Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Sönglagakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu: Fulltrúar syngja til 20 landa vinnings 1 Frakkland: Guy Bonnet syngur „Vivre“. Guy Bonnet býr í París og kveöur mikið aö hon- um þar sem tónlistar- manni og er hann hálf- geröur prófessor í tónlist. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram í söngvakeppni sjó- nvarpsstööva í Evrópu en tvisvar áöur hefur hann verið höfundur laga, sem Frakkland hefur sent til keppninnar. Guy er fyrst og fremst tónskáld og hef- ur síðustu 15 ár veriö mjög iöinn viö aö semja tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir. 2 Noregur: Jahn Teigen syngur „Do-Re-Mi“. Jahn Teigen er 33 ára Norðmaöur og er þetta í þriðja sinn sem hann tekur þátt í söngvakeppninni i Evrópu. Hann tók í fyrsta skipti þátt í keppninni í París áriö 1978, en þar vann hann þaö sér til frægöar aö fá ekki eitt ein- asta stig frá dómurunum. Fyrir það fékk hann þó staö í heimsmetabók Guinness. Hann var í keppninni síöasta ár og þá gekk honum heldur betur með lag sitt, „Adieu". Þá hafði hann sér til aöstoð- ar, vinkonu sína, Anitu Skorgan. Þau héldu til Noregs eftir keppnina og sömdu lagið sem er fram- lag þeirra til keppninnar 1983. Skorgan er einnig meö Teigen í þetta sinn, þó ekki alveg eins áber- andi og áöur, því nú syng- ur hún bakraddir. Sjálfft kosningakvöldið, í kvöld, verður í sjónvarpinu bein útsending frá hinni árlegu Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu, sem fram fer í Munchen í Þýskalandi. Alls taka 20 lönd í Evrópu þátt í söngvakeppninni og hafa fulltrúar þeirra verið að streyma undanfarið til borgarinnar. Keppnin er nú haldin í Þýskalandi vegna þess að síðustu söngvakeppni vann þýska stúlkan Nicole með laginu „Ein bischen Frieden“. Útsendingin tekur tvo og hálfan tíma og er reiknað með að um fimm til sex milljónir manna um heim allan fylgist með henni. Charell heitir kynnir keppninnar en hún er fræg þýsk söngkona og dansari, sem haldið hefur sýningar víða s.s. í París, London og Las Vegas. Söngvakeppnin verður haldin í Rudi-Sedlmeyer-höllinni í Miinchen. Hún var byggð árið 1969 í tengslum við Olympíuleik- ana, sem haldnir voru í borginni þremur árum síðar, en hin síðari ár hefur höllin æ meira verið notuð undir rokk- og popptónleíka. í hléi þegar dómarar telja saman stigin sín, verður m.a. ballettsýning þar sem dansað verður við vinsæl þýsk lög. Verða keppendur kynntir í þeirri röð sem þeir koma fram í sjónvarpinu. Þess ber að geta að útsendingin hefst kl. 19.00. Því færast fréttir fram til kl. 18.20 og stuttar fréttir verða sagðar eftir útsendinguna kl. 21.40. 3 England: Sweet Dreams syngur „l’m Never Giving Up“. Ef þessi enska hljóm- sveit strýkur toppinn í Miinchen í sönglaga- keppninni, má meö réttu taia um skjótan frama hennar. Hljómsveitin hefur nefnilega ekki spilaö sam- an nema í þrjá mánuði. Sweet Dreams saman- stendur af stúlkunum Carrie og Helenu Gray og stráknum Bobby McVey. Hann er tuttugu ára gam- all og ætlar sér frama á ööru sviði, nefnilega í fótboltanum. En meö því aö hljómsveitin á tækifæri á að veröa heimsfræg set- ur hann boltann á hilluna og snýr sér hundraö pró- sent aö söngnum og tón- listinni. Hann verður að láta sér nægja aö spila fótbolta í frístundum sín- um. Carrie er 17 ára. Hún hefur dansaö, leikiö á sviöi og spilað á gítar í fleiri ár og er nú ein af dönsurun- um sem fram koma í þeim vinsæla sjónvarpsþættl, Top of the Pops í Eng- landi. Helena er tvítug. Hún hefur lært dans, leik- list og söng og hefur veriö í fleiri enskum hljómsveit- um en Sweet Dreams. 