Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 fHtftgtmHtifclfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. „Veldur hver á heldur“ Spakur maður sagði eitt sinn að hver þjóð fengi það þing sem hún ætti skilið. Þessi staðhæfing styðst við þá staðreynd að Alþingi er þjóð- kjörið. Þar af leiðir að líta má á þingið sem þverskurð og spegilmynd af þjóðinni, sem það kýs. í löndum lýðræðis og þing- ræðis eru kosningar einn höf- uðþáttur þegnréttinda. Þær hafa tvíþættan megintilgang. í fyrsta lagi kveða kjósendur upp dóm yfir pólitískri stjórn- sýslu í þjóðfélaginu liðið kjör- tímabil — og afleiðingum hennar. í annan stað leggja þeir línur um framvindu mála, bæði til næstu framtíðar og lengri tíma. Fólk svarar því til dæmis með atkvæði sínu, hvern veg Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki, sem bera stjórn- sýslulega ábyrgð á þjóðar- búskapnum liðið kjörtímabil, hafi að þess dómi tekizt að „telja niður" verðlag í landinu. — Verðbólga var um 60% í upphafi valdaferils þessara flokka, en stefnir í yfir 100% í lok hans. Hvert er rekstraröryggi at- vinnuvega og atvinnuöryggi almennings, sem eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu, í lok kjörtímabilsins? Undir- stöðuatvinnuvegir eru reknir með vaxandi tapi, ganga á eignir og safna skuldum. Þjóð- arframleiðsla og þjóðartekjur, sem lífskjörum ráða, hafa rýrnað — og atvinnubrestur sagt til sín í fyrsta skipti um langt árabil. Við þessar að- stæður hafa stjórnarflokkarn- ir hert skattheimtu, ekki sízt verðþyngjandi gjalda, þ.e. toll- afgreiðslugjalds, benzíngjalds, vörugjalds og söluskatts. Hver hefur þróunin orðið í viðskiptajöfnuði og skulda- stöðu erlendis? Viðskiptahall- inn og skuldasöfnunin stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar í hættu. Erlendar skuldir nema um hálfri millj- ón króna á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Hvernig hefur verið búið að ungum húsbyggendum? Hús- næðislánakerfið hefur verið svipt tekjustofnum sínum, lánum hefur fækkað og þau stórlega lækkað sem hlutfall af byggingarkostnaði. Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur hafa farið með pólitíska stjórn í þjóðfélaginu í rúm fjögur ár. Er afrakstur- inn sá að ástæða sé til að framlengja vinstri völd í land- inu? Kjósendur hafa aðeins tvo raunhæfa kosti um að velja: • Annarsvegar áframhald- andi vinstri stjórn með þátt- töku fimm sundraðra vinstri flokka. • Hinsvegar að styrkja sterkasta stjórnmálaaflið, Sjálfstæðisflokkinn, sem er eina leiðin til að koma í veg fyrir áframhaldandi vinstri stjórn. • Það leysir engan vanda, eykur aðeins á glundroðann og sundrunguna í þjóðmálum okkar, að hasla nýjum smá- flokkum völl á Alþingi. Talsmenn Sjálfstæðisflokks leggja höfuðáherzlu á að skapa atvinnuvegunum viðun- andi rekstrargrundvöll. Ef tryggja á framtíðarat- vinnuöryggi og batnandi lífs- kjör verður að búa atvinnu- vegunum aðstæður til vaxandi verðmætasköpunar og þjóðar- tekna. Þeir gera sér grein fyrir því að hefðbundnar atvinnugrein- ar, sjávarútvegur og landbún- aður, eru og verða hornsteinar í þjóðarbúskapnum. Á þeim vettvangi verður bæði að nýta fullvinnslumöguleika, fiskeldi og nýjar búgreinar. Þeir gera sér jafnframt grein fyrir því að setja verður nýjar stoðir undir afkomu og efnahagslegt sjálfstæði okkar. Fullnýttir fiskistofnar og bú- vöruframleiðsla á mettuðum markaði geta ekki, ein sér, boðið 25.000 ný störf á næstu 20 árum, sem þörf verður fyrir. Þessvegna verðum við að hverfa að frekari nýtingu þriðju auðlindar okkar, orku fallvatna og jarðvarma, m.a. með nýjum orkuiðnaði. Þeir leggja