Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 21 Eftir Bessí Jóhanns- dóttur Það skiptir máli hverjir stjórna landinu. Við frambjóðendur höf- um fundið, að fólk vill fá stjórn- málamenn tii forustu, sem það getur treyst, og sem standa við orð sín að kosningum loknum. Við sögðum þegar í upphafi kosningabaráttunnar, að við ætt- um engin töfralyf við verðbólg- unni. Við höfum lagt á það áherslu að það þurfi samstillt átak þjóðar- Bessí Jóhannsdóttir Það skiptir máli hverjir stjórna landinu innar allrar til að vinna okkur úr vandanum. Það hefur engum dulist að ósætti hefur verið í flokki okkar á síðustu árum. Þetta hefur haft veruleg áhrif á allt þjóðlíf okkar, því Sjálfstæðisflokkurinn er svo stór flokkur að slæmt ástand inn- an hans hefur slæm áhrif annars staðar. Við sjálfstæðismenn höf- um tekið höndum saman um að ná sáttum og skipa samtaka fylkingu. Árangur þess er að koma betur og betur í ljós. Allir frambjóðendur flokksins eru sameinaðir um þá stefnuskrá sem við höfum borið fram undir kjörorðinu: Frá upp- lausn til ábyrgðar. Frambjóðendur hafa unnið dyggilega saman í kosningabaráttunni. Menn hafa sýnt hver öðrum traust. Formaður okkar hefur ferðast um landið og haldið fjölsótta fundi. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð í flokksstarfinu, og þessi vinnu- brögð eru að skila sér í frjórra flokksstarfi, og samstöðu sem skilar sér í endurheimtu trausti landsmanna á að enn á ný þurfi að kalla Sjálfstæðisflokkinn til að stjórna landinu og hefja nýja endurreisn atvinnulífsins, endur- reisn, sem stuðlar að betra mann- lífi, og setur einstaklingsfrelsi og einkaframtak í öndvegi. Of margir segjast ekki ætla að ganga að kjörborðinu. Við verðum að leiða mönnum fyrir sjónir hversu hættulegt það er lýðræði okkar og frelsi að nota ekki kosn- ingaréttinn. Það er enginn hlut- laus, ekki einu sinni sá sem situr heima. Hann er að gefa upplausn- aröflunum atkvæði sitt. í kosningunum skulum við standa vörð um formann okkar, Geir Hallgrímsson. Glæsileg kosning hans er staðsetning um að kjósendur eru okkur sammála því að það skiptir máli hverjir stjórna þessu landi. Stuðningsyfirlýsing við Alþýðubandalagið: Þjóðnýting og efnahagssam- vinna við Kúbu og Nicaragua NKI8TI 4.tbl 1983 21 árg L'tR«fud.«ur 13 .prfl 1983 Kjósum verkalýðsflokka 23. april n.k. JRevkvikingar: Greiðum G-listanum atkvæði í NEISTA, málgagni Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista, sem nýlega er kominn út er að finna rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun Fylkingarinnar að styðja Alþýðubandalagið í alþing- iskosningunum í dag. Segir í rit- stjórnargrein, að Fylkingin hvetji „allt verkafólk og aðra sem styðja baráttuna gegn kreppu- ráðstöfunum í þágu eignamanna, til að greiða atkvæði á sama hátt.“ Meðal þeirra sem rita um þessa ákvörðun Fylkingarinnar í Neista er Pétur Tyrfingsson, en hann er einn þeirra er rita nafn sitt á áskorendalista fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins í auglýsingu sem birst hefur í dagblöðunum. í grein sinni í Neista skýrir Pétur Tyrf- ingsson það meðal annars með þessum orðum hvers vegna hann styður Alþýðubandalagið: „Við núverandi aðstæður í efna- hagsmálum er nauðsynlegt að framkvæma nokkrar ráðstafanir til að leiða okkur út úr kreppunni og opna leiðina fyrir uppbyggingu samfélagsins á nýjum undirstöð- um. Helstu ráðstafanirnar og þær fyrstu væru að þjóðnýta útgerð- ina, álverið, helstu póstana I