Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Landsvirkjun: Naudsynlegt að fresta framkvæmd- um vegna óvissu í gjaldskrármálum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsvirkjun: „Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Landsvirkjunar samhljóða svohljóðandi ályktun, sem send hefur verið iðnaðarráðherra í til- efni setningar bráðabirgðalaga hinn 8. þ.m. um breytingu á orku- lögum nr. 58 frá 29. apríl 1967: „Hinn 8. þ.m. voru sett bráða- birgðalög, er áskilja samþykki iðnaðarráðherra fyrir hækkunum á gjaldskrám orkufyrirtækja og brjóta þannig í bága við ákvæði nýsettra laga um Landsvirkjun að því er varðar ákvörðun orkuverðs. Voru lög þessi byggð á samkomu- lagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar og kom fram við gerð samkomulagsins sú ein- dregna skoðun sveitarfélaganna að virða ætti sjálfsforræði Lands- virkjunar í gjaldskrármálum fyrirtækisins. Jafnframt hefur komið fram opinberlega að tilefni setningar þessara bráðabirgða- laga hafi sérstaklega verið fyrir- huguð hækkun á gjaldskrám Landsvirkjunar. Af þessu tilefni vill stjórn Landsvirkjunar taka fram eftirfarandi: 1. f apríl á síðastliðnu ári var gert samkomulag milli iðnaðaráðherra og stjórnar Landsvirkjunar um það, að gjaldskrárhækkanir á tímabilinu frá 1. maí 1982 til 1. maí 1983 yrðu við það miðaðar, að hallalaus rekstur Landsvirkjunar næðist á árunum 1982 og 1983 samanlögðum. Þegar samkomu- lagið var gert, var reiknað með því að 21—22% hækkun á ársfjórð- ungi nægði til þess að ná þessu markmiði, en í samkomulaginu fólst jafnframt, að til meiri hækk- ana þyrfti að koma, ef nauðsyn- legt reyndist til þess að ná um- ræddu markmiði vegna mikillar verðbólgu. Svo fór, eins og öllum er kunnugt, að verðbólga á árinu 1982 og það sem af er þessu ári hefur reynst miklu meiri en ráð var fyrir gert fyrir ári og hefur því verið nauðsynlegt að fara nokkru lengra í verðhækkunum en búist var við. Meginatriðið er hins vegar, að þessar hækkanir hafa verið verulega innan við það, sem nauðsynlegt hefði verið til þess að ná því markmiði, sem samið var um á milli iðnaðarráðherra og Landsvirkjunar í apríl 1982. Hefur stjórn Landsvirkjunar þannig sýnt vilja sinn til þess að ganga til móts við sjónarmið ríkisstjórnar- innar og framlengja það aðlögun- artímabil, sem samið hafði verið um. Er því með öllu óeðlilegt að beita nú lagalegum þvingunum f þessu efni án þess að áður hafi verið leitað nokkurra viðræðna eða samninga við Landsvirkjun um stefnuna í gjaldskrármálum á þessu ári. 2. Eins og kunnugt er hefur sú venja skapast, að gjaldskrár orkufyrirtækja og opinberra þjón- ustufyrirtækja eru yfirleitt endur- skoðaðar ársfjórðungslega og hef- ur því verið gert ráð fyrir gjald- skrárbreytingu 1. maf nk. Stjórn Landsvirkjunar hefur hins vegar enn engar tillögur gert um gjald- skrárhækkun, en slíkar hækkanir hafa aldrei verið ákveðnar án samráðs við iðnaðraráðuneytið. Hefði því verið eðlilegra fyrir ráðuneytið að bíða upplýsinga frá Landsvirkjun um þetta efni eða óska viðræðna um málið, áður en hækkun, sem enn er ekki farið að fjalla um, væri gerð tilefni til lagasetningar. 