Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Þetta eru ekki velgjörðir Svavars Gestssonar heldur fólksins sjálfs eftir Þorleif Kr. Guðlaugsson Nú nýlega barst mér blað þeirra rauðliða í borgarstjórn, sem ber nafnið „Borgin". Þeir sem standa að þessum skrifum ættu að spara sér þetta ómak, því þetta blað er spunnið saman af rangfærslum og ættu þeir að spara sér stóru orðin og líta á sín eigin vinnubrögð og aðferðir. Nú sem áður boðar þessi flokkur við aðsteðjandi kosningar, að allt skuli snúast til lukkunnar velstands, ef kjósendur falla fram og tilbiðja þá. Svona hafa komm- únistar alls staðar hagað sér, þar sem þeir berjast fyrir einræði og flokksræði sem þeir nefna lýð- ræði, en það getur hver sem er sagt sér sjálfur að er lygi og um það vitnar stjórnarfar þeirra er- lendis sem veldur skorti vegna einstrengingslegrar félagsmótun- ar og skoðanakúgunar. Svo er ekki sparað að brigzla öðrum um flokksræði, þó þar sé skoðanafrelsi virt og reyndar eitt af helztu stefnumiðum. Á fyrstu síðu ofangreinds blaðs byrja þeir með því, að amast við því að Morg- unblaðið og Dagblaðið-Vísir skuli hafa margfaldað markaðsyfir- burði á við Þjóðviljann, en þetta er ekkert óeðlilegt því Þjóðviljinn er ekki þjóðarvilji, eða það sem þar er prédikað. Reynslan hefur alls staðar verið sú að þjóðirnar hafa verið neyddar til að hlýða þessari stefnu víðs vegar um heim. Þjóðviljinn, blað kommanna, er ekki þjóðarvilji og er því öfug- mæli. f nafninu kemur fram sú hugsun að það, sem í Þjóðviljan- um er sagt, skuli vera þjóðarvilji, hvað sem það kostar. Það er illt tilhugsunar að lagður skuli skatt- ur á landsmenn til að halda þessu blaði gangandi sem vinnur móti þjóðarheill. Morgunblaðið og DV eru frjálslynd blöð og gefur það þeim vinsældir. Saga þeirra rauðliða erlendis er ötuð blóði milljóna saklausra manna og barna þeirra eigin frænda og landa, hvað þá annarra landa, sem þeir hafa kúgað undir stefnu sína. Þessa sögu þekkja all- ir sem vilja. Þetta er nú allt bræðralagið sem þeir státa af. Hér koma nokkur atriði úr þessu fyrsta blaði þeirra rauðliða um borgarmál. Mikið hefur verið rætt og ritað um strætisvagna- fargjöldin og þarf ekki að rekja það í smáatriðum. Rauðliðar fordæma þá hækkun sem gerð var á fargjöldum vagn- anna. Mér finnst ekki vera hægt að líta fram hjá því, að Alþýðu- bandalagið hefur átt drjúgan þátt í þessum hækkunum með stjórn- arfari sínu. Það mun vera álitleg upphæð sem reksturskostnaður strætisvagnanna hefur hækkað í stjórnartíð Alþýðubandalagsins vegna vitlausra stjórnarhátta. Allir kostnaðarliðir hafa stór- hækkað ásamt kaupgjaldi sem engum hefur komið að gagni nema þeim hæst launuðu, sem hafa náð þó nokkrum krónum umfram aðra. Kauphækkanirnar hafa fáum komið að gagni vegna síauk- inna skatta, gengisfellinga og verðhækkana, sem hafa étið upp allar launahækkanir á auga- bragði. Þetta hefur gengið yfir þjóðina á valdatíma vinstri manna fjórum sinnum á ári og einungis valdið verðhækkunum öllum til tjóns og undirbúið at- vinnuleysi sem nú sækir fast á. Margra mánaða samningaþras um bætt kjör hefur allt verið unnið fyrir gýg og engum að gagni kom- ið nema síður sé. Það er með engu móti hægt að komast að þeirri niðurstöðu að Alþýðubandalagið vilji standa að hag launafólks, heldur er það eitthvað allt annað sem vakir fyrir forsprökkum þess. Þeir vilja falsa vísitölu launa með því að leyfa ekki hækkun á fargjöldum strætisvagna. Þeir krefjast þess að strætisvagnafar- þegum sé gefinn hluti af fargjald- inu og þetta eiga allir landsmenn A SKÍDUM 1983 1. JANÚAR — 30. APRÍL Skráningarspjald Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Héraö Hve oft Skilið skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíöastað eða til annarra aðilja sem verða auglýstir síðar. SENDA MÁ SPJALDIÐ MERKT SKÍÐASAMBANDI ÍSLANDS, IÞRÓTTAMIÐSTÖOINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKÍÐUM 1983 ITtor^unliTnMb „Það er heldur ekki svo vel að þessar svokölluðu launabætur lentu á rétt- um stað og sannast þar vanmáttur Alþýðu- bandalagsins til að stjórna á réttan hátt, allt fer í handaskolum og kæruleysi þegar bruðlað er með annarra fé í stjórnkerfi þeirra.