Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 19 Smyslov áfram Velden, 22. apríl. AP. RÚLLETTUHJÓL kom Vassily "VELKOMIN.. VELKOMIN.. VELKOMIN..." Stjórnarflokkarnir sigruðu í Thailandi Smyslov frá Sovétríkjunum áfram í undanúrslit áskorendakeppninnar í skák, því leikar í einvígi hans og V-Þjóðverjans Robert Hiibner stóðu jafnir að fjórtán skákum tefldum. Eftir að staðið hafði 5—5 eftir hinn venjulega 10 skáka fjölda, var fram- lengt um fjórar skákir en þeim lauk öllum með jafntefli. Fyrirfram hafði verið samið um að láta rúllettuna skera úr um það hvor kæmist áfram Olíuverð óbreytt til 1984? Abu Dhabi, 22. apríl. AP. MANA Saed Oteiba, olíuráðherra Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, sagði í samtali við frétta- menn í gær, að olíuverðið sem OPEC-löndin sömdu um á dögun- um, 29 dollarar á hverja tunnu, myndi standa óhaggað og öruggt til ársloka, en síðan myndi olíuverð fara hækkandi hægt og rólega eftir það. Hann sagði auk þess að á næstunni myndi líta dagsins Ijós sameiginleg drög OPEC-Iandanna og annarra olíuvinnslulanda að meiri hófsemi í olíunotkun. Oteiba var nýkominn af ráð- herrafundi OPEC-landanna í Lundúnum þar sem ráðherrarnir báru saman bækur sínar um stöðu mála. Oteiba sagði að alsírski ráðherrann hafi fengið það hlut- verk að semja fyrir hönd OPEC við Sovétríkin um olíuverð, en OPEC-löndin hafa óttast það mest að Sovétmenn myndu lækka olíu- verð sitt meira en OPEC-löndin gerðu. Ráðherrarnir munu þinga á nýjan leik í júní og þá er ætlunin að „hófsemisdrögin" verði aðal- umræðuefnið. Nero; úthugsaðan kvalalosta Dom- itianusar; óstjórnlegan skapofsa Septimius Severus, sem lét grafa upp dauða öldungaráðsmenn og hengja náinn upp fyrir framan heimili þeirra, og um Commodus og hans líka, sem höfðu jafn mikla þörf fyrir mannlegar þjáningar og venjulegt fólk fyrir loft. Hvað t.d. um brjálæðinginn Elagabalus, sem drakk svo ofsalega, að sagt var að hann léti sér ekki nægja minna ker en sundlaug? Eða um grimmdar- segginn Maximinus, sem hafði sér- stakt yndi af því að drepa æskuvini sína fyrir þær sakir, að þeir höfðu verið vitni að bernsku hans og upp- vexti. Athuganir dr. Nriagu sýna, að 19 af 30 keisurum, frá Ágústus til Elagabalus, höfðu sérstakt dálæti á blýbættu víni og það er einnig ljóst, — að hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Um það bera vitni beinagrindur rómverskra borgara, sem fyrir skömmu voru grafnar upp í fornum kirkjugarði í bresku borginni Cirencester. Þær reyndust hafa í sér 10 sinnum meira blý en nú er algengt. Sumir fræðimenn til forna, eins og t.d. Plinius eldri, höfðu bent á hættuna, sem blýinu var samfara, en því var í engu sinnt. Hin keisaralega Róm drakk sig inn í miðaldamyrkrið. Ný sögu- skoðun? Fræðimenn og sagnfræðingar vilja oft gleyma því, að líkamlegt og andlegt ástand einstaklinga og þjóða skiptir máli fyrir framvindu á hverjum tíma. Úr þessari gleymsku hefur dr. Nriagu nokkuð bætt. Aðrir ættu að fara að dæmi hans og í stað þess að sökkva sér niður í einkisverð smáatriði ein- hvers sögulegs samnings, ættu þeir að spyrja þessarar spurningar: Hve mikið þurfti viðkomandi stórmenni að drekka þennan tiltekna dag? Sv. — (Heimild: The Daily Telegraph.) ef enn yröi jafnt. í fyrsta sinn sem kúlunni var kastað í rúllettuhjólið kom upp núll þannig að kasta varð aftur. Þá kom upp rauður þrír og það þýddi að Smysiov hafði sigrað, því hann kaus sér rauðu tölurnar en Hiibner þær svörtu. Smyslov var að vonum kampa- kátur er hann