Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 3 frá Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins Við stöndum frammi fyrir hættuástandi í málefnum lands og þjóðar. Þjóðhagsstofn- un telur mikla hættu á ferðum. Við lýsum verð- bólgunni í fyrsta skipti með 3ja stafa tölu og er- um sennilega í hópi fimm þjóða, sem verð- bólgan hrjáir mest í heiminum. Við erum að sökkva í fen ískyggilegrar er- lendrar skuldasöfnunar. Það syrtir í álinn á er- lendum mörkuðum. At- vinnuleysi er að boða komu sína, þegar 1.800 manns eru skráðir at- vinnulausir frá áramót- um. Stöðnun ríkir í at- vinnulílfinu. Ríkis- stjórnir síðustu ára hafa ekki hirt um að skapa atvinnuvegunum lífvænleg skilyrði og þróa nýja vaxtarbrodda. Þegar við göngum að kjörborðinu í dag, stendur valið á milli Sj álfstæðisf lokksins annars vegar og fimm sundurlyndra vinstri flokka hins vegar. Vinstri flokkarnir hafa stjórnað landinu í tæp fimm síðustu ár. Þið, kjósendur góðir, þekkið verk þeirra af töluverðri reynslu. Sundurlyndi þeirra í milli er meira en verið hefur um langa hríð. Sj álf stæðisflokkurinn gengur sameinaður til kosninga og er eina stjórnmálaaflið í land- inu, sem hefur þjóðfé- lagslegt bolmagn til þess að veita forystu og takast á við þann al- varlega vanda, sem við okkur blasir. Reykvíkingar höfn- uðu í fyrra sundruðum meirihluta vinstri manna í borgarstjórn eftir fjögurra ára bitra reynslu og fólu Sjálf- stæðisflokknum forsjá mála sinna á ný. Ég hvet ykkur, kjós- endur góðir, hvar í flokki sem þið standið og hvernig svo sem þið hafið varið atkvæði ykkar áður, að íhuga vandlega, hvort þið telj- ið ekki bæði tímabært og nauðsynlegt að fela Sj álf stæðisflokknum forystu þjóðmála á ný. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæöisflokksins. Halldór Jóhann Már Jónatansson Maríusson Halldór Jóna- tansson forstjóri Landsvirkjunar STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í gær aö ráöa Halldór Jónatansson í starf forstjóra fyrirtæk- isins frá og meö 1. maí nsstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Landsvirkjun. Hinn 1. maí lætur Eiríkur Briem forstjóri af störfum. Þá ákvað stjórnin á fundinum að ráða Jó- hann Má Maríusson í starf aðstoð- arforstjóra fyrirtækisins, frá sama tíma að telja. Haukur Hauks- son ráðinn vara- flugmálastjóri HAIIKUR Hauksson framkvæmda- stjóri hefur verið skipaður vara- flugmálastjóri frá og meö 1. maí næst- komandi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl.fékk hjá Brynjólfi Ingólfs- syni ráðuneytisstjóra í samgönguráö- uneytinu í gær. Að sögn Brynjólfs gegndi Haukur áður starfi framkvæmdastjóra flugöryggisþjónustunnar, en hann er radlóverkfræðingur að mennt. Aðspurður sagði Brynjólfur að ráð- ið hefði verið í stöðuna án auglýs- ingar, enda væri það venjan. KAUPMÁTTUR ráðstöfunartekna [ heild I Iá mann Heimild: Þjóðhagsstofnun Ráðstöfunartekjur: Spáð 8—9% rýrn- un kaupmáttar ’83 Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna jókst um 13,4% á heildina litið og 12,5% á mann árið 1977 á síðasta heila ári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Þessi kaup- máttarauki hélt áfram 1978, 9% í heild en 8,1% á mann. Á sl. ári, 1982, stóð kaup- máttur ráðstöfunartekna í stað í heild, en rýrnaði um *% á mann. Á þessu ári, 1983, standa spár til 7—8% rýrnunar í heild en 8—9% rýrnunar á mann, sam- kvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar. Meðfylgjandi súlurit um kaupmáttarþróun ráðstöfun- artekna 1977—1983 er byggt á tölulegum upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun, 19. þessa mánaðar. SAAB99GL79 SAAB 900 GLE '80 Opiðídqgtilkl4 SAAB-eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan - eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOEHÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.