Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 eru margir vel efnum búnir sem verða aðnjótandi styrkja frá ríki og bæjum og finnst mér lítil reisn yfir þessum hugsunarhætti og er misnotað í ríkum mæli þó sæmi- lega komist af. Sífelld kröfugerð til annarra er kjörorð letingja og vesalmenna. Nú er byrjað upp á nýtt að leggja skatta á þjóðina til að greiða svokallaðar láglaunabætur handa þeim lægst launuðu og greiða allir landsmenn inn á þann reikning til ríkissjóðs, þar á meðal þeir sem minnstar tekjurnar hafa og sýnist mér það ömurlegt hlutskipti núverandi ríkisstjórnar að láta fólkið borga sjálfu sér upp- bætur á laun að hluta til. Bæta hefði mátt launin af hátekjuskatt- inum og minnka svolítið ríkis- báknið, mér finnst það liggja beint við að jafna tekjur þannig. Það er heldur ekki svo vel að þessar svo- kölluðu launabætur lentu á rétt- um stað og sannast þar vanmáttur Alþýðubandalagsins til að stjórna á réttan hátt, allt fer í handaskol- um og kæruleysi þegar bruðlað er með annarra fé í stjórnkerfi þeirra. Láglaunabæturnar voru fjármagnaðar með hækkun verðs á víni og tóbaki ásamt vörugjaldi sem veldur verðhækkun á öllum hlutum. Þar með eru láglaunabæt- urnar horfnar í dýrtíð og meira til. Þetta er nauðsynlegt að benda á, því það snertir jafnt Reykvík- inga og aðra launþega. Þarna sjá menn líka heillaráð Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks. Ég tala nú varla um hina í ríkis- stjórninni. Þeir hafa unnið gegn sannfæringu sinni til að ná í ráð- herrastólana og falskar vonir um að bjarga efnahagsmálunum með þessum flokkum. Enda eru sumir farnir að viðurkenna mistök sín. Reynsla liðanna áratuga hefur sýnt það, að efnahag þjóðarinnar hefur alltaf hrakað, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið utan stjórnar, sem eðlilegt er, því Al- þýðubandalagið er sundrungar- flokkur, sem ekki er hægt að vinna með af ábyrgum mönnum. „Fækkun borgarfulltrúa er skref aftur á bak.“ Þetta segja þeir í borgarblaði sinu. Ég vil benda á, að það ber vott um skyn- semi að stiga spor aftur, þegar komið er að hengiflugi heldur en ana fram af. Alþýðubandalagið er algjörlega ábyrgðarlaus flokkur. Hans hjartans mál er að safna ónytjungum kringum störf bæja og ríkis og margfalda þar með út- gjöld þessara stofnana. Ég heyrði á tali manna nú ný- lega um byggingu hér í bæ, þar sem fjölda verkfræðinga og meist- ara er safnað um eina byggingu. Ég held þeim hafi ofboðið. Eg vil taka fram að byrjað var á þessari byggingu áður en núverandi borg- arstjórn tók við. Svona eru nú vinnubrögðin í kringum verkefni þess opinbera og getur hver maður séð, að það er fljótt verið að koma fyrir framlögum til framkvæmda með þessu móti. Þetta höfum við óteljandi dæmi um. Eitt dæmi skal ég nefna, sem ég horfði á sjálfur, um vinnubrögð Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn á þeirra kjörtímabili sem eru ófyrirgefanlegt skeytingar- leysi á hagkvæmni í framkvæmd- um borgarinnar og hefur það