Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Ef vel er að gáð, má alltaf finna sér tækifæri til að gera sér dagamun í mat og drykk. Nú, þegar kosninganótt er framund- an, sumir segja væntanlega æsi- spennandi kosninganótt, þá er vissulega tækifæri til að gera sér og sínum gott í mat og drykk. Nú er bara að vona að veðurguðirnir leyfi að allir komist á kjörstað jafnt á þéttbýlissvæðum og af- skekktustu annnesjum, svo að við fáum tækifæri til að vaka án þess að hafa áhyggjur af vinnu- degi eftir langa og stranga kosn- inganótt. Sumir kippa sér lítt upp við kosningar, hugsa sem svo að Guð gefi þjóðinni þá stjórn sem hún eigi skilið, hvorki betri né verri, og sofna vært snemma kvölds eins og önnur kvöld. Þeir prófa þá kosninga- nætursnarlið við annað tæki- færi. Hér er semsé einkum verið að hugsa til þeirra sem finna ljúf- sáran fiðring fara um kroppinn þegar fyrstu tölur og tölvuspár eru í sjónmáli. Nú er boðið upp á brauðstengur, grófar undir tönn og svolítið seigar að bíta í. Það á að gefa börnum brauð, ekki að- eins á jólum, heldur einnig á kosninganóttum, og ekki aðeins börnum, heldur einnig öllum þeim sem kunna gott að meta. Ég hef orðið vör við að ýmsir treysta sér lítt til að eiga við gerdeig. En hvenær er meiri ástæða til bjartsýni en einmitt á kosningadaginn og -nóttina, áð- ur en tölurnar og veruleikinn næstu nokkur árin renna upp fyrir okkur. Þessi óræði tími, áð- ur en hægt er að fara að spá í næstu stjórn eða óstjórn, meðan við getum enn vonað, að í kjölfar þessara kosninga blási frískleg- ur gustur um mosavaxna ganga og sali þings og ráðuneyta, svo jafnvel rykið úr skúmaskotunum fjúki burt. Og kannski eigum við eftir að eignast þann Sæmund sem kann að kveða niður verð- bólgu. Slíkur dagur hlýtur að vera vel til þess fallinn að reyna við eitthvað sem við höfum ekki gert áður eða veigrað okkur við. Og ef vonin megnar ekki að lyfta lund okkar og geði, þá getum við alltjent skeytt skapi okkar á deiginu, hnoðað vel og rösklega, svo vonleysi og vantrú á betra líf eftir kosningarnar fái útrás á uppbyggilegan og hollustusam- legan hátt. Hvernig, sem á málin er litið, hlýtur niðurstaðan að vera sú, að brauðbakstur sé afar heppileg iðja á kosningadaginn, bæði með andlega og líkamlega velferð í huga. Með brauðinu er hægt að bjóða upp á margvíslegt með- læti. I fyrsta lagi þarf reyndar BrauÖstengur Eins og venjulega við brauð- bakstur, þá kemur nokkuð margt til greina sem er hægt að nota í brauðið. Þið getið auðvit- að notað annað korn en það sem er nefnt hér, þið getið kryddað brauðið öðruvísi en er gert hér og látið það lyfta sér lengur eða skemur. Ef þið látið brauðið lyfta sér skamma stund, þá er gott að nota 1—2 dl af súrmjólk og sleppa þá jafnmiklu af vatni, svo vökvamagnið haldi sér. Úr þessari uppskrift fáið þið vænan skammt af stöngum, en auðvitað er einnig hægt að móta deigið á annan hátt en er gert hér. 5 dl vatn um 25 gr ger (eða samsvarandi magn af þurrgeri) 2 msk hunang KOSNINGA- NÆTURSNARL ekkert annað en brauðið aleitt, það stendur svo rækilega fyrir sínu. Ýmislegt grænmeti er gott með, t.d. gúrkustönglar, okkar ágætu íslenzku gúrkur eru ein- mitt kærkomnar þessa dagana og nokkurt nýnæmi að þeim. Innflutt grænmeti ætti einnig að geta glatt geð guma, t.d. sellerí og gulrætur. Kvenfólk þarf held- ur ekki að hika við að fá sér slíkt, fremur en að taka til sín annað það sem er þeirra með réttu. Ékki má gleyma ostaval- inu, sem er ærið. Nýju