Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 40
____iiglýsinga- síminn er 2 24 80 iwgBtttfifftfeUk ^^skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Yfir hundrað manns atvinnulausir á Akureyri: Fleiri en togarar og fiskiðjuver sem ramba á barmi gjaldþrots — segir Jón Helgason, sem telur mikinn ótta meðal fólks við vaxandi efnahagslegar þrengingar og atvinnuleysi „ÞAÐ ríkir mjög mikill ótti hjí fólki og ef marka má það sem er til dæmis að gerast hjá Lífejrissjóðnum Samein- ingu, en þar eru alltof margir komnir í vanskil og stór hluti þess kominn til innheimtu. Sá hópur stækkar alltaf og vanskilin eru áberandi meiri en nokk- um tíma áður. Margt af því fólki sem á í þessum þrengingum og hefur haft samband við mig segist ekki sjá fram úr neinu, þannig að það eru fleiri en skuttogarar og fiskiðjuver sem ramba á barmi gjaldþrots," sagði Jón Helga- son, formaður Einingar á Akureyri, er Mbl. spurði hann um stöðu atvinnu- mála á Akureyri, en Jón sagði atvinnu- leysi þar mjög mikið og færi ástandið versnandi með degi hverjum. Jón sagði að líkja mætti ástandinu nú við það sem þekktist verst á árun- Talning hefst þegar síðasta kjördeild lokar Með öllu er óljóst hvenær talning atkvæða í Alþingiskosningunum getur hafist, að því er fram kom í samtölum Morgunblaðsins við oddvita kjör- stjórna kjördæmanna og í framhaldi af bráðabirgðalögum ríkisstjórnar i gær. Eins er óljóst hvenær kjördeildir verði opnar á sunnudag, ef heimildir bráðabirgðalaganna verða notaðar einhvers staðar á landinu, og sagði Gunnar Möller oddviti landskjör- stjórnar að það væri í valdi kjörstjórna í hverju kjördæmi út af fyrir sig, og væri ekki hægt að útiloka að opnunar- tímar yrðu mismunandi. í Reykjavík getur talning því að- eins hafist í kvöld að fyrir liggi ákvörðun um að ekki verði kosið á morgun, sem er einn möguleiki. Hvergi á landinu getur talning haf- ist fyrr en síðustu kjördeild hefir verið lokað. Bifröst á Sauðárkróki, í Norður- landskjördæmi eystra á Akureyri, í Austfjarðakjördæmi í félagsheimil- inu Valaskjálf á Egilsstöðum, f Suð- urlandskjördæmi f gagnfræðaskól- anum á Selfossi og f Reykjaneskjör- dæmi f Lækjarskólanum í Hafnar- firði. um 1967 og 1968 og taldi ekkert benda til betri tíðar. Hann sagði: „Það hefur verið hér nokkurt atvinnuleysi frá f nóvember og kem- ur það harðast niður á félögum f Einingu, en það eru fleiri en þeir sem eru atvinnulausir. I dag eru yfir hundrað manns viðloðandi atvinnu- leysi, þá er mér kunnugt um að fólki hefur verið sagt upp og það er trú- legt að ef veðráttan verður svona áfram þá bætist örugglega við at- vinnuleysið, þvf fjárskortur og þrengingar hjá atvinnufyrirtækjum eru miklar. Þá er einnig að mínu mati mikið atvinnuleysi sem ekki kemur fram f skráningum, því maður veit af fólki sem nýtur aðeins hlutavinnu. Til viðbótar atvinnuleysinu hefur líka dregið úr launum þess fólks sem bjó við fiskvinnslu þannig að úr yfir- vinnu, sem haldið hefur mörgum á floti, hefur dregið verulega. Fólk sem skuldar er að sökkva í ennþá meira skuldafen vegna þess að það var yfirvinnan sem bjargaði