3. Rekstrarafkoma Landsvirkjun- ar hefur verið erfið að undan- Ályktun FIS: Úrlausn mála þolir enga bið MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun stjórnar félags ísL- ''stórkaupmanna um ástand í efnahags- og verzlunarmálum. Aðgerðar- og stefnuleysi stjórn- valda í efnahagsmálum svo og sí- fellt rangar ákvarðanatökur í málefnum atvinnuveganna undan- farin ár hafa nú leitt til þess að allt atvinnulíf þjóðarinnar er á heljarþröm. Hvaðanæva af landinu er sama sagan. Vanskilaskuldir útgerðar- innar eru taldar nema um eða yfir tveim milljörðum króna. Staða iðnaðarins er slík, að framundan eru fjöldauppsagnir innan margra greina iðnaðarins vegna rangrar tolla- og verðlagsstefnu stjórn- valda og algert hrun virðist blasa við stórum hluta iðnaðarfyrir- tækja í landinu, sem hefðu getað blómstrað hér sem annars staðar ef séð hefði verið fyrir því að skapa þeim fullnægjandi starfs- skilyrði. Og nú hefur enn verið bætt við „afrekaskrá" stjórnvalda. Tekist hefur með þeirri verðlagsstefnu og vaxtastefnu, sem hér hefur rikt um langt skeið, að knésetja milli- landaviðskipti landsmanna í slfk- um mæli, að þegar hefur skapast hættuástand og við blasir vöru- skortur á fjölmörgum sviðum á næstu mánuðum, verði ekki nú þegar gripið í taumana. Verð- lagshöft stjórnvalda, sem í mörg- um tilvikum halda álagningu inn- flytjenda á bilinu 5—10% (sem mun vera einsdæmi í hinum vest- ræna heimi og þótt víðar væri leit- að) jafnhliða efnahagsástandi, sem felur í sér 5% mánaðarvexti og gengissig íslenzku krónunnar um 4—7% á mánuði, geta aðeins leitt til einnar niðurstöðu. Milli- landaverzlun landsins lamast smám saman og skammt er í það að efnahagslegt sjálfstæði lands- ins glatist. Enn í dag, nær 40 árum eftir að landið öðlaðist algjört sjálfstæði og varð lýðveldið ís- land, er gjaldmiðill landsins, krónan okkar, ekki skráður á gjaldeyrismörkuðum erlendis og er hún varla talin vera „alvöru- króna“. Skammt er í það, með framhaldi á núverandi hafta- og gjaldeyr- isstefnu stjórnvalda, að íslend- ingar geti hætt að teíja sig aðila í samstarfi hinna vestrænu iðnað- arþjóðfélaga og landið mun efna- hagslega og stjórnmálalega hverfa marga áratugi aftur í tímann. Lífskjör manna munu stórlega skerðast, atvinnuleysi verður jafn- vel meira en það sem nú tíðkast í löndunum í kringum okkur, — en þar eru einmitt nú mörg tákn um að betri tímar fari í hönd, — og dauf hönd vonleysis muni leggjast yfir landið okkar og landflótti muni hefjast í áður óþekktum mæli. Með lagasamþykkt í fyrravor virtist svo sem vísir væri kominn f átt til meiri frjálsræðis í verð- myndunarmálum, sem hefði getað leitt til hagkvæmari innkaupa er- lendis frá, til lækkunar vöruverðs í landinu — og þar með til hjöðn- unar verðbólgunnar og meira jafnvægis í efnahagsmálum — þegar frá liði. Setning bráða- birgðalaganna í ágústmánuði sl. gerði vonir manna um aukið frjálsræði að engu, enda var af- leiðing bráðabirgðalaganna sú sem margir ábyrgir aðilar þá vör- uðu við, þ.e. að í beinu framhaldi þeirra jókst verðbólga stórlega. Verðlagsráð, sem á að heita óháð viðskiptaráðherra enda þótt formaður ráðsins sé skipaður af honum, hefur litlu afkastað og verðlagshöft og hömlur eru í dag meiri en efnahagslíf nokkurs lands getur þolað til lengdar. Síð- asta misserið virðist verðlagsráð hafa beðið átekta og þá væntan- lega eftir úrslitum komandi al- þingiskosninga. Félag ísl. stórkaupmanna telur ástandið í efnahagsmálum þjóðar- innar nú orðið slíkt að úrlausn mála þoli enga bið. Áframhald- andi flokkspólitísk þræta má ekki verða til þess að þeirrar kynslóð- ar, sem nú situr við völd í landinu, verði minnst í mannkynssögnni sem þeirrar, er glataði sjálfstæði landsins og gerði glæsileg afrek fyrri kynslóða að engu. Félag ísl. stórkaupmanna vill skora á ríkisstjórn þá, sem tekur við völdum að komandi alþingis- kosningum loknum, — alveg óháð hinni flokkspólitísku samsetningu hennar — að hún geri tafarlaust ráðstafanir í efnahagsmálum þjóðarinnar þ.m.t. að innleiða nú þegar frjálst verðmyndunarkerfi í landinu er stjórnist af framboði og eftirspurn markaðarins, enda hefur sú stefna