4 Svíþjóö: Carola Hagg- kvist syngur „Frámling“. Carola hefur leikið á sviöi frá því hún var átta ára og 11 ára lék hún í fyrsta skipti í sjónvarpi í Svíþjóö. Velgengni hennar hófst þá er hún vann stór- sigur í sænsku sönglaga- keppninni. Carola kom fram sem einsöngvari í sjónvarpsþættinum „Evert Taube í vore hjerter“, í Svíþjóö, þó þaö sé nú ekki kannski mikiö samanborið við það ef hún ynni í sönglagakeppninni. 5 Ítalía: Riccardo Fogli syngur „Per Lucia“. 6 Tyrkland: Catin Alp og The Shoet Wave syngja „Opera“. Catin Alp er 33 ára gömul og á aö baki litríkan feril sem einsöngvari í nokkrum af þekktustu hljómsveitum tyrkja. Fyrir fjórum árum munaöi litlu að Catin Alp kæmist aö í sönglagakeppni sjón- varpsstööva í Evrópu, en þaö munaöi örfáum at- kvæöum aö hún ynni í heimalandi sínu réttinn til þátttöku í keppninni. Til aöstoðar Catin Alp á sviö- inu veröur hljómsveitin „Shoet Wave“, þar sem fremst er, í flokki kærustu- pariö Recep og Gúl Aktug. Hann er reyndur tón- listarmaður en hún stjórn- ar kór ríkisóperunnar í Ist- anbul. 7 Spánn: Remedios Amaya syngur „Quien Maneja Mi Barca“. Amaya er 21 ára stúlka / frá Malaga og má segja aö hún sé nokkuð sjóuö í bransanum þó ung sé aö árum. Aðeins níu ára aö aldri var hún farin aö syngja og skemmta meö fööur sínum, mjög tón- elskum manni, sem lét sér þaö vel líka þegar hún fór aö vinna fyrir sér meö flamingódansi á veit- ingastaö, fjórtán ára göm- ul. Þá kallaöi hún sig sínu gamla nafni, Maria Dolor- es Mamaya Vega. Vinni hún í söngvakeppninni veröur hún fræg um heim allan sem, Remedios Amaya, en þaö nafn hefur hún notað á plötum sínum til þessa. 8 Sviss: Mariella Farre syngur „To Cosi Non Si Sto“. Mariella er tvítug stúlka af ítölskum ættum og varö ekki þekkt í sínu heima- landi fyrr en hún kom fram í V-þýska sjónvarpinu. Hennar aöaláhugamál er dans og því rættist stór og langþráður draumur Mari- ellu, þegar hún nýlega var valin í balletthóp sviss- neska sjónvarpsins. Meö- fram dansi æfir hún jass- ballett og er rétt byrjuð að þreifa fyrir sér í kvikmynd- um. Um þessar mundir leikur hún lítiö hlutverk í sinni fyrstu mynd. 9 Finnland: Ami Aspelund syngur „Fantasiaa“. Ami Aspelund, sem er 29 ára, er fjölhæf tónlist- arkona. Hún hefur jafn- gaman af popptónlist og brasilískri sömbu, jazzi og blús og þjóðlögum. Ami fetar í fótspor systur sinn- ar Monicu Aspelund, sem þátt tók í sönglagakeppni sjónvarpsstööva í Evrópu í London 1977. Lagiö sem Ami syngur í keppninni er samiö af manni hennar, Kari Kuusamo, en hann styöur konu sína meö bakröddum í keppninni. 10 Grikkland: Christie Stassinopoulou og hljómsveit syngja „Moy Les“. Christie, 27 ára, þótti efnilegur heimspeki- og hagfræðinemi, en svo lék hún Magdalenu í söng- leiknum, „Jesus Christ Superstar“, og þótti frá- bær. Hún lét því slag standa og hætti öllu námi en helgaöi sig alfariö leik- listinni, að ekki sé minnst á sönglistina. Henni hefur vegnaö vel á þeirri braut og sér sennilega ekki eftir aö hafa hætt námi. Síð- asta ár var hún meö í upp- færslu í söngleiknum „Ev- ita“, í Athenu, og í augna- blikinu er hun aö gefa út sína fyrstu LP-plötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.