greiðsl- um á lánum. Fyrir fólk sem missir vinnuna og stendur einnig í skulda- basli er ástandið ekki glæsilegt, þó það hafi atvinnuleysisbætur." mm W&m Skeifukeppnin á Hvanneyri A SUMARDAGINN fyrsU í kalsa veðri fór fram á Hvanneyri hin ár- lega skeifukeppni. Góð þátttaka var og fer hlutur kvenna sífellt vaxandi. Að þessu sinni sigraði reykvfsk stúlka, Elín Rósa Bjarnadóttir, og er það í fyrsta skipti sem kvenmaður sigrar í þessari keppni á Hvanneyri. Hesturinn, sem Elín keppti á og tamdi í vetur, heitir Prestur og er hann frá Kirkjubæ. Á myndinni hér fyrir ofan situr Elfn Prest og hampar Morgunblaðsskeifunni. Ásetuverðlaun Félags tamninga- manna hlaut Elín einnig. Eiðfaxa- bikarinn, sem veittur er fyrir bestu hirðingu, hlaut Eydís Benedikts- dóttir. í gæðingakeppninni sigraði Rauðhetta frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Ágúst Sigurðsson. Á mánudaginn nk. verður skeifu- keppnin á Hólum haldin. Nánar verður sagt frá skeifukeppninni á Hvanneyri sfðar. Ljósmynd VK. Magnús Karl Pétursson, formaður Læknaráðs Landspítalans: Á annað hundrað manns bíða hjartaþræðingartækis Verði kosningu lokið f kvöld hefst talning i flestum kjördæmum lands- ins ekki fyrr en öllum kjörgögnum hefur verið safnað saman, vfðast hvar ekki fyrr en nokkrum stundum upp úr miðnætti, samkvæmt oddvit- um nokkurra kjörstjórna. Talning atkvæða fer fram á sömu stöðum og við undanfarnar kosn- ingar, í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, í Vesturlandskjördæmi í grunnskóla Borgarness, f Vest- fjarðakjördæmi í gagnfræða- skólanum á ísafirði, í Norðurlands- kjördæmi vestra í félagsheimiiinu NOKKUÐ á annað hundrað manns eru nú á biðlista á Landspítalanum og bíða þess að komast í hjartaþræðingartæki spítalans, en hjartaþræðing er nauð- synlegur undanfari hjartaaðgerðar sem nokkrir tugir íslendinga gangast undir árlega erlendis, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá Magn- úsi Karli Péturssyni lækni, formanni Læknaráðs Landsspítalans í gær. Fyrir nokkru bilaði hluti hjarta- þræðingarvélar spítalans og þurfti að fá varahluti erlendis frá, en vélin komst í lag um síðustu helgi þannig að starfsemin er hafin á ný. Þá daga sem hjartaþræðingarvélin er í starf- rækslu annar hún 2-3 sjúklingum á dag, en biðtfmi sjúklinga eftir að komast að er tveir til þrír mánuðir að meðaltali, en bilunin í vélinni ný- lega varð til þess að biðtíminn lengd- ist, að sögn Magnúsar Karls. Magnús sagði að sjúklingar væru misvel f stakk búnir til þess að taka á sig bið, en í þeim tilfellum sem sjúklingar þola ekki bið að mati lækna, eru þeir teknir framfyrir, en hinir sem geta beðið lenda jafnframt í þvf að bíða lengur. Ekki sagði Magnús að hættuástand hefði skap- ast vegna þessara aðstæðna, en hins vegar væri æskilegt að hafa annað tæki til vara, enda hefði verið rætt um nauðsyn þess að setja upp ný tæki. Magnús gat þess að fyrir dyrum stæði að endurnýja í vor mikinn hluta þess hjartaþræðingartækis sem nú væri á spítalanum, en því hefði verið lýst yfir fyrir löngu, að nauðsynlegt væri að fá nýtt tæki, sem bæði væri fullkomnara