Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Japönsk framsýni íslensk skammsýni Tölva sem skilur 500 töluð orð og framkværair eftir þeim í tengslum við aðrar vélar. Hvenær skyldi verða hannað tæki sem greinir hringorma í fiski og síðar að tína þá burt, á íslandi? eftir Baldur Pétursson Hvernig má það vera að Japön- um hefur tekist að byggja upp eitt öflugasta efnahagskerfi í heimi, án þess að hafa nokkrar náttúru- auðlindir og þurfa að flytja inn öll sín hráefni? Japanir voru fyrstir út úr verð- bólguvítahring olíuverðhækkan- anna, atvinnuleysi er nánast óþekkt, kaupmáttaraukning hefur verið hvað mest undanfarin ár, og síðast en ekki síst alm. laun eru há þar, t.d. hjá Toyota eru meðallaun um 170 kr./tímann. Tæknivæðing Orsakir velgengni Japana eru margar en ein meginforsendan er gífurleg tæknivæðing atvinnuveg- anna. Atvinnufyrirtæki eru hvött til fjárfestingar í innlendri og er- lendri tækni svo sem kostur er, t.d. hafa tölvur verið niðurgreidd- ar til fyrirtækja. Þessi tæknivæð- ing atvinnuveganna hefur skilað sér í stóraukinni framleiðni sbr. Toyota og Nissan og gert þeim mögulegt að bjóða bíla sína á sí- fellt lægra verði en samkeppnisað- ilarnir og aukið þannig mark- aðshlutdeild fyrirtækisins og for- sendur fyrir auknum kaupmætti starfsfólks fyrirtækjanna. Japanir Hreyfanlegur armur með sjónvarps- auga og griptöng, nokkrir millimetr- ar í þvermál. hafa nú þegar unnið alþjóðasam- keppni um rafeindatækjafram- leiðslu, hvað ætli verði næst? Afleiðingar alls þessa er gjald- þrot og erfiðleikar fjölmargra samkeppnisaðila þeirra eins og allir vita. Geysihörð samkeppni ríkir þó í Japan og 15—17 þús. fyrirtæki fara á hausinn þar ár- lega. Áhrif framieiðni á verðbólgu Með því að tæknivæða og auka þannig framleiðni fyrirtækja, hef- ur fyrirtækjum í Japan tekist að lækka verð á framleiðsluvörum sínum. Þó að verðbólga aukist, alm. verðlag hækki, hefur fyrirtækjum tekist með aukinni framleiðni að halda verði á afurðum sínum stöð- ugu, þ.e. raunverðslækkun. Þannig hefur framleiðendum heimilis- tækja í Japan m.a. tekist að halda svipuðu verði á þessum tækjum sínum til neytenda, þó almennt verðlag hækki. Þetta hefur aftur verðbólguminnkandi áhrif, því meiri áhrif til lækkunar, því fleiri sem fyrirtækin væru með aukna framleiðni, en fyrst og fremst hjálpar þetta fyrirtækjunum sjálfum miklu fyrr út úr vandan- um en ella hefði verið. Fjárfesting Japana erlendis Þessi tæknivæðing og fram- þróun japanskra atvinnufyrir- tækja hefur stórbætt samkeppnis- aðstöðu þeirra, og gert þeim mögulegt að stórauka fjárfest- ingar sínar erlendis. Það er líka eðlileg afleiðing þeg- ar viðkomandi land og fyrirtæki eru komin í vandræði vegna minnkandi samkeppnishæfileika með afleiðingum lokunar fyrir- tækja og atvinnuleysis fólks auk versnandi viðskiptahalla landsins við Japan. Þetta er að gerast á Vesturiönd- um í dag í vaxandi mæli. í raun er það ágætt fyrir við- komandi land að fá Japani eða hverja sem er til að fjárfesta í landinu, með háþróaða fram- leiðslutækni, ef þau fyrirtæki sem fyrir eru í landinu standa sig ekki í samkeppninni og geta ekki, eða sinna því ekki, að fylgjast með