Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 7 Utankjörstaðakosning UTANK JÖRST AÐ ASKRIFSTOF A SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í VALHÖLL Háaleitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962. Upplýsingar um kjörskrí og fl. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlega látlö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskóianum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. -------1 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð. Ungt fólk með Úrval Stjörnuferðir til Ibiza — 3 vikur ^ 31. maí uppselt — biðlisti ^ 21. júní nokkur sæti laus 12. júlí nokkur sæti laus 2. ágúst nokkur sæti laus 23. ágúst laus sæti 13. sept. laus sæti 5. okt. laus sæti GengistryggÖar innborganir 5% staögreiösluafsláttur eöa hagstæö greiöslukjör “Video- og slides“-myndir úr fyrri Stjörnuferðum eru sýndar öll sunnudagskvöld í Hollywood m Mr^\ÆÆ\m Gengistryggftarinnborganir m m. 5% staðgreiðsluafsláttur viö Austurvöli S26900 e6a ha9stæ6 greiðslukjör Umboðsmenn um allt land ------------------ Úrval er og veröur feröaskrifstofa urtga fólksins WWVtX) Vita betur en þegja samt Þessi mynd er táknræn fyrir þá Vesturlandabúa sem þekkja gerska ævintýrið en vilja ekki viöurkenna þaö. í öllum lýö- frjálsum löndum eru þeir háværir sem berjast fyrir því að gerska ævintýrið gerist heima hjá sér. Margir þessara tals- manna ófrelsis og kúgunar vita þó betur en þegja samt. Gegn hættulegri iöju slíkra afla geta kjósendur snúist með atkvæði sínu í dag. Neyðaróp hinnar nýju stéttar Neyðarópið sem Alþydu- bandalagið hefur rekið upp síðustu daga sýnir að hin nýja stétt er verulega byrj- uð að óttast um sinn hag. Til þess að rétta hlut sinn og sýna, að ekki hafi alveg allir hlaupið frá stuðningi við flokkinn, hefur Alþýðu- bandalagið birt heilsíðu- auglýsingu í öllum blöðum undir fyrirsögninni: Hugs- aðu þig um! I>egar nöfnin eru lesin vaknar sá grunur, að ekki hafi allir sem lán- uðu flokknum undirskrift sína hugsað sig rækilega um áður en það var gert. Athyglisvert er hve fáir launþegar og fulltrúar úr verkalýðsstéttum hafa skrifað undir neyðaróp Al- þýóubandalagsins. Allir þeir sem hafa eitthvert jarðsamband vita að síst af öllu kemur það launþegum vel, að Ijá AÍþýðubandalag- inu stuðning í kosningun- um í dag. Klokkurinn hefur brugðist því trausti sem launþegar hafa sýnt honum og hin nýja stétt hefur látið hagsmuni þeirra sem minna mega sín víkja f valdabröltinu. „Gáfu- mannahópurinn" í Alþýðuhandalaginu á flesta fulltrúa í nafnaröðinni und- ir neyðarópi hinnar nýju stéttar, enda er það þessi hópur sem lítur þannig á verkalýðinn að bogin bök hans eigi að nota sem stökkpall inn í valdakerfið. Fyrir liggja staðfestar upplýsingar frá l'jððhags- stofnun þess efnis að á þessu ári minnki ráðstöf- unartekjur almcnnings stðrlega og í skýrslu stofn- unarinnar er rætt um hættu á atvinnubresti. Við engan er frekar að sakast ■ þessu efni en Alþýðuband- alagið. „Gáfumanna- hópurinn" í flokknum hef- ur þó ekki áhyggjur af þessu, hann hefur sitt á hreinu svo framarlega sem aðstaðan í valdakerflnu haggist ekki. Staða álvers- ins í Straumsvík er gerð að gamanmáli og sérvitrings- háttur „gáfumanna- hðpsins" verður útflutn- ingsvara á vegum Klíasar Davíðssonar í blaðinu Met- al Bulletin. Hin nýja stétt hæðist að atvinnutæki- færum alþýðu manna. Meðal aðstandenda neyð- arðpsins um hættuna vegna „valdatöku" al- mennings í dag eru nokkr- ir verkalýðsrekendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta og kerfiskarlar Al- þýðubandalagsins í „gáfu- mannahópnum". Sækjast sér um líkir. Hvar er ábyrgðin? Launþegar á íslandi vita, að efnahagsstefna Alþýðu- bandalagsins er pólska leiðin, leið örbirgðar, ein- angrunar og fátæktar. Leið sem byggist á því aö fá- menn valdaklíka hafl óskoraðan rétt til að ráðsk- ast með fólkið eins og það sé atvinnutæki á borð