Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 39 • Hafsteinn Óskarsson ÍR kemur fyrstur í mark í 68. víðavangshlaupi ÍR, annar er Einar Sigurðsson UBK og í þriöja sæti er Sighvatur Oýri Guðmundsson ÍR. Þeir félagar voru í nokkrum sérflokki í hlaupinu að þessu sinni. Ljósm. Mbl. Kristján örn. Rúmlega 70 þátttakendur í víöavangshlaupi ÍR: Hafsteinn Óskarsson sigraði örugglega „ÞETTA var mun léttara en ég ótti von á. Ég reyndi lengst af aö hlaupa í skjóli við þá Einar og Sighvat og lét þá hafa fyrir því að kljúfa vindinn sem var sterkur. Og þegar komiö var á lokaprett- inn þá átti ég nóg eftir,“ sagöi Hafsteinn óskarsson sigurvegari í 68. Víðavang8hlaupi ÍR sem fram fór á sumardaginn fyrsta. Tími Hafsteins var 13,59 mínútur. Mikið rok og kuldi var á meöan hlaupíð fór fram. Einar Sigurðs- son UBK varö annar og Sighvatur Dýri þriöji. Þeir félagar tóku for- ystuna í hlaupinu þegar í upphafi og fylgdust allir að. Það var ekki fyrr en 180 metrar voru eftir ( mark aö Hafsteinn tók forystuna ( hlaupinu og sigraði örugglega. Hljóp hann mjög létt ( lokin og virtist óþreyttur er hann kom ( mark. Ragnheiður Ólafsdóttir FH varö sigurvegari í kvennaflokki, var þar í algjörum sérflokki, hljóp á 15,23 mínútum. Aöalbjörg Hafsteinsdótt- ir HSK sem varö í ööru sæti hlaut tímann 17,51 mínútur. Rúmlega 70 keppendur tóku þátt í hlauplnu þrátt fyrir erfiöar aöstæöur en ekki var aö sjá annað en aö allir heföu ánægju af. Þaö fóru margir í hlaupiö meö því hugarfari aö þaö sem mestu máli skipti var að taka þátt og er þaö vel. ÍR sigraöi í 3—5 og 10 manna sveitarkeppni, karla og 3 manna sveit kvenna. • Jón Guðlaugsson, HSK, tók núna þátt ( víðavangshlaupi ÍR ( 25. sinn. Jón var jafnframt elsti keppandinn í hlaupinu að þessu sinni. Hann varö í 47. sæti (hlaup- inu að þessu sinni, hljóp á 18,39 mín. Hann sagöi eftir hlaupið aö ( slikum kulda og roki heföi hann aldrei keppt áður í þessu hlaupi. Og í fyrsta sinn hljóp hann ( »f- ingabúningi til að skýla sér fyrir kuldanum. Karlar: mín. Hafsteinn Óskarsson IR 13:59 Einar Sigurösson UBK 14:02 Sighvatur Dýri Guömundss. ÍR 14:05 Gerard Delevand Frakkl. 14:21 Magnús Friöbertsson UÍA 14:28 Jóhann Sveínsson UBK 14:33 Gunnar Bergsson ÍR 14:39 Steinar Friögeirsson ÍR 14:46 Ingvar Garöarsson HSK 15:13 Arnþór Sigurösson UBK 15:22 Bjarni Svavarsson UBK 15:26 Gunnar Snorrason UBK 15:31 Jóhann Heiöar Jóhannsson ÍR 15:32 Svali Björgvinsson ÍR 15:33 Lúövtk Björgvinsson UBK 15:35 Stefán Friögeirsson ÍR 15:45 Guömundur Gislason ÍR 15:47 Birgir Þ. Jóakimsson ÍR 15:54 Aöalsteinn Aöalsteinsson UÍA 15:59 Sigurjón Andrósson ÍR 16:01 Árni Kristjánsson A 16:04 Steinar Loftsson UBK 16:17 Einar Heimisson UBK 16:20 Högni Óskarsson KR 16:21 Úlfar Aöalsteinsson ÍR 16:22 Ársæll Ðenediktsson ÍR 16:26 Jóhann Ingibergsson ÍR 16:30 Gestur Gautí Grétarss. ÍR 16:32 Friörik ívar Bergsteinsson Fylkir 16:32 Gunnlaugur Karlsson HSK 16:34 Ágúst Hallvarösson iR 16:39 Haraldur Haraldsson KR 16:43 Fred Schalk ÍR 16:50 Kristján S. Ásgeirsson iR 16:52 Sighvatur J. Þórarinsson HVÍ 17:07 Konur úralit: mín Ragnheiöur Ólafsdóttir FH 15:53 Aöalbjörg Hafsteinsd. HSK 17:51 Fríöa Bjarnadóttir ÍR 18:47 Anny Ingimarsdóttir HSK 19:31 Kristín Pótursdóttir ÍR 19:49 Elín Blöndai UMSÐ 20:15 Guörún Ásgeirsdóttir ÍR 20:49 Björg Kristjánsdóttir 21:14 Sigríöur Sigurjónsdóttir ÍR 21:18 Ragnhildur Geirsdóttir ÍR 21:21 Guörún Zöega ÍR 21:28 Sædis Samúelsdóttir ÍR 21:55 Sigurborg Geirdai sjónv. 