Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 27 Orð til kjósenda — eftir Björgu Einarsdóttur Kosningar á næsta leiti Að kosningar til Alþingis eru á næsta leiti hefur tæplega farið fram hjá nokkrum landsmanni. Hins veg- ar verður vart deyfðar og áhuga- leysis gagnvart kosningunum. Þre- ytan er áberandi. Ýmsir hafa við orð að fara ekki á kjörstað eða skila auðu. Þetta er vanhugsuð afstaða og ekki samboð- in fulltíða fólki. Það er blátt áfram skylda þeirra sem búa við lýðræðis- legt stórnarfar að taka afstöðu til manna og málefna. Kosningarétturinn er tæki til að koma afstöðu sinni til skila. 1 tfm- ans rás hefur hörð barátta verið háð til að öðlast þennan rétt. Að afsala sér honum gildir sama og kalla eftir einræði. Og ennfremur hefur sá, sem án eðlilegra forfalla, skýtur sér undan því að lýsa vilja sínum með atkvæði sínu í kjörklefanum glatað rétti til að gera athugasemdir við þá stöðu er upp kann að koma að kosningum loknum. Um hvað er kosið? I daglegri umræðu nú er gjarnan spurt um hvað sé kosið og svörin eru jafnmörg þeim sem veita þau. Mín skoðun er að niðurstöður kosninganna næstkomandi laugar- dag leiði í ljós, hvort kjósendur geri sér grein fyrir hvernig spornað verði við upplausninni, sem ríkir f þjóðfélaginu. Hvort fólk átti sig á að stjórnmálaflokkar eru tæki lýðræðisskipulagsins til að ná fram meirihlutaafstöðu í grundvallar- stefnum. Kjörnir fulltrúar á þjóðþinginu eiga að spegla vilja þjóðarinnar og úr þeim jarðvegi sprettur síðan landsstjórn til að fara með daglegt framkvæmdavald. Skýr afstaða- kjósenda í vali þingmanna tryggir rétt hlutföll þjóðarviljans á Alþingi, gerir þingræðisregluna virka og er vörn borgaranna gegn ofstjórn. Meginstefnur sem kosið er um Oft heyrist að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokka. Vel get- ur verið í landi mikilla sameigin- legra skuldbindinga um velferð manna og í blönduðu hagkerfi sjáist daglega ekki skýr munur. En meginlínur eru skýrar. Annars vegar valddreifing, þar sem svigrúm Björg Einarsdóttir fólks eykst vegna minni skatt- heimtu og hins vegar miðstýring, þar sem, með mikilli beinni skatt- heimtu, fjármagni er safnað f einn stað og stýrt þaðan af fáum; fólk svipt afrakstrinum af vinnu sinni og hendur þess bundnar. Sjálfstæðisflokkurinn byggir á sjálfstæðisstefnunni. Inntak hennar er að hver og einn ráði sem mestu í eigin málum. Hann er valddreif- ingarflokkur. Hinir flokkarnir boða meiri eða minni miðstýringu, kommúnistar „Tilfallandi Iukku- riddarar, hvaða kápu sem þeir kunna að varpa yfir sig í kosn- ingaslagnum, eru ekki vænlegir til átaks á erf- iðum tímum. Og vel gætu niðurstöður kosn- inganna farið svo, ef menn halda ekki vöku sinni, að einhver þess- ara hlaupamanna kæm- ist í oddaaðstöðu á þingi og hefði þar með allt ráð okkar í hendi sér.“ mesta. Þeir eru flokkar frelsisskerð- ingar í daglegu lífi manna. Á milli þessara meginpóla hringla nú nokkur sérframboð með óklára undirstöðu. Atkvæði þeim greitt er því vatn á myllu upplausnar, frá- hvarf frá virku þingræði og veikir lýðræðisskipulagið. Gætu komist í oddaaðstöðu Ég reikna þó með að þeir séu fleiri sem þekkja grunnmynstur þjóðfé- lags okkar, viti hvernig því verði haldið í böndum og velji því með atkvæði sínu á kjördegi leið festu í stað lausungar. Sem þjóð stöndum við frammi fyrir því nú að taka sameiginlega á til að rétta við fjárhaginn, bægja frá atvinnuleysi og halda hlut okkar með öðrum þjóðum. Tilfallandi lukkuriddarar, hvaða kápu sem þeir kunna að varpa yfir sig í kosningaslagnum, eru ekki vænlegir til átaks á erfiðum tímum. Og vel gætu niðurstöður kosn- inganna farið svo, ef menn halda ekki vöku sinni, að einhver þessara hlaupamanna kæmist í oddaaðstöðu á þingi og hefði þar með allt ráð okkar í hendi sér. Sjálfstæðisstefnan á mestan hljómgrunn Á það er vert að benda, að-af stjórnmálaflokkunum er Sjálfstæð- isflokkurinn stærstur. Sjálfstæðis- stefnan hefur mestan hljómgrunn með þjóðinni. Ef við með atkvæði okkar á laug- ardaginn veljum leið festu og styrkleika, kjósum við Sjálfstæðis- flokkinn. Þannig styrkjum við inn- viði þjóðfélagsins. Eflum einn flokk — sterkasta flokkinn til ábyrgðar. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Björg Einarsdóttir, skrifstofumaó- ur, skipar 22. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gallaðar útflutningsvörur SÍF: Viðskiptasiðferði einokunarinnar — eftir Öttar Yngvason Landsmenn hafa undanfarin ár kynnst baráttu Jóhönnu Tryggva- dóttur fyrir frjálsum viðskipta- háttum hér á landi. Grein hennar um hinn gallaða saltfiskfarm SÍF í Mbl. 13. apríl sl. er sérstaklega þakkarverð fyrir það, að hafa dregið fram svargrein Friðriks Pálssonar forstjóra SÍF, og opin- berað sérstæðar skoðanir einok- unarsamtakanna á viðskiptasið- ferði. Það er einnig alkunnugt, hvern- ig Jóhanna hefur um árabil goldið valdníðsluafgreiðslu Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, þegar hún hefur sótt um útflutn- ingsleyfi fyrir saltfiski. Þar hefur ráðherrann dyggilega stutt einok- unarhagsmuni SÍF og hafnað öllu eðlilegu aðhaldi á sama hátt og hann hefur verndað einokun SH og SÍS. Fráleitir sölusamningar Þegar fréttist af ormaskipinu, kom það fyrst í hugann, hvort SÍF hefði samið um ógallaðan fisk eða hvort ormar máttu vera í honum. Annaðhvort hlutu mennirnir að hafa samið um ormalausan farm, og þá hefði SÍF verið að svindla gallaðri vöru inn á kaupendur i Portúgal andstætt samningum. Eða þeir höfðu samið um fisk, sem ormar máttu vera í, og þá væri SÍF nánast út í loftið og að óþörfu að éta ofan í sig ógallaða vöru með tilheyrandi milljónakostnaði við flutninga fram og til baka auk hreinsunar. Allt á kostnað með- lima sinna, sem við engan annan mega versla. Já, hvernig voru nú samningar SÍF-einokunarinnar? Orðrétt seg- ir forstjórinn: „Það hefur hvergi verið minnst á orma í neinum sölusamningum hingað til og við höfum í hyggju að tala sem minnst um þá yfirleitt." Sem sagt hvergi lofað ormalaus- um fiski, og ætlunin að minnast helst hvergi á þennan stórgalla á fiskinum. Af hverju var hann þá tekinn aftur? Áfram heldur forstjórinn: „Hringormur vekur svo mikinn óhug hjá erlendum neytendum, sem verða varir við hann, að áríð- andi er að bregða við og orma- hreinsa fiskinn, en gera sem minnst til að vekja athygli á hon- um.“ Viðskiptasiðferðið er dæma- laust. Hér á að bregðast skjótt við, ef kaupendur verða gallans varir, en ella reyna að gera sem minnst til að vekja athygli á gallanum. Ætlunin samkvæmt þessu er að reyna að komast hjá hreinum og beinum samingum við kaupendur um eina mikilvægustu útflutn- ingsvöru landsmanna, og e.t.v. að reyna að svindla inn á þá svona einum og einum ormaslatta. Það er hér með upplýst, að gall- aði saltfiskfarmurinn er ekki að- eins vitnisburður um óhæfar framleiðslureglur SÍF fyrir ís- lenska saltfiskverkendur, heldur er hann aðallega talandi dæmi um fráleit vinnubrögð við gerð sölu- samninga á erlendum mörkuðum og ákaflega sérstætt viðskiptasið- ferði SÍF forstjórans, svo að vægi- lega sé til orða tekið. Hvar er einokunaraðstaða á erlendum mörkuðum? Forsprakkar fslenskra einokun- arsamtaka hafa sffellt reynt að koma þvf inn hjá almenningi, að einokun þeirra á framleiðendum hér á landi sé nauðsynlegt til að ná sem bestum söluárangri. Sannleikurinn er sá, að hin ís- lensku einokunarsamtök SÍF, SH og SÍS hafa hvergi nokkurs staðar einokunaraðstöðu