áherzlu á félags- leg markmið á sviði heilbrigð- ismála, fræðslumála, al- mannatrygginga, öldrunar- mála o.s.frv., — en slík mark- mið nást fyrr og betur, ef kostnaðarleg undirstaða er tryggð um aukna þjóðarfram- leiðslu og auknar þjóðartekj- ur. Þeir leggja og ríka áherzlu á að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar í samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir, svo sem verið hefur. í þeim efnum geta kjósendur treyst ófrá- víkjanlegri stefnufestu Sjálf- stæðisflokksins. Það eru aðeins tveir kostir fyrir hendi: annarsvegar fimm vinstri framboð, hinsvegar Sjálfstæðisflokkurinn. „Veld- ur hver á heldur", segir mál- tækið. í dag er valdið þitt — en jafnframt ábyrgðin og af- leiðingarnar. Hvatning til íbúa Reykjaneskjördæmis — eftir Matthías A. Mathiesen, alþm. Á kjördag vil ég hvetja ykkur kjósendur í Reykjaneskjördæmi til að íhuga vel á hvern hátt þið verjið atkvæði ykkar að þessu sinni. Öllum er ljóst sem fylgst hafa með gangi þjóðmála, að þau vandamál, sem þjóðin á við að glíma eur að meginhluta til komin vegna rangrar stjórnarstefnu, svo og vegna þess að samstaða um lausn á efnahagsvanda þjóðarinn- ar hefur ekki náðst milli þeirra stjórnmálaafla, sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin 4Vfe ár. Kosningabaráttan hefur enn frekar staðfest, að vinstri stjórn- málaflokkarnir geta ekki haft for- ystu til lausnar á þeim miklu erf- iðleikum sem að steðja og þeir hafa leitt yfir þjóðina. Við sjálfstæðismenn viljum hvetja ykkur til að íhuga vel þann valkost, að veita okkur styrk með Matthías Á. Mathiescn atkvæði ykkar til brautargengis fyrir stefnumál Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið sú kjölfesta í íslensk- um stjórnmálum, sem ætíð hefur verið kölluð til stjórnar eftir skipbrot vinstri stefnu. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur þá tekist á við þau vandamál sem vinstri öflin hafa skilið eftir sig við lok stjórn- arsetu. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið það stjórnmálaafl sem leitt hefur þjóðina til betri lífs- kjara og mun gera nú, ef honum verður veitt brautargengi í kom- andi kosningum til forustu í ís- lenskum þjóðmálum. Sá mikli efnahagsvandi sem nú er fyrir hendi á flest öllum sviðum þjóðlífsins krefst þess, að þjóðin hafi sterka stjórnmálaforystu, sem getur tekist á við þá erfiðleika sem fyrir hendi eru. Eini stjórn- máiaflokkurinn sem veitt getur þjóðinni þá forystu sem nauðsyn- leg er er sjálfstæðisflokkurinn en það gerist ekki án stuðnings ykk- ar. Því hvet ég alla íbúa Reykja- neskjördæmis til að styðja Sjálfstæðisflokkinn nú, þannig að eftir kosningar verði landinu stjórnað með hagsæld þjóðarinnar í öndvegi. Setjum markið hátt — 3 menn af D-lista í Norður- landskjördæmi eystra Eftir Gísla Jónsson, menntaskólakennara Eftir mesta logn, sem írienn hafa upplifað fyrir kosningar til alþingis, er stormurinn að skella á. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur byr í seglin, og er það að vonum. Æ fleiri átta sig á því, að leiðin út úr ógöngunum er að efla eitt sterkt stjórnmálaafl til ábyrgðar. Spurningin er aðeins: Hversu mikill verður byrinn á lokasiglingunni um helgina? Það upplausnarástand, sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja 100% verðbólgu og stjórníeysi, kemur til góða, í bili að minnsta kosti, hinum nýju flokkum, Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennasamtökunum. Ég hef þó trú á því, að við nánari íhugun munu margir, sem ætluðu sér að kjósa þessa fiokka, hugsa sig um tvisvar, áður en svo verði gert. Menn munu átta sig á því, að fjölgun