hann frekar verið nokkurs konar stofnun fremur en lifandi persóna sem hafði bein ítök og áhrif í kínverskum stjórn- málum. Við fráfall Dengs vakna þijár lykilspurningar: Hver verður næsti leiðtogi Kína?, Hvaða kynslóð mun falast eftir völdum? Hvernig mun ríkistjórnin verða mótuð og í hvaða átt verður stefnt við stjórnun lands- Kínaeftir DENG Kínverjar standa á krossgötum. Mun efnahaffslífíð halda áfram að batna eða tek- ur óvissan við. Sveinn Óskar Signrðsson fjallar um horfur í Kína eftir fráfall Dengs Xiaopings. einstaklingar, leiðtogaefni svokall- aðrar íjórðu kynsióðar, sem eru tæknisinnaðri, hlynntari fijálsum markaði, hófstilltari í pólitík og vestrænni í hugsun. Þessi kynslóð er nú á fertugsaldri og fær stöðugt meiri völd. Því hraðari sem upp- bygging efnahagskerfisins verður og þíðan meiri í samskiptum Kín- veija við erlenda aðila, þeim mun erfíðara mun verða fyrir hina rót- grónu þriðju kynslóð að reiða sig á gömlu liugmyndafræðina og slag- orð þjóðernissinna. Jafnframt mun þungamiðjan færast í átt til fijáls- lyndari kynslóðar, þ.e. þeirrar fjórðu. Asískt umboðsvaldakerfi LÖGREGLUÞJÖNN stjórnar umferð í Peking með veggmynd af Deng Xiaop- ing heitnum í baksýn. Hvert stefnir Kína eftir fráfall leiðtogans? ins? Ýmsar tilgátur hafa komið fram um allar þessar spurningar. Það er ógerningur að sjá hver fái mikilvægasta starfíð, en hver sem það verður mun hann aldrei geta orðið leiðtogi á borð við Mao Zedong og Deng Xiaoping. Sú nið- urstaða er ekki byggð á vangavelt- um heldur stöðunni í Kína. Menn á borð við Roosevelt, Tru- man, Eisenhower, Churchill og de Gaulle voru hertir í eldi seinni heimsstyijaldarinnar. Með sam- bærilegum hætti komu fram menn eins og Mao og Deng í byltingunni í Kína. Því mætti ætla að stjóm Kína yrði hér eftir dreifð á meða! margra leiðtoga og stefna þeirra yrði í auknum mæli háð erlendum stuðningi og samþykki aðals og hástéttarfólks heima fyrir, fremur en dálæti þjóðar og trú á einn ein- stakling. Hugmyndafræðileg tilhneiging nýrrar kynslóðar leiðtoga í Kína einkennist meira af metnaði en fyr- irrennara þeirra, hinna „ódauðlegu" sem reyndust dauðlegir eftir allt saman. Jiang, Li Peng forsætisráð- herra og Zhu Rongji aðstoðarfor- sætisráðherra, eru af hinni svoköll- uðu þriðju kynslóð, sem er að stór- um hluta sprottin úr sovéskum jarð- vegi, rafmagnsverkfræðingar menntaðir í Moskvu. Hins vegar eru til í mörgum stofnunum ríkisins Fyrir um 20 árum töldu Banda- ríkin framtíð Suður-Kóreu í_ upp- námi eftir Park Chung Hee. Óttast var að allt færi í bál og brand og að umskipti yrðu á hugmyndafræði- lega sviðinu. Þrátt fyrir að hræðsluáróðurinn hafí haft áhrif á æðstu stöðum í land- inu var stefnu Parks i efna- hags- og utanríkismálum veitt brautargengi og aldrei ógnað. Hið sama gildir um Taiwan eftir daga Chiang Kaishek, Singapore eftir daga Lee Kuan Yew og Thailand eftir daga Prem Tinsulan- onda. Ástæðurnar fyrir því að stöðugleiki hélst í Kóreu eru ýmsar en meðal annars sú að þjóðin var á barmi hungur- sneyðar í margar kynslóðir og leiðtogarnir urðu á þeim tíma að þola mikla niðurlæg- ingu. Þeir höfðu fikrað sig áfram með ýmsar stefnur í stjórnmálum en engin þeirra bar árangur. Undir stjórn Parks fundu þeir töfralausn- ina, sér-austurlenskt, mið- stýrt efnahagskerfi og svo- kallað asískt umboðsvalda- kerfi með áherslu á útflutning í markaðsvæddu hagkerfi. Vegna giftusamlegra stjórn- arhátta tókst að forðast hungursneyð og sneiða hjá styijöld. Tímar niðurlæging- arinnar voru liðnir og eftir stóð þjóðin styrkari fótum, stolt og tilbúin til átaka á alþjóðlegum mörkuðum. Þeim leiðtoga, sem myndi vilja hverfa til daga Syngman Rhee, Chang Myon eða Yi keisaraættarinnar, ellegar reyna stjórnarhætti með ein- hveijum róttæklingum, yrði einfaldlega hafnað jafnt af valdastéttinni sem meirihluta þjóðarinnar. Kína hefur færst frá mið- Reuter stýrðu kerfí yfir í það sem kalla má asískt umboðsvalda- kerfi, kerfi þar sem valdi er dreift til umboðsmanna stjómvalda víða um landið, embættismanna sem kalla má nokkurs konar lénshöfðingja. Vald- dreifing á sér stað um allt landið, til borgarstjórnar Shanghai og fylk- isstjórna. Innan þessara svæða verður einnig valddreifing þar sem bæði embættismenn og stjórnendur ríkisfyrirtækja verða að axla meiri ábyrgð en áður þekktist. Stjórnend- ur viðkomandi fylkja bera síðan fulla ábyrgð á sínum gjörðum, stýra fjármáiakerfí viðkomandi svæðis og hafa einnig völd til að auka frelsi fólks, bæði í viðskiptum og í dag- legu amstri. Fólk getur nú klæðst eins og því sýnist og skipst á skoðunum við nágranna sína. Hver og einn getur KVOLDNAMSKEIÐ I SJALFSDALEIÐSLU HUGEFLI Haldið í Háskóla íslands Lögbergi - 5. Mars kl. 19 Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáieiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. ítarleg námsgögn og djúpslökunarspóla fylgja. