Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 37 Gísli Sigurðsson — Minningarorð í Reykjanesi fæddust þeim þrjár dætur, Guðrún, Guðbjörg og Sólveig, en Kristín fæddist fyrir vestan. Hermann var að upplagi mikill þrekmaður, en veiktist ungur af berklum og bar ekki sitt barr eftir það. Hann var löngum við vinnu fjarri heimili sínu og mæddu bú- störf því mjög á Katrínu. Kynni mín af fjölskyldu þessari sýndi fljótt, að Katrín var kjöl- festan. Þegar fjárráð heimilisins eru af skornum skammti skipta búhyggindi húsmóður sköpum varðandi afkomu fjölskyldunnar. Katrín var fyrirmyndarhúsmóð- ir og týndi t.d. fram á síðustu ár grös, ber og svartbaksegg í búið. Hún prjónaði með ólíkindum mik- ið og seldi. Hún hafði skipsáhafnir í fæði, dyttaði að fatnaði þeirra og þvoði. Hjá henni var ætíð allt hreint og fágað, hver hlutur á sín- um stað. Katrín átti orðið 38 af- komendur og nokkrir þeirra voru að hluta aldir upp hjá henni. Hún átti því láni að fagna, að vera ung í anda fram á síðustu stundu. Af- komendum hennar, allt niður í þriðja lið, þótti ætíð tilhlökkunar- efni að heimsækja hana, enda gestum jafnan veitt af rausn stór- um sem smáum. Katrín var félagslynd með besta móti og hafði gaman af spila- mennsku alls konar. Hún eignað- ist því marga kunningja og var vinsæl. Ég hygg að Katrín hafi átt gott ævikvöld, ef undan er skilið síð- asta árið. öll okkar viðskipti hafa verið mér lærdómsrík og ánægju- leg og þakka ég henni samfylgdina að leiðarlokum. Leifur Jónsson Aðfaranótt 24. mars 1983 lést Gísli Sigurðsson í Landspítalan- um eftir þungbæra sjúkdómslegu. Gísli var fæddur í Reykjavík 29. mai 1910. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Pálsdóttir Thor- arensen frá Eystri Sólheimum í Mýrdal og Sigurður Símonarson frá Miðey í Austur-Landeyjum. Páll, faðir Ingibjargar, var sonur Gísla Thorarensen prests að Felli í Mýrdal og konu hans, Ingibjarg- ar Pálsdóttur Melsteð, systur Páls sagnfræðings Melsteð. Móðir Ingi- bjargar var Guðrún Jónsdóttir, Þorsteinssonar bónda að Eystri- Sólheimum. Um ætt Sigurðar föð- ur Gísla veit ég ekki, en systur hans voru Elín, veitingakona á Skjaldbreið og Þrastalundi, og Kristín, kona Sigmundar húsvarð- ar í Miðbæjarskólanum. Sigurður var leiðsögumaður erlendra ferða- manna á sumrum um langt skeið og naut álits þeirra sem honum kynntust. Þau hjón stofnuðu heimili hér í Reykjavík að Bar- ónsstíg 28 og bjuggu þar til ævi- loka. Börn þeirra urðu fimm: Guð- rún, kona Lýðs Guðmundssonar loftskeytamanns, Pétur bifreiðar- stjóri, er lést 1980, Valdimar, er fór til Grænlands með sauðfé árið 1937 til að kenna Grænlendingum fjárbúskap og var ræktunarstjóri þar í 22 ár þar til hann kom hingað til lands sjúkur og dó hér í Reykjavík 1960, Gísli, sem hér er minnst, og Sveinn, málarameist- ari hér í borg, sem kvæntur er Bergrós Sigurgeirsdóttur. Ungur gekk Gísli f Glímufélagið Ármann og stundaði þar fimleika og fleiri íþróttir með góðum ár- angri. Hann var í sýningarflokki Ármanns er tók þátt í fimleika- sýningum í Stokkhólmi árin 1932 og 1939. Gísli fór snemma að vinna fyrir sér. Var alla æfi mjög starfssamur og lagði gjörva hönd á margt. For- eldrar Gísla stunduðu búskap eins og margir gerðu hér í Reykjavík fram til 1940 og ólst Gísli upp