Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Þórður Hall sýnir Myndlist Valtýr Pétursson Einn þekktasti grafík-lista- maður okkar, Þórður Hall, sýnir nú í Norræna húsinu olíumál- verk og teikningar. Ekki man ég til að hafa séð olíumálverk frá hendi Þórðar á sýningu áður, en það getur verið, að mig misminni og ef svo er, bið ég forláts. Á þessari sýningu eru engar graf- íkmyndir, og því er þarna um nokkuð nýjan svip á Þórði að ræða. Hann sýnir 40 olíumálverk og 11 teikningar að sinni. Þessi verk eru unnin í dálítið óvenjulegum stíl. Þarna virðist vera stefnt saman geometrískum formum og landslagi, og hand- bragðið er i nokkurskonar punkta-stíl, ef svo mætti til orða taka, en sjálfsagt er þessi háttur runninn frá þeirri þjálfun, er Þórður hefur fengið sem teikn- ari, og skyldleikinn leynir sér ekki. Teikningar Þórðar á þess- ari sýningu finnst mér miklu fremri listaverk en olíumyndirn- ar. Hann hefur mikla og örugga þjálfun í teikningu en virðist eitthvað hikandi, er hann höndl- ar olíumálverkið. Litirnir eru einnig mjög ólíkir því, sem mað- Ljósmyndir Yves Pedron ur á að venjast í grafíkverkum Þórðar, svo að jaðrar við algera andstæðu. Þórður sér fyrir- myndir sínar á skemmtilega frjálsan hátt, en það er eins og vanti, að hann fylgi eftir þeirri ströngu myndbyggingu, sem skýtur upp kolli hér og þar. Þarna eru sjálfsagt nokkur áhrif frá grafík, en samt verða þessi verk ekki eins sannfærandi í olíu hjá Þórði og þegar hann vinnur í litaðri grafík. Þetta mun vera þriðja einka- Nýlistasafnið Það virðist einhver breyting á rekstri Nýlistasafnsins við Vatnsstíg, en ekki þori ég að fullyrða neitt um í hverju þessi breyting er fólgin. En það fer ekki framhjá neinum, að hver sýningin hefur verið þar að und- anförnu og lítið borið á sjálfum safngripum stofnunarinnar. Fyrir nokkrum dögum var þar sérlega skemmtileg sýning, sem ég hafði mikla ánægju af, og ég er viss um, að ekki var ég einn um þá skoðun. Nú stendur þar yfir sýning á verkum Kristins Guðbrands Harðarsonar. Flestir þeir, sem viðriðnir eru starfsemi þessa safns, virðast Þjóðverjar og Rússar, og ekki má gleyma sjálfum Munch, en hann var Norðmaður eins og all- ir vita. En þarna er nú samt mikill munur á. Tíminn hefur liðið, og maðurinn hefur orðið frjálsari og frjálsari. Tækni hef- ur orðið aukaatriði, og í mörgum tilfellum bókstaflegt tabú, og annað í samræmi við það. Sýning Kristins Guðbrands er auðvitað í þessum anda, og hann er barn síns tíma. Hann er ekki persónulegri en margir aðrir af samtíðarmönnum sínum og fell- ur vel inn í þá tísku, sem hæst ber hjá ungu fólki þessa stund- ina. Þessi verk smella svo sann- flokkast undir framúrstefnu- listamenn og hefur oft verið gaman að sjá, hvað þessu fólki hefur dottið í hug að kalla myndlist. Ekki hef ég ætíð verið sammála þessum hóp, en komið hefur það fyrir. Nú er það svo- kallað nýja málverk, sem hug- Ijúfast er hjá þessu fólki og sem sérlega virðist í tísku erlendis. Eins og oft hefur verið bent á, eru tískusveiflur í myndlist allt- af á ferð og flugi, og stundum staldra þær við í nokkra mánuði og jafnvel ár, en í annan tíma virðast þær snöggar sem elding, og sumar þeirra skilja eftir sig varanleg áhrif, aðrar ekki. Þetta nýja málverk, sem nú er svo vinsælt hjá ungu listafólki, á rætur sínar að rekja til lista- manna, er unnu í Evrópu snemma á öldinni og flokkast undir nafngiftina expressionist- ar. Voru þeir margir