Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 13 Byggjum upp þjóðfélag frelsis, framfara og betra mannlífs eftir Friðrik Sophus- son, varaformann Sjálfstæðisflokksins Núna um helgina tökum við ís- lendingar þátt í einu skoðana- könnuninni, þar sem raunveruleg alvara og ábyrgð fylgir því hvern- ig atkvæðum er ráðstafað. Atkvæðisréttur í lýðræðislandi er ekki aðeins mikilvæg mannrétt- indi, heldur einnig ábyrgð á niður- stöðum kosninga og hvaða áhersl- ur ráða ferðinni í stjórn landsins. Þess vegna ber að vanda valið. Umræðan síðustu vikur bendir ótvírætt til þess, að við þessar kosningar standa menn frammi fyrir tveimur kostum: annars veg- ar leið vinstri aflanna og hins veg- ar leið Sjálfstæðisflokksins. Vinstri flokkarnir bjóða upp á forsjárstefnu, þar sem ríkið ákveður hvað fólki er fyrir bestu. í framhaldi af eigin stjórnarsetu, boða þeir nauðsyn neyðaráætlun- ar til fjögurra ára og lögbindingu niðurtalningar sem reynsla lið- inna ára hefur kennt, að telur ekk- ert niður nema lífskjörin. Sjálfstæðisflokkurinn treystir fólki og vill skapa því svigrúm og frelsi til athafna, samfara ábyrgð á eigin ákvörðunum og verkum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur á það áherslu, að hagsmunir laun- þega og atvinnurekenda í landinu fara saman og vill leysa yfirstand- ani vandamál með samvinnu allra landsmanna, i stað þess að etja saman stéttum og hagsmunahóp- um á viðsjárverðum tímum. Þeir sem stjórna landinu og hinir sem kjósa þá til þess Neikvæð afstaða fólks til stjórn- málamanna og stjórnmálaflokka og sá trúnaðarbrestur sem orðinn er milli þessara aðila getur hafa alvarlegar afleiðingar, því stjórn- málaflokkar og stjórnmálastarf eru forsendur lýðræðisskipulags- ins. Þjóðfélagsleg upplausn og efnahagsöngþveiti getur orðið lýð- ræðislegum stjórnarháttum hættulegt og er vatn á myllu þeirra sem telja eðlilegt og nauð- synlegt að gripa til örþrifaráða. Fjölgun flokka og sérframboð eru ekki leiðir út úr vandanum, heldur hið gagnstæða, þau auka aðeins á sundrung og upplausn. Það er brýnt ef ekki á illa að Friðrik Sophusson fara, að traust myndist milli þeirra sem stjórna landinu og hinna sem kjósa þá til þess. Það er líka brýnt að menn skoði hug sinn þegar þeir greiða atkvæði i alþing- iskosningum og átti sig á þvi, að þeir eru að kjósa ramma utan um líf sitt, en ekki bara að láta i ljósi ánægju eða óánægju með ein- „Vinstri flokkarnir bjóöa upp á forsjár- stefnu, þar sem ríkið ákveöur hvaö fólki er fyrir bestu. I framhaldi af eigin stjórnarsetu, boða þeir nauðsyn neyð- aráætlunar til fjögurra ára og lögbindingu niðurtalningar sem reynsla liðinna ára hef- ur kennt, að telur ekk- ert niður nema lífskjör- hverja stjórnmálamenn eða flokka. Það er nefnilega alrangt sem haldið hefur verið fram, að allir stjórnmálaflokkar hérlendis væru eins. Á þeim er grundvall- armunur sem lýsir sér best I því sem sagt var hér að framan um vinstri flokkana annarsvegar og Sjálfstæðisflokkinn hinsvegar. Ábyrgð eða ábyrgðarleysi Úrræðaleysi stjórnvalda og ytri áföll hafa valdið öryggisleysi hjá fólki, ásamt bölsýni og upplausn. Kosningabaráttan undanfarið hefur endurspeglað þetta úrræða- leysi vinstri flokkanna, og nú hef- ur það gerst að tveir flokkar hafa gefið yfirlýsingar sem erfitt er að skila öðruvísi en að þeir séu að skerast úr leik. Bandalag jafnað- armanna kveðst ekki taka þátt í stjórn landsins nema með þeim sem samþykkja hvernig það vill aðskilja löggjafar- og fram- kvæmdavald, vitandi að það vill enginn annar stjórnmálaflokkur. Á sama hátt hefur Framsóknar- flokkurinn lýst því yfir, að af hans hálfu sé það skilyrði fyrir stjórn- arsamstarfi að niðurtalningin verði lögbundin, vitandi að það vill enginn islensku stjórnmálaflokk- ur nema Framsóknarflokkurinn. Með þessum yfirlýsingum er óbeint verið að víkja sér undan að taka ábyrgð á stjórn landsins á erfiðum tímum. Sjálfstæðisflokkurinn gengur sameinaður og þróttmikill til þessara kosninga. Hann er til- búinn að leiða þjóðina til nýrrar endurreisnar og uppbyggingar at- vinnulífsins. Með samstilltu átaki byggjum við upp þjóðfélag frelsis, framfara og betra mannlífs. Friðrík Sophusson skipar 2. sæti i íramboóslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Starfsemi álverksmiðjunnar stóriðju í Hafnarfirði. Ert þú hlynntur því, að álverið í Straumsvík verði stækkað? „I dag virðast allir flokkar vera orðnir sammála um nauðsyn þess að halda áfram virkjunum fall- vatna okkar í stórum stíl, meira að segja Alþýðubandalagið líka. Þegar kemur að því að ræða, hvernig eigi