al- þjóðaþróun og samkeppni. Full atvinna Þrátt fyrir hina miklu tæknivæó- ingu hefur starfsfólki ekki faekkaö í japönskum fyrirtækjum, heldur hefur hin bætta samkeppnisað- staða gert fyrirtækjum mögulegt að stækka við sig og fjölga starfs- fólki sbr. Toyota. Þannig hefur aukin tækni fjölg- að atvinnutækifærum, auk þess sem fólk hefur flust í þægilegri störf. Viljum við læra? Það er margt sem Islendingar geta lært af Japönum til að bæta samkeppnisaðstöðu fyrirtækja og aukið þannig forsendu fyrir aukn- um kaupmætti launafólks. Við er- um háðir alþjóðasamkeppni hvort sem okkur líkar betur eða verr og veröum því einfaldlega að standa okkur ef við ætlum að viðhalda eða bæta lífskjör hér á landi. Mikilvægt er að stuðla að að- gerðum sem hvetja fyrirtæki til fjárfestingar í innlendri og er- lendri tækni svo sem kostur er til framleiðniaukningar og endur- skipulagningar til bættra sam- keppnismöguleika, til að fyrirtæk- in sjálf komist sem fyrst út úr erf- iðleikunum. Til að fyrirtæki geti fjárfest í nýrri tækni þarf að skapa þeim eðlileg rekstrarskilyrði í stað þeirrar gjald- þrotastefnu sem núverandi stjórn- völd hafa rekið. f komandi kosningum gefst þó kjósendum tækifæri á að snúa þess- ari þróun við, með þvf að kjósa stefnu eins og stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Tíminn Það skiptir miklu máli að menn séu fljótir að átta sig á breyttum aðstæðum og framkvæmi eftir því, en bíði ekki eftir vaxandi erfiðleik- um. Það er til litils að fara að endurskipuleggja og tæknivæða eftir að fyrirtækið er komið í vandræði eða á hausinn, þó seint sé betra en aldrei. Tíminn og viðbrögð manna skipta þannig miklu máli hvar í samkeppn- isröðinni fyrirtæki og þjóðfélög lenda, hversu fljótt þau bregðast við breyttum aðstæðum og framkvæma eftir því. Hinsvegar er ekki til neins að gera sér grein fyrir staðreyndum ef fólk framkvæmir ekki eftir þeim. Það þýðir lítið að sigla seglskipi beint upp í vindinn, menn verða að haga seglum eftir vindi hvort sem er í alþjóðasamkeppni eða á sjó. íslendingar hafa mikla mögu- leika á að vera mjög framarlega í þeim atvinnugreinum sem hér eru stundaðar, á alþjóðamælikvarða ef menn einungis átta sig á stað- reyndum, en reyna ekki að blekkja sjálfan sig og aðra. Japanir komust fyrstir út úr verð- bólguvítahring olíuveröshækkan- anna og beittu svokölluðum „hægri aðgerðum" með sérstökum áhersl- um á samkeppnishæflleika fyrir- tækja og tókst að auka atvinnu á sama tíma. Svokallaðar „hægri aðgerðir" þurfa ekki að boða atvinnuleysi til skamms tíma, heldur atvinnuaukn- ingu, það hafa Japanir sannað, þó að hægri stefnur stuðli allar að aukinni atvinnu til lengri tíma litið sem skiptir þó mestu máli. Verðþróun heimltis- 1975=100 tækja í verðbóigu í Japan — trrr^Tm: -+-=—'J.~ rrs>rr—°—■ > Abn. v«r0tog * Litosjónvörp » Loftrseetitaeki » Frystiekápar * hljómflutningetoeki '75 ’76 ’77 78 79 Bill|ón U.S.S ’80 '82 millj. stk. bflar FjMdi etorfe- fólke 50.000 40.000 30.000 70 7 1 72 73 7 4 75 76 77 7 8 79 2.5 2.0 1.5 1.0 Framleiðsluþróun Toyota Fjöldi framtoiddra * / / / \ / *---V*— FKMdi •t.rfafóik. t- ■ r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.