Morgunblaðið - 23.04.1983, Page 16

Morgunblaðið - 23.04.1983, Page 16
A L ÞINGISK OSNINGA RMA R MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Háskólabíó var þéttsetið ... Húsfyllir á kosningahátíð Alberts Guðmundssonar UM TVÖ þúsund manns sóttu kosningahátíð með Albert Guðmundssyni, efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem haldin var í Háskólabíói í fyrrakvöld, sumar- daginn fyrsta. Góðri stund áður en hátíðin hófst voru öll sæti setin. Þegar Sigurjón Fjeldsted, borgarfulltrúi, setti hátíðina, voru bæði gangvegir í sal og anddyri yfirfullir af fólki. Komið var fyrir sjónvarpsskermum í anddyri svo fólk, sem ekki komst í bíósalinn, gæti fylgst með dagskráratriðum. Kunnir listamenn og skemmtikraftar komu fram á hátíðinni, en þungamiðja hennar var ræða Alberts Guðmundssonar, alþingis- menns, sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Ávarp flutti Jón Magnússon, lög- fræðingur. Var máli þeirra vel fagnað af því fjölmenni, sem viðstatt var, og ríkti mikill baráttuandi á sam- komunni. Albert Guðmundsson hvatti allt sjálfstæðisfólk til sterks samátaks á loka- spretti kosningabaráttunnar, svo kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins yrði sem mest og staða hans sem styrkust að kosningum loknum. i 1] mmmm* yjy 1 ' 1 1 { \ ' 7S ... s v o og anddyrið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.