Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 1 5 — Orkuverðið var eðlilegt hvernig sem á það var litið þegar um það var samið. Ég held að allir viðurkenni þá staðreynd nú orðið, nú síðast tóku þingmenn Alþýðu- bandalagsins sterklega undir þetta sjónarmið í fylgiskjali með frumvarpi sínu um einhliða leið- réttingu orkuverðs til ÍSAL. í upphafi samtals okkar sagðir þú, að orkuiðnaðurinn ætti að skapa festu í efnahag landsins. Var hann þá eingöngu hugsaður til að vega upp á móti sveiflum í aflabrögðum og fiskverði? Það var eitt af aðalmarkmið- unum í hugum margra í þá daga. Hugmyndin um þverrandi auð- lindir hafði ekki unnið sér al- mennt fylgi og var mönnum það ekki eins ljóst og nú, hvað fiski- miðin kringum landið eru tak- mörkuð auðlind, enda sjá nú allir, hve tímabært það var orðið að hefja uppbyggingu orkuiðnaðar. Nú er orkuverðið tengt álverði og áliðnaðurinn var í mikilli lægð á síð- asta ári á sama tíma og fiskveiðar okkar drógust saman. Ekki virðist manni þetta benda til þess, að áliðn- aðurinn jafni afkomuna? — Athugaðu, að tekjur af orkusölu eru aðeins um fjórðung- ur hreinna gjaldeyristekna af ál- verinu. Helmingurinn eru vinnu- laun og það sem eftir er, er vegna aðkeyptrar þjónustu og skatta. Þessar gjaldeyristekjur drógust aðeins saman um 4% milli áranna 1981 og 1982 þannig, að við, e.t.v. einir allra sem eiga eitthvað undir áliðnaðinum, fundum nær ekkert fyrir þessum samdrætti. Þetta má þakka kauptryggingarákvæðinu í orkusamningunum sem hefur þannig sýnt sig að vera okkur ís- lendingum ákaflega verðmætt og e.t.v. það ákvæðið sem mest hefur ráðið því, hve hagstæðir þessir samningar hafa reynst okkur. Sömdu menn af sér 1975? — Nei! Menn tala um þetta eins og við hefðum getað fengið fram fulla verðtryggingu orkuverðs 1975, án þess að nokkuð kæmi á móti. Þetta er fáránlegt. Með und- irritun samninganna 1975 fengust meiri og öruggari tekjur, enn- fremur samþykktu aðilar í reynd, að breyttar forsendar væru ástæða til endurskoðunar sam- ningsins og sú trygging, sem í því fólst, er meginatriði. Hvaða þátt á hið lága orkuverð til ÍSAL í þeim öru hækkunum orku- verðs, sem við höfum orðið að þola upp á síðkastið? — Á undanförnum árum hefur það verið liður í viðnámsaðgerðum stjórnvalda gegn verðbólgu, að halda niðri orkuverði. Landsvirkj- un er þar á sama báti og önnur opinber þjónustufyrirtæki. Af þessum sökum hefur orkuverð undanfarin ár verið óeðlilega lágt og hafa fyrirtækin þurft að taka erlend lán til að standa undir gjöldum. Er nú svo komið, að skuldir Landsvirkjunar vegna þessa eins eru taldar vera um 100 milljónir dollara og verður varla gengið lengra í þessa átt. Þess í stað verður fyrirtækið nú að greiða þessar skuldir niður ásamt vöxtum og verður þá á meðan að hækka orkuverð umfram það mark sem væri eðlilegt undir venjulegum kringumstæðum. Auk þess eru Sigalda og Hrauneyjafoss tiltölulega dýrari en Búrfell og Hrauneyjafoss er ekki fullnýttur enn. Þetta auk verðbólgunnar á mestan þátt í þessum verðhækk- unura. Ráðherra hefur sagt, að ódýrasti virkjunarkostur okkar Islendinga sé að loka álverinu. Er þetta rétt? — Það má kannski segja, að það sé ódýrt fyrir Landsvirkjun, því þá mætti hætta að virkja, að minnsta kosti út þennan áratug. Um leið mundu hundruð manna missa atvinnu í byggingariðnaði, auk allra þeirra sem hafa atvinnu af starfsemi álversins. Mundu, að orkusalan gefur ekki nema fjórð- unginn af heildargjaldeyristekjum vegna álversins og ég er hræddur um, að það yrði dýrt fyrir þjóðina að skapa öllu þessu fólki ný at- vinnutækifæri. Nú hefur Alusuisse ekki verið auðvelt í samningum. Hvað á að gera? — Ég tel ekki fullreynt enn, að samningar takist ekki, málið er ekki einu sinni komið á það stig, að ráðherra hafi séð ástæðu til að Landsvirkjun tæki þátt í viðræð- unum. Hún á þó lögum sam- kvæmt, að gera þessa samninga og . ég er ekki viss um að hægt sé að líta svo á, að allar samningsleiðir hafi verið reyndar meðan svona er í pottinn búið. Við verðum að vera vissir um það, að ef slitnar upp úr viðræðum, þá verði okkur sjálfum ekki um kennt og sanngirni ber að viðhafa. Sanngirni, merkir það ad hinn er- lendi aðili verður að fá að græða á okkar kostnað? — Nei! Festa og sanngirni í viðskiptum eru ekki andstæður og fara vel saman. Getum við ekki notað alla okkar orku sjálfir? — Það efast ég um. Þetta er spurning um fjármögnun og áhættu. Það væri t.d. erfitt fyrir okkur, að bera einir tveggja ára tap af álveri í fullri stærð, þegar illa gengur í þeirri grein. Álverið í Straumsvík, nær það fullri stærð eins og þú nefnir það? — Það er neðan við meðallag. Stækkun álversins yrði hins vegar mjög hagkvæm og það skyldu menn hafa í huga, að slíkt fyrir- tæki gæti greitt mun meira fyrir orkuna en það sem við höfum núna. Höfum við nóg fjármagn til að byggja allt sjálfir, bæði orkuver og iðjuver? — Það tekur mun lengri tíma að byggja orkuiðnaðinn upp ef við fjármögnum allt sjálfir. Sjávarút- vegur og smáiðnaður verða þá að standa lengur undir hagvextinum. Geta þessar greinar það? — Við kjósum menn á þing til að dæma um það. Að lokum: Hvað eigum við að gera í álmálinu að þínum dómi? — Fyrir stuttu var einn helsti lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórn- arinnar í þessu máli, C.J. Lipton, spurður sömu spurningar í út- varpi. Hann svaraði: Farið var- lega. Ég er sammála þessu. í samningum ber að sýna festu, sanngirni og varkárni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.