við lyftara, jarðýtur og vöru- bfla. Launþegar hafa fund- ið fyTÍr og eiga eftir að finna það enn betur hve dýrkeypt það er að búa við ðstjðrn vinstri flokkanna og láta blekkjast af lygavef Alþýðubandalagsins. En spyrja má: Hvers vegna láta jafn margir menn sem kenna sig við menningu og listir sig hafa það að skrifa undir neyðar- óp Alþýðubandalagsins? Um það þarf ekki aö deila, að samhliða því sem pólska leið flokksins breytir efna- hagskerfl þjóðarinnar í rjúkandi rúst, sviptir hún listamenn frelsi til orðs og æðis. Hvar hefur sá sósíal- ismi sem Alþýðubandalag- ið boðar þolaö mönnum að segja og gera það sem þeir sjálfir ákveða? Launþegar og þeir sem leggja hart að sér við að sjá sínum farborða verða ekki endalaust blekktir með þeim fagurgala sem Al- þýöubandalagið stundar. En hann sýnist hafa þeim mun meiri áhrif á þá sem njðta fulls frelsis til að tjá tilfinningar sínar í listsköp- un og hafa tækifæri til að lifa í þeim heimi sem þeir sjálflr skapa með henni. En þekkist engin ábyrgð- arkennd í þeirri veröld? Finnst því fólki sem al- mennt er talið betur „upp- lýst" þaö hafa þá einu skyldu gagnvart samfélag- inu að villa mönnum sýn? Eða er þessi skoðun um „upplýsinguna" dapurlegur misskilningur? Hneppt í fjötra Þar sem kommúnisminn hefur fest rætur, hvort heldur i Evrópu, Afríku, Asíu eða Ameríku, hefur valdataka hans byggst á því að setja stóran hluta þjóðanna í fangelsi eða þrælkunarbúðir og hinir hafa veriö hnepptir í fjötra fátæktar og andlegrar kúg- unar. Það er þessi sama stefna sem hefur verið rauöi þráðurinn í stefnu Al- þýðubandalagsins og sá þráður er jafnan rakinn til upphafsins, stofnunar Kommúnistaflokks íslands 1930, á tyllidögum Alþýðu- bandalagsins. Kommúnistar hneppa þjóðir í fjötra nái þeir völd- um. Þar halda þeir völdun- um með hótunum og of- beldi. I þeim löndum þar sem þeir berjast til valda hefur kommúnistum oft tekist aö hneppa menn í einskonar andlega fjötra, sem þeir geta ekki slitið af sér af ótta við eitthvað sem utanaðkomandi skilja ekki hvað er. Hvað þessir fjötr- ar liggja víða í íslcnsku þjóðlífi og þá ekki síst meðal ILsta- og menning- armanna má sjá með því að lesa neyðaróp Alþýóu- bandalagsins vegna ótta þess við „valdatöku" al- mennings í kosningunum í dag. Glæsilegt úrval af nýjum og notuðum Bílasýning og bílamarkaöur í dag kl. 10—18. Viö eigum fyrirliggjandi allar geröir af nýjum DAIHATSU CHARADE, CHARMANT og TAFT í fjölbreytíu litaúrvali TIL AFGREIÐSLU STRAX Verd frá aöeins kr. 191.250 með öllu Notaðar bifreiðir sem eru til sölu hjá okkur þessa stundina: Ár Km Litur Verð Daihatsu Charade XTE Runabout '83 600 Dökkbrúnn met. 185.000 Daihatsu Charade XTE Runabout sjálfsk. '82 8.800 Silfurblár met. 175.000 Daihatsu Charade XTE Runabout 5 gira •82 11.000 Siifurblár met. 175.000 Daihatsu Charade XTE Runabout ■81 13.700 Vínrauður 155.000 Daihatsu Charade XTE Runabout ■80 27.000 Kremgulur 125.000 Daihatsu Charade XTE 80 46.000 Blár met. 120.000 Daihatsu Charade XTE '80 45.000 Silfurgrár met. 115.000 Daihatsu Charade XTE '80 36.000 Silturgrár met 120.000 Daihatsu Charade XTE S dyra '82 16.700 Gullbrons 170.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra •81 16.000 Vínrauður 155.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra '81 O 6.000 Silfurgrár met. 150.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra '80 23.000 Gulur 120.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra '80 29.000 Sílfurgrár met. 120.000 Daihatsu Charade XTE 5 dyra 80 35.000 Vínrauður 120.000 Daihatsu Charmant 1400 79 18.000 Blár met. 105.000 Daihatsu Charmant 1600 '82 16.000 Gullbrons 215.000 Nokkur sýnishorn af bilum, sem veröa til sýnis og sölu laugardaginn 16.4. Fyrir þá sem ekki treysta sér í nýja Frábær kaup í velmeðförnum notuðum armula 23. 85870 — 81733. DAIHATSUUMBOÐIÐ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.