sá hvar kúlan kom upp, en Húbner var ekki viðstadd- ur þar sem hann teflir nú á skákmóti í Bandaríkjunum. Söngvakeppnin í kvöld: ísraelarnir taldir sigur- stranglegastir Kaupmannahöfn, 22. apríl. AP. SÖNGVAKEPPNI sjónvarps- stöðva Evrópu, Eurovision, fer fram í kvöld og er hennar beðið með eftirvæntingu að venju. Breski veðbankinn „SSP Overse- as Betting Ltd“ í Lundúnum hefur lagt fram líkindalista sinn ísraelsku fulltrúarnir eru taldir sigurstranglegastir, enda hafa þeir staðið sig feiknavel síðustu árin. Setur bankinn 6 á móti 1 á ísraela. Luxemborg fær 7 gegn 1, Vestur-Þýskaland 9 Danski fulltrúinn, gegn 1, Júgóslavía, England og Svíþjóð 10 gegn 1, Danmörk 12 gegn 1, Finnland, Holland, Sviss, Portúgal og Austurríki 16 gegn 1, Frakkland, Grikkland, Spánn og Ítalía 25 gegn 1, Kýpur 30 gegn 1, Belgía 50 gegn 1, Noregur 80 gegn 1 og svo rúsín- an í pylsuendanum, Tyrkland 100 gegn 1. Thatcher bannar klám London, 19. aprfl. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur lagt bann við áætlun um að koma á fót kap- alsjónvarpi handa „fullorðnum“ í Bretlandi, þar sem fyrirhugað er að sýna kynlífs- og hryllingsmyndir. Skýrðu brezku blöðin frá þessu um helgina. Blaðið The Mail on Sunday sagði, að frú Thatcher „áliti, að ekki væri unnt að treysta foreldrum til þess að stöðva börn í því að horfa á það efni, sem áformað væri að sýna á þessari rás“. Bugkok, 18. aprfl. AP. ÞRIGGJA flokka samsteypustjórn Prem Tinsulanonda, forsætisráð- herra Thailands, vann mikinn sigur í almennum þingkosningum, sem fram fóru þar í landi í gær. Fengu stuðningsflokkar stjórnarinnar alls 221 sæti af 324 á þjóðþinginu. Mið- flokkur Kukrit Pramoj, fyrrum for- sætisráðherra, vann mestan sigur í kosningunum og hlaut 92 þingsæti, en Þjóðarflokkurinn, sem er undir forystu hersins, fékk 72 þingsæti og Demókrataflokkurinn, sem er mið- flokkur, fékk 56 þingsæti. Forsætisráðherra landsins verður kjörinn af neðri deild þjóð- þingsins, sem kemur sennilega saman næsta laugardag. Gert er ráð fyrir, að Prem verði áfram forsætisráðherra, en Kukrit, sem er leiðtogi stærsta flokksins sam- kvæmt framansögðu, hefur þegar lýst yfir stuðningi sínum við Prem sem forsætisráðherra áfram. Listaverk eftir Munch í happdrættisvinninga Osló, 22. aprfl, frá fréitariUra Mbl., Jan-Krik Lauré. NORðMENN hafa nú tækifæri til að eignast grafíkmyndir eftir hinn hcimsþekkta, norska list- málara Edvard Munch. Fjörutíu og tvær myndir eftir Munch verða nú notaðar sem happ- drættisvinningar til að kosta stækkun Munch-safnsins í Osló. Með því að selja 800.000 happdrættismiða á eitt hundrað norska krónur stykk- ið, fær Munch-safnið í sinn hlut átta milljónir norskra króna. Munch-safnið er allt of lítið — verk þessa heimsfræga listmálára liggja þúsundum Edvard Munch. saman í kjallara byggingar- innar. Stjórn safnsins greip til þessa ráðs eftir að útséð var um að hægt yrði að afla fjár á annan hátt. Þekktasta verkið sem er í vinning er myndin „Madona", sem talin er vera 350.000 norskra króna virði. Strax á fyrsta degi gekk sala happdrættismiðanna vel. Margir vonast til að hreppa Munch-mynd til að prýða stofuvegginn og hefur t.a.m. maður nokkur keypt miða fyrir 20.000 krónur. Gengi 7/4 ’83. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ AÐ TRYGGJA SER ÞENNAN VINSÆLA BÍL Á VERÐI SEM EKKI KEMUR AFTUR VERÐ FRA KR. 191.000 HONDA Á ÍSLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SÍMI 38772 — 39460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.