Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 | ÍÞRIÍTTAFRHIIR MORCmHflSIIIS Einar Einarsson, Fylkismaður, reynir þarna skot að marki tR-inga. Auðveldir r_ sigrar IR og Víkings Gunnlaugur Hjálmarsson — aldursforseti leikmannanna f Reykjavfk mundar þarna knöttinn fyrir framan Fylkisvörnina f leiknum f fyrrakvöld. TVEIR leikir fóru fram f Reykja- vfkurmeistaramótinu f hand- knattleik í fyrrakvöld. Fyrst léku ÍR og Fylkir, en sfðan Vfkingur og Ármann. Báðir voru leikir þessir fremur tilþrifalitlir og buðu heldur ekki upp á neina spennu, þar sem tR-ingar unnu Fylki með yfirburðum og Víking- ur vann sfðan Ármann næsta auð- veldlega. ÍR-ingar voru engan veginn eins frískir i leiknum við Fylki og þeir voru gegn Þrótti á dögunum. Þó verður að segjast eins og er, að Fylkisliðið kom á óvart — það barðist af dugnaði í þessum leik og gerði marga hluti laglega. Má vera, að það verði betra í vetur en verið hefur að undanförnu. Lengi vel mátti ekki á milli sjá í leiknum. ÍR-ingar höfðu þó jafn- an forystuna, en hafa ugglaust talið sér öruggan sigur í leiknum fyrirfram og bentu margar gerðir þeirra til þess að svo væri. Voru þeir t.d. stundum ekki fyrr komn- ir að varnarvegg Fylkis en þeir skutu, og með misjöfnum árangri. Staðan í hálfleik var 13:9 fyrir IR, en í seinni hálfleik dró svo heldur f sundur og sigruðu iR-ing- ar í leiknum með 25 mörkum gegn 17. Langbezti maður ÍR-Iiðs- ins í þessum leik var Brynjólfur Markússon, en einnig stóðu þeir Bjarni og Vilhjálmur sig allvel. Bezti maður Fylkis var Einar Ein- arsson. Tennismeistari í tugthús TOMAS Lejus, fyrrverandi sov- ézkur meistari f tennis og einn fremsti fþróttamaður heims f þeirri grein, hefur verið dæmdur f átta ára fangelsi, en Lejus réð konu sinni bana, er hann komst að þvf, að hún notaði tækifærið, þegar hann var f keppnisferðum, og átti vingott við kvikmyndaleik- stjóra f Moskvu. Seinni leikur kvöldsins milli Ármanns og Víkings var keimlík- ur þeim fyrri. Ármenningar héldu vel í við Víkinga til að byrja með og var munurinn ekki nema 3 mörk í hálfleik, 12:9. Var það einkum vörn Armannsliðsins sem barðist vel í fyrri hálfleiknum, en þegar hún fór að slappast, náðu Víkingar öllum tökum á leiknum og sigruðu með 25 mörkum gegn 18. Staðan í riðlunum er nú þessi: A-riðill: Víkingur 2 2 0 0 47-38 4 Fram 110 0 22-14 2 KR 10 0 1 20-22 0 Armann 2 0 0 2 32-47 0 B-riðill: IR 2 2 0 0 54-59 4 Valur 110 0 27-14 2 Þróttur 10 0 1 12-29 0 Fylkir 2 0 0 2 29-52 0 Tveir leikir fóru svo fram í mót- inu í gærkvöldi og léku þá Fram og KR og Valur og Þróttur. Finnar hafa forystu í keppninni við Breta FINNAR höfðu forystu bæði í karla og kvennagreinum eftir fyrri dag landskeppni þeirra og Breta, sem hófst á Crystal Palace- leikvanginum f London f fvrra- kvöld. Eftir fyrri keppnisdaginn höfðu þeir 55 gegn 48 stigum í karlaflokki og 35 ,gegn 27 f kvennaflokki. I fyrrakvöld voru það einkum tvær greinar, sem athyglin beind- ist að: 5000 metra hlaupið og 400 metra hlaup kvenna, en búizt var við mjög jafnri og harðri keppni í þessum greinum. I 5000 metra hlaupinu fóru hlaupararnir þétt saman og hlupu rólega, unz einn hringur var eftir, en þá tóku þeir að auka hraðann svo um munaði. Lasse Viren, Olympíumeistarinn í greininni hafði þá forystu og beindist