löngu sýnt, að hún ein getur tryggt vaxandi velsæld þjóða. Reykjavík, 20. apríl 1983. HVAÐ VEIST ÞU UM VERÐTRYGGINGU? Þekkir þú áhrif verðtryggingar 9 skuldir þínar 9 laun þín f • sparifé þitt • IVEÐSK ULDABRÉF i m#ð futlii v«rðtryggingu skv. lénskjarsvísltölu Jón Jónsson nnr. 1111 - 1111 Skipagötu 500 600 Akureyri SKJAL ÞETTA HEFUR SAMIO Kjartan Kjartansson FRUMRIT Veðskuldabréf þetta er 4 blaösíöur J Siguröur Sigurðsson Innr. 9999 - 9999 |Laugavegi 700 105 Reykjavik 1. mars 1980 250.000,00 10_____] 1. mars 1980 x) 143| Nu 2,5% 4°__________i_____!_ QlMðttaOi fy-.lu ••bo.guo.í 1. mars 1981 IEitthundraðbósund 00/100 100,000,00 2 SkukJ &•*»> •' bundm lérwhlaravlattAiu IM« grunnvtsltAlu oamlv olarwkrAðu. H«wfl*l6«l akuldartnnar brvytld I Mutfallt >10 broyt- Ingar A vtaNfllunnl IrA grunmrtaNfllu Ml fyrata gtalddaga og olflan I MuttalM «lfl broytlngar é vtaNAIunnl mlMl g|aMdaga Akat bAlufl. •kuMartrmar roflmoflwr ú« A hnr|um gtolddoga. Aflur on vortr og alborgun aru roiknwA út. Hvor afborgun or roiknufl þanmg afl fyrat •r botuflatólhnn rotknaflur ut samkv ofanakréflu an siflan ar dailt i utkomuna mofl þoim f|olda afborgana aom pA oru oftir afl mofltakJri þorrri afborgun aom or þafl amn Miflað or við lAnakfaraviaitolu abr augtyamgu Sofllabanka Isiands 29 mai 1979 moð atflan broyfingum AkJrot skal þó miðafl við lénakjaraviaitólu. oom or laogn on grunnvtartala þoaaa brAfa 3 SkukJan akukJbrndur ng tH afl grorða tilgroinda éravoxti aom ahulu vora fiaaatw Iflgfoyfflu voatfr af vorfltryggflwm lénum aan AkvArðwn Sofllabanka lalanda A hvarjum tlma. af hofuðatót akuktannnar. þogar hann hofur vonfl rotknaöur út aamkv framangromdu Voxtir roiknaat fré tilgroindum upphafadogi vaxtautroiknings é bréfi þosau og groiflast þsir oftir é. é sómu gfakJdógum og afborgamr x) Vextir hækkuðu þann 21.04. 1982 í 3% á ári. Ath. Allar tölur í nýkr. Leiðrétting í þættinum fjármál fjöl- skyldunnar sem birtist í Morgunblaðinu síðstliðinn föstudag, féllu niður tvær myndir til skýringar á út- reikningum greiðslna og skattamálum. Af þeim sökum endur- birtir Morgunblaðið hér hluta greinarinnar með til- heyrandi skýringarmynd- um. Útreikningur greiðslna Til glöggvunar skal hér sýnt með dæmi hvernig reikna skal afborg- un, vexti og verðbætur verö- tryggðra lána hverju sinni. Hugsum okkur aö maöur hafi fengiö verötryggt lán til 10 ára þann 1. mars 1980 aö upphæö kr. 100.000 meö afborgun 1. mars ár hvert, í fyrsta skipti 1. mars 1981. Lánskjaravísitalan þann 1. mars 1980 þegar lániö var tekiö (grunnvísitalan), var 143 stig. Vext- ir skyldu vera hæstu lögleyföu vextir af verötryggðum lánum samkvæmt ákvöröun Seölabanka íslands á hverjum tíma. Á meöfylgjandi mynd sóst ann- ars vegar „hausinn“ af skuldabréf- inu sem gefiö var út og hins vegar áritun afborgana á fyrstu þremur gjalddögum þess. Mörgum finnst þaö skrítin póli- tík, aö höfuöstóllinn skuli hækka eftir því sem líöur á og oftar er greitt af. En í þessu er elnmitt fólg- iö eöli verötryggingar — aö viö- halda raungildi hins upphaflega höfuöstóls. Til einföldunar er eins hægt aö hugsa sér aö afborgun sé 1/io (kr. 10.000) hins upphaflega höfuöstóls á hverju ári. Aö loknum þremur afborgunum, sbr. hér aö framan, ættu því eftirstöövar aö vera kr. 70.000. En þá á eftir aö reikna út áhrif veröbólgu þennan tíma og framreikna þessar kr. 70.000 til verölags í dag (01.03. 1983) svo raungildi haldist. Grunnvísitalan 1. mars 1980 var 143 stig og vísitölustig 1. mars 1983 var 537 stig. Hækkunln (verðbólgustuöullinn) nemur því 3.7552 x 70.000 = 262.864 (mism. liggur í aukastöfum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.