Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Kosningaveðurspáin hagstæð: Viðbúnaður vegagerð- arinnar vegna moksturs VK(iAGKRi)IN var með meiriháttar viðbúnað til að hefja snjómokstur á öllu landinu í morgun, til þess að greiða fyrir umferð á kjörstaði. Voru öll tilta-k tæki Vegagerðarinnar í við- hragðsstöðu, auk þess sem fjöldi ann- arra hafa verið leigð til moksturs. Samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar var við því búist að norðanáttin gengi niður um allt land og að élja- veðrinu slotaði, nema ef vera skvldi á bláhorninu á Norðausturlandi. Hjá Vegagerðinni voru menn bjartsýnir á að mokstur mundi ganga vel ef veðrið gengi niður, því víðast hvar hefði skafið jafnharðan ofan í förin, sem rudd voru, og mokstri víða hætt í dag af þeim sök- um. Þá er Vegagerðin með fjölda snjóbíla til taks víða um landið, þar sem ógcrlegt þykir að moka, einkum í afskekktari byggðum, til að tryggja að kjósendur komist á kjör- stað. Mokað var á leiðinni til Akureyr- ar í gær, en undir kvöld var því hætt á Holtavörðuheiði, í Vestur-Húna- vatnssýslu og Vatnsskarði vegna éljaveðurs og skafrennings. Kinnig var mokað norður Strand- ir allt til Hólmavíkur í gær, en þar fyrir norðan er lokað. Skafrenning- Kosninga- handbók Kosningahandbók fylgir Morgun- blaóinu í dag. í fyrradag fylgdi kosninga- handbók, sem í slæddust nokkrar villur. Þær hafa verið leiðréttar í handbókinni sem fylgir blaðinu í dag. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessu. ur var á Stikluhálsi, en betra veður norðar. Mokað var til Skagastrand- ar, en mokstur til Siglufjarðar sótt- ist seint vegna snjóþyngsla. Éljagangur og skafrenningur var á Akureyri og nágrenni og mokstri þar og á Norðurlandi eystra frestað af þeim sökum. Mokað var á sunnanverðu Snæ- fellsnesi og Fróðárheiði og því fært allt til Ólafsvíkur í gær, en búist við að færð þyngdist þegar mokstri lyki vegna skafrennings. Fært var um Heydal og norðanvert nesið til Hell- issands og Búðardals. Vegir vestan Búðardals voru mokaðir í gær, en 4.251 maður kaus utankjör- staðar í Rvík Morgunblaóið reyndi aó graf- ast fyrir um það í gær hvernig utankjörstaóakosning hefði geng- ió utan Keykjavíkur, en upplýs- ingar þar að lútandi eru ekki teknar saman og vita oddvitar kjördæmakjörstjórna ekki fjölda þeirra fyrr en gögnum er skilað í lok kjördags. lltankjörstaða- kosning fer fram hjá hreppstjór- um, sýslumönnum og bæjar- fógetum, og geta kjörstaðirnir verið mjög margir í hverju kjör- dæmi. 1 gærkvöldi höfðu rúmlega 4.251 manns kosið utankjör- staðar í Reykjavík, eða um 300 færra en á sama tíma í síðustu Alþingiskosningum. Hægt verður að kjósa utankjörstaðar í Reykjavík á morgun, sunnu- dag, verði kosningu ekki lokið í einhverjum kjördæmum, og þá aðeins fyrir þá sem eiga kosn- ingarétt í þeim. t.d. mokstri hætt í Gufudalssveit og haft eftir vegaverkstjóra að minnst viku mokstur væri þar eftir til að opna þjóðveginn. Frá Patreksfirði var fært yfir Kleifarheiði, yfir til Barðastrandar, út á flugvöll og til Tálknafjarðar og Hálfdán var mokaður í gær. Einnig var fært milli Flateyrar og Þingeyr- ar, en Breiðadals- og Botnsheiðar ófærar. Frá ísafirði var leiðin til Bolungarvíkur opnuð í gær og fært var til Súðavíkur og unnið að mokstri inn í Djúp. Frá Reykjavík var fært austur um, allt austur