Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 + Móöir okkar, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Iré Katanesi, til heimilis aö Vallholti 17, Akranesl, lést í Sjúkrahúsi Akraness, 20. apríl 1983. Börn hinnar lótnu. t Faöir okkar, HANNES ÓSKAR SAMPSTED, Vífilsgötu 7, lést aö morgni 21. apríl á Vífilsstaðaspítala. Börn hins lótna. + Eiginmaður minn, INGVAR MAGNÚSSON, lést á Landakotsspítala aöfaranótt 21. apríl. Jaröaö veröur frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. apríl, kl. 1.30. Þórlaug Bjarnadóttir og vandamenn. Móðir okkar og tengdamóöir, SIGRÍOUR MAGNÚSDÓTTIR, áöur til heimilis aö Frakkastíg 20, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, fimmtudaginn 21. apríl. Lára Árnadóttir, Magnea Árnadóttir, Þóra Árnadóttir, Eyþór Árnason, Jóhann Sigurjónsson, Marteinn Kratach, Albert Jensen, Anna Ásmundsdóttir. Móöir okkar, tengdamóöir og systir, JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Njaröargötu 37, lést á Landspítalanum föstudaginn 22. apríl. Elínborg Reynisdóttir, Guöjón Reynisson, Guórún Reynisdóttir, Sigurður Reynisson, Guörún Guðjónsdóttir. Skarphéðinn Árnason, Laufey Magnúsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Kristjana Guömundsdóttir, + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, PÁLL PÁLSSON, Drápuhlíö 19, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. apríl, kl. 13.30. Sólveig Kolbeinsdóttir, Kolbeinn Pálsson, Málfríöur Pálsdóttir, Björgólfur Jóhannsson, Steinunn Pálsdóttir. + Eiginkona mín, ÓLÖF BJRNADÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 26. apríl, kl. 16.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vlnsamlegast bent á Krabba- meinsfélag islands. Fyrir hönd barna okkar og annarra aöstandenda, Guöjón Guömundsson, Laugateig 46. + Af alhug þökkum viö samúö og vinarhug viö andlát móöur minnar og tengdamóöur, INGIBJARGAR LARSEN. Guömundur Magnússon, Ástrfóur Þ. Þóröardóttir. Katrin Thorstensen frá Arnardal — Minning Fædd ll.febrúar 1908 Dáin 17. aprfl 1983 Hún amma mín hefur lagt aug- un aftur í hinsta sinn. Oft hefur hugur minn reikað til þeirra tíma, er ég fékk að vera í návist hennar og njóta þeirra gleðigeisla, sem frá henni streymdu. Á þessari kveðjustund á hún hug minn all- an. Mér eru ljóslifandi þeir dagar, er ég steig mín æskuspor í Páls- húsi undir verndarvæng hennar. Ég vissi ekki þá, að ég var að læra að lifa. Lífsviðhorf hennar ömmu munu ætíð verða mér leiðarljós, þótt erfitt verði að feta í fótspor hennar. Engum gat dulist atorka ömmu minnar og járnvilji 1 öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Vilji til að njóta lífsins og til að gera öðrum kleift að gera hið sama. í þeim tilgangi létti hún ósjaldan undir með samferðafólki sínu, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Aldrei sat amma auðum hönd- um. Þegar hún var ekki að sinna öðrum, voru prjónarnir teknir fram og lopinn hnepptur í form fagurs fatnaðar af meiri hraða og leikni en almennt gerist. Afrakst- ur þeirrar iðju notaði hún síðan til þess að gleðja aðra. Seint mun ég gleyma því, hvern- ig hún tók á móti gestum sínum. Hún var ekki í rónni, fyrr en hvert mannsbarn var orðið mett og vel það, og samt voru öll borð hlaðin góðgerðum. Hún hentist á milli herbergja til þess að stjana við gestina, og það voru greinilega ánægjustundir ömmu, stundirnar sem hún notaði til þess að gleðja aðra. Það er dæmigert, að síðustu daga erfiðrar sjúkdómslegu, var amma meira og minna með hug- ann við gjafir. Biblían, sem hún gaf Sólveigu í fermingargjöf dag- inn er hún kvaddi, verður helguð minningu hennar um aldir alda. Ég, eiginmaður minn og dætur, biðjum góðan Guð að varðveita sálu hennar. Far þú í fridi, fridur Guós þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allL Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Kata. Sunnudaginn 17. apríl sl. lést á Borgarspítalanum Katrín Thor- stensen frá Arnardal eftir nokk- urra mánaða sjúkdómslegu. Hversu lengi banamein hennar hafði búið með henni eða hversu lengi hún hafði kennt þess, veit enginn. Katrín Thorstensen var ekki sú manngerð, sem kvartaði undan kvillum eða andstreymi. Það er ekki ætlun mín að varpa ljósi á lífshlaup ömmu minnar með þessum fátæklegu kveðjuorð- um. Til þess eru aðrir betur í stakk búnir, og megnið af þeirri löngu sögu var þegar liðið, er ég komst til vits og ára. Mér segir svo hugur, að ef sú saga yrði til hlítar skrifuð svo og saga annarra ágætra samtímamanna hennar, þá væri