Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 23 í lok valdaferils vinstri flokka: Þjódarframleiðsla rýrn- ar um 5,5—6,5% og þjóð- artekjur um 3—4% 1983 ÞAÐ gildir sama um þjóð og heimili eða einstakling. Afla- tekjur hennar setja henni ramma um lífskjör. Sú leið ein er raunhæf til bættra lífskjara að auka á verðmætasköpun í þjóðar- búskapnum þann veg, að þjóðartekjurnar, sem til skiptanna koma, verði meiri. Það lifír enginn til langframa á erlendri skuldasöfnun, sem stjórnsýsla vinstri flokka hef- ur hrærst í liðin ár. Það skiptir meginmáli að búa atvinnuvegunum, sem eru undir- staða afkomu og efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, þau rekstrarskilyrði, að þeir geti fært út kviar, tæknivæðst og skilað meiri arðsemi. Það þarf jafnframt að skjóta nýjum stoðum orkuiðn- aðar undir afkomu þjóðarinnar. Það má ekki ganga um of á full- nýtt fiskistofna. Búvörufram- leiðsla umfram sölumöguleika þjónar heldur ekki jákvæðum til- gangi. Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur hafa skerst hættulega sl. misseri, sbr. meðfylgjandi töflur, sem byggðar eru á heimildum Þjóðhagsstofnunar. Þjóðarfram- leiðsla jókst um 5,2% á mann 1977, rýrnaði um 3,1% 1982 og spáð er 5,5% til 6,5% rýrun 1983. Þjóðartekjur jukust um 8,1% á mann 1977, rýrnuðu um 3,4% 1982 og spáð er 4 til 5% rýrnun 1983. ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA % í heild I I á ■flrm mann bráðab. spá 1982 1983 1977 1978 1979 1980 1981 -2 Heimild: Þjóðhagsstofnun ÞJÓÐARTEKJUR ■■ f heild I_J á mann 6 _ 4 _ 2 _ 1 1979 □a bráöab. spá 1982 1963 -2 Ef» Heimild: Þjóðhagsstofnun Kjarnor ku vopna- stefna Norðurlanda Ný bók í Danmörku váben politik i Norden ÖRYGGIS- OG afvopnunarmálanefnd danska ríkisins hefur gefið út bókina Kernevábenpolitik í Norden, þar sem stefnu Norðurlandanna fimm gagnvart kjarnorku- vopnum er lýst með hliðsjón af þeim umræðum sem um þessi mál hafa orðið undanfarin ár. í bókina skrifa Raimo Várynen, Finnlandi, Gunnar Jervas, Svíþjóð, Bertel Heurlin, Danmörku, Martin Sæter, Noregi og Björn Bjarnason, íslandi. í fréttatilkyningu frá dönsku öryggis- og afvopnun- armálanefndinni vegna út- komu bókarinnar segir meðal annars: „í bokinni er lýst sér- stöðu Norðurlanda miðað við stöðu kjarnorkuvopna á al- þjóðavettvangi. Það er grundvallarafstaða að á Norð- urlöndum séu ekki kjarnorku- vopn. Hvergi á Norðurlöndum eru kjarnorkuvopn. En Norð- urlöndin tengjast kjarnorku- vopnajafnvægingu milli aust- urs og vesturs og taka mið af þeirri staðreynd að vopnin eru talin halda hugsanlegum árás- araðila í skefjum. Landfræði- lega og herfræðilega eru Norð- urlönd á milli þeirra tveggja svæða í veröldinni, þar sem vígbúnaður er mestur, bæði venjuleg vopn og kjarnorku- vopn. í Mið-Evrópu eru skammdræg kjarnorkuvopn hjá báðum aðilum og einnig meðaldræg vopn af ýmsum gerðum. í bókinni er leitast við að lýsa því, hvaða áhrif uppbygg- ing kjarnorkuafla og tækni- þróun hans hefur haft á stöðu Norðurlanda og hvernig þau hafa brugðist við framvindu rnála." Hér á landi er unnt að fá bókina hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, en út- REDK3ERET Af BERTEL HEOflUN Austurbæjarbíó frumsýnir „RolIover“ AUSTURBÆJARBÍÓ frumsýnir í dag kvikmyndina „Rollover“ meö Jane Fonda og