á firði eftir snjó- mokstur á Breiðamerkursandi og í Suðursveit. Mokað var frá Reyðar- firði til Fáskrúðsfjarðar, einnig Fagridalur, en þar var mikill skaf- renningur og búist var við að vegur- inn lokaðist eftir að mokstri var hætt. Þá var mokstri á Oddskarði frestað vegna veðurs. Færð í ná- grenni Egilsstaða var sæmileg, m.a. um Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar. Albert Guðmundsson efndi til kosningahátíðar í Háskólabíói í fyrrakvöld. Húsfyllir var. Á meðfylgjandi mynd er Albert að taka á móti einum fundar- gesta. Fleiri myndir frá kosningahátíð Alberts eru á bls. 16. Bráðabirgðalög um tvo kjördaga í dreifbýlinu Bretinn úrskurðað- ur í gæsluvarðhald IIKKTINN sem stakk íslending með kröfu til þessarar gaesluvarð- EINS OG fram kemur á forsíðu Morg- unblaðsins í dag gaf ríkisstjórnin síð- degis í gær út bráðabirgðalög um tvo kjördaga í þeim kjördeildum, sem ekki eru innan marka kaupstaðar eða kauptúns. Að sögn dómsmálaráðherra, Friðjóns Þórðarsonar, var þetta gert til þess, að tryggja aö allir þeir sem óska að neyta kosningaréttar síns, geti það. Fara bráðabirgðalögin hér á eftir: Við Alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 23. apríl 1983, skal kosning ennfremur fara fram 24. apríl 1983, þó ekki í kjördeildum, sem eru að öllu leyti innan tak- marka kaupstaðar eða kauptúns. Kjörstjórn getur þó ákveðið, þeg- ar kosningu er lokið hinn fyrri kjör- dag, að eigi skuli vera fleiri kjördag- ar í kjördeildinni, enda sé öll kjör- stjórnin sammála og allir umboðs- menn lista, sem mættir eru, sam- þykkja þá ákvörðun með undirritun sinni í kjörbókina. Hafi 80% eða fleiri kjósenda í kjördeildinni kosið, eða fengið vottorð samkvæmt 82 gr., nægir einróma samþykki kjör- stjórnar til slíkrar ákvörðunar. Er kosningu er lokið hinn fyrri kjördag skal um meðferð kjörgagna fara eftir ákvæðum 4. málsgr. 128. Kr- Nú hefur veður hamlað kjörsókn á hinum tveimur kjördögum og getur þá kjörstjórn ákveðið, með sama hætti og segir í 3. málsgr. 128. gr., og áður en kjörfundi lýkur hinn síð- ari kjördag, að kosningu verði fram haldið á kjörfundi næsta dag. Nægir að birta auglýsingu þar um í út- varpi. Um meðferð kjörgagna fer þá eftir ákvæðum 4. málsgr. 128. gr. hnífí í húsi við l.aufásveg aðfaranótt sl. miðvikudags var á fimmtudag úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 27. apríl navstkomandi, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í gær. Gerði rannsóknarlögreglan haldsvistar og var á hana fallist. Þegar Mbl. ræddi við rannsóknar- lögregluna, hafði maðurinn sem fyrir árásinni varð ekki verið yfir- heyrður, en hann hefur legið á gjörgæslu þó ekki sé hann talinn í lífshættu. LESBÓK Morgunblaðsins fylgir ekki blaðinu um þessa helgi. Sjónvarp og útvarp: Útsending tilbúin um leið og kosningum lýkur í fratnhaldi brádabirgða- laga rfkisstjórnarinnar um tvo kjördaga í dreifbýli er Ijóst, að kosningaútvarp og sjónvarp geta raskazt. Sam- Misnotkun alþýðubandalagsmanna á Iðnnemasambandinu: Fjármunum iðnnema varið til styrktar Þjóðviljanum FJÁRMIINIK Iðnnemasambands íslands hafa verið notaðir til að styrkja útgáfu Þjóðviljans svo nemur „þó nokkrum upphæðum“, segir í grein sem Þorsteinn Har- aldsson, ritstjóri málgagns Iðn- nemasambandsins, ritar í nýlegt töluhlað af Iðnnemanum. Hafi sambandið bæði