kost- að Reykvíkinga margar milljónir. Þetta er skolplögnin út í Élliða- árvog og enduðu þeir feril sinn og viðskilnað við þetta verk með þeim endemum, sem hér verður lýst. Fróðlegt væri að vita hvað þessi skolplögn hefur kostað borgarbúa. Ég hef grun um, að kostnaður- inn nái tugum milljóna. Við þetta verk mun hafa verið unnið um það bil eitt ár með nokkrum ýtum, gröfum og krana. Framkvæmdir fóru þannig fram, að grafið var eftir endi- löngum tanganum, sem liggur út í voginn sunnan Elliðaánna. Grafið var á tveim hæðum, þar sem dýpið var það mikið, að vélarnar náðu ekki nógu djúpt að því er virtist, í einni yfirferð. Hvort þessa hefur verið þörf, að grafa svona djúpt, er ég mjög efins og gæti trúað, að leir og sandur berist inn í þessa skolprás og stífli, en það gæti orð- ið okkur dýrt, en sleppum því í bili. Ég tel að þetta verkefni hefði getað tekið mjög stuttan tíma, varla meira en viku, hálfan mánuð og þá með aðeins tveim verkfær- um, ýtu og krana og til að lýsa því skal ég benda á þetta. Það var sem sagt einfalt verk og fljótunnið að ýta meðfram tang- anum að sunnanverðu og leggja þar skolplögnina meðfram og ýta síðan yfir. Það er engin afsökun að sjávarföll muni hindra verkið, því það hefði mátt vinna þegar lág- sjóvað var því þetta verk hefði verið skotfljótt að búa undir lögn. Nú er þessi lögn minnisvarði vinstri stjórnarinnar í Reykjavík með skömm og skít, sem flæðir inn um allan vog svo sjórinn verð- ur grár á að líta á aðfalli. Svo þegar fjarar út er skolpfýlan ógurleg í sólskini og hlýindum. Þetta vildi ég biðja núverandi borgarstjórn að laga sem allra fyrst og halda áfram með lögnina nógu langt út svo straumur beri þennan óþverra frá landi. Það er ógeðslegt tilhugsunar að fá þennan óþverra inn í bátahöfn- ina þarna við hliðina líka. Þetta verður að laga sem allra fyrst. Margt fleira mætti tína til sem miður hefur farið í stjórn vinstrimanna á borgarmálum og gæti það orðið nokkuð langt mál að taka fyrir allt þeirra skrum og tel ég mig vera búinn að benda á í aðalatriðum það sem að Alþýðu- bandalaginu snýr í málum borgar- innar og í stjórn landsins. Eitt verð ég samt að taka fyrir ennþá. Gerður Steinþórsdóttir er með svívirðingar út í núverandi borg- arstjórn útaf bókasafni í Breið- holti og íbúðarbyggingum fyrir aldraða. Ég veit ekki betur en bókasafn sé tilbúið í Breiðholti, en kannski ekki búið að flytja í það, en hvað varðar íbúðarbyggingar fyrir aldraða, þá vil ég segja það að Gerður og Alþýðubandalag hafa lítinn heiður að státa af í þeim málum. Það hefur verið tekið af framlögum í eyðslubruðl ríkis- stjórnarinnar og Svavar Gestsson ætti að meta það upp hvað hann á mikinn þátt í því sem gert er fyrir aldraða og fleiri skjólstæðinga þjóðarinnar. Hann gerir sér mikið far um, það er Svavar Gestsson, að þakka sér, alls staðar sem hann kemur fram, hvort sem það er í útvarpi, sjónvarpi eða öðrum fjöl- miðlum, að þakka sér allt sem gert er fyrir þetta fólk. Sannleikurinn er