við landbúnaðarstörf hiá foreldrum sínum og að Stóra-Armóti í Flóa, þar sem hann dvaldi í barnæsku og á unglingsárum á sumrin. Átti búskapur, hestar, sauðfé og rækt- un landsins hug Gísla slla tíð, þótt hann gengi „bílaöldinni" á hönd ungur maður og hefði lengst af at- vinnu af bílum og viðhaldi þeirra. Ungur drengur fór hann að aka út brauðum frá Brauðgerð Jóns Guð- mundssonar á Hverfisgötu, fyrst með hestvagn, en síðar á bíl. Vorið 1930 fór Gísli með veghef- il frá Vegagerðinni norður til Ak- ureyrar og var það fyrsta ferð norður með veghefil. Á kreppuár- unum var ekki auðhlaupið í fasta vinnu. Fljótlega eftir að Mjólkur- samsalan tók til starfa fór Gísli að vinna þar við mjólkurflutninga, er sú vinna bauðst, en fastráðinn starfsmaður hjá Mjólkursamsöl- unni var hann 1940. Vann hann við útkeyrslu mjólkur í borginni næstu ár, en fór síðar að vinna sem bifvélavirki á verkstæði Mj ólkursamsölunnar. Eins og áður er getið, var rækt- un jarðar mikið áhugamál Gísla. Árið 1957 smíðaði hann sér vél til þess að skera túnþökur, hæfilega stórar og þykkar, svo þægilegt væri að þekja kringum hús og önnur mannvirki. Var Gísli fyrsti maður hérlendis til að selja vél- skornar túnþökur og rak túnþöku- sölu sumar hvert upp frá því, en vann á bifreiðaverkstæði Mjólk- ursamsölunnar yfir veturinn til ársins 1977. Gísli kvæntist 28. október 1939 Margréti Jakobsdóttur, Bjarna- sonar vélstjóra frá Melgraseyri og Steinunnar Bjarnadóttur frá Vallá. Börn þeirra hjóna eru: Steinunn hárgreiðslukona, gift Jóni M. Vilhelmssyni vélstjóra, Ingibjörg kennari, gift Sverri Þóroddssyni stórkaupmanni, og Páll tæknifræðingur, kvæntur El- ínu Markúsdóttur. Barnabörnin eru sjö. Systursonur Margrétar, konu Gisla, Albert Albertsson verk- fræðingur, byrjaði ungur að vinna með Gísla í túnþökusölunni ásamt Páli, syni Gísla. Mér fannst Gísli ávallt líta á Albert sem nokkurs konar fósturson og Albert kallaði hann fóstra. Árið 1951 urðu þau hjón ná- grannar mínir, er þau fluttu í eig- ið húsnæði að Eskihlíð 35. Marg- réti, konu Gísla, þekkti ég áður og kalla hana enn í dag Lillu, en per- sónuleg kynni af Gísla hafði ég ekki haft. Vinátta myndaðist með dætrum okkar og kunningsskapur óx með árunum. Þau hjón byggðu sér hús að Garðaflöt 37 í Garðabæ og fluttu þangað 1971. Samskipti mín og dætra minna við þau hjón minnk- uðu ekki þótt lengra væri á milli heimilanna. Þau voru höfðingjar heim að sækja og heimili þeirra fallegt og listrænt. Gísli var umhyggjusamur fjöl- skyldufaðir. Ekki fóru barnabörn- in varhluta af umhyggju hans og ástúð. Minningin um Gísla Sigurðsson lifir í hugum okkar sem þekktum hann, við þökkum honum sam- fylgdina. Eg og dætur mínar vottum Margréti, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum einlæga samúð. Ásta Karlsdóttir Ragna Frímann Akureyri - Minning Fædd 15. desember 1911 Dáin 27. mars 1983 Að morgni 27. mars síðastliðinn andaðist Ragna Frímann að heim- ili sínu Hamarsstíg 14, á Akur- eyri, þar sem hún bjó með eigin- manni sínum, Guðmundi Fri- mann, skáldi og rithöfundi. Hún hafði átt við hjartasjúkdóm að stríða um nokkurt skeið, en þó oftast haft fótavist og annast heimilisstörf og sýnt kjark og æðruleysi, sem henni var eiginlegt í hverri raun. Hún hét fullu nafni Ragna