þar komin þörf lesning fyrir þá allsnægtakynslóð, sem nú vex úr grasi. Amma hverfur nú af velli að loknu vel unnu dagsverki, sam- kvæm sjálfri sér og sínum gildum til hinstu stundar. Nú er hún kom- in í þann hluta hugarheims okkar, sem heyrir minningunni til. I þeim heimi skipar hún veglegan sess og deyr aldrei. Hún mun halda áfram að lifa í hugum niðja sinna og þeirra, er nutu þeirrar blessunar að eiga samfylgd með henni í lífinu. Það veganesti, sem hún hefur gefið okkur, mun nú sem áður vera okkur ómetanleg stoð í hringiðu lífsins. Á kveðjustund sækja minn- ingarnar á hugann. Við reynum að kalla fram myndir frá liðnum dög- um, endurlifa gamlar samveru- stundir okkur til huggunar. Ég minnist lítillar og glaðlegrar konu, sem situr að prjónum, og fellur ekki verk úr hendi. Ég minnist samverustundar fyrir nokkrum mánuðum, þegar við Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ANNA SIGURLAUG EINARSDÓTTIR, Langeyrarvegi 7, Hafnarfiröi, lést í Vífilsstaöaspítala 19. þessa mánaöar. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Hulda Sverrisdóttir, Egill Tyrfíngsson. Hjartkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og lang- amma, KRISTÍN GÍSLADÓTTIR, Búöargeröi 5, Reykjavík, andaöist miövikudaginn 20. apríl. Lárus Salómonsson. Ármann J. Lárusson, Grettir Lárusson, Kristján Heimir Lárusson, Brynja Lárusdóttir, Lárus Lárusson, barnabörn og Björg Árnadóttir, Ólaffa Þórðardóttir, Sigurlaug Björgvinsdóttir, Júlíus Einarsson, Agnes Tryggvadóttir, barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröar- för móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍOAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Skólavegi 3, Keflavík. Sigurbjörn Tómasson, Guörún Halldórsdóttir, Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson, Halldóra Konráösdóttir, Konráö D. Þorvaldsson, Siguröur S. Sigurbjörnsson, Helgi Pálmar Breiöfjörö. hlustuðum á lifandi frásögn ömmu af atburðum líðandi stund- ar og hvernig hún gæddi þá sögu slíku lífi, að það væri ekki á færi færustu sögumanna að komast með tærnar, þar sem hún hefur hælana. Ég minnist heimsóknar til hennar á Borgarspítalann stuttu fyrir jól og allt að barns- legri tilhlökkun hennar yfir því að fá að fara heim yfir jólin, komast í prjónana, vestfirska harðfiskinn og hákarlinn, sem hún hafði keypt stuttu áður en hún fór á sjúkra- húsið. Það er í þúsundum minn- ingabrota sem þessum, sem amma lifir í hugum afkomenda sinna og ástvina. Nú kveð ég ömmu í hinsta sinn, megi hún hvíla í friði. Kristinn Arnar Guðjónsson Mikil búkona er gengin fyrir ætternisstapann. Kynni mín af Katrínu spanna nær aldarfjórðung. Á þeim tíma hefur mér orðið æ betur ljóst, að þar fór engin meðalmanneskja. Ekki var síður ljóst, að sá fyrir- myndar heimilisbragur sem ríkti kringum hana, var fyrst og síðast henni að þakka. Hún var vinnusöm og hún var hyggin. Sennilegast voru þessir eiginleikar komnir úr foreldrahús- um, bæði að erfðum og með upp- eldi. Hún fæddist í Arnardal við Skutulfjörð, dóttir Katrinusar út- vegsbónda Jónssonar, og konu hans, Sólveigar Einarsdóttur. Katrín ólst þannig upp við útveg og búskap, og er hún festi ráð sitt rúmlega tvítug, var hún fleiri vertíðir búin að vinna við útgerð og fiskverkun, bæði á Ströndum og við Djúp. Um eins árs skeið sá hún, sautján ára gömul, um heimili á ísafirði, en tvö börn voru í heimili, annað kornabarn, en húsmóðirin heilsulaus. Það var þannig ekki reynslulaus unglingur, sem réðst kaupakona að Reykjanesi í Gríms- nesi vorið 1929. Þar bjó þá Hermann sonur Jóns prests Thorstensen á Þingvöllum, en móðir Hermanns, Guðbjörg Hermannsdóttir mun hafa átt jörðina. Árið 1930 gekk Katrín að eiga Hermann bónda og bjuggu þau í Reykjanesi i 6 ár. Ekki verður hér rakin búskap- arsaga þeirra hjóna nema í stór- um dráttum. Hún byrjaði í fá- tæktarbasli kreppuáranna og end- aði í bjargálnum eftirstríðsár- anna. Árið 1936 fluttu þau vestur í Arnardal og bjuggu þar við sjó og búskap til 1945, er Hermann gerð- ist bústjóri í Mjóanesi í Þingvalla- sveit og árið eftir að Úlfljótsvatni í Grafningi. Til Grindavíkur fluttu þau 1947 og bjuggu þar æ síðan. Hermann stundaði verkamannavinnu, en hann lést 1966. Leiðrétting í minningargrein um Helga T. Helgason á Þursstöðum, hér í Mbl., hefur nafn ekkju Helga heit- ins misritast. — Stendur Guð- finna, en hún heitir Guðrún Tryggvadóttir. — Um leið og þetta er leiðrétt er beðist afsökunar á misrituninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.