hins vegar sá, að það er þetta umrædda fólk sjálft, sem vinnur mest og bezt að þessum málum með stuðningi fjöl- margra sem leggja lið með fram- lögum til þessara mála, bæði ein- staklingar og fyrirtæki sem sýna reisn og myndarskap gagnvart þessum málum. Þetta eru ekki velgjörðir Svavars Gestssonar og Alþýðubandalagsins sem standa á bak við aðstoð við elliheimili og íbúðarbyggingar aldraðra og fatl- aðra, sama má segja um framlög til hjálparstofnana yfirleitt. ____________________________31_ Eg býst við að Svavar Gestsson nái sér í nokkur atkvæði frá öldr- uðum með sínum fölsku fullyrð- ingum, að það sé Alþýðubandalag- ið öðrum fremur sem vinnur að þessum málum. Allt eru þetta falskar kenningar til að breiða yf- ir undirspil kenninga kommúnista og heimsvaldastefnu þeirra. Heimsvaldastefnan kemur glöggt í Ijós þar sem þeir fordæma alla vestræna samvinnu eins og Atlantshafsbandalagið og varn- arstöð þeirra hér á landi, en minn- ast ekki á yfirgang Rússa, stríðið í Afganistan, manndráp og kúgun á þegnum austantjaldslanda. Þetta er mest látið í þagnarinnar gröf og lítið amast við. Aftur á móti er öll málspyrna gegn þessum öflum Vesturlanda fordæmd og ekki má anda á ofbeldið austan frá af þeirra hálfu. Þetta kemur skýrt fram og ætti fólk að íhuga þettá vel áður en það veitir þessum öfl- um brautargengi. Með kveðju til allra sem vilja vinna gegn áróðri kommúnista á Islandi. :v / KFUM og K: Fjölskyldusamvera A SUNNUDAGINN, 24. april, verð- ur fjölskyldusamvera í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Frá kl. 15 verður opið hús, þar sem hægt verð- ur að fara í borðtennis, bobb og ýmsa leiki. Einnig verður spilað bingó. Kaffi verður til sölu frá kl. 15.30. Klukkan 16.30 hefst fjöl- skyldusamkoma. Þar verður efni fyrir unga sem aldna, m.a. leikir, söngur, hugleiðing o.fl. Allir eru velkomnir. María Pilar Gomes Renata, Torfufelli 33. Óla Björk Eggertsdóttir, Hamrabergi 22. Vilhelmína Jónsdóttir, Fannarfelli 10. Drengir: Brynjólfur Þór Hilmarsson, Vesturbergi 2. Einar Björn Sigurðsson, Unufelli 33. Halldór Snorrason, Rjúpufelli 12. Helgi Bjarnason, Keilufelli 4. Ingólfur Guðbrandsson, Torfufelli 27. Jón Sigurður Garðarsson, Iðufelli 8. Jónas Heiðar Baldursson, Vesturbergi 101. Magnús Torfi Jónsson, Gyðufelli 6. Ólafur Ingvar Arnarson, Austurbergi 8. Óskar Þór Ingvarsson, Yrsufelli 3. Páll Sæþór Ágústsson, Hólabergi 34. Yngvi Rafn Gunnarsson, Hamrabergi 8. Yngvi Ómar Sighvatsson, Jórufelli 8. Fella- og Hólaprestakall. Ferming og altarisganga 24. aprfl kl. 14 í Dómkirkjunni. Prestur: Séra Hreinn Hjartarson. Stúlkur: Annetta Björk Scheving, Torfufelli 11. Erna Arnardóttir, Vesturbergi 71. Erna Björk Svavarsdóttir, Völvufelli 46. Hallfríður Böðvarsdóttir, Asparfelli 4. Hrund Gunnarsdóttir, Unufelli 23. Jóna Margrét Ólafsdóttir, Torfufelli 44. Kristine Benedikta Kolbeins, Hamrabergi 36. Martha Dís Brandt, Gyðufelli 12. Sigfríður Sigurðardóttir, Möðrufelli 3. Sigrún Björnsdóttir, Unufelli 