smáflokka á alþingi eykur glundroðann sem ekki er á bæt- Gísli Jónsson andi. Reynslan frá grannþjóðum okkar kennir okkur svo. Sjálfstæðismenn í Norður- landskjördæmi eystra hafa sótt kosningabaráttu sína af festu og málefnalegum styrk. Stefna þeirra hefur fengið góðar undir- tektir. Eftir sundrungu við síðustu Metal Bulletin og bjargvættir í SÉRRITINU Metal Bulletin sera er gefið út til afnota fyrir þá sem vilja fylgjast náið með framvindu mála, til dæmis í áliðnaði, hafa að undanfórnu birst tvær stuttar frá- sagnir af athöfnum þeirra manna hér á landi sem efnt hafa til auglýs- ingaherferðar til að telja fólki trú um að þeir vilji styrkja Alusuisse með fjárframlögum og biðja al- menning um að gera slíkt hið sama. Kalla þeir þessa starfsemi sína á ensku „Help the Alusuisse Campa- ign“. í Metal Bulletin dagsettu föstu- daginn 15. apríl segir, að stjórn- endur Alusuisse muni vafalítið fagna því, að hinir íslensku bjargvættir hafi safnað alls 2.400 Alusuisse islenskum krónum um miðja þá viku. I Metal Bulletin segir enn fremur að enn sé unnt að gefa fé í söfnunina og verði sjóðurinn síðan afhentur svissneska fyrirtækinu með formlegum hætti. Þess er hins vegar ekki getið i frásögn blaðsins hvar hinir íslensku bjargvættir fái fjármagn til aug- lýsinga í ríkisfjölmiðlum. Morgunblaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því, að Elías Davíðsson, kerfisfræðingur, hafi hvatt menn til þátttöku f söfnun- arnefndinni og sé sjálfur fréttarit- ari Metal Bulletin á íslandi. Elías Davíðsson hefur um nokkurt ára- bil verið manna ákafastur í and- stöðu við starfsemi álversins i Straumsvík. kosningar stöndum við sjálfstæð- ismenn nú sameinaðir. Við setjum okkur ekki aðeins það mark að endurheimta annan mann af lista, kjördæmakjörinn, heldur endur- heimta þriðja sætið. Við ætlum okkur að koma Birni Dagbjarts- syni á þing, annaðhvort kjör- dæmakjörnum eða sem uppbótar- þingmanni. Allan viðreisnartímann, 1959— 1971, fengum við þrjá þingmenn kjörna í Norðurlandskjördæmi eystra, þar af einn uppbótarmann. í þeim meðbyr, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur nú, er raunhæft að setja markið ekki lægra en þá. Björn Dagbjartsson er runninn upp í þessu kjördæmi. Hann ólst upp á ágætu menningarheimili í norðlenskri sveit. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og vakti þar athygli fyrir dugnað, gáfur og forystuhæfileika. Grein- arhöfundi gleymist ekki, þegar hann var kosinn formaður mál- fundafélags skólans gegn samein- uðum vinstri mönnum. Björn kann að berjast og sigra. Eftir að hafa farið af heimaslóðum hefur Björn áunnið sér mikla og haldgóða sérmenntun á sviði sjávarútvegs og iðnaðar og starfsreynsla hans er dýrmæt. Við skulum láta hann njóta hæfileika sinna og kjördæm- ið og landið allt hæfileika hans. Ef við ætlum okkar að fjölga þing- mönnum úr okkar kjördæmi, þeg- ar saman eru taldir kjördæma- kjörnir og uppbótarþingmenn, er líka vænlegasti kosturinn að efla Björn til þingmennsku. Alþingi hefur gott af því að þangað komi nýir menn sem hafa víðtæka þekk- ingu á helstu atvinnuvegum þjóð- arinnar. Allir viðurkenna að kosn- ingarnar snúist fyrst og fremst um efling atvinnulífsins. Þar er grundvöllurinn. Bresti hann, er til lítils að tala um framfarir í fé- lags- og menningarmálum. Gerum ekki einfait mál flókið. Tryggjum Birni Dagbjartssyni þingsæti og eflum svo Sjálfstæðis- flokkinn til nýrrar viðreisnar. Hann er eina aflið sem nú er fært um að takast á við þann geigvæn- lega vanda sem blasir hvarvetna við, ef við lítum í kringum okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.