Sig- urlín, fædd 15. desember 1911. Foreldrar hennar voru Jónas Hallgrímsson skipstjóri og kona hans, Valgerður Albertsdóttir. Hann var ættaður af Árskógs- strönd, ólst upp í Hrafnagili í Þor- valdsdal, var vinsæll og viður- kenndur sjósóknarmaður. Val- gerður var ættuð úr Þingeyjar- sýslu, af góðu og merku fólki kom- in. Síðustu ár ævinnar áttu þau hjónin athvarf í húsi þeirra Guð- mundar og Rögnu við Hamarsstíg- inn. Guðmundur og Ragna giftust árið 1930. Ég var svo lánsamur að kynnast Guðmundi Frímann mjög stuttu eftir að ég fluttist til Akureyrar árið 1946. Fljótlega fékk ég að heimsækja hann á Hamarsstígn- um og fannst þá þegar að heimili þeirra væri eitt hið hlýlegasta og geðfelldasta, sem ég hefði augum litið. Garðurinn umhverfis húsið bar vott um ríkulega vinnusemi, smekkvísi og alúð þeirra, sem höfðu skipulagt hann og annast. Innanhúss var ríkjandi einstök snyrtimennska og listrænn heim- ilisþokki, og þar mátti sjá marga haglega gerða muni og listaverk og mest af því höfðu hjónin gert með eigin höndum, enda heimilis- faðirinn gæddur fjölbreyttum hæfileikum listamanns og hús- móðirin átti þá bætandi hönd, sem var fundvís á það sem til prýði mátti verða. Veggir stofu, ganga og herbergja voru þaktir bókum í forkunnar fallegu og vönduðu skinnbandi og ég var viss um að þarna var til staðar fegursta og merkilegasta bókasafn hérlendis. Og þetta bókasafn var ekki þarna komið vegna hégómlegrar sýndar- mennsku, það var fróðleiks- og menntaþrá eigendanna, sem hafði gert það að heimilisvini og eftir- lætisgoði, um það farið hlýjum höndum og það naut umhyggju hinna sönnu bókaunnenda sem til þess leituðu marga stund þegar tóm var til. Ég sá bregða fyrir dætrum þeirra hjóna, sem voru myndar- legar upprennandi dömur. Ekki hafði ég oft komið á þetta heimili þegar mér varð ljóst að mesta heimilisprýðin var raunar hús- móðirin sjálf — Ragna. Hún var verulega glæsileg í sjón, fallega vaxin, með höfðing- lega reisn í fasi, andlitsfríð, greindarleg í yfirbragði, stillileg og yfirlætislaus. En hvernig var hún í sambúð og við nánari kynni? Það vissi ég ekki lengi vel. Hún var myndarleg í verki, það sá ég á þeim góðgerðum, sem hún bar fyrir gesti sína. En hún var hlé- dræg í meira lagi, og langt frá því að vera allra viðhlæjandi. Þótt ég væri ekki tíður gestur þeirra hjóna, furðar mig núna á því hvað mörg ár liðu þar til ég hafði eignast vináttu Rögnu og kynnst henni verulega. Sumarið 1973 höfðum við Guðrún kona mín samfylgd Rögnu og Guðmundar í skemmtiferð til Ítalíu og dvöldum með þeim nokkra yndislega daga á Hótel Alpi í Baveno við Lago Maggiore. Þar tengdumst við þessi fjögur órjúfandi vináttuböndum, og það fannst okkur hjónunum mikill ávinningur. Ragna var þannig manneskja að hún var alltaf að vaxa við nánari kynni. Og vinátta hennar varð enn dýrmætari vegna þess að hún var sérlega vönd að vinum. Hún var vönd að gleðiefni, til dæmis las hún ekki aðrar bæk- ur en þær, sem höfðu menningar- legt og bókmenntalegt gildi. Hún var umhyggjusöm og nærgætin móðir og manni sínum reyndist hún traustur og ástríkur lífsföru- nautur, skilningsrík og umburð- arlynd, og vegna þess eru það ekki aðeins ástvinir hennar sem eru í umtalsverðri þakkarskuld við hana, heldur einnig unnendur fag- urra ljóða