og svar- aði betur kröfum tfmans til rann- sóknanna. í þeim tækjum sem nú væru á boðstólum er hægt að gera rannsóknir sem ómögulegt væri að gera í þvf hjartaþræðingartæki sem spítalinn hefur yfir að ráða. Nefndi Magnús að ekki væri hægt að taka vissar skámyndir í tækinu, sem tald- ar væru nauðsynlegar í nútfma tækni. Magnús Karl sagði, að það væri yfirlýstur vilji Stjórnarnefndar Landspítalans og heilbrigðisráð- herra, að skapa aðstöðu á spftalan- um til hjartaaðgerða, en hingað til hefði staðið á leyfi fjárveitinga- valdsins til þess að unnt væri að hefjast handa við það verkefni. Því verður árlega að senda sjúklinga til Englands í slíkar aðgerðir, en kost- naður við hvern slikan sjúkling er á bilinu 150-200 þúsund krónur og helmingi meiri til Bandarfkjanna. Benti Magnús á að samkvæmt út- reikningum hefði borgað sig sl. tvö ár að setja upp skurðdeild sem þessa á Landsspitalanum, en á sl. tveimur árum hefðu um 80 sjúklingar farið utan til slíkra aðgerða sem stefnt er að, að hægt verði að gera hér á landi. Magnús sagði að þrýst hefði verið á um að fá aðstöðu til kransæða- skurðaðgerða hér á landi og það að slík aðstaða er ekki fyrir hendi, stæði í vegi fyrir frekari þróun á öðrum sviðum lækninga kransæða- sjúkdóma, þ.e.a.s. útvíkkunar á kransæðum sem framkvæmd væri f hjartaþræðingu, en slikt væri ekki gert nema þar sem aðstaða til skurð- aðgerða er fyrir hendi. Hagvangskönnun um reykingar: 81% telja menn eiga rétt á reyklausum vinnustað — 42% þjóðarinnar reykja í KÖNNUN sem Hagvangur gerði fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Reykingavarnarnefnd kom fram, að 81% aðspurðra voru sammála því að þeir sem ekki reykja eigi rétt á að geta verið lausir við tóbaksreyk á vinnustað sínum, tæp 11% sögðust andvígir þessu og 8% tóku ekki af- stöðu. Um 82% aðspurðra töldu æski- legt að reyklaus svæði væru á hverjum veitingastað. Könnun þessi var gerð um miðjan apríl, en jafnframt var spurt um fyigi stjórnmálaflokkanna o.fl. Or- takið var 1.300 manns og valið úr þjóðskrá og fengust svör frá 1.040 manns á aldrinum frá tvítugu og fram yfir sjötugt. Spurningu um hvort viðkomandi reykti svöruðu nær 42% játandi, 21% kváðust hættir að reykja og 37% sögðust aldrei hafa reykt. Flestir þeirra sem reyktu, tæp 28%, sögðust eingöngu reykja sígarettur, um 8% reyktu eingöngu annað tób- ak og um 6% reyktu bæði sígarettur og annað tóbak. Reykingar reyndust almennari hjá körlum en konum, 44% á móti 39%. Hins vegar sögðust 38% kvenna og 29% karla reykja sfga- rettur eingöngu, eða með öðru tóbaki. Um 37% kvenna reykja ein- ungis sígarettur, en aðeins 18% karla. Á höfuðborgarsvæðinu kváðust 49% reykja, 38% á þéttbýlisstöðum utan þess og af þátttakendum í dreifbýli sögðust 31% reykja. Þá sagðist annar hver þátttakandi á þrítugsaldri reykja, en aðeins sjött- ungur þeirra sem kominn var yfir sjötugt. Rúmlega 76% þeirra sem spurðir voru sögðust hlynntir því að ekki væri heimilt að selja börnum yngri en 16 ára tóbak, 17% voru andvígir og 7% tóku ekki afstöðu. Sjá nánar á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.