23:58 Helga Zöega ÍR 24:17 Keppni hófst á fimmtudag á Andrésar Andar-leikunum: Leiðinlegt veður setti svip sinn á fyrsta keppnisdaginn — sumardagurinn fyrsti ekki beint sumarlegur LEIÐINLEGT veður setti svip sinn á fyrsta keppnisdag Andrésar Andar-leikanna á skíðum ( Hlíð- arfjalli viö Akureyri, á fimmtudag- inn. Skv. almanaki var sumardag- ur fyrsti en það var ekki beint sumarlegt um aö litast á Akureyri og í nágrenni bæjaríns þennan dag. I fjallinu var norðan stormur og gekk á meö éljum. Þrátt fyrir leiðinlegt veöur gekk keppnin nokkuð vel og dagskrá stóöst nema aö stökkinu var frestaö. Keppendur á þessu langstærsta móti sem haldiö er hér á landi á ári hverju voru nú 370 talsins. Reikn- aö var meö um 430 keppendum en forföll uröu töluverð, t.d. duttu 30 úr frá Akureyri. Mótiö var sett á miövikudaginn. Fyrst var farið í skrúögöngu frá Lundarskóla, þar sem aökomu- fólkið býr, aö Akureyrarkirkju. Þar var helgistund. Prestur var séra Birgir Snæbjörnsson. Hermann Sigtryggsson, æskulýðs- og íþróttafuiltrúi, setti síöan mótiö, og mótseldurinn var þvínæst kveiktur. Keppnin hófst sem fyrr segir á fimmtudag og var þá keppt i stór- svigi 7, 8, 9 og 10 ára og svigi 11 og 12 ára. Verðlaunaafhending fyrir fyrsta daginn — svo og skemmtun fyrir keppendur — var svo í Sjallanum um kvöldmatar- leytiö. Á þriöjudag segjum viö ítar- lega frá gangi mála alla keppnis- dagana í máli og myndum. — SH. Gummersbach er efst NÚ ERU aöeins fimm umferðir eftir í 1. deild handboltans í V-Þýskalandi. Liö Gummersbach hefur forystuna í deildinni með 28 stig en allt bendir til þess aö liðiö hreppi meistaratitilinn ( ár. Keppni 4ra efstu liðanna er þó mjög jöfn og athyglisverður er ár- angur THW Kiel sem er í fjóröa sæti með 24 stig. Besti árangur sem liöiö hefur náð. Um helgina fara fram leikir í bikarkeppninni en deildarkeppnin fær frí. Urslit í síðustu leikjum í 1. deild urðu þessi: Grossw.stadt — Nettels. 28:16 Berlin — Gummersbach 16:17 Dankersen — Hofweier 17:19 Schwabing — GUnzburg 30:22 Essen — Göppingen 18:19 Dietzenbach — THW Kiel 21:27 Staðan í 1. deild: Gummersbach 19 399:331 28 Grosswallstadt 19 394:333 26 Schwabing 19 441:399 25 THW Kiel 19 406:387 24 R. FUchse 18 345:331 21 FA Göppingen 20 403:397 21 TuS Hofweier 19 375:386 18 GW Dankersen 19 339:354 18 TV HUttenberg 19 388:407 17 VfL GUnzburg 20 430:443 16 TuSEM Essen 20 360:373 16 TuS Nettelstedt 20 368:418 12 SG Dietzenbach 19 347:456 8 Ljótm. Skapti Hallgrímtson. • Skíðadrottning íslands, Nanna Leifsdóttir, var að sjálfsögöu mætt í Hlíöarf jalli og hér er hún með systurson sinn, Leif Sigurösson, sem var yngsti keppandinn á mótinu, aöeins 4ra ára gamall. Sjálfsagt hefur Nanna getað gefiö honum góð ráö áöur en hann brunaöi af staö. Kristinn Svanbergsson: „Hlakka til að fara til Kongsberg" „ÉG BJÓST nú ekkert frekar við því að vinna,“ sagði Kristinn Svanbergsson, sigurvegari ( 12 ára flokki í svigi. „Ég hef unnið Jón nokkrum sinnum í vetur, en ekkert keppt viö Sæma, en Sæmi vann tvöfalt ( okkar flokki í fyrra,“ sagöi hann. Jón Yngvi Árnason varö annar í sviginu, og Sæmi, Sæmundur Árnason, Olafsf irói þriðji. Kristinn sagöist hafa keppt í öll- um flokkum á Andrésar-leikunum. „Ég byrjaöi sex ára. Ég hef nú aldrei unniö gullverölaun áöur . .. jú, einu sinni í stökki," sagöi hann svo er hann hugsaði sig betur um. Og auövitaö ætlar hann aö vera meö í stökkinu núna líka. Sigurvegararnir í svigi og stór- svigi stráka og stelpna í 12 ára flokki fara á Andrésar Andar- leikana í Kongsberg í Noregi á hverju ári, þannig aö strax fyrsta daginn tryggöi Kristinn sér farseö- ilinn þangaö. „Já, auövitaö stefndi ég aö því aö komast þangaö, og ég hlakka mikiö til aö fara.“ — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.