ostarnir Dalabrie og Dalayrja eru t.d. sannkallaður hátíðamatur, svo fátt eitt sé nefnt. Ávextir eru yfirleitt kærkomnir. Ef þið viljið hrósa sigri og gera ykkur enn frekar til góða eða treystið lítt á hagstæð kosningaúrslit, þá sláið þið e.t.v. upp góðri köku. Epla- kökur standa alltaf vel og tryggilega fyrir sínu, ekki sízt ef þær eru volgar. Nautnaseggirnir geta kannski vart hugsað sér slíkar kökur án sýrðs rjóma eða mjúkþeytts rjóma. En brauðstengur skulu það vera og góða skemmtun! lh dl hörfræ eða sesamfræ ‘Æ dl hveitiklíð 3 dl gróft rúgmjöl 1 msk steytt fennelfræ, eða ann- að krydd 9 dl hveiti, helzt óhvíttað 1. Hrærið saman vatni, hunangi og geri (leysið þurrgerið upp eins og sagt er fyrir um á um- búðunum). Hafið vatnið ylvolgt, ef deigið á að lyfta sér hratt, annars kalt, ef deigið á að lyfta sér í langan tíma, t.d. 4—8 klst. Blandið fræjum, klíði og rúg- mjöli, ásamt kryddi í. Hnoðið um 7 dl af hveiti í og síðan meira hveiti, þar til deigið loðir vel saman og festist ekki lengur við hendur ykkar og borðið. Breiðið yfir deigið, smyrjið e.t.v. svolitlu af olíu á það, og látið það lyfta sér í a.m.k. lxh klst, en gjarnan mun lengur. 2. Hnoðið deigið og mótið það í langar stengur, álíka þykkar og grannur litlifingur. Raðið stöng- unum á smurða plötu og látið þær lyfta sér í 15—30 mín. 3. Setjið ofninn á 250°. 4. Þegar stengurnar hafa lyft sér nægilega og ofninn er orðinn heitur, þá er kominn tími til að baka þær. Þær þurfa um 10—15 mín. í ofninum, en þið takið þær út þegar ykkur sýnist þær hæfi- lega brúnar og bakaðar að sjá. 5. Hrærið saman vatni og salti meðan stengurnar eru í ofnin- um, notið um 1 tsk af grófu salti, gjarnan hafsalti, annars venju- legu fínu matarsalti, í 1 dl vatns. Þegar þið takið stengurnar út úr ofninum, þá penslið þær ræki- lega með saltvatninu. Það þorn- ar strax á heitum stöngunum. Látið stengurnar kólna á borði og berið þær síðan fram volgar, eða hitið þær upp, ef þær ná að kólna. Ef þið viljið hafa sesamfræ á stöngunum, er það einfalt í framkvæmd. Þegar þið hafið mótað stengurnar, þá hrærið saman heilhveiti eða hveiti og vatni svo úr verði nokkuð þykkt mauk, svona álíka þykkt og lím. Þetta er reyndar nokkurs konar hveitilím. Penslið hveitiblönd- unni utan á stengurnar og veltið þeim síðan upp úr sesamfræjum. Eftir þetta er þeim raðað á smurða plötu og þær bakaðar rétt eins og lýst er hér að ofan. Hveitiblandan sér til þess að fræin festist vel og tryggilega utan á stengurnar. Þessa aðferð er hægt að nota við hvers konar brauðbakstur, sama hvað þið viljið láta loða við brauðið. Ef ykkur sýnist svo, getið þið saltað hveitiblönduna. Viðbót við pizzugerðarþátt Glöggur pizzugerðarmaður benti mér á forvitnilegt atriði um daginn. Hann hefur grun um að ýmsir samlandar pizzunnar búi til pizzudeigið daginn áður en pizzan er bökuð, svo deigið nái að súrna ofurlítð áður en bakað er úr því. Þetta gefur brauðbotninum meira bragð og pizzunni ákveðinn karakter. Ástríðufullir pizzugerðarmenn þreytast seint á að bæta og betr- umbæta pizzur sínar, og hér fáum við enn eitt atriðið varð- andi pizzugerð til að hugleiða (Ö vendilega ... Könnun Hagvangs hf. fyrir Krabbameinsfélagið og reykingavarnanefnd: Flestir eru hlynntir tak- mörkunum á reykingum Sígarettureykingar mun algengari meðal MIKILL meirinluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Hagvangs sögðust hhnntir reyklausum stöðum og takmörkunum á sölu tóbaks til barna. Einnig kom í Ijós að talsverð- ur meirihluti þátttakenda reykir ekki. Könnun þessa gerði Hagvangur fyrir Krabbameinsfélag Reykja- víkur og reykingavarnanefnd um miðjan apríl, en samtímis var kannað fylgi stjórnmálaflokka o.fl. I upphaflega úrtakinu, sem valið var úr þjóðskránni, voru 1.300 manns af öllu landinu. Svör feng- ust frá 1.040 körlum og konum á aldrinum frá tvítugu og fram yfir sjötugt. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur. Fyrst var spurt hvort viðkom- andi reykti. Nær 42% sögðust reykja, 21% voru hættir að reykja en 37% höfðu aldrei reykt. Af þeim sem notuðu tóbak reyktu langflest- ir eingöngu sígarettur (tæp 28%), miklu færri reyktu eingöngu annað tóbak en sígarettur (8%) og nokk- ur hluti aðspurðra reykti hvort tveggja (tæp 6%). kvenna en karla Reykingar voru I heild almenn- ari hjá körlum en konum, 44% á móti 39%. Hins vegar sögðust 38% kvennanna og 29% karlmanna reykja sígarettur, annað hvort ein- göngu eða ásamt öðru tóbaki. Um 37% kvennanna reykja einungis sígarettur en aðeins 18% karlanna. Á höfuðborgarsvæðinu sögðust 49% reykja, 38% á þéttbýlisstöð- um utan þess og 31% þátttakenda í dreifbýli. Þeir sem reyktu ein- göngu annað tóbak en sígarettur voru þó hlutfallslega fjölmennastir í dreifbýli. Tiltölulega flestir reyktu í yngstu aldurshópunum. Til dæmis reykti annar hver þátttakandi á þrítugsaldri en einungis sjötti hver þeirra sem komnir voru yfir sjöt- ugt. Rúmlega 76% þátttakenda voru hlynntir því að ekki yrði heimilt að selja börnum yngri en 16 ára tóbak, 17% voru andvígir því og 7% tóku ekki afstöðu. Ákvæði þess efnis er f frumvarpi til laga um tóbaksvarnir, sem kynnt var á Al- þingi í vor. Þessi regla virtist hafa enn meiri hljómgrunn hjá konum en körlum, en ekki var mikill mun- ur á viðhorfi þátttakenda eftir aldri eða búsetu. Rúmlega 81% aðspurðra voru sammála því að þeir sem reykja ekki eigi rétt á að gera verið lausir við tóbaksreyk á vinnustað slnum, tæp 11% töldu sig andvíga þessu og 8% tóku ekki afstöðu. Álíka margir (82%) töldu æskilegt að reyklaus svæði væru á hverjum veitingastað. Bílasalan: Flestir Mazda-bílar Subaru 1800 sölu- hæstur einstakra bfla í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um helmingssamdrátt í bflainnflutningi sagði, að mest hefði verið selt af Lada-bflum fyrstu þrjá mánuðina, og næstmest af Mazda. Hið rétta er að Mazda bílarnir voru fleiri, eða sam- tals 162, en Lada-bflarnir voru 158. Mest seldi bíllinn þessa fyrstu þrjá mánuði var Subaru 1800, en af þeirri tegund seldust 92 bílar. Af Volvo 244 seldust 79 bílar, 76 af gerðinni Daihatsu Charade og 75 bílar af gerðinni Mazda 929. Útivistarkvöld Fimmtudagskvöldið, 28. aprfl, verður Útivistarkvöld f húsi Spari- sjóðs vélstjóra, Borgartúni 18. Hörður Kristinsson sýnir myndir frá óbyggðum norðan Vatnajökuls, þar á meðal af svæðum utan við alfaraleið, svo sem frá Ódáða- hrauni, Éilífsvötnum og Skjálf- andafljótsdölum. Skemmtunin hefst kl. 21 og eru allir velkomnir. KÖNNUN HAGVANGS A REYKINGUM ISLENDINGA 1 APRÍL , 1983 1 Höfuó- Annaó borgar þétt- Dreif- 1 Alls Karlar Kornir svaði býli býii | j Hafa aldrei reyKt 37,5% 32,3% 42,0% 34,9% 37,4% 43,9% i j Eru h*ttir að reykja 20,8« 23,1% 18,7% 16,1% 24,5% 25,6% 1 Reykja sigarettur eingöngu 27,7% 18,1% 37,2% 31,8% 27,9% 17,i! i I Reykja eingöngu annað tóbak 8,3% 16,0% 1,0% 9,0% 6,2% 11,0% ] 1 Reykja b«ði sigarettur og annað tóbak 5,7% 10,5% i,i% 8,2% 4,0% 2.%%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.