Kris Kristofferson í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Alan A. Pakula. Athugasemd frá Auði Matthías- dóttur MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Auði Matthíasdóttur: Morgunblaðið birtir með feitu letri niðurstöðu skoðanakönn- unar Hagvangs hf. laugardag- inn 16. apríl sl. Þar fáum við skilmerkilegar upplýsingar um hlut flokka og annarra fram- bjóðenda í væntanlegum kosn- ingum, samkvæmt skoðana- könnun þessari. Hvers vegna geta menn ekki beðið úrslita kosninga? Hverjar eru af\eið- ingar skoðanakannana sem' þessarar? Hvaða tilgangi þjón- ar þessi skoðanakönnun? Að lokum ein leiðrétting — það er ekki um að ræða sérframboð sjálfstæðismanna á Vestfjörð- um heldur framboð sérhags- munasinna, sem ekki gefa nokk- urn gaum mikilvægi flokkakerf- is í lýðræðisþjóðfélagi, sér- hagsmunasinna, sem flestir hafa ekki kosið Sjálfstæðis- flokkinn né sýnt starfi hans áhuga á nokkurn jákvæðan hátt. Með kveðju, Auður Matthíasdóttir. gefandi hennar er Forlaget Europa, Kaupmannahöfn. Seldi erlendis EITT skip, Karlsefni RE, seldi afla sinn í Cuxhaven í dag og var það eina skipið, sem seldi afla sinn er- lendis í þessari viku. Karlsefni seldi alls 205 lestir. Heildarverð var 3.367.200 krón- ur, meðalverð 16,42. í næstu viku er fyrirhugað að tvö skip selji í Bretlandi og eitt í Þýzkalandi. Ástæða þess hve lítið er nú um það að íslenzk skip selji afla sinn erlendis er bæði sú, að nú fiskast treglega og að fremur lágt verð er á mörkuðum erlendis. Haffærnisskírteini og vátrygging skipa MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Sam- bandi íslenzkra tryggingafélaga: f viðtali við Hjálmar R. Bárð- arson, siglingamálastjóra, í Morg- unblaðinu 14. apríl sl., segir svo: „Aðspurður um það hvernig tryggingamálum skipa, sem ekki hefðu gilt haffærnisskírteini, væri háttað, sagði hann, að hann teldi það ekki hafa áhrif á tryggingu." Af þessu tilefni vill Samband ís- lenskra tryggingafélaga benda á að í 63. gr. laga um vátryggingar- samninga eru skýr ákvæði um þetta atriði en greinin hljóðar svo: „Þegar félagið vátryggir hags- muni útgerðarmanns, er því óskylt að bæta tjón, er stafar af því, að skipið var óhaffært, er það lét síð- ast úr höfn, ófullnægjanlega út- búið eða mannað, hafi eigi nauð- synleg skipsskjöl eða var eigi tryggilega hlaðið. Þetta gildir þó ekki, ef ætla má, að hvorki útgerð- armaður né skipstjóri hafi vitað eða mátt vita um það, sem áfátt Stjörnubíó frumsýnir Tootsie STJÖRNUBÍÓ byrjar í dag sýn- ingar á kvikmyndinni „Tootsie" með Dustin Hoffman í aðalhlut- verki. Myndin var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna og Jessica Lange hlaut óskarsverðlaun fyrir bezta frammistöðu í aukahlutverki. Leikstjóri er Sydney Pollack. Háskólafyrir- lestur um mál- far V-Skaft- fellinga HÖSKULDUR Þráinsson prófess- or og Kristján Árnason lektor flytja opinberan fyrirlestur á veg- um heimspekideildar Háskóla ís- lands í dag, laugardaginn 23. apríl, kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um málfar Vestur-Skaftfellinga og er fimmti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um rannsóknir á vegum heimspeki- deildar á vormisseri 1983. öllum er heimill aðgangur. (FríU frí llf)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.