Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR 90. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Prentsmiöja Morgunblaðsins Alþingiskosningar í dag — 151.000 manns á kjörskrá Óvíst, hvort einnig verði kosið í dreif- býli á sunnudag RÍKISSTJÓRNIN gaf út síðdegis í gær bráöabirgðalög þess efnis, að í Alþingiskosningunum nú skuli vera tveir kjördagar nema í þeim kjördeild- um, sem eru að öllu leyti innan takmarka kaupstaðar eða kauptúns. Sam- kvæmt því verður kosið bæði í dag, laugardag og á morgun, sunnudag. Kjörstjórnum er þó heimilt, samkvæmt ákvæðum kosningalaga, að fyrri degi kosninganna loknum, að ákveða að ekki skuli vera fleiri kjördagar í viðkom- andi kjördeild. Á hinn bóginn gilda þau ákvæði kosningalaga, að heimilt sé að framlengja kjörfund um einn dag, hamli veður kjörsókn þannig að möguleiki er á því, að kosningu Ijúki ekki fyrr en á mánudag. Samkvæmt kosningalögum má talning atkvæða aldrei fara fram fyrr en kosningu er hvarvetna lokið, hafi kosningu verið frestaö og óheimilt er að birta atkvæða- tölur fyrr en kjörfundi er hvarvetna lokið. Það er því Ijóst, að verði kosið á sunnudag og jafnvel mánudag, hefst talning atkvæða ekki fyrr en allri atkvæðagreiðslu verður lokið og engar tölur því birtar fyrr en aðfaranótt mánudags eða jafnvel síðar. Að sögn Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra, var honum fal- ið að taka endanlega ákvörðun um viðbrögð vegna tíðarfars á áður ákveðnum kosningadegi. I fram- haldi af því voru haldnir tveir fund- ir með framkvæmdastjórum og um- boðsmönnum stjórnmálaflokkanna. Sagði dómsmálaráðherra á blaða- mannafundi i gær, að hann vissi ekki til þess að nokkur hefði verið á móti þessari tilhögun, en sumir fulltrúar stjórnmálaflokkanna hefðu þó talið fullnægjandi að frestunarákvæði gildandi kosn- ingalaga stæðu. Það hefði verið stefna ráðuneytisins, að allir gætu neytt kosningaréttar síns og vonast hefði verið til að kosningum væri hægt að ljúka á einum degi. Vegna veðurútlits og færðar á Norður- og Austurlandi hefði hins vegar ekki þótt fært annað en að hafa tvo kjör- daga í dreifbýli. Er Morgunblaðið fór í prentun í nótt var óljóst hvort hægt yrði að kjósa utan kjörstaðar á sunnudag nema í Reykjavík. Þar verður hægt að kjósa á milli 14 og 18. Þó er ljóst, að þeir, sem eiga kosningarétt í kaupstöðum og kauptúnum, geta ekki kosið utan kjörstaðar í dreif- býlinu á sunnudag þar sem kjör- fundi verður þá lokið í þéttbýli. í dag, laugardag, verður utankjör- staðaatkvæðagreiðsla með áður ákveðnum hætti. í Reykjavík í Miðbæjarskólanum og úti á landi hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum. Á kjörskrá við þessar Alþingis- kosningar eru nú alls á bilinu 150 til 151 þúsund manns, samkvæmt frétt frá Hagstofu íslands, á móti 142.073 í Alþingiskosningunum 1979 eða um 8% fleiri. Flestir eru á kjörskrá í Reykjavík eða 59.919, í Reykjaneskjördæmi eru það 33.739, á Norðurlandi eystra 16.548, á Suð- urlandi 12.509, á Vesturlandi 9.475, á Austurlandi 8.302, á Norðurlandi vestra 6.889 og á Vestfjörðum 6.575. Nú hafa kosningarétt þeir, sem náð hafa 20 ára aldri á kjördag. Kjör- fundur verður opinn í dag frá klukkan 9 árdegis og til klukkan 23 síðdegis. Hvað varðar morgundag- inn, sunnudag, er það enn óljóst hvernig kjörfundur verður opinn. Sjá nánar auglýsingar um kjör- deildir og kjörfund inni í blaðinu og bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar á bls. 2. Þingkosningar á Ítalíu í júní? Róm, 22. aprfl. AP. BETTINO Craxi, leiðtogi ítalskra jafnaðarmanna, tilkynnti í dag, að flokkur hans hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við samsteypustjórn Amintore Fanfanis. Þessi ákvörðun þýðir í reynd, að dagar ítölsku stjórnarinnar eru taldir, þar sem hún hefur ekki lengur starfhæfan meirihluta á þingi. Stjórnin hefur verið við völd í fimm mánuði og er 43. ríkisstjórn Ítalíu frá stríðslokum. Er nú talið. að almennar þingkosningar „Ef ekkert óvænt gerist, þá eru kosningar framundan," var í dag haft eftir Flamino Piccoli, for- manni kristilega