og þjóðin öll. Dætur þeirra hjóna eru hver annarri gerðarlegri, vinsælli og mætari. Valgerður er elst, gift Karli Jör- undssyni, skrifstofustjóra launa- deildar Akureyrarbæjar. Næst er Gunnhildur, eiginmaður hennar er Sverrir Gunnlaugsson, þau eru búsett á Syðra-Lóni á Langanesi. Yngst er Hrefna, kennari við Lundarskólann á Akureyri. Maður hennar er Þorsteinn Jökull Vil- hjálmsson frá Möðrudal. Allt eru þetta mannkostamenn og vel metnir af þeim, sem til þekkja. Við hjónin áttum nokkrar stundir með Rögnu eftir að hún var farin að kenna þeirrar van- heilsu, sem leiddi til dauða. Sjúk- dóminn bar hún með rósemi og æðruleysi, sem var meðal hennar mörgu og ríkulegu mannkosta. Enn brást ekki hennar hlýja glaðværð og enn var auðvelt að vekja hennar létta, þýða hlátur. Hún var manneskja, sem aldrei brást. Við fráfall hennar er það eftir- sjáin og þakklætið, sem bærist með ástvinum hennar og öllum, sem hana þekktu. Blessuð sé hennar kæra minn- ing. Einar Kristjánsson Framkvæmdir við kirkju í Seljasókn að hefjast Byggingaframkvæmdir við kirkju- miðstöðina í Seljahverfí eru um það bil að hefjast. Mikill áhugi er I þessu yngsta hverfí Reykjavíkur að koma upp húsnæði fyrir hið blómlega safn- aðarstarf. Reiknað er með að fram- kvæmdir við kirkjubygginguna hefj- ist snemma í júnímánuði og í sumar er stefnt að því að Ijúka öllum sökkulframkvæmdum. Verið er þessa dagana að ganga frá verkfræð- iteikningum og ráðningu meistara við verkið, en vilji framkvæmdarað- ila er að sóknarfólk geti sem mest lagt fram krafta sína og aðra aðstoð við verkið. Margir hafa þar gefíð góðar gjafír eða fyrirheit um þær. Formaður kirkjubyggingarnefndar Seljasóknar er sr. Valgeir Ástráðs- son, en formaður fjáröflunarnefndar er Jón Stefán Rafnsson. Fjáröflun er nú að fara af stað. Á kjördag munu konur úr Kvenfé- lagi Seljasóknar bjóða merki við kjördyr í Öiduselsskóla, en einmitt í þeim skóla fara almennar guðs- þjónustur safnaðarins fram nú. Merkið er hannað af Erni Þor- steinssyni myndlistarmanni, en hann er einmitt búsettur í hverf- inu. Allur ágóði af sölu merkjanna mun renna óskiptur til kirkju- byggingarsjóðs Seljasóknar. Þá munu konurnar einnig hafa köku- basar í safnaðarsalnum Tindaseli 3, en sá basar mun hefjast kl. 14. Er safnaðarfólk og aðrir velunn- arar þessa málefnis hvattir til að styðja byggingu kirkjumið- stöðvarinnar í Seljahverfi. Skipu- lag allt og hönnun kirkjubygging- unnar, sem hefur verið rækilega kynnt innan sóknarinnar, leggur áherslu á sem fjölbreytilegasta notkun, þannig að þar megi hýsa hina fjölbreytilegustu starfsemi fyrir alla aldursflokka. Auk merkjasölunnar hefur fjár- öflunarnefnd í undirbúningi happ- drætti til styrktar kirkjubygging- unni. Til þessa happdrættis hafa margir listamenn í hverfinu gefið af verkum sínum, auk margs ann- ars sem þar verður til vinninga. Sala happdrættismiða mun hefj- ast um næstu mánaðamót. (Fri Seljuókn) t ÓSKAR BERGSSON, áöur til heimilis aö Bókhiööustíg 6c, Reykjavík, andaöist aö Hrafnlstu 20. apríl. Vandamenn. t Litli drengurinn okkar og brOOIr, VIÐAR KRISTINSSON, Greniteig 13, Keflavlk, andaöist á Barnaspítala Hringsins, aöfaranótt 20. apríl. Kristinn Þorsteinsson, Eygló Óladóttir, systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.