birt styrktaraug- lýsingar í Þjóðviljanum og látið beina fjárstyrki renna til blaðsins. Þá segir Þorsteinn að af funda- gerðum Iðnnemasambandsins megi sjá að þangað hafi borist beiðnir um fjárstuðning frá Sam- tökum herstöðvaandstæðinga, sem sambandið studdi mcð ályktunum á meðan alþýðubandalagsmenn réðu þar lögum og lofum. Fundar- gerðirnar bera það ekki með sér hvort orðið var við styrkbeiðnum herstöðvaandstæðinga. I nóvember síðastliðnum urðu stjórnarskipti í Iðnnemasam- bandi íslands og töpuðu stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins þeirri aðstöðu sem þeir höfðu haft í sambandinu allt frá upp- hafi. Hafa hinir nýju forystu- menn í Iðnnemasambandinu kynnt félagsmönnum ýmislegt úr sögu þess sem ekki hefur áður verið frá greint. Þorsteinn Har- aldsson, ritstjóri Iðnnemans, segir í fyrrnefndri grein um fjárveitingarnar til Þjóðviljans, að það sé „mjög alvarlegt mál, að fjármunir Iðnnemasambandsins séu notaðir til stuðnings póli- tískum samtökum eða flokkum. Þetta eru peningar sem inn fást í formi staðfestingagjalda, sem tekin eru af hverjum þeim sem hefur nám í iðngreinum og á að nota til eflingar iðnnemahreyf- ingunni en ekki til pólitískra flokka." Ritstjóri Iðnnemans segir einnig frá því í grein sinni, að Iðnnemasambandið hafi undir stjórn alþýðubandalagsmanna lagt sig fram um að rækta tengsl við Sovétríkin, hafi sambandið til dæmis sent mann á mikið námskeið í kommúnískum fræð- um þar í landi. Þá hafi fyrrver- andi stjórn sambandsins verið gestgjafi sendinefndar frá Sovétríkjunum, en í bókasafni Iðnnemasambandsins sé „tölu- verður fjöldi af bókum sem virð- ist vera ættaður frá Sovétríkjun- um og Austur-Þýskalandi og fjalla um hugmyndafræði kommúnismans. Eru sumar af þessum bókum jafnvel á rússn- esku ...“ Þorsteinn Haraldsson segir; að með stjórnarskiptum í Iðn- nemasambandinu sé það von- andi Iiðin tíð að flokkspólitík ráði ferðinni í störfum sam- bandsins og henni eigi að ýta til hliðar í verkalýðshreyfingunni allri. Síðan segir: „Við höfum séð þess dæmi í gegnum árin hvern- ig kommúnistar hafa leikið sér með hag launafólksins í landinu en þeim hefur tekist að beita þeirri hreyfingu fyrir sig eins og þeim hefur þóknast hverju sinni án tillits til launafólks í landinu, það virðist vera aukaatriði í aug- um þessara manna." kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru þó báðir fjölmiðlarnir tilbúnir með kosningaútsendingu, bæði á laugar- og sunnudág eða þeg- ar kosningum er lokið. Samkvæmt áðurnefndum lög- um eru þó möguleikar á því, að kosningum geti verið lokið í kvöld, þannig að möguleikar eru á því, að bæði útvarp og sjónvarp geti staðið við fyrirfram áætlaða kosningadagskrá. Verði kosning- um ekki lokið fyrr en á sunnu- dag, verður kosningaútvarpi ein- faldlega frestað og í stað kosn- ingasjónvarps, sem hefjast átti klukkan 22.30 kemur söngleikur- inn „Ó, þetta er indælt stríð". Kópavogur: Ok á mann og hvarf af vettvangi EKIÐ var á þrítugan mann á bíla- stædinu við Hamraborg 1 í Kópavogi í gær. Maðurinn rotaðist við höggið og skarst, en slasaðist Iftið að öðru leyti, en ökumaður bifreiðarinnar sem á manninn ók, hvarf af vett- vangi. Óskar lögreglan í Kópavogi eftir því að þeir sem kunna að hafa ver- ið vitni að slysinu gefi sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.