Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Fjórar sýningar eru um þessar mundir á Kjarvalsstöðum. í Vestursal sýnir Vilhjálmur Bergsson málverk. Slíkt hið sama gerir Guðmundur Björg- vinsson í Austursal. í Austurforsal er franski ljósmyndarinn Ives Petron með ljósmyndasýningu. Á sunnudaginn opnaði Þorbjörg Pálsdóttir sýningu á skúlptúr- Guðmundur Björgvinsson sýnir í verkum. Austursalnum. Þorbjörg Pálsdóttir við eitt verkanna £ sýningu hennar. Ives Petron við eina konumyndina i sýningunni. Kjarvalsstadir: Fjórar sýningar um þessar mundir SAM 83 í Hamragörðum Sl. laugardag var opnuð í Hamragörðum, Hávallagötu 24, listsýn- ing 35 félagsmanna í aðildarfélögum Hamragarða. Alls eru 86 verk á sýningunni og þar um að ræða olíumyndir, vatnslitamyndir, grafík, acrylmyndir, teikningar, tréskurð, hluti gerða úr stáli og beini, koparstungu og fleira. Hluti verkanna er til sölu. Gítartónleikar Sunnudaginn 24. apríl kl. 17.00 halda Símon ívarsson og Arnaldur Arnarsson gítarleikarar tónleika í menningarmiðstöðinni v/Gerðu- berg. Þeir félagar munu leika Vínarklassík eftir Haydn, Mozart, Sor og suður-ameríska tónlist eftir Albéniz, Ponce og fl. Dómkórinn syng- ur á Akranesi Á sunnúdaginn (24. apríl) syng- ur Kór Dómkirkjunnar í Reykja- vík í Akraneskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og er aðgangur ókeypis. Söngstjóri Dómkórsins er Marteinn H. Friðriksson. Útivist með tvær dagsferðir Sunnudaginn 24. apríl býður Útivist upp á tvær dagsferðir. Kl. 10.30 Skógfellavegur — gömul þjóðleið — Sundhnúkar (gígaröð). Kl. 13.00 Staðarhverfi — útilegumannakofar — Farið verð- ur í báðar þessar ferðir frá BSÍ bensínsölu, einnig verða farþegar teknir við kirkjugarðinn í Hafnar- firði. _ ______ Ný sjónarmið að Hallveigarstöðum Vorhvöt, kvennadeild samtak- anna „Ný sjónarmið", gengst fyrir góðgerðarsamkomu til styrktar Alusuisse að Hallveigarstöðum laugardaginn 23. apríl kl. 14—16, segir m.a. í fréttatilkynningu til Mbl. _______ Grindavík: Eyjólfur Ólafsson sýnir um helgina Eyjólfur Ólafsson opnar mál- verkasýningu 23. aprfl kl. 10 f.h. í Kvenfélagshúsinu í Grindavík. Á sýningunni eru 40 olíu- og vatnslitamyndir. Þetta er fimmta einkasýning Eyjólfs. Sýningunni lýkur sunnudaginn 24. apríl kl. 18.30. Norræna húsið: Þórður Hall sýnir í kjallara Norræna hússins stendur yfir sýning Þórðar Hall á málverkum og teikningum. Á sýn- ingunni er 51 verk, og stendur hún til 1. maí. Hótel Loftleiðir: Kvikmyndahátíð SÁK SÁK — samtök áhugamanna um kvikmyndagerð halda sína 5. kvik- myndahátíð að Hótel Loftleiðum 23. aprfl kl. 14. Keppt er í tveim aldursflokkum, yngri en 20 ára og 20 ára og eldri. Bestu myndirnar verða sýndar sunnudaginn 24. apríl kl. 14 á Hótel Loftleiðum og verða þá veitt verð- laun. Þær myndir er þykja bestar verða tilnefndar sem framlag SÁK á nor- rænni kvikmyndahátíð sem verður haldin hér á landi í sumar. Norræna húsið: Finnsk menning Norræna húsið efnir til flnnskrar dagskrár í tilefni af finnsku vikunni, sem sendiráð Finnlands í Reykjavík og Osló og flnnska útflutningsmið- stöðin standa að. Finnska menntamálaráðuneytið og Menningarsjóðurinn Finnland- ísland hafa styrkt þessa dagskrá. Dagskrá í Norræna húsinu: f dag laugard. 23. apríl flytur Matti Tuloisela fyrirlestur um helstu söngverk Finna og tónskáld klukkan 13 og klukkan 15 flytur Gustav Djupsjöbacka fyrirlestur um finnska óperu. Annað kvöld klukkan 20.30 heldur Matti Tuloisela, bariton, og Gustav Djupsjöbacka píanótónleika með verkum eftir Sibelius, Kilpinen, Palmgren og Kuula. Á mánudagskvöld heldur Barbara Helsingius vísnatónleika sem hefj- ast klukkan 21. I bókasafni Norræna hússins eru til sýnis finnskar bækur og vegg- spjöld og bæklingar frá Finnlandi. Hádegisjazz íBlómasalnum Sambland af morgun- og hádegisverði með léttri og lifandi tónlist. „JAZZ FYRIR ÞÁ SEM EKKERT GAMAN HAFA AF JAZZ!“ Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu að þessu sinni: Björn R. Einarsson og félagar sjá um sveifluna. Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og Ijúffengum réttum í Blómasalnum. Við byrjum kl. 12 á hádegi. Verð kr. 250.- Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verlð velkomln. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLÉIDA /m* HÓTEL Síðasta sinn Síðasta sinn Síðasta sinn GOLF I SKOTLANDI Hin árlega golfferð Úrvals til Skotlands verður farin 6. maí — 11 dagar Aðeins fáein sæti laus Gist á Marine Hotel/ North Berwick og Golden Pond/Stirling URVAL við Austurvöll 7726900 Umboðsmenn um altt lartd ■FYRIRTÆKI & ■FASTEIGNIR Laugavegi 18, 101 Reykjavík, sími 25255. Reynir Karlsson, Bergur Björnsson. Opið 1—3 3ja herb. KRUMMAHÓLAR, góð 105 fm íbúð á 2. hæð. Bílskýli. Verð 1150 þús. SÓLEYJARGATA, góö ca. 80 fm endurnýjuö jaröhæö. Nýjar inn- réttingar á baðherb. og eldhúsi. Til afh. fljótlega. Verð 1300 þús. DVERGABAKKI, góö ca. 80 fm íbúö á 1. hæö. Tvennar svalir. Ákv. sala. Verö 1150 þús. 4ra herb. og stærri HRAUNBÆR, ca. 100 fm á 3. hæö. Laus fljótlega. Verö 1200 þús. KJARRHÓLMI, góð 110 fm á 4. hæð. Þvottaherb. í íbúölnni. Verö 1200 þús. BARMAHLÍÐ, falleg 120 fm sérhæö. Tvær stórar stofur, tvö svefn- herb., rafmagn. Þak og hitalögn í húsi endurnýjaö. Verö 1600 þús. KÓNGSBAKKI, ca. 100 fm íbúö á 3. hæö. Efstu. Laus fjótlega. Verö 1250 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.