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur. A Hætt að reykja, náð stjórn á mataræði og náð kjörþyngd. A Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og viljastyrk. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. A Losnað við prófskrekk og bætt námsárangur. Námskeiðið verður haidið á hverju miðvikudagskvöldi í 4 vikur. Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson NLP Pract. Sendum bækling ef óskað er. Innritun og nánari upplýsingar í síma: 587-2108 Skilaboðasími: 898-3199 valið sitt eigið lífsmynstur, skipt um starf, hlýtt á andstæðar sköðan- ir og deilur milli leiðtoga landsins. Nú geta Kínveijar valið milli manna í kosningum á ákveðnum svæðum, þó ekki i kosningum á landsvísu. Þeir geta flust á milli landsvæða og ferðast, þó með takmörkuðum hætti. Hver sá sem treystir sér til getur hafið rekstur og stundað við- skipti. í raun er nú nokkuð mikið athafnafrelsi, en línan er dregin við það sem talið er bein ógnun við yfirvöldin í landinu. Kína og umheimurinn - mannréttindamál Mannréttindi í Kína hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu og nú er spurt hvaða stefna verði tek- in í þeim málum að Deng látnum. Bandaríkin, sem og önnur ríki, ættu umfram allt að halda góðum tengsl- um við Kína. Þessi ríki ættu ekki að verða til þess að skapa óróa meðal Kínveija með viðskiptastríði eða -þvingunum heldur reyna ætíð að ná samningum eins og gert hef- ur verið til þessa. Viðskiptastríð myndi kollvarpa öllum umbótum og gæti valdið allsheijar hungursneyð í Kína og víðar. Skollið gæti á kreppa um allan heim. Sökum þessa eru samningaumleitanir afar mikil- vægar þó að vissulega verði að veita aðhald. Hvað mannréttindamál varðar, er vissulega mikilvægt að halda uppi fána réttlætis og almennra mannréttinda á borð við prentfrelsi og málfrelsi. Einnig er nauðsynlegt að viðhalda réttmætum kröfum minnihlutahópa um frelsi og full- veldi frá drottnurum sínum. Hins vegar verður hver og einn að gera sér grein fyrir eðli þjóðarvitundar Kínveija, ástandi landsins í heild og draga svo ályktun út frá því. Það er kraftaverk hvernig til hefur tekist í þessu ijölmennasta ríki ver- aldar. Þá velmegun sem hefur orðið í Kína má telja eitt stærsta mann- réttindaskref sem stigið hefur verið á þessari öld. Nú hafa Kínveijar eitthvað að bíta og brenna eftir margra alda baráttu. Sterkir leiðtogar - ágreiningur og áherslumunur Fyrir utan nýlenduna Hong Kong hafa sterkir leiðtogar í hveiju ríki fyrir sig staðið á bak við uppgang og þenslu og þeir síðan fengið stuðning og samhljóm í valdastétt- inni. í öllum tilvikum hefur stefna valdhafanna leitt til þess að valdið hefur færst frá miðstýringu til umboðsmanna eða lénsherra víðar innan landanna. Þetta hefur verið á annan veg í flestum Afríkuríkjum og í löndum Suður-Ameríku, sem og í Indlandi og á Filippseyjum, þar sem ekki hefur tekist að mynda samtaka og einarða valdastétt. Hins vegar hefur þessu verið þannig far- ið í Kína, sem og mörgum öðrum Asíuríkjum, að eining valdastéttar- innar um stefnu í efnahagsmálum hefur leitt til meiri árangurs á stjórnmálasviðinu. Þetta hefur með- al annars orðið til þess að efla vald- hafana. I Kína er víðtæk samstaða um hvaða stefnu beri að fylgja til að reisa þjóðina úr hungursneyð og niðurlægingu. Kjami stefnunnar er hin mikla áhersla á þróun efnahags- mála og skilvirkt markaðshagkerfí. Meðal 50 helstu leiðtoga landsins er enginn sem vill taka aftur land af bændum eða loka hagkerfinu fyrir útlendingum. Enginn vogar sér, eins og gerðist í Sovétríkjunum fyrrverandi, að styrkja óhóflega rík- isfyrirtæki með fjármagni frá hinu opinbera þar til landið verður gjald- þrota. Öll tilhneiging er í þá átt að vörur gangi kaupum og sölum á markaðsverði, fjármálakerfið verði þróað, samkeppni aukin, hagkerfið opnað og ríkisfyrirtæki endurskipu- lögð. Vissulega er áherslumunur í mörgum mikilvægum málum. íhaldsmenn, eins og Li Peng, eru talsmenn umbóta í landinu, með hógværum hætti þó. Telja þeir að fara verði varlega þar sem þeir ótt- ast að félagslegur stöðugleiki og verðbólga geti farið úr böndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.