inn- flutningsversluninni eins og olíu og staðlaðar nauðsynjavörur, (hveiti, sykur o.s.frv.) og taka upp eftirlit og stjórnun á útflutningn- um í heild. Ríkisstjórn verkalýðs- samtakanna mundi síðan starfa samkvæmt efnahagsáætlun á grundvelli þessarar þjóðnýtingar og ríkisreksturs bankanna, ásamt því að hefja efnahagssamvinnu við lönd sem eru að brjótast undan kúgun heimsvelda eða hafa þegar gert það, s.s. eins og Kúba og Nic- aragua, eða ný verkalýðsríki sem kunna að hafa myndast í millitíð- inni. Viðskiptabanni fjandsam- legra kapítalista ríkja svörum við með efnahagssamvinnu við slík ríki.“ Þakklátir þeim sem þegar hafa lagt hönd á plóginn — segir Davfð Oddsson um Landssöfnun Sjálfstæðisflokksins „UNDIRTEKTIR við söfnuninni hafa verið ágætar. Við höfum ekkert rekið á eftir fólki öðruvísi en að minna á söfnunina með auglýsingum, en það er Ijóst að allmargir eiga eftir að gera skil sem hugsanlega vildu gera það og það er áríðandi að það gerist sem fyrst, þá nýtist féð best,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri i Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið, en hann er formaður stjórnar Landssöfnunar Sjálf- stæðisflokksins 1983. „Við viljum hvetja alla sem vilja leggja flokknum lið til að draga ekki að senda inn gíróseðilinn, enda vill það gleymast ef það dregst úr hömlu. Við erum afar þakklátir þeim sem þegar hafa lagt hönd á plóginn og viljum gjarnan koma þakklæti til þeirra sem brugðið hafa fljótt og vel við,“ sagði Davíð Oddsson. Sérfræðingar í heimilis- iækningum og hjartavernd eftir Sigurð Samúelsson for- mann Hjarta- verndar Það fer ekki fram hjá neinum að nýr hagsmunahópur í heimilis- lækningum hefir myndast í læknasamtökunum, því að á síðstu árum hafa nokkir læknar flust til landsins í ofangreinda sérgrein og fleiri munu bætast við á næstunni. Þessi hópur „alhliða" sérfræðinga hefur mótað sér nokkra sérstöðu meðal lækna með því að halda málþing um viss efni læknisfræð- innar, án þess að sjá ástæðu til að bjóða neinum öðrum en sjálfum sér til fyrirlestrarhalds þar. Nú síðast voru til umræðu faralds- fræðilegar rannsóknir, og hvorki Hjartavernd né Krabbameinsfé- lagi íslands var boðin þátttaka. Hins vegar sendi Læknafélag Reykjavíkur út fundarboð um þetta þing og var læknum boðið að sitja það. Slíkar „hallelúja"- samkomur sannfæra ekki lækna um að hér sé samviskusamlega að málum staðið, enda stóð ekki á siðlausri framkomu tveggja nýliða í heimilislækningum sem auglýstu í fjölmiðlum daginn fyrir mál- þingið, og án þess að stjórn Félags ísl. heimilislækna væri höfð með í ráðum, hve mikið væri gert af óþarfa rannsóknum við hópskoð- anir hér á landi og höfðu þar með í frammi ósæmilegar aðdróttanir um störf margra sérfræðinga og sérgreinar þeirra innan læknis- fræðinnar. Einkum virtist þeim uppsigað við starfsemi Hjarta- verndar og fleipruðu um margra milljóna tekjur af gagnlausum rannsóknum fyrir fólk sem vísað væri til stofnunarinnar að tilefn- islausu. Þetta reyndist sem hver önnur æsifrétt, og lítt sæmandi læknum enda hefir þetta mál nú verið afhent stjórn Læknafélags íslands til nánari athugunar. Eru faraldsfræði legar rannsóknir nauð synlegar? í Morgunblaðinu 17/4 sl. er frétt frá stjórn Félags ísl. heimilis- lækna, þar sem töluvert öðruvísi er að orði komist og friðsamlegar en en í fréttatilkynningu tvímenn- inganna sem að ofan getur. Þar er talað um að hópskoðanir séu of dýrar og þurfi því að skipuleggja þær betur og liggur í orðunum