athygli brezku hlaupar- anna að honum, en þegar Viren þótti tími til kominn hljóp hann út á brautina og sleppti landa sínum Paivarinta fram úr sér. Áttuðu Bretamir sig ekki á þessu bragði fyrr en um seinan — Paivarinta var búinn að ná því forskoti sem dugði honum til sigurs, en Viren mátti hins vegar hafa sig allan við til þess að halda öðru sætinu. I 400 metra hlaupinu mætti Evrópumeistarinn, Rita Salin, brezka methafanum Donnu Murray. Til að byrja með virtust þær mjög jafnar, en þegar út á beinu brautina kom, sást, að finnska stúlkan var orðin vel á undan og hljóp hún seinni hluta hlaupsins stórglæsilega og var tími hennar eftir því: 51,5 sek. Urslit i einstökum greinum í fyrrakvöld urðu þessi: HASTÖKK: H. Sundell, Finnl. 2,10 A. Personen, Finnl. 2,06 C. Boreham, Bretl. 1,85 400MFTRA HLAUP: D. Jenkins, Bretl. 46,2 P. Karttunen, Finnl. 47,0 R. Jenkins, Bretl. 47,4 S. Lonnquist, Finnl. 48,5 LANGSTÖKK KVENNA: P. Helenius, Finnl. 6,16 R. Martin-Jones, Bretl. 6,09 T. Rautanen, Finnl. 5,88 A. Wilson, Bretl. 5,80 400 METRA HLALP KVENNA: R. Salin, Finnl. 51,5 D. Murray, Bretl. 52,0 R. Kennedy, Bretl. 53,5 P. Wilmi, Finnl. 53,8 1500 METRA HLAUP KVENNA: S. Tyynela, Finnl. 4:21,0 P. Yoeman, Bretl. 4:23,3 R. Wright, Bretl. 4:24,7 A. W'irkberg, Finnl. 4:33,9 100METRA HLAUP: R. Roberts, Bretl. 10,7 R. Vilen, Finnl. 10,7 B. Green, Bretl. 10,9 R. Raty, Finnl. 10,9 KRINGLUKAST: P. Kahma, Finnl. 59.90 J. Rinne, Finnl. 58,24 B. Tancred, Bretl. 56,84 J. Hillier, Bretl. 54,68 400 METRA GRINDAHEAUP: B. Hartley, Bretl. 50,9 S. Black, Bretl. 51,8 R. Koiyu, Finnl. 52,0 R. Alanen, Finnl. 55,1 100 METRA HLAUP KVENNA: M. Pursiainen, Finnl. 11,5 S. Lannaman, Bretl. 11,5 H. Golden, Bretl. 11,9 U. Lax, Finnl. 12,4 Kúluvarp kvenna: C. Barck, Finnl. 15,84 R. Metso, Finnl. 15,71 B. Bedford, Bretl. 15,09 J. Kerr, Bretl. 14,87 5.000 METRA HLAUP: P. Taivarinta, Finnl. 13:43,4 L. Viren, Finnl. 13:53,4 C. Stewart, Bretl. 13:53,4 T. Simmons, Bretl. 14:14,2 3000 METRA HINDRUNARHLAUP: T. Kantanen, Finnl. 8:34,4 J. Bicourt, Bretl. 8:41,2 J. Davis, Bretl. 8:53,4 I. Pukkinen, Finnl. 8:59,2 4X100 METRA BOÐHLAUP KVENNA: Sveit Bretlands 45,0 sek. Sveit Finnlands 46,1 - ÞRlSTÖKK: P. Kuukasjaivi, Finnl. 15,84 D. Johnson, Bretl. 15,52 A. Moore, Bretl. 15,21 J. Marki Maunus, Finnl. 15,17 4X100 METRA BOÐHLAUP KARLA: Sveit Bretlands 41,3 Sveit Finnlands ógilt SPJÓTKAST: H. Siitonen, Finnl. 84,56 S. Hovinen, Finnl. 82,86 D. Davis, Bretl. 79,02 K. Sheppard, Bretl. 76,68 Veiðimenn spreyta sig í köstum LANDSSAMBAND ís- lenzkra stangaveiði- manna hefur ákveðið að halda kastmót n.k. laug- ardag, 28. september, og hefst það á grasvellinum í Innri-Njarðvík kl. 14.00. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir til móts þessa, en keppt verður í eldri og yngri deild í eftirtöldum grein- um: 1. Flugulengdarköst- um, og þá bæði með heilli línu og skotlínu. Mesta þyngd línu er nr. 10. 2. Beitulengdarköst- um, 10 gr. 1. handar stöng. 3. Beitulengdarköst- um, 18. gr. 2. handa stöng Stengur verða á staðn- um fyrir þá er það vilja. Ef áhugi reynist fyrir slíkum mótum, ætlar Landssambandið að gangast fyrir kastmótum árlega og þá á ýmsum stöðum á landinu, Á s.l. hausti var mótið haldið í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.