síðar að nota rafork- una frá nýjum stórvirkjunum, þá er oft minna um svör. Ljóst er, að tilgangslaust er að tala um að virkja, ef enginn markaður er fyrir raforkuna. Aukin stóriðja er því algjör forsenda þess, að ráðist verði í nýjar virkjanir. Stækkun álversins i Straumsvík er þar einn kosturinn og liklega sá sem einna helzt kemur til álita. Að mínu áliti á að tengja saman stækkun ál- versins og hækkun raforkuverðs- ins. Hafnfirðingar hafa þegar töluverða reynslu af starfsemi þessa stóriðjufyrirtækis í sínu bæjarfélagið. Að fenginni þeirri reynslu fullyrði ég að mikill meiri- hluti Hafnfirðinga er því fylgj- andi, að álverksmiðjan í Straumsvík verði stækkuð og áfram haldið iðnaðaruppbyggingu á Straumsvíkursvæðinu. Það yrði enn ný lyftistöng fyrir hafnfirzkt atvinnulís, og þjóðina alla.“ — Þetta sagði Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þegar Morgun- blaðið spurði hann um mikilvægi starfsemi álverksmiðjunnar fyrir Hafnarfjörð. Hann sagði enn- fremur: „Allir starfsmenn verk- smiðjunnar eru íslenzkir og með rekstri hennar höfum við flutt nýja tækniþekkingu inn í landið. Hinir íslenzku starfsmenn verk- smiðjunnar hafa staðið sig með mikilli prýði í frumraun þessarar tegundar stóriðju á íslandi og er mér kunnugt um að álið, sem þar er framleitt, er talið gott. Til við- bótar þeim fjölda starfsmanna, sem vinna í álverksmiðjunni sjálfri, þá hefur hún ennfremur skapað margvísleg atvinnutæki- færi, sérstaklega á sviði viðgerða og ýmiss konar þjónustu. Þá er rétt að geta þess, að allur kostnað- ur við byggingu Straumsvíkur- hafnar er greiddur af álverksmiðj- unni. Verksmiðjan hefur afnota- rétt af höfninni í 25 ár eða fram til ársins 1994, en þá verður Straumsvíkurhöfn afhent Hafnar- fjarðarbæ skuldlaus til fullrar eignar." Árni Grétar Finnsson — Ertu uggandi um að núver- andi orkuráðherra, Hjörleifur Guttormsson, stefni að því að loka álverksmiðjunni í Straumsvík? „Eftir að ráðherrann lét þau orð falla á Alþingi, nað hagkvæmast væri að skrúfa fyrir þetta stór- iðjuver, álverið, í áföngum og spara með því sem svarar heilli stórvirkjun. Slíkt væri raunar langsamlega ódýrasti virkjunar- kostur landsmanna nú“ og bætti síðan við, að starfsmennirnir ættu að snúa sér að „þjóðhollari" störf- um. Hvað svo sem hann kann nú að hafa meint með því, þá held ég, að ekki fari á milli mála, hvað fyrir honum og skoðanabræðrum hans vakir í þessu máli. Öll vinnu- brögð hans í málinu síðan benda til hins sama. Samningarnir um byggingu álverksmiðjunnar í hefur verið mikil lyftistöng fyrir hafnfirzkt atvinnulíf,“ — segir Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar „Bygging og starfsemi ál- verksmiðjunnar í Straumsvík hef- ur verið mikil lyftistöng fyrir hafnfirzkt atvinnulíf. Hún er langstærsta atvinnufyrirtækið í Hafnarfirði og þar vinna hátt í 7 hundruð starfsmenn, þar af um helmingur Hafnfirðingar. Það myndi hafa í för með sér ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir hafnfirzkt atvinnulíf, ef starfsemi álverksmiðjunnar yrði hætt og henni lokað og raunar myndi það bitna á fjölda manna í nágranna- byggðarlögunum líka, sem þangað sækja vinnu sína.“ Straumsvík voru gerðir fyrir nærri tveimur áratugum. Þeir voru forsendan fyrir Búrfells- virkjun og á sínum tíma gerðir af mikilli djörfung og forsjálni. í nær 15 ár hafa bæði þessi mann- virki fært þjóðinni mikinn auð. Frá því samningarnir við ÍSAL voru gerðir hefur að sjálfsögðu margt breytzt, bæði hér á landi og í heiminum öllum, þar á meðal ákveðnar forsendur, sem gengið var útfrá við gerð samninganna. Þetta á fyrst og fremst við um rafmagnsverðið, því verð á allri orku hefur hækkað mikið í heim- inum siðasta áratug. Á þennan þátt málsins hefur núverandi iðnaðarráðherra hins vegar lengst af langt sáralitla áherzlu. Hann hóf stríð sitt gegn álverksmiðj- unni með því að brigzla forráða- mönnum fyrirtækisins um marg- skonar svik, „hækkun í hafi“ og fleira og fleira. Það tal hefur hann nú fellt niður og upp á síðkastið virst hafa vilja til að beita sér að þeim þættinum, sem mestu máli skiptir, það er hækkun rafmagns- verðsins. Heilindin virðast þó nokkuð blendin, eins og fyrri dag- inn, því jafnframt leggur ráðherr- ann megin áherzlu á að halda landsvirkjun, framleiðanda og seljanda raforkunnar fyrir utan alla þátttöku í samningum og við- ræðum við Alusuisse. Ég tel því fyllstu ástæðu til að vera á varð- bergi gegn vinnubrögðum og raun- verulegum fyrirætlunum ráðherr- ans í þessum málurn." — Hvað með áframhaldandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.