að hjá félagi þeirra sé helst að vænta hjálpar í þessu efni. Ekki er tekin ákveðin afstaða til þess, hvort far- aldsfræðilegar rannsóknir hér- lendis eigi rétt á sér. Undir niðri er þó allt annað upp á teningnum. Hér er fyrst og fremst um pen- ingasjónarmið að ræða og „hin nýja læknastétt" mundi gleypa við öllum þeim hópskoðunum sem þeir gætu fengið. Hvort þær yrðu ódýrari en hjá öðrum á eftir að sýna sig. Máli mínu til stuðnings vil ég geta þess að ein heilsu- gæslustöðin í Reykjavík sendi bréf til allra íbúa hverfisins um að læknar stöðvarinnar fram- kvæmdu „allsherjarlæknis- rannsóknir" á fólki sem þess óskaði. Fróðlegt væri að vita hvaða rannsóknaraðferðum væri beitt við slíka þjónustu. Varla er slík „allsherjarlæknisrannsókn" ókeypis. Sé litið til þess mannafla sem ráðinn er á heilsugæslustöð- var á höfuðborgarsvæðinu er þar ekki um lítnn reksturskostnað að ræða. Það skyldi því enginn halda að kostnaður við heilsugæslustörf hafi minnkað við tilkomu hinna nýju heilsugæslustöðva. „Misskilningurinn“ Stjórn Félags ísl. heimilislækna getur þess að: „Nokkurs misskiln- ings hefur gætt í umfjöllun fjöl- miðla um kostnað rannsókna ..." Hér er ekki um neinn misskilning að ræða heldur hrein og bein ósannindi þeirra tveggja heimil- islækna sem helst létu á sér bera í fjölmiðlum um mál þetta og skrökvuðu því upp að Hjartavernd hefði þrisvar sinnum meiri tekjur Signrðnr Samúelsson af tilvísunum I rannsókn heldur en reikningar frá árinu 1982 sýndu. Rétt er að taka það skýrt fram að tekjur þessar fara allar í reksturskostnað rannsóknarstöð- varinnar, og hefir Hjartavernd því þurft á minni fjárhagslegri hjálp að halda en ella. Séu fjárlög skoð- uð fær Hjartavernd til sinna starfa tæplega Va hluta þeirra upphæðar sem Krabbameinsfélagi íslands er úthlutað til sinna starfa á þessu ári. Sérmenntun heimilislækna Fyrirgangur sérfræðinga í heimilislækningum er mikill og vilja þeir auðsjáanlega fá yfirráð yfir allri heilsugæslu. M.a. krefj- ast þeir að fá að annast barna- verndarstörf hér I Reykjavík sem hafa verið í höndum sérfræðinga um áratuga skeið með þeim ágæt- um sem allir þekkja. Það er eðli- legt að fólk verði hissa og spyrji hvernig sérnámi þessara heimil- islækna sé farið. Víst er að ekki hafa þeir langt nám í hinum ýmsu sérgreinum læknisfræðinnar sam- kvæmt þeirri reglugerð sem þeir fá viðurkenningu eftir. Sumir mundu segja að hér væri verið að snúa þróun læknisþjónustu til hins verra. í lok greinar stjórnar Félag ísl. heimilislækna telur hún að heim- ilislæknir „gjörþekki skjólstæðing sinn“. Hér er djúpt tekið í árinni. Segja má að heimilislæknir, sem stundað hefir það starf áratugum saman, þekki vel sjúkrasamlags- fólk sitt. Á heilsugæslustöðvum, sem risið hafa á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, eru fleiri læknar starf- andi á mismunandi tímum og verður því minna um „gjörþekk- ingu“ en skyldi. Hvað Hjartavernd varðar mun rannsóknarstarfseminni verða haldið áfram eins og áður, ekki minnst vegna þess að ekkert já- kvætt hefir komið fram á þessu málþingi, sem nothæft er eða gagn er að til breytinga á rekstrinum. Stjórn Félags ísl. heimilislækna hefði verið meira til sóma að sjá til þess að þessar umræður færu fram innan veggja Læknafélags Reykjavíkur eins og venja hefir verið þegar læknisfræðileg deilu- mál koma upp, og allir sem hluta eiga að máli fái að tjá sig bæði í framsögu og umræðum eftir á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.