“ að borga. Ennfremur fordæma rauðliðar lækkun á fasteigna- gjöldum og telja það gert bara fyrir þá efnameiri. Þetta er al- þekkt stefna kommanna frá upp- hafi þeirra tilveru, þeir sjá ekkert nema ofsjónir yfir velgengni ann- arra og í ofstækislegum öfundar- hug ráðast þeir á alla, sem eitt- hvað eiga, með sköttum og öllum tiltækum ráðum til að ná eignum manna og bitnar það ekki hvað sízt á atvinnurekendum, sem sjá fólkinu fyrir möguleikum til tekjuöflunar, en svo ömurlegt er allt þetta viðfangsefni þeirra, að það bitnar allra helzt á launafólk- inu, sem er á lægstu launum. Skyldi nú samt ekki vera svo, að lækkun tekjuskatts komi að gagni þeim sem berjast í bökkum með að halda sínum íbúðum, ég efast ekki um það. Enn um fasteignaskattinn. Alþýðubandalagið hækkaði fasteignaskatt um helming fyrir fáum árum. Árangurinn varð sá, að húsaleiga hækkaði nær því um helming. Svo þykjast þeir vera að gæta hagsmuna þeirra sem verr eru settir og eiga ekki annars kost en að leigja sér húsnæði. Var þetta gert fyrir þá efnalitlu? Á þessu held ég efnamenn hafi grætt mest, en svona vinna nú alþýðubanda- lagsmenn í þjóðmálum lands- manna, þegar þeir ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar. Gerðir þeirra eru flestar öfugar við tal þeirra og málflutning. „Þeir sem nýta sér þjónustu borg- arinnar borga brúsann." Þetta segir Sigurjón Pétursson áður forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og á hann þá við það, sem hér kemur á eftir. Hann vill láta aðra borga fyrir sig, ef hann fer í sund, hann vill láta aðra borga, ef hann fær bók að lesa frá bókasafni, einnig ef hann skreppur með strætó og hann vill láta borga fyrir sig barnagæslu á leikvöllum og dag- heimilum og þar með koma fram- færslu barna sinna yfir á aðra umfram barnabætur sem hann fær og frádrátt til skatts vegna framfærslu barna, fleira og fleira og miklu meira en þetta vill hann sækja í vasa almennings. Þarna gerir hann öllum ljóst hver hugsunarháttur þeirra rauð- liða er. Þeir vilja ekki taka ábyrgð á neinu og helst vera á framfæri annarra. Það þótti lítilmótlegur maður sem þáði af sveit hér áður fyrr og var það ekki gert nema í ýtrustu neyð og fátækt. Nú aftur á móti Fermingar þriðja sunnudag eftir páska Digranesprestakall. Ferming í Kópavogskirkju sunnu- daginn 24. aprfl kl. 10.30. Prestur sr. Þorbergur Krist- jánsson. Drengir: Ari Schröder, Birkigrund 5. Arnfinnur Daníelsson, Ástúni 12. Ágúst Örvar Hilmarsson, Nýbýlavegi 58. Björgvin Jónas Hauksson, Hlaðbrekku 10. Brynjar Þór Emilsson, Fögrubrekku 1. Eggert Vilberg Valmundsson, Lyngheiði 18. Erlendur Reynir Guðjónsson, Hlíðarvegi 16. Guðmundur örn Jónsson, Nýbýlavegi 66. Halldór Arnar Halldórsson, Stórahjalla 9. Helgi Aðalsteinsson, Löngubrekku 11. Hrafnkell Halldórsson, Kjarrhólma 2. Kristján Guðmundsson, Lyngbrekku 13. Kristján Nói Sæmundsson, Víðihvammi 38. Magnús Bollason, Hlíðarvegi 30. Smári Guðmundsson, Álfhólsvegi 123. Steinar Bragi Stefánsson, Fögrubrekku 6. Vilhelm Gunnarsson, Hrauntungu 109. Þórarinn Helgi Jónsson, Melaheiði 21. Stúlkur: Ásta Skæringsdóttir, Bræðratungu 24. Birna Eggertsdóttir, Stórahjalla 37. Björg Baldursdóttir, Víghólastíg 4. Guðný Hansen, Lundarbrekku 2. Guðrún Emilía Victorsdóttir, Selbrekku 36. Hulda Björk Guðmundsdóttir, Kjarrhólma 18. Ingibjörg ósk Guðmundsdóttir, Víghólastíg 11B Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir, Hlíðarvegi 18. Kristrún Hermannsdóttir, Álfhólsvegi 90. Olga María Ólafsdóttir, Lundarbrekku 8. Ragnheiður Gísladóttir, Vogatungu 24. Þorbjörg Hróarsdóttir, Selbrekku 24. Þórdís Ingadóttir, Hrauntungu 30. Fella- og Hólaprestakall Ferming og altarisganga 24. aprfl kl. 11 í Bústaðakirkju. Prestur: séra Hreinn Hjartarson. Stúlkur: Anna Kristbjörg Jónsdóttir, Yrsufelli 15. Drífa Guðrún Halldórsdóttir, Iðufelli 6. Elísabet Sigmarsdóttir, Vesturbergi 78. Guðbjörg Sigríður Snorradóttir, Gyðufelli 14. Guðbjörg Lilja Svansdóttir, Unufelli 32. Guðrún Sigurfinnsdóttir, Fannarfelli 2. Kristín Þorbjörg Tryggvadóttir, Fannarfelli 4. Kristin Hólmfríður Víðisdóttir, Unufelli 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.