19. Sólveig Birna Karlsdóttir, Völvufelli 46. Þórunn Guðjónsdóttir, Nönnufelli 3. Drengir: Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Vesturbergi 24. Finnbjörn Ragnar Finnbjörnsson, Möðrufelli 3. Finnbogi Viðar Finnbogason, Þórufelli 18. Gísli ölvir Böðvarsson, Æsufelli 4. Heiðar Feykir Tómasson, Austurbergi 20. Jóhann Bergmann Halldórsson, Möðrufelli 5. Jóhann Páll Kristbjörnsson, Vesturbergi 118. Júlíus Steinar Heiðarsson, Nönnufelli 3. Kjartan Páll Eyjólfsson, Vesturbergi 2. Kristmundur Jón Hjaltason, Möðrufelli 1. Lárus Róbert Þorst.son Arason, Kleifarseli 61. Ómar Heiðarsson, Yrsufelli 18. Ottó Magnússon, Torfufelli 28. Óskar Þór Jónsson, Nýbýlavegi 90. Rögnvaldur Gísli Rögnvaldsson, Vesturbergi 43. Sigurvin Bjarnason, Kötlufelli 7. Svanur Þór Eyþórsson, Jórufelli 12. Valtýr Trausti Harðarson, Möðrufelli 3. Þórir Guðlaugsson, Hamrabergi 14. Örn Arnarson, Mávahlíð 23. Fermingarbörn í Fríkirkjunni { Hafnarfírði sunnudaginn 24. apríl kl. 10.30. Anna Jódís Sigurbergsdóttir, Álfaskeiði 74. Baldur Gylfason, Fífumýri 15, Garðabæ Björgvin Sigurbergsson, Álfaskeiði 74. Gísli Þór Sigurðsson, Stuðlabergi. Guðmundur Þór Sigurjónsson, Iiverfisgötu 5. Kristinn Jón Sævaldsson, Fögrukinn 26. Loftur Gíslason, Álfaskeiði 92. Magnús Jón Áskelsson, Klettabergi Rúna Björk Magnúsdóttir, Vitastíg 6A Fermingarbörn í Fríkirkjunni í Hafnarfírði sunnudaginn 24. aprfl kl. 14.00. Elín Margrét Guðmundsdóttir, Norðurvangi 7. Erla Magnúsdóttir, Þrúðvangi 1. Jóhanna Lilja Arnardóttir, Kelduhvammi 5. Kristín Jóna Magnúsdóttir, Blómvangi 2. Kristín Sigríður Halldórsdóttir, Tunguhvammi 3. Regína Róbertsdóttir, Holtsgötu 3. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Sunnuvegi 5. Thelma Björk Bragadóttir, Álfaskeiði 88. Unnur Henrýsdóttir, Smyrlahrauni 39. Þóra Guðmundsdóttir, Suðurhvammi 6. Þórunn Björg Haraldsdóttir, Sléttahrauni 32. Ferming í Bessastaðakirkju, sunnu- daginn 24. aprfl kl. 14.00. Prestur: Sr. Bragi Friðriksson. Stúlkur: Anna María Bjarnadóttir, Jörfa. Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Stekk. Berglind Guðmundsdóttir, Lambhaga 8. Edda Linda Gunnlaugsdóttir, Grund. Hildur Hrólfsdóttir, Norðurtúni 16. Hildur Pétursdóttir, Sólbyrgi. Sigríður Brynjólfsdóttir, Hlíðarbyggð 32, Garðabæ. Stefanía ósk Sigurðardóttir, Túngötu 14. Drengir: Guðmundur Bjarni Jósefsson, Þóroddarkoti 3. Halldór Klemensson, Hofi. Hilmar Ögmundsson, Stekkarhvammi 7, Hafnarf. Hlynur Eggertsson, Mörk. Jósep Húnfjörð Vilhjálmsson, Norðurtúni 11. Karl Thoroddsen, Steinum. ólafur Sigurðsson, Gerðakoti 3. Sigurjón Már Kjartansson, Hákotsvör 6. Svavar Rúnar Arngrímsson, Túngötu 15. Ferming í Hnífsdalskapellu, sunnu- daginn 24. aprfl kl. 14.00. Prestur: Sr. Jakob Ág. Hjálm- arsson. Fermd verða: Bryndís Halldórsdóttir, Heiðarbraut 7. Guðmundur Páll óskarsson, Bakkavegi 31. Guðmundur Jakob Svanbergss., Urðarvegi 11. Ingibjörg Jóna Ólafsdóttir, Heiðarbraut 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.