hverjir færandi inn í heildina, að raun- verulega er fátt um þau að segja, eða ef til ekkert. Þessi verk eru hengd í orðsins fyllstu merkingu frá gólfi til lofts, og heild sýn- ingarinnar verkar heldur óróleg. Má vera, að ég hafi misskilið og að með slíkri niðurröðun hafi átt að skapa áhrifamikinn kraft eða gæti það verið gamansemi, sem þarna er á ferð? Það virðist, eftir þeim tveim sýningum sem ég hef nefnt í þessu skrifi, að mikill munur sé á aðstandendum Nýlistasafns- ins. En ég get ekki að því gert, að mér finnst eins og hugmynda- fræði sú, er þarna var innan veggja áður, sé komin úr tísku og horfin að mestu. Og er það leitt, ef ég hef rétt fyrir mér. Hvað um það, allt verður að taka sinn tíma, og allt hefur upphaf og endi. sýning Þórðar Hall, en hann hef- ur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum hér og þar, en þetta mun hans fyrsta einkasýning hér í borg. Þórður hefur vakið athygli með grafískum verkum sínum og vonandi á hann eftir að ná sama árangri með oliumálverkinu. Hann er framsækinn ungur listamaður, sem hefur tækni og kunnáttu til að gera ýmsa hluti, því verða við hann vonir bundn- ar, og það má vel spá vel fyrir þessum unga myndlistamanni. Þessi sýning kom mér nokkuð á óvart og þá fyrst og fremst fyrir, hvað mikla áherslu Þóður leggur á olíumálverkið. Þessi sýning ætti einnig að færa manni heim þann sannleik, að mikill er mun- ur á málverki, gerðu í olúlitum, og grafík. En það er minni mun- ur á teikningu og grafík, eins og einnig má sjá á þessari sýningu. Eins og ég hef þegar sagt, finnst mér teikningarnar bera af á þessari sýningu, og eru þær að mínum dómi alveg ágæt mynd- list. Þórður hefur afar viðkvæmt handbragð á þessu sviði og nær fjörmiklu spili í svart og hvítt, sem hann síðan tengir með gráum tónum. Línan er einnig ákveðin og rökrétt, í fáum orðum sagt, ágætur árangur. Eg óska Þórði til hamingju með þessa sýningu og vonast til að fleiri en ég hafi skemmtun af að sjá þessi verk. Þetta er öðru- vísi en margt annað, sem sýnt er um þessar mundir. Nýlega er lokið ljósmyndasýn- ingu Zola á Kjarvalsstöðum og getum við með sanni sagt, að þar hafi verið fyrri tíma Fransmað- ur á ferð. Nú er aftur á móti nútíma samlandi Zola með sýn- ingu á nokkuð sérstæðum ljós- myndum á austurgangi Kjar- valsstaða. Sýningarnar tvær eru nokkuð miklar andstæður, og er skemmtilegt að gera svolítinn samanburð í huga sér á þessum ólíku ljósmyndum. Zola var afar bundinn daglegu lífi fjölskyldu sinnar og sýning hans var raunverulega meira og minna fjölskyldufrásagnir, gerðar til endurminningar um hans nán- ustu, raunveruleikinn í allri sinni nekt, ef svo mætti segja. Pedron er hins vegar allur upp á draumkennda tilveru og segir sjálfur, að hann sé atvinnu- og draumóramaður. Sýning Pedron hefur titil, sem er á ensku og hljóðar „Ennore- Legend for a Blue Man“, og mun þar skírskotað til fyrirsætu, sem er uppistaðan í myndröð, sem sýnd er á sýningunni. Þessi myndröð er að mínu mati nokk- uð uppstillt og því óeðlileg fyrir þá, sem vanir eru náttúrulegri framkomu og frelsi því, sem finnanlegt er í umhverfi okkar, sem lifum í nánu sambandi við íslenska náttúru. Pedron er borgarbúi og hann dreymir um mannfólkið í þokukenndri til- veru, þar sem allt verður að móskulegri veröld, sem gefur til kynna hið óræða. Hann er mikill bragðarefur í tækni sinni og ger- ir að gamni sínu með alls konar sviðsetningum. Árangurinn verður í