demókrataflokks- ins, en sá flokkur er andvígur þing- kosningum að svo stöddu. Auk kristilegra demókrata hafa jafn- aðarmenn, sósíaldemókratar og frjálslyndir átt aðild að ríkisstjórn- inni, sem var mynduð 1. desember sl. fari fram á Italíu í júni nk. vilja til nýrra þingkosninga, sem væntanlega verða þá haldnar 26. júní nk. samtímis bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum, en jafnað- armenn telja sig munu vinna á, fari þingkosningar fram bráðlega. Flokkur þeirra nýtur nú stuðnings um 10 % kjósenda og er þriðji stærsti flokkur landsins á eftir kristilegum demókrötum og komm- únistum. Það eru jafnaðarmenn, sem efna Svona var útlits á Holtavörðuheiði fyrir skömmu er þessi mynd var tekin þar. Veðri var háttað á svipaðan hátt í gær og var þá víðast ófært um Norðausturland. Veðurstofan spáir nú batnandi veðri, en engu að síður gaf ríkisstjórnin í gær út bráðabirgðalög um tvo kjördaga í dreifbýli til að tryggja það að allir landsmenn gætu neytt kosningaréttar SÍnS. Ljósm.: Haukur Snorrason. Fjórir sovézkir njósnarar reknir Canbcrra, 22. apríl. AP. ÁSTRALSKA stjórnin vísaði í dag fyrsta sendiráðsritara sov- ézka sendiráðsins í Ástralíu úr landi og ásakaði hann um að vera ógnun við öryggi ríksins. Skýrði Bill Hayden, utanríkis- ráðherra Ástralíu frá þessu í dag og sagði, að stjórn sín hefði sannanir fyrir því, að sendiráðs- ritarinn, Valeriy Nikolayevich Ivanov, væri „atvinnunjósnari frá sovézku leyniþjónustunni, KGB“. Kvaðst Hayden vona, að aðrir, sem létu freistast til þess að vinna gegn hagsmunum Ástralíu, létu brottrekstur Ivan- ovs nú sér að kenningu verða. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur í þessum mánuði staðið þrjá sovézka embættis- menn að njósnum, sem störfuðu í Bandaríkjunum. Hefur öllum þessum mönnum verið nú verið vísað frá Bandaríkjunum. Willi- am Webster, yfirmaður FBI, hefur skýrt svo frá, að starfs- maður í sovézka sendiráðinu hefði reynt að komast yfir mik- ilvægt leyniskjal hjá aðstoðar- manni J. Snowe, sem er þing- maður fyrir Maine í fulltrúa- deild bandaríska þingsins. Þá var foringi í sovézka hern- um, sem starfaði sem aðstoðar- hernaðarráðunautur við sovézka sendiráðið í Washington, staðinn að verki af FBI, er hann var að sækja 8 spólur af óframkölluðum filmum af leyniskjölum, sem kom- ið hafið verið fyrir við rætur trés ekki langt frá Washington sl. laugardag. FBI handtók ennfremur for- ingja frá KGB 2. apríl sl., sem starfaði við sendinefnd Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, er hann var að reyna að komast yfir bandarísk leyniskjöl um vopna- búnað og tækniupplýsingar frá bandarískum manni, sem gert hefði FBI aðvart. Gerðist þetta á Long Island í New York. Öllum þessum þremur mönnum hefur nú verið vísað úr landi og eru þeir annað hvort þegar farnir eða í þann mund að fara frá Bandaríkj- unum, sagði Webster. Verðbólgan aðeins 4,6% í Bretlandi London, 22. apríl. AP. VERÐBÓLGAN í Bretlandi lækk- aði niður í 4,6% í síðasta mánuði miðað við árs tímabil og er það lægra en hún hefur nokkru sinni verið sl. 15 ár. Er talið, að þetta eigi eftir að auka til muna lfkurn- ar á því, að frú Margaret Thatch- er forsætisráðherra láti efna til kosninga í júní nk. Verðbólgan mánuðinn á und- an nam 5,3% á ársgrundvelli. Norman Tebbit, atvinnumála- ráðherra hefur spáð því að verðbólgan eigi eftir að lækka niður í 4% í maí, en geti svo hækkað aftur upp í 6% síðar á þessu ári. Er talið, að þetta verði enn til þess að auka lík- urnar á því, að frú Thatcher og flokkur hennar, Ihaldsflokkur- inn, láti boða til kosninga í júní. Tebbit atvinnumálaráðherra sagði í dag, að Bretland hefði nú fest sig í sessi á meðal þeirra ríkja heims, þar sem verðbólga væri hvað minnst og brezka stjórnin væri ákveðin í því, að landið héldi þeirri stöðu sinni áfram. Árleg verðbólga í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu er að meðaltali 7,9%. í Frakklandi er hún 9,2% en 3,7% í Vestur- Þýzkalandi. í Bandaríkjunum er árleg verðbólga nú 3,5% en 1,9% í Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.