á erlendum Óttar Yngvarsson „Sannleikurinn er sá, að hin íslensku einok- unarsamtök SÍF, SH og SÍS hafa hvergi nokkurs staðar einokunarað- stöðu á erlendum mörk- uðum. Alls staðar eru þau í samkeppni við ótal aðra seljendur sams konar framleiðslu. Það eina sem þessi samtök einoka eru hinir ís- lensku framleiðend- mörkuðum. Alls staðar eru þau í samkeppni við ótal aðra seljendur sams konar framleiðslu. Það eina sem þessi samtök ein- oka eru hinir íslensku framleið- endur, sem hvorki fá að fylgjast með söluverði né markaðsþróun erlendis, heldur fá einfaldlega öðru hvoru póstsendar pappfrs- nótur um hvaða verð þeim verði skammtað úr hnefa næstu mánuð- ina og hvaða vöru þeir megi eða megi ekki framleiða á hverjum tíma. Vitund starfsmanna einokun- arsamtakanna um að framleið- endur geti ekkert annað leitað, er hins vegar stórhættuleg, því að hún sljóvgar framtak og dugnað fyrir utan þann viðskiptaósóma, sem þróast getur við slfkar að- stæður án þess að nokkur fái um að vita. Aðhald að einokunar- forstjórum óbreyttir meðlimir einokunar- samtakanna hafa enga tryggingu fyrir því, að starfsmenn þeirra og forstjórar geri sitt besta. Sumir eru kannski góðir til starfa, aðrir sæmilegir og enn aðrir lélegir. Að- hald meðlimanna er nánast ekk- ert. Eina raunverulega aðhaldið er samkeppni hliðstæðra útflytjenda. Það eru sérstakir og miklir hags- munir meðlima SÍF og annarra einokunarsamtaka, að fá sam- keppnisaðila til starfa sem allra fyrst. Það sýnir sig í ýmsum öðr- um greinum þar sem slfk sam- keppni hefur fengið að þróast, að hún hefur fyrst og fremst staðið um að útvega framleiðendum sem hæst verð á hverjum tíma — og um leið hafa einokunarsamtökin staðið höllum fæti, nema þar sem þau hafa getað styrkt samkeppn- isgreinina með peningum frá ein- okunarvörum. Verðlækkanir SÍF Á sl. ári lásu menn í blöðum, að SÍF hefði gert sérstaka samninga við kaupendur sína um 7% verð- lækkun. Nýlega voru SÍF menn í heimsókn hjá kaupendum og til- kynntu símleiðis til íslands, að þeir hefðu gert nýja og mikla samninga um verðlækkanir á saltfiski, en myndu gera nánari grein fyrir þeim þegar heim kæmi. Er ekki kominn tími til að slík greinargerð birtist? Hvað er raunverulega á bak við gallaða saltfiskfarminn? Hinn óvænti galli á saltfisk- farminum er í raun dæmi um samkeppni á erlendum markaði, sem einokunarsamtökin ráða ekki við. SÍF virðist fram til þessa hafa selt sambærilegan fisk til Portú- gal án athugasemda. Nú hefur harðnað á dalnum og fleiri vilja selja saltfisk á þeim markaði, svo sem Norðmenn, Kanadamenn, Færeyingar, Grænlendingar og sjálfsagt margir fleiri. Reynt er að sækja að einokunarsamtökunum af hálfu kaupenda, en það er al- kunna meðal fiskkaupenda erlend- is, að langtum auðveldara er að svínbeygja ýmis konar stór sam- tök framleiðenda og einkum ein- okunarsamtök þeirra, heldur en einstaka framleiðendur eða lítil sölufyrirtæki, sem eru sveigjanleg í markaðsstarfsemi og geta oft auðveldlega fært viðskipti til ann- arra markaða og annarra kaup- enda, ef kröfur koma fram um af- slátt eða verðlækkanir. En í raun geta forstjórar SÍF sagt meðlimum sínum og íslensku þjóðinni hvað sem er til skýringar á ráðslagi sínu, sölusamningum, verðlækkunum og ormafiskflutn- ingum fram og til baka yfir Atl- antshafið. Enginn getur sann- reynt hvað þar er rétt eða rangt með farið, fyrr en samkeppnisaðil- ar fá starfsleyfi og veita SÍF-for- stjórunum raunverulegt aðhald og kenna þeim þar með einföldustu mannasiði í viðskiptum. Óttar Yngvason er framkvæmda- stjóri íslensku útflutningsmid- stöóvarinnar hf. ''Hcnmilí/fr iu - PIEA HEIMSEND KR. 150 SIMI 24631

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.