samræmi við vinnu- brögðin: Skáldleg tilfinning, sem einna helst líkist ballett, en virð- ist engu að síður nokkuð stein- runnið. Ekki ólíkt því að vax- mynd væri gerð af ballett. Þetta verkaði yfirborðskennt á strjál- býling eins og mig og heldur fannst mér leikhúsbragur á sjálfum fyrirmyndunum. Tákn- rænar ljósmyndir eru að mínu áliti alveg eins óskiljanlegar án texta og málverk sömu gerðar. Það má án efa finna listrænt gildi í þessum ljósmyndum, en mig snertu þær ekki. Það lá frammi lesmál með þessum myndum, og þar er sagt eitthvað á þá leið, að menn skuli ekki spyrja, það leiði aðeins til sjálfsskoðunar. Það hefur ef til vill farið þannig fyrir mér í þetta sinn, því að sannast mála fékk ég afar lítið út úr þessum verkum, en þau eiga efalítið eftir að snerta einhverjar ljóðrænar tilfinningar í þeirri þjóð, er þraukað hefur um aldur við kvæði og lesmál á mörkum hins óbyggilega heims. Það ku vera komið sumar í Frakklandi en enn snjóar hér hjá okkur, er þetta að einhverju leyti tákn- rænt fyrir þessa sýningu? Missir marks Þótt ég sé allur af vilja gerður, á ég afar erfitt með að gera mér grein fyrir þeim forsendum, er liggja að baki sýningu þeirri, sem Guðmundur Björgvinsson hefur setta saman i austursal Kjarvalsstaða. Ef taka á titil sýningarinnar alvarlega, verður vandinn enn meiri en ella. „Rennt í gegnum listasöguna" er hinn furðulegi titill, sem er í af- ar litlu eða engu samhengi við það, sem Guðmundur sýnir. Manni gæti dottið í hug að Guðmundur ætlaði að skjóta á alla list frá upphafi og gera grín að hinum öldnu meisturum. Ef rétt er til getið, ætlar hann einn- ig að ráðast á mannlegar tilfinn- ingar í gegnum aldirnar, og ef hann er þess umkominn, já, þá á ég engin orð yfir þetta ofur- menni. Það er sárt að sjá þannig vegið að mörgu því besta, sem gert hefur verið í málverkinu í gegnum tíðina, en því miður verður að leggja þann skilning í þetta glens. Ef þessi sýning á að vera alvarleg ádeila, kann ég engar aðrar skýringar en þær, að um ramman misskilning sé að ræða. Guðmundur virðist hafa tekið það frá hinu svokallaða nýja málverki að hafa liti eins hráa og mögulegt er. Hann gerir afskræmdar eftirlíkingar af ■ grófustu gerð, gengur eins langt og auðið er í því að lítilsvirða meistarana hvern af öðrum. Hér geigar skot hans algerlega. Sá, sem verður fyrir barðinu á skrípaleiknum, er enginn annar en Guðmundur Björgvinsson sjálfur. Hvað veldur slíkum vinnubrögðum er mér framandi og ég fæ engan botn í þessi vinnubrögð. Vonandi er hér um grín að ræða frá hendi þessa unga manns, þótt skopskynið sé þá undarlegt. Auðvitað er Guð- mundur frjáls að því að gera það, er honum sýnist í málverki sínu, en það skulum við hafa hugfast, að frelsið er varasamur hlutur og vandmeðferðið. Svo hættulegt er það á stundum, að það getur auðveldlega orðið þeim, sem ekki gætir sín, að fjörtjóni. Ekki er það ætlun mín að gera Guðmund Björgvinsson að písl- arvotti með þessum línum, en það verður ekki komist hjá því að láta í ljós undrun og furðu yfir þeim vinnubrögðum er hann hefur hér við. Við lifum á tímum umbrota og alls konar tilrauna í myndlist og öðrum listgreinum, en ég get hvorki tilfært þessa sýningu Guðmundar undir eitt né annað, svo algerlega missir hún marks fyrir mínum hug- skotssjónum. Og engar finn ég forsendur fyrir því, að nokkur stundi myndgerð sem þá, er nú hangir í Kjarvalssal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.