Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Orkan til almennings heföi orðið mun dýrari — ef Búrfellsvirkjun og álverið hefðu ekki verið byggð Landsvirkjun og ÍSAL eiga í margra huga sameiginlega sögu. Var Landsvirkjun stofnuö til aö selja £1- verinu orku? — Nei! Þegar Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 voru sjávaraf- urðir hartnær eina útflutnings- vara okkar og hin sveiflukennda afkoma útvegsins mikið áhyggju- efni landsfeðra. Menn vildu því renna fleiri máttarstoðum undir efnahag þjóðarinnar og horfðu þá mjög til hinnar miklu orku sem lá óbeisluð í fallvötnum landsins. Á þessari auðlind vildu menn byggja nýjan iðnað, orkuiðnað, og hann átti að skapa meiri festu í efnahag landsins. Menn sáu, að til þess að annast þetta mikla verkefni, mundi þurfa sterkt og sjálfstætt fyrirtæki og því var Landsvirkjun stofnuð. Var Landsvirkjun þá stofnuð til aö koma á fót stóriðju? — Frumkvæðið um stóriðjuna var að sjálfsögðu í höndum rfkis- stjórnar með aðstoð stóriðju- nefndar. Landsvirkjun átti að afla orkunnar og ætíð að hafa með Viðtal við Eirík Briem framkvæmdastjóra Landsvirkjunar hæfilegum fyrirvara tiltæka næga orku til að sinna þeim iðnaði sem vænlegur þótti, auk hins almenna markaðar. í þessu skyni þurfti að ástunda mjög markvissa og fjár- freka þekkingaröflun, sem skyldi fjármagnast af raforkusölunni. Því töldu menn, að fyrirtækið yrði að vera bæði sjálfstætt og sterkt. Orku til iðnaðar auk almennings- þarfa, segir þú. Átti þá almenningur að standa undir þeirri þekkingaröfl- un? — Nei! Einmitt ekki. Það var gengið frá því eins tryggilega og unnt var, m.a. í lögunum um Landsvirkjun, að almenningur þyrfti ekki að greiða meira fyrir orkuna en ella. Þessi nýja atvinnugrein átti að standa á eigin fótum og ekki fá styrki neins stað- ar frá. Hefur það tekist? — Já! Tvímælalaust og allar þær athuganir sem við höfum gert, benda til að svo sé. Það er mergurinn málsins, að orkan til almennings hefði orðið mun dýr- ari, ef önnur leið hefði verið farin en sú sem mörkuð var með bygg- ingu Búrfellsvirkjunar og gerð ál- samninganna. Hver voru að þínu mati helstu markmið með samningunum um ál- verið? — Meginmarkmiðin voru þrjú: 1. Hafin yrði beislun fallvatna landsins í stórum stíl, og sú auðlind, sem í þeim felst, nýtt til aukinnar tekjuöflunar fyrir þjóðina, og færð inn í landið Eiríkur Briem hefur verið framkvæmdastjóri Landsvirkjunar frá upp- hafi og lætur senn af því starfi fyrir aldurs sakir. Fáir ísíendingar þekkja jafn vel til orkumála og hann. Morgunblaöið hefur átt viötal viö Eirík Briem um ástand og horfur í orkumálum og fer það hér á eftir. aukin þekking á ýmsum svið- um. 2. Aflað yrði raforku með hag- kvæmari hætti en annars væri unnt fyrir almenningsrafveitur landsmanna. 3. Komið yrði á fót iðnaði sem gæfi verulegar tekjur af raforkusölu, sköttum og ýmiss konar þjónustu og sem auk þess skapaði trausta atvinnu fyrir fjölda manns, án þess að fé þyrfti að leggja í slíkan rekstur. Finnst þér, að þessum markmið- um hafi verið náð hingað til Ld. fyrsta markmiðinu? — Já, það finnst mér. Það hefur orðið gjörbylting í raforkumálum þjóðarinnar á þeim tíma sem lið- inn er frá því að hafist var handa um byggingu Búrfellsvirkjunar árið 1966. Raforkuframleiðslan hefur fimmfaldast, risið hafa þrjár stórvirkjanir ásamt há- spennulínum til Suðvesturlands og byggðalínuhringurinn er að lokast. Fjöldi nýrra spennistöðva hefur verið byggður og komin eru tvö stór miðlunarlón á hálendinu. Það að reisa þessi mannvirki er orðin heil atvinnugrein sem gefur verkafólki mikla tekjumöguleika og tæknimenn eru farnir að flytja út þekkingu sína á þessu sviði í stað þess, að Búrfell var alfarið hannað af erlendum mönnum. Hefur stóriðjan borgað þetta allt? — Þótt almenningur hafi ekki greitt jafnmikið fyrir raforkuna undanfarið og hefði þurft, hefði smávirkjanaleiðin verið valin, þá er þar samt um miklar fjárhæðir að ræða. Orkusalan til stóriðju gerði okkur kleift að ráðast í mun stærri og hagkvæmari einingar og þannig hafa fjármunir almenn- ings nýst langtum betur en ella. í þessu liggur meginmunurinn. Áttu við, að almenningur hafi borgað þetta að mestu úr eigin vasa? — Ég á við, að með því að fara stórvirkjanaleiðina, gátum við fengið miklu meira fyrir okkar eigin peninga en ella. Til að geta farið þá leið, þurftum við aukið fjármagn og fengum það með stór- iðjunni. Er almenningur eitthvað betur settur með allar þessar stórvirkjan- ir? — Já. Vegna þessara stóru virkjana og ekki síður vegna hinna miklu háspennulína, býr almenn- Eiríkur Briem ingur við meira öryggi nú en verið hefði, ef við hefðum farið smá- virkjanaleiðina. Stóru háspennu- línurnar frá Þjórsársvæðinu eru nú mun öruggari í rekstri en aðrar línur hérlendis og hvernig heldur þú t.d. að okkur hefði tekist að ráða fram úr vandanum, þegar eldgos töfðu Kröfluvirkjun, ef við hefðum þá enn verið með smá- virkjanir eingöngu? Við höfum þegar rætt um annað markmiðiö sem þú nefndir, en hvað með hið þriðja? — Við álverið starfa milli 600 og 700 manns og hefur aldrei fallið dagur úr. Auk þess kaupir ÍSAL þjónustu hér innanlands sem skapar mikla vinnu. Heildar- greiðslur ÍSAL til íslendinga frá upphafi nema þessum upphæðum á verðlagi í apríl 1983: Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Minningarmótið um Halldór Helgason er hálfnað og hefur sveit Stefáns Jónssonar enn for- ystu með 142 stig. Röð næstu sveita: Hörður Steinbergsson 135 Örn Einarsson 134 Gylfi Pálsson 133 Stefán Vilhjálmsson 125 Páll Pálsson 121 Jón Stefánsson 120 Stefán Ragnarsson 117 Halldór Gestsson 112 Meðalskor 108 Sautján sveitir taka þátt í keppninni. Þriðja og næstsíðasta umferð verður spiluð í Félags- borg nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Bridgefélag Kópavogs Síðastliðinn fimmtudag átti að spila síðustu umferð í Board- a-Match-keppninni en vegna þess að spilarar mættu ekki til leiks varð að fresta henni um eina viku, í staðinn var spilaður 14 para tvímenningur. Efstir urðu: Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Hilmarsson 199 Garðar Þórðarson — Ásgeir Stefánsson 189 Ármann J. Lárusson — Ragnar Björnsson 172 Næsta fimmtudag eru spilarar beðnir að mæta klukkan átta stundvíslega. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag lauk barómeter- tvímenningnum með sigri Guð- jóns Jónssonar og Gunnars Guð- mundssonar sem fengu 163 stig yfir meðalskor. Röð næstu para: Kjartan Kristófersson — Helgi Skúlason 145 Friðjón Þórhallsson — Anton Gunnarsson 140 Kristinn Helgason — Guðlaugur Karlsson 119 Jóel Sigurðsson — Þorvaldur Valdimarsson 77 Stefán Jónsson — Guðmundur Grétarsson 70 Næstu tvo þriðjudaga verður spilaður eins kvölds tvímenning- ur og verða veitt peningaverð- laun fyrir efsta parið. Þriðjudag- inn 10. maí verður firmakeppni félagsins og verður spilað um veglegan farandbikar. Spilað er í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi v/Austurberg og hefst keppnin kl. 19.30. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Fyrir raforku 1680 Mkr. Skattar 510 Mkr. Vinnulaun 3100 Mkr. Keypt þjónusta 1820 Mkr. Innl. fjárfestingark. 1080 Mkr. Samtals eru þetta 8200 Mkr. í beinhörðum gjaldeyri, þar af 6500 milljónir fyrir annað en rafork- una, sem verða að skoðast næstum hreinar gjaldeyristekjur fyrir þjóðina, þar sem hún hefur hvorki þurft að reiða fram fé ná taka áhættu. Hvað viltu segja um alla þá gagn- rýni sem komið hefur fram varðandi álsamningana undanfarið? — Gagnrýnin á álsamningana, eða sá hluti hennar sem enn hefur sést á opinberum vettvangi, virð- ist fléttaður úr tveimur megin- þáttum. I fyrsta lagi er það sem flestir eru sammála um, að ÍSAL greiðir nú of lágt orkuverð og í öðru lagi er sagt, að álsamn- ingarnir séu og hafi alltaf verið slæmir samningar fyrir íslend- inga. Málflutningur gagnrýnenda einkennist mjög af því að tengja þessa þætti saman og reyna á þann hátt að nota rök fyrir hinum fyrri, sem stuðing fyrir hinn síð- ari. Sé leitað að rökum samnings- andstæðinga fyrir því að tengja saman núverandi orkuverð og heildarhagsmuni íslendinga, sést, að meira ber á því sem ekki er sagt fremur en því sem sagt er. Sérstaklega er áberandi, að lítið sem ekkert er fjallað um aðrar tekjur fslendinga af þessum samningum en tekjur af orkusöl- unni. Er þessi gagnrýni þá óréttmæt? — Sá hluti hennar sem beinist gegn núverandi orkuverði á vissu- lega rétt á sér, þótt málflutningur sé oft stórlega ýktur, sérstaklega þegar rætt er um hugsanleg áhrif hækkunar orkuverðs til stóriðju á almenningsverðið. Líttu til dæmis á þetta sem Þjóðviljinn sló upp á forsíðu fyrir stuttu, að hægt yrði að lækka heimilistaxtann í Búð- ardal um 80 aura/kwst ef orku- verð til ÍSAL væri þrefaldað. Á móti þreföldun á verði til ÍSAL gæti komið lækkun á heildsölu- verði Landsvirkjunar um tæpa 26 aura/kwst. Hvernig þeir geta orð- ið að 80 aurum í Búðardal, er tor- skilið. Það er hins vegar alveg út í hött, þegar verið er að dæma samningana frá 1966 út frá nú- tíma sjónarmiðum um gerð slíkra samninga og á þeim grundvelli ásaka okkar menn fyrir að hafa samið af sér. Það er ákaflega óréttmætt, meira að segja skað- legt okkar málstað. Hvernig getur það verið skaðlegt að segja að samningarnir 1966 hafi verið slæmir? — Ef sýnt er fram á, að samið hafi verið um óeðlilega lágt orku- verð 1966, er hætt við, að dómstól- ar t.d. mundu líta svo á, að ÍSAL bæri áfram að fá orku við jafn óeðlilega lágu verði. Ef farið væri út í einhliða aðgerðir með laga- setningu er hæpið fyrir Alþingi að ganga lengra en öruggt er að náist með dómi, því eins og stendur í fylgiskjali X með frumvarpi Hjörleifs o.fl. um leiðréttingu orkuverðs til ÍSAL, hafa dómstól- ar vald til að úrskurða, hvort ein- hliða leiðrétting Alþingis hafi ver- ið lögmæt. Auk þessa má geta þess, að samkvæmt sömu heimild gæti Alusuisse skotið slíkri laga- setningu til alþjóðlegs gerðar- dóms, en ég spyr, ber að láta reyna á íslensk lög fyrir slíkum dómi, án þess að vera fyrirfram sannfærð- ur um útkomuna. Telur þú þá ekki, að það sé laga- legur grundvöllur til að krefjast hækkunar? — Jú, jú, við höfum allan rétt okkar megin, en það er annarra að svara þessu. En ég tel, að staða okkar í samningaviðræðum sé sterkari en staða okkar fyrir dómstólum og með samningum getum við náð meiri hækkun og fyrr en með öðrum hætti. Orkusamningurinn frá 1966, var hann góður samningur? — Miðað við þær forsendur sem þá lágu fyrir og þágildandi venjur